Dagur - 22.12.1999, Blaðsíða 2
2- MIDVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999
FRÉTTIR
Norski sendiherrann
ekM kaUaður fyrir
HaJldór Ásgrímsson
segist ekki ætla að
kaUa norska sendiherr-
an á sinn fund. Hann
kennir andstæðingum
Flj ótsdals virkj unar um
að gera máHð að póU-
tísku máli miiii ríkis-
stjóma íslands og Nor-
egs.
„Nei, ég mun ekki gera það,“ sagði
Halldór Asgrímsson utanríkisráð-
herra þegar hann var spurður
hvort hann ætlaði að kalla norska
sendiherrann á sinn fund vegna
skýrslunnar sem
hann sendi norsku
ríkisstjórninni vegna
Fljótsdalsvirkjunar,
álvers í Reyðarfirði og
því sem hann hefur
eftir Siv Friðleifsdótt-
ur í þeim efnum.
„Það liggur ljóst
íyrir að andstæðingar
þessa máls hafa verið
að reyna að gera það
að pólitísku máli milli
ríkisstjórna Islands
og Noregs. Þær til-
raunir finna sér stað í
þessari skýrslu norska sendiherr-
ans,“ segir Halldór
Alislensk mál
Hann segir að íslensk stjórnvöld
Halldór Ásgrímsson.
hafi ávallt lagt á það
áherslu að virkjunar-
málin væru alíslensk
mál, sem komi er-
lendum ríkisstjómum
eða öðrum erlendum
aðilum alls ekki við.
Samningar um bygg-
ingu álvers væri
samningamál milli ís-
lenskra aðila og fyrir-
tækisins Norsk
Flydro.
„Við væntum þess
vissulega að þar fáist
niðurstaða sem verði
viðunandi fyrir báða aðila. Það
mun koma í Ijós á næstu mánuð-
um,“ segir Halldór.
Hann var spurður hvort hann
ætti von á þvf að þessi skýrsla
sendiherrans og það sem þar er
haft eftir Siv Friðleifsdóttur, muni
hafa einhver áhrif á afstöðu Norsk
Hydro í málinu.
„Það er nú alltaf verið að reyna
hér innanlands, af andstæðingum
þessa máls, að hafa áhrif á það. Eg
tel að það geti vart verið en ég get
auðvitað ekkert um það fullyrt.
Forráðamenn Norsk Hydro hafa
tekið það skýrt fram að þeir séu
áhugasamir um að samningar ná-
ist. Eg tel enga ástæðu til að ætla
annað en að þeir vinni að málinu á
þeim grundvelli áfram, eins og
þeir hafa gert fram að þessu,"
sagði Halldór Ásgrímsson.
- S.DÓR
- Nánar af umfjöllun málsins á
þingi á bls. 9
AlJjingi
íjolafn
„Ég á nú
von á því að
okkur takist
að ljúka
störfum um
miðjan dag á
morgun (í
dag miðviku-
dag) og að
fundum AI-
þingis verði
frestað í
björtu en
ekki um
miðja nótt,“ sagði Guðmundur
Árni Stefánsson, varaforseti Al-
þingis, í samtali við Dag.
Um miðjan dag í gær sá loks fyr-
ir endann á umræðunum um
Fljótsdalsvirkjun og sagði Guð-
mundur Árni að þegar það mál
væri frá yrði tiltölulega fljótlegt að
afgreiða önnur mál sem bíða af-
greiðslu og þola ekki bið fram yfir
áramót. — S.DÓR
Guðmundur Árni
Stefánsson.
Siv biðiir ckki
um leiðréttingu
Siv segir það sem
sendiherra Norðmanna
hafi eftir sér í skýrslu
tfi norskra stjómvalda
vera rétt og því engin
ástæða til að hiðja um
leiðréttingu. Annað í
skýrslunni segir hún
vangaveltur sendiherr-
ans.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra segir í samtali við Dag að
það sé rétt eftir sér haft í skýrslu
norska sendiherrans að Fljótsdals-
virkjun og álver við Reyðarljörð
séu umdeild mál á Islandi. Annað
sem í skýrslunni kemur fram séu
vangaveltur sendiherrans.
„Um miðjan nóvember hafði
sendiherra Noregs hér á landi
samband við umhverfisráðuneytið
og óskaði eftir viðtali við mig. Þar
sem ég er samstarfsráðherra
Norðurlandanna hér á landi og
hann nýr í starfi ákvað ég að verða
við þeirri beiðni og taldi það auð-
vitað sjálfsagt mál. Samtal okkar
var vinsamlegt og margt bar á
góma. Við ræddum stjórnmál á ís-
Siv Friðleifsdóttir.
landi og efnahagsmál með mjög
almennum hætti," sagði Siv Frið-
leifsdóttir.
Ekki ástæða til leiðréttingar
Hún segir að virkjunarmál og
bygging álvers í Reyðarfirði hafi
verið meðal þess sem barst í tal.
„Það er hins vegar af og frá að
ég hafi í þessu spjalli okkar látið
að því Iiggja að það gæti haft áhrif
á samskipti þessara frændþjóða ef
Norsk Hydro hætti við þátttöku í
byggingu álvers á Austurlandi,"
segir Siv.
Hún segist vera búin að Iesa
skýrslu sendiherrans. Sumsstaðar
sé erfitt að greina á milli þess sem
hann hafi eftir sér og þess sem eru
hans eigin hugleiðingar. Hann
hafi þó eftir sér að ríkisstjórnin
leggi áherslu á að ná málinu fram
en ekki væru allir sammála um
Fljótsdalsvirkjun og álversbygg-
inguna í þjóðfélaginu.
„Þess vegna spyr ég hvort það sé
eitthvað nýtt fyrir Islendingum að
málið sé umdeilt. En fyrir utan
þetta eru það hreinar vangaveltur
sendiherrans sjálfs sem í skýrsl-
unni stendur. Hann er jgreinilega
búinn að tala við marga Islendinga
um málið og fylgjast'vel með því
sem fram hefur komið í fjölmiðl-
um. Nú sýnist mér sem fjölmiðlar
og stjórnarandstaðan á þingi ætli
að snúa þessu upp á mig," sagði
Siv.
Hún var spurð hvort hún ætlaði
að kalla eftir leiðréttingu frá
sendiherranum.
„Ég ber enga ábyrgð á vanga-
veltum sendiherra Noregs á ís-
Iandi í skýrslu sem hann sendir
norskum stjórnvöldum. Auk þess
sem ég fæ ekki betur séð en að
það sem hann vitnar í mig sé að
ríkisstjórnin leggi áherslu á að ná
málinu fram og að þetta sé erfitt
mál í þjóðfélaginu. Ég sé ekki
ástæðu til þess að leiðrétta það,“
sagði Siv Friðleifsdóttir. — s.DÓR
— Nánar á bls. 9
Össur Kristinsson, frumkvöðull ársins 1999, og Gunnar Örn Kristjánsson,
maður ársins 1999, með Viðskiptaverðlaunin. - mynd: þök
ViðsMpta
verðlaunm
Viðskiptaverðlaunin 1999 voru af-
hent með viðhöfn í gær. Viðskipta-
blaðið, DV og Stöð 2 stóðu að
verðlaununum, líkt og þessir fjöl-
miðlar hafa gert frá árinu 1996.
Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri
SlF, var valinn maður ársins í ís-
Iensku viðskiptalífi og Össur Krist-
insson, stofnandi Össurar hf., var
valinn frumkvöðull ársins.
Gunnar Öm hefur verið forstjóri
SÍF frá ársbyrjun 1994. Árið 1999
markaði sérstaklega tímamót í
sögu SIF en nú í haust var sam-
þykkt að sameina fyrirtækið og ÍS.
Össur Kristinsson hefur leitt
stoðtækjafyrirtækið í gegnum lang-
an og glæstan þroskaferil og hefur
fyrirtækið náð góðum árangri.
Valur Knútsson, formaður atvinnumálanefndar Akureyrar, afhendir Sveini
Jónssyni í Kálfsskinni hvatningarverðlaun að upphæð 500.000 krónur.
- mynd: brink
Hef eMd verið nógu duglegur
Sveinn Jónsson í Kálfsskinni á Arskógsströnd híaut í gær viðurkenn-
ingu Atvinnumálanefndar Akureyrar, sem frumkvöðull ársins. At-
vinnumálanefndin veitir Sveini hvatningarverðlaun fyrir ómetanlegt
starf hans að atvinnumálum, sérstaldega þátt hans í uppbyggingu
ferðaþjónustu á svæðinu. Kláfferjan og hinn gamli draumur um hana
sem er um það bil að rætast á ekki síst þátt í þeirri viðurkenningu sem
Sveinn fær nú sem frumkvöðull ársins enda hefur hann „hvorki spar-
að tíma né peninga til þess að sjá þennan draum sinn verða að veru-
leika," eins og Valur Knútsson, lormaður atvinnumálanefndar, sagði
þegar hann afhenti Sveini viðurkenninguna. Nefndin telur Svein
einn af þeim frumkvöðlum, sem ekki hafa nolið þeirrar viðurkenning-
ar sem hann á skilið en margur yngri maðurinn mætti taka hann sér
til fyrirmyndar hvað varðar dugnað og þrautseigju.
Sveinn tók við viðurkenningunni af sinni alkunnu hógværð og sagði
þá meðal annars að hann hefði alls ekki verið nógu duglegur, frétta-
tilkynning atvinnumálanefndar væri lofrulla sem hann ætti ekki skil-
ið, enda hefði hann sparað bæði tíma og peninga varðandi Kláffcrju-
verkefnið og þess vegna væri það ekki komiö lengra. — m
Samið við Urði, Verðandi, Skuld
Sjúkrahúsin í Reykjavík og Urður, Verðandi Skuld ehf. hafa gert sam-
starfssamning vcgna krabbameinsrannsókna. Yfirlýsing þessa efnis
hefur verið undirrituð af Magnúsi Péturssyni, forstjóra sjúkrahús-
anna f Reykjavík, og Reyni Arngrímssyni, framkvæmdastjóra vísinda-
sviðs UVS, ásamt lækningaforstjórum beggja sjúkrahúsanna. Sam-
starfið felur m.a. í sér að sarnið verði um að sjúkrahúsin taki að sér
vinnslu upplýsinga og sýna sem safnað er með upplýstu samþykki ein-
staklinga til krabbameinsrannsókna. Verkefnin þurfa að hafa hlotið
samþykki Vísindasiðanefndar og vera unnin samkvæmt vinnuferli
sem Tölvunefnd samþykkir. Samstarfið byggist á því að nýta verk-
tækni og þekkingu sem starfsmenn sjúkrahúsanna og UVS búa yfir,
m.a. til rannsókna á sviði fruríiu- og sámeindalíffræði.