Dagur - 22.12.1999, Page 6

Dagur - 22.12.1999, Page 6
6 - M IDVIKUDAGU K 22. DESEMBER 1999 rD^tr ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. A mAnuði Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Amundi Amundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrí) 551 6270 (REYKJAVÍK) Manndráp og afkvæði í fyrsta lagi Enn á ný hefur það sýnt sig, að fátt er betur til þess fallið að veita óprúttnum samviskulausum stjórnmálamönnum atkvæði en að stunda manndráp fjarri heimabyggð skömmu fyrir kosn- ingar. Þetta gerði gamli KGB-foringinn Pútín, sem nú er for- sætisráðherra Rússlands, sér glögga grein fyrir og hóf því hat- rammt útrýmingarstríð gegn Téténum. Með því að halda mannfalli Rússa í lágmarki, og ljúga miskunnarlaust að þjóð- inni með aðstoð keyptra Qölmiðla, tókst Pútin að magna upp þjóðernisæsing og stríðshatur meðal nógu marga rússneska kjósenda til að tryggja stöðu sína í þinginu. í öðru lagi Litið er á þingkosningarnar um helgina sem fyrsta áfanga í bar- áttunni um hver muni ná kjöri sem eftirmaður Boris Jeltsíns sem forseti landsins á næsta sumri. Þingið sem slíkt skiptir litlu máli þar sem öll raunveruleg völd í landinu eru hjá forset- anum og ráðgjöfum hans. Pútin þykir mjög hafa styrkt stöðu sína í því kapphlaupi og mun því vafalaust beita svipuðum vinnubrögðum áfram. Það boðar ekkert gott fyrir Téténa næstu mánuði. Konur, börn og gamalmenni í Téténíu verða áfram fómarlömb harðvítugra loftárása og skothríðar. Meginmarkmið Pútíns verður að halda stríðinu áfram en án þess að of margir rússneskir hermenn falli í valinn. Það er sú leið sem mun skila honum flestum atkvæðum í forsetakosningunum. í þriðja lagi Vestrænir stjórnmálaleiðtogar hafa að undanförn reynt að fá rússnesk stjórnvöld með góðu til að hætta hernaðinum í Tétén- íu, gera vopnahlé og leita pólitískrar lausnar. Pútín hefur ekk- ert mark tekið á þrýstingi vesturlanda, enda talið stríðsrekstur- inn forsendu fyrir frekari pólitískri velgengni sinni. Rússnesk stjórnvöld virðast einnig treysta því að Bandaríkin og banda- lagsþjóðir þeirra muni ekki grípa til neinna alvarlegra beinna aðgerða gegn Moskvuvaldinu. Afstaða vestrænna lýðræðisríkja verður prófsteinn á hvort tuttugasta öldin, með öllum sínum blóðsúthellingum og stríðsglæpum, hafi í raun og veru ekkert kennt leiðtogum heimsins. Elias Snæland Jónsson Norsk kryddsíld Garri er þeirrar skoðunar að maður eigi helst aldrei að ræða við mann nema hafa seg- ulband við hendina og taka samræðurnar upp, þannig að hægt sé að sanna hvar og hvenær sem er, hvað var sagt og hvað var ekki sagt. Enda opnar Garri aldrei munnin án þess að kveikja fýrst á litla upptökutækinu sem hann ber jafnan í vinstri rassvasa. Reyndar er Garri ekki fyrsta stórmenni sögunnar sem hef- ur þennan háttinn á og nægir að nefna sómamanninn Nixon í því sambandi. íslensk- ir ráðamenn eru hins- vegar fæstir jafn fyrir- hyggjusamir og Garri og Nixon, a.m.k. ekki umhverfisráðherra, ef marka má síðustu frétt- ir. Því spurningin sem allt snýst um þessa dagana er þessi: Hafði Siv í hótunum við Norðmenn eða hafði hún ekki í hótunum við Norðmenn? Segulbönd á alla fundi Ur þessu verður aldrei skorið héðan af því hvorki Siv né norski ambassadorinn voru með segulband í rassvasanum á dögunum þegar þau ræddust við um málefni þjóða sinna. Þar ku Siv hafa hótað versn- andi sambúð landanna ef Norðmenn hættu við að bygg- ja álver á Austurlandi. Þetta er haft eftir ambassadornum, eða að í þessa veru sé a.m.k. skiln- ingur hans á orðum Sivjar. Og skiptir engu úr þessu þó mað- urinn dragi túlkun sína til baka, eða dragi a.m.k í Iand í málinu, því það er eins víst að Siv sé þegar búin að hóta hon- um enn versnandi samskiptum þjóðanna ef hann gerir það ekki, þannig að sendiherrann sé þá bara að láta undan þrýst- ingi umhverfisráðherrans ís- lenska. Þvinguð leiðrétting er nefnilega aldrei trúverðug. Það mun sem sé aldrei koma fram hvað var sagt orðrétt á þessum fundi og allt vegna þess að ekkert segulband var í gangi þá stundina. Túlkiir guös Reyndar er þao svo að stund- um eru það tungumálaerfið- leikar sem valda misskilningi þegar ráðamenn ræðast við og skapast þá gjarnan hin ýmsu kryddsíldarpró- blem sem oft er erfitt að leiðrétta eftir á. Varla hefur það þó átt við í umræddu tilviki, því Siv mun norskrar ættar og talar því ugg- laust og skilur norsku eins og innfædd. Ef hún er hinsvegar farin að ryðga í norskunni og þar liggi skýringin á þessum miskilningi með hótun eða ekki hótun, þá má benda á mann sem hugsanlega gæti komið í veg fyrir samskonar misskilning á fundum Norð- manna og íslendinga í náinni framtíð og sá er séra Gunnar Björnsson. Biskupsstofa hefur sem sé ráðið séra Gunnar til að þýða lífsnauðsynlega skýrslu frá norsku kirkjunni. Reyndar mun ekki vitað hvort séra Gunnar kann norsku, en ef honum er treystandi til að snara allt að því ómenguðu guðsorðinu úr norsku yfir á ís- Iensku, þá ætti honum ekki að vera skotaskuld úr því að þýða hver einasta orð sem fram gengur af munni norsk/ís- lenska umhverfisráðherrans. GARRl. ODDUR ÓLAFSSON skrifar Lystugar og töltandi steikur Það er mikið happ fyrir íslenskan landbúnað hve ákafar hrossa- kjötsætur Þjóðverjar eru. En helsti vaxtarbroddur landbúnað- arins er sala á þessari afurð til Þýskalands. Lengi hefur verið reynt að greiða íslenska dilka- kjötin ofan í útlendinga, en hvergi hefur fundist þjóð sem hefur sérstakan smekk fyrir okk- ar feita og fallega fjallalamb. Kjötsalan til Þýskalands eykst ár frá ári og eru menn þar sólgnari í hrossakjötið eftir því sem þeir komast betur upp á bragðið. Markaðssetningin á hrossa- kjötinu er frábær. Efnt er til glæsilegra sýninga á afurðinni, þar sem prúðbúnir knapar af báðum kynjum ríða um undir fánum og lúðrablæstri. Sagt er að þýskir fái vatn í munninn þeg- ar þeir sjá steikurnar, tölta, hrokka, stökkva og dansa um fagra velli og er fáu til að jafna nema pipraðra páfulga með fag- urbúin stél. Þessi útimarkaðir eru svo vel heppnaðir að sjónvarpsstöðvar senda út leiðangra til að fylgjast með og útflytjendur eru mærðir og krossaðir fyrir afburða land- kynningu og fyrir að auka fjöl- hreytnina í afurða- sölunni. Hagstætt afurða- verð Islensku merakóng- arnir eru aldrei sprækari en nú. Þeir eiga svo sem 70 þúsund hross sem ganga meira og minna sjálfala í hög- um og á heiðum og eru þar ærið mörg tonn sem vafalaust Markaðssetningiri á íslenska hestinum er frábær. er hægt að selja ofan í Þjóðverja, enda verð- ið til neytenda mjög hagstætt. Nú hafa þýsk tollayfirvöld rek- ið augun í eitthvað ósamræmi á uppgefnu verðmæti íslensku Það helur kornið í ljós, að svos- em 1 5% af útflutningunum eru gæðingar eða graðhestar, sem ekki fara í sláturhús heldur til brúkunar. Þeir hestar eru eitt- hvað dýrari en þau 85% sem telj- ast til afsláttar- hrossa, sem seld eru á fæti og flutt í skips- og flugvéla- förmum til Þýska- lands. Svona mismun- un kanna að veikja eitthvað okkar góða markað fyrir ódýrt hrossakjöt sem Þjóðverjar kaupa í æ ríkari mæli. En það kvað sannast bæði á útflutningsskýrslum héð- an og innflutningsskýrslum í Þýskalandi, að verðmunurinn er umtalsverður. En samt eru gæð- ingar sem verðlagðir eru á svo og margar milljónir á íslandi, svo se íd sem hlýtur að hafa övandi áhrif á söluna. Misskilningur Á Fróni eru uppi miklar ráða- gerðir um gera íslenska hestinn sem afurðabestan. Ríkissjóöur mun verja vænum fúlgum til að bæta kynið og deila þeir hart um það fyrir norðan og sunnan hverjir eigi að fá aurinn til þess að hæta fallþungann og gera krásina sem lystugasta. Grunur leikur á að þýskir toll- arar hafi lítið vit á hrossum og skilja ekki að íslensku afsláttar- hrossin eru seld Iangt undir upp- eldisverði, eins og ágætur útflytj- andi orðar það. En það er vegna þess að þcir halda kannski að einhverjum detti í hug að fara að ala steikurnar og ríða út á þeim, sem auðvitað er fráleitt, því lága tollverðið sem þýskir borga mið- ast eðilega við að hrossin séu étin en að þeim sé ekki jaskað út m^ð^yíaðnotaþautÚreiðar. Eru þingmenn ekJtiað brjóta vinnutímatil- skipun ESB meðmara- þonfundum nú síðustu dagana fyrirjól ? Ari Skúlason framkvíemdastjóri ASÍ. „Eg þekki störf þingsins ekki það vel að ég geti sagt til um það hvort þingmenn séu að brjóta vinnutíma- tilskipunina, en auðvitað væri heppilegt að þingmenn myndu fá sína ellefu tíma hvíld og einn frídag í viku. Það hefur komið fyrir að í fundalotum rétt fyrir frestun þings að mistök hafi átt sér stað við lagasetningu þegar verið er að ryðja frá sér málum, og eru þetta mistök sem svo hef- ur þurft að lagfæra eftir á. Það mætti sjálfsagt margt betur fara í skipulagi þingstarfa, sem ég tel þó hafa batnað mikið síðustu árin.“ Hjálmar Jónsson þiiigmaðitrSjálfetæðisflokks. „Það finnst mér líklegt. Hinsvegar er erfitt að reikna vinnutíma okkar til fulls, svo sem ferðalögin í kjör- dæmin, fundir um helgar og raunar hver einasta stund meðan þing starfar. En svo kemur gott jólafrí, í stað þess dásamlega annríkis sem var í mínu fyrra starfi þegar ég var sóknarprestur á Sauðárkróki. Því fæ ég frá- hvarfseinkenni um jólin“ Guðmundur Ami Stefánsson þingmaðnrSamfylkingar. „Aldrei þessu vant held ég að fundatími Alþing- is nú í jólaönnun- um hangi innan þeirra marka. Menn hafa séð það svartara og oft eru menn að funda hæði kvöld og helgar, þó lítið hafi að vísu verið um slíkt í haust. Þess í stað hefur náðst þvertpólítík samstaða um að efla nefndastarf sem hefur skilað sér í markviss- ari vinnubrögðum þingsins. Það breytir því þó ekki að mörg mál eru að koma alltof seint fram, einsog umræðan um Fljótsdals- virkjun og á þeim vinnubrögðum græðir enginn.“ Aðalsteinn Á. Baldursson fonnaðnr Verlialýðsfélags Húsavikiir. „Það ér ekki ann- að að sjá en þing- menn séu að þverbrjóta þessar reglur. Að vísu ná þær ekki til allra, svo sem yfir- manna - en ég tel þingmenn ekid í þcim hópi og því eru þeir að þverhrjóta reglur sem þeir hafa sjálfir gengist við. Mér þætti eðlilegt að Alþingi myndi setja ákveðin viðurlög um brot á reglunum og að eftirlit með regl- unum væri í heiðri haft. Eðlilegt er að eitthvert eftirlit sé með reglum almennt, ella er hætta á t a 1

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.