Dagur - 31.12.1999, Blaðsíða 9
ÁRAMÓTALÍFIÐ í LANDINU
Dggur-
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 - 25
ofurskipulagða fjarstýringu á
mannfólkinu leyst upp í martröð
um stjórnleysi, um menguð fram-
tíðarsamfélög þar sem kerfið okk-
ar hefur hrunið og gettómórall
stórborganna tekið yfir.
Paradis eða martröð
Arni segir framtíðarbókmenntir
skiptast í tvo flokka, útópíuna
(paradísin) og dystópíuna
(martröðin) og kallar hann þær
staðleysur. Utópíusögurnar má
rekja allt aftur til ársins 1516
þegar Thomas More skrifaði bók-
ina „Utopia" þar sem lífið er svo
fádæma auðugt og unaðslegt að
gull er ekki meira virði en svo að
Utópíufólkið notar það í hland-
koppa. Lengst framan af eru
menn bjartsýnir og fullir af anda
upplýsingar og tæknihyggju í
framtíðarbókmenntunum. Búa til
formúlur um samfélög þar sem
menn geta lifað í sátt og sam-
lyndi, þar sem enginn er ríkur eða
fátækur, ekkert er þrælahaldið
o.s.frv. „Menn ganga alltaf út frá
sinni samtíð og sínum eigin veru-
Ieika og síðan eru þeir að kasta
inn í framtíðina annaðhvort von-
um sínum eða ótta,“ segir Arni. Á
20.öld taka framtíðarbókmennt-
irnar hins vegar breytingum,
einkum upp úr fyrri heimsstyrj-
öldinni, og í stað glæstra paradís-
arsamfélaga fara menn að varpa
ótta sínum út í framtíðina. Bjart-
sýnin hrynur og menn fara „fyrst
og fremst að lýsa ugg sínum og
ótta.“
Þó eru tækniframfarir og
grundvallaruppgötvanir á fleygi-
ferð um og upp úr aldamótum.
Menn eru þá almennt uppfullir
tæknibjartsýni enda sífellt verið
að uppgötva nýjar vélar, bílinn,
bíómyndina, Ijósaperuna o.s.frv.
„En alveg frá því um 1920 snúast
þessar vondu dystópíur aðallega
urn tvennt: óttann við pólitískt al-
ræði og óttann við að vísindin fari
úr böndunum."
Stóri bróðir
Fyrri heimsstyrjöldin, öfgar
kommúnismans og efasemdir
sem vöknuðu um kapítalismann í
kreppunni í lok þriðja áratugarins
fæddi af sér þessar dystópíur eða
martraðir um framtíðina. Það
skal því engan undra að óttinn
við pólitískt alræði var annað
meginþemað í framtíðarbók-
menntum 20. aldar. Tvær sögur
fara þar fremstar í flokki, að sögn
Árna, annars vegar rússneska
skáldsagan „Við“ eftir Eugene Za-
myatin frá 3. áratugnum og hins
vegar víðfræg skáldsaga George
Orwells „1984“. „Saga Zamyatins
er framtíðarsaga þar sem allt
mannkynið býr í þrælskipulögðu
tækniþjóðfélagi sem er um leið
Iögregluríki. Yfir því er einræðis-
herra sem er kallaður Velgjörðar-
maður, það er fylgst með öllu
einkalífi og öllu því sem menn
eru að gera. Þessi saga gefur að
mörgu leyti mynstrið fyrir þessum
frægustu staðleysusögum.
Mynstrið er: það er búið að búa
til samfélag sem er skipulagt út í
æsar, það er engin undankomu-
leið, þú ert alveg á valdi einhvers
kerfis. Þetta mynstur gengur aft-
ur í þessari frægu sögu Orwells,
1984, og hann viðurkenndi sjálf-
ur að hafa þetta mynstur frá Za-
myatin." Zamyatin var sósíalisti
en ekki bolséviki og segir Árni
hann vera spámann að því leyti
að hann spáir í raun fyrir um
hina algjöru foringjadýrkun, þ.e.
Stalíndýrkunina, sem ekki fór að
bera verulega á fyrr en all-
nokkrum árum eftir að Zamyatin
skrifar sögu sfna.
Hið pólitíska alræði
skammlift
Orwell skrifar sína sögu árið
1948 (sneri bara síðari tveimur
tölunum við: ‘84) og lýsir í henni
heimi sem er skipt í þrennt milli
alræðisríkja sem eru einhvers
konar blanda af ríkjum Hitlers og
Stalíns en auk þess litast þau að
sumu leyti af minningum hans
frá fátækrahverfum í Bretlandi,
segir Árni. „Þessar þrjár blokkir
eru alltaf í stríði og falsa svo sög-
una hvenær sem svo ber við að
horfa. Þetta er að vísu skopstæl-
ing á stríðsárunum en megin-
hugsunin hjá Orwell er að ein-
ræði og alræði getur aðeins versn-
að, það geti aðeins orðið altækara
og grimmara og það gangi fyrir
grimmdinni," segir Árni og telur
þessa framtíðarsýn ekki hafa
gengið eftir. Ekki einu sinni í
Kínaveldi Maós þar sem hið póli-
tíska alræði gekk þó býsna langt
en eins og Árni bendir á þá hefur
lögmál Orwells um að alræðið
geti ekki annað en orðið verra og
grimmara ekki ræst. Alræði þreyt-
ist bæði utan- og innan frá.
Vissulega komi upp einræðisherr-
ar sem geti um tíma viðhaldið
pólitísku alræði, einhverjir Sadda-
mar Husseinar, en þeir standi
hins vegar ckki til eilífðar.
Óttiirn við vísindin
Þegar Stalín safnaðist til feðra
sinna, Hitler var fallinn og óttinn
við einræði rénaði varð önnur vá
efst í huga vísindaskálda. Árni
kallar þessa aðra vinsælustu
stefnu í framtíðarbókmenntum
20. aldar „Lærisvein galdra-
mannsins" eftir gamalli sögu sem
var m.a. tekin upp í Disney
teiknimynd um Mikka mús.
„Lærisveinn galdramannsins hef-
ur lært að galdra eitthvað en þeg-
ar hann fer að galdra sjálfur þá
kemur hann einhverju af stað
sem hann getur ekki stöðvað.
Hann nennir ekki að bera vatn
inn í húsið og ætlar að galdra
kústinn til að bera vatnið inn.
Kústurinn er voða duglegur og
ber inn meira og meira vatn en
svo kann lærisveinninn ekki að
stoppa hann. Þá ræðst læri-
sveinninn á kústinn með öxi og
flísar hann niður en hver einasta
flís fer að bera vatn. Þannig að
þetta verður heilt syndaflóð.
Þetta er mynstrið í mörgum fram-
tíðarsögum og ein sú lyrsta er
Það má eiginlega segja að hann
hafi rignt stöðugtyfir Harrison Ford
í Blade Runner (Ridley Scott, 1982]
meðan hann barðist við gervimenn-
ina í mannslíki í Los Angeles árið
2019 þar sem aldrei dró mengun
frá sólu.
leikritið RUR (Rossum Universal
Robots) eftir tékknesku bræðurna
Karel og Jozef Capzek en þeir
bjuggu til orðið robot. Þarna segir
frá mannkyni sem kann að smíða
mannvélar, maskínur með engar
tilfinningar sem líta út eins og
menn. Mennirnir nenna engu því
vélarnar gera allt fyrir þá. Síðan
gera vélarnar uppreisn og drepa
mannfólkið. Þetta er óttinn við að
tæknin fari úr böndunum.“
Aldous Huxley skrifaði eina
áhrifamestu bókina af þessu tagi
árið 1930, Veröld ný og góð
(Brave New World) og segir Árni
að Huxley hafa verið ansi drjúgur
spámaður og séð fyrir þær til-
hneigingar sem nú ríki í vísindum
og þjóðfélögum Vesturlanda.
Huxley veltir upp í bók sinni
spurningum um hvað gerist þegar
menn fara að fitla með erfða-
stofna og stjórna því hvers konar
fólk fæðist. Þetta gera menn í
Veröld nýrri og góðri og bæta um
betur, þar er mönnum skammtað
gáfnastig, fólk er skilyrt með raf-
losti og stöðugu útvarpssuði þar
sem elskuleg rödd segir f sífellu
„Það sem Huxley setti á
oddinn eru mest aktúelir
núna. Pólitískt alræði sem
er rekið fyrst og fremst með
grimmdarlegu eftirliti hefur
ekki reynst langlíft. En
þessi miída og dálítið þægi-
lega fjarstýring gegnum
þarfir manna og hefur ein-
hver kemísk áhrif á hugar-
farið - er auðveldari og að
sumu Ieyti ískyggilegri því
menn eru ekki eins hræddir
við hana. Af því að það er
alltaf eitthvað jákvætt í
þeim möguleikum. Við get-
um t.d. kannski útrýmt
Downs syndróm og með-
fæddum hjartagöllum með
crfðaverkfræðinni og menn
óttast miklu síður það sem
hefur svona mikið af já-
kvæðum einkennum," segir
Árni.
að þeir skuli sætta sig við að vera
þar sem þeir eru. Þessar spurn-
ingar eru síður en svo dottnar úr
tísku og ef þú lesandi góður kíkir
t.d. á bíóauglýsingarnar hér aftar
í blaðinu og skoðar jólamyndir
kvikmyndahúsanna má sjá að fikt
við erfðatæknina er vinsælt efni í
jólamyndunum í ár.
Deyft í skipulagðri
skemmtan
Segja má að þessir tveir Bretar,
Orwell og Huxley, hafi keppt um
titil höfuðspámannsins, segir
Árni, og telja verður Huxley sig-
urvegarann í þeirri keppni. Árið
1958 kom út eftir Huxley bókin
„Brave New World Revisited" og
fjallar hann þar um samanburð á
höfuðbókum þeirra spámann-
anna, 1984 og Veröld nýrri og
góðri. „Þar segir hann að það sem
Orwell skildi ekki er að það er
miklu öruggara og líklegra til að
standast til langframa að
„manípúlera“ fólkið en að píska
það áfrarn," segir Árni en það er
einmitt sú Ieið sem yfirvöld (og
fyrirtæki) flestra þjóða hafa nú
valið, þ.e. að stjórna hegðun fólks
að tjaldabaki, tæla það til fylgilags
við vilja yfirvalda. Nú, eins og í
bók Huxleys, eru auglýsingar not-
aðar til að móta heilastarfsemi
fólks, geðlyf eru framleidd fyrir
geðsjúka, þunglynda og raunar
getur hver sem er nálgast sitt
Prozac sé hann eilítið niðurdreg-
inn. Velmegun slævir uppreisiiar-
girni og það er öllu einfaldara að
stýra þjóð ef henni h'ður upp til
hópa alveg hreint ágætlega. „I
þessu ríki eru ekki grimmir harð-
stjórar heldur snjallir bisness-
menn. Það er einmitt mikið um
þennan hugsunarlausa hedón-
isma í neyslu hjá Huxley - það er
betra að henda en verða hent -
þetta uppeldi í að henda öllu frá
sér, þetta uppeldi sem gerir allar
tilfinningar marklausar. Það er
geypileg kynlífsdýrkun í Brave
New World, málið er að safna
bólfélögum og bindast engum. En
þar er einn síðasti gamaldags
maðurinn í heiminum - hálfgerð-
ur villimaður sem er alinn upp á
verndarsvæði sem var ekki búið
að skipuleggja ennþá. Og hvað er
að honum? Bara þetta gamla
góða tilfinningalíf. Hann vill
elska og þjást, bæði taka út sælu
og raun, hann vildi ekki deyfa allt
í skipulagðri skemmtun."
Framtíðin eitt barbarí og kaos
En hvernig hafa nútíðarmenn
spáð fyrir um hina Ijarlægu fram-
tíð á þriðja árþúsundinu? „Saga
þernunnar" eftir Margaret
Atwood er t.d. um það hvernig
kristnir og þröngsýnir karlar
hrekja konurnar aftur inn á hcim-
ilin og taka af þeim öll réttindi.
En ein sterkasta tilhneigingin í
framtíðarskáldskap nú undir þús-
aldamótin, og má m.a. merkja hjá
rússnesku skáldkonunni Petrús-
hefskaju, Doris Lessing, John
Updike og Paul Auster, er „ekki
óttinn við eitthvert allsherjarkerfi
sem allt hefur í hendi sér,“ segir
Árni „heldur óttinn við upplausn
kerfisins, að ekkert fúnkeri, að
tæknin og siðmenningin í okkar
nútíma sé of viðkvæm. Það er
eiginlega óttinn við að gettóin í
stórborgunum séu eins konar
meinvörp sem breiði út frá sér. Að
stórir hlutar hinna siðmenntuðu
þjóðfélaga hverfi aftur í eitthvert
barbarí og kaos og vitleysu.“
Haíiiar-
fjorðuranð
2010
Hafnfirska blaðið Skuggsjá var
skammlíft en í 7. tbl. þess árið
1910 voru birtar ræður nokkurra
Hafnfirðinga þar sem þeir spáðu
því hvernig Hafnarfjörður Iiti út
að 100 árum Iiðnum, þ.e. árið
2010. Við birtum hér brot úr
framtíðarsýn tveggja þeirra.
Sigurgeir Gíslason.
Sigurgeir Gíslason, verkstjóri,
var nokkuð naskur í framtíðarsýn
sinni:
„Búið að byggja bæinn suður að
Hvaleyri og vestur að Balakletti,
inn að Hraunholtslæk og upp að
Setbergi. Búið að setja aflvaka í
Hraunholtslæk til raflýsingar og
upphitunar. ...Menn verða mikið
til hættir að ganga, en fljúga í
þess stað í loftinu með flugvélum.
Þá geta menn talað bæja milli
með þráðlausu áhaldi, er knýja
má með aflinu í handleggnum.
Konur mestmegnis í bæjarstjórn,
en karlmennirnir elda grautinn.
Búið að byggja steinkirkju í Und-
irhamarstúninu, og ef til vill aðra
í Víðistöðum.... Rafmagnsvagnar
ganga daglega milli Hafnarfjarðar
og Reykjavíkur, og verður þá oft í
flutningum rafmagn í þar til gerð-
um ílátum, en því hefur verið
safnað í Ijósastöðinni hér.“
En svo fer honum að fatast
flugið...
„Brennivín og aðrir áfengir
dry'kkir þekkjast ekki nema af sög-
unni. Andleg menning hefur auk-
izt svo mikið, að menn selja ekki
sannfæringu sína fyrir einn máls-
verð.“
Jón Jónasson.
Jón Jónasson, skólastjóri, spáir
því að öll hús verði hituð með
jarðhita árið 2010 og timburhús
verði nánast horfin úr Firðinum
en honum hefði sannarlega rekið
í rogastans ef hann frétti af hluta-
bréfamarkaðnum í dag og stór-
veldi Samherja, Bónuss, Hag-
kaups og annarra stórlaxa:
„Oll skip, sem héðan ganga á
fiskveiðar, verða þá eign sjómann-
anna sjálfra, og engin verzlun
þrífst þá hér önnur en kaupfélags-
verzlun, sem bæjarbúar einir eiga
og innlendir menn veita for-
stöðu... Verða allir lestrarsalir
löngum fullir af lesandi fólki, svo
sem nú eru danssalir og sölubúðir
fullar af iðjulausum mönnum um
háveturinn.“
En svo verður hann helsti bjart-
sýnn:
„En búðaslórið, með allri sinni
spillingu, verður þá löngu horfið."
Þótt vísindalega hannað gervifólkið í Blade Runner frá 1982 (sem hefur
þann helsta galla að vera tilfinningalaust og þar afleiðandi hættulegtj sé
sennilega með frægustu „vélmennum “ vísindaskáldskaparins þá voru það
tékkneskir bræður, Karel og Jozef Capzek, sem urðu fyrstir manna til að
skrifa um vélmenni í leikriti frá þvi um 1920. Leikritið heitir RUR (Rossum
Universal Robots) og eiga þeir heiðurinn af orðinu „robot“. Þar er sagt frá
mannkyni sem smíðar „mannvélarj tilfinningalausar maskínur í mannslíki.