Dagur - 31.12.1999, Blaðsíða 18
Á R A MCt TA 1 ÍFIfí í 1 ANfí 1NII ^ 34 - FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999
m \ f I t1 #r/ v/ # »1 Lm # # # jur # I./I IV L/ # IV v/
Elskulegt fólk
í fátæku landi
Suðrænn
gróður, sól,
sjór og
sandur,
brosandi og
elskulegt
fólk, tónlist
og - fátækt. Þetta er
það sem blasir við
manni hvar sem farið er
um hina unaðsfögru
eyju Kúbu.
Ferðamaðurinn sér fátæktina á
Kúbu fyrst og fremst í illa við-
höldnum byggingum, gömlum
amerískum bifreiðum og frem-
ur fátæklegum útimörkuðum
og verslunum fyrir almenning.
Gömlu amerísku bifreiðarnar
eru frá tíma einræðisherrans
Batista og bandarísku auðkýf-
inganna sem áttu Kúbu á þeim
tíma. Þetta er þó að breytast
þvf mikið ber nú á kórenskum
og japönskum bílum einkum í
kringum ferðamannaþjónust-
una, sem er hraðvaxandi at-
vinnugrein á eyjunni. Atvinnu-
grein sem þegar er farin að
hafa veruleg áhrif á efnahag
Kúbu og á eftir að gerbreyta
honum.
Samvinnuferðir hafa undan-
farin haust boðið upp á viku-
ferðir til Kúbu. Vikuferð er allt
of stuttur tími fyrir heimsókn
til þessa yndislega lands. Það
er sjö tíma flug frá Islandi til
Kúhu og því fara tveir dagar í
flugið og því aðeins 5 dagar
eftir til að skoða eyjuna. Hún
er að vísu ekki stór eða I 10
þúsund fcrkílómetrar. Orlítið
stærri en ísland. En hún er
löng og mjó, ekki ósvipuð
krókódíl í laginu. Eg ákvað að
heimsækja Kúbu í haust er
leið. Mig langaði að berja hana
augum áður en efnahagsbylting
ferðamennskunnar skellur yfir
en hennar sér nú þegar stað
víða. Mig langaði til að sjá
hvernig hið ógeðfellda og
grímmúðlega viðskiptabann
Bandaríkjanna hefur leikið
þetta land án þess að flestar
þjóðir heims þyrðu að æmta né
skræmta. En sem betur fer er
þetta að breytast. Æ fleiri þjóð-
ir virða viðskiptabannið að
vettugi og sjálfir eru Banda-
ríkjamenn farnir að gefa eftir.
Kúba er að rísa úr öskustónni.
Afleiðingar
viðskiptabannsins
Fyrir þá sem ekki muna þá tíma
þegar Fidel Castro og félagar
hans gerðu byltinguna á Kúbu
og hröktu Batista einsræðisherra
og lepp Bandaríkjamanna á
Kúbu, frá völdum, er rétt að
rifja upp viðskiptabannið sem
hefur leikið Kúbverja svo grátt.
Bandaríkjamenn settu þetta við-
skiptabann á um Ieið og Castro
hafði náð völdum. Fidel Castro
var ekki kommúnisti þá. Hann
var heitur þjóðernissinni sem
vildi þjóð sinni vel, því sé fátækt
á Kúbu nú voru hreinar hörm-
ungar þá. En með viðskipta-
banninu hrintu Bandaríkjamenn
kúbönsku þjóðinni í fang Sovét-
manna, sem tóku Kúbverjum að
sjálfsögðu fagnandi. Þannig
náðu þeir áhrifum á næsta bæ
við Bandaríkin. Fidel Castro var,
með viðskiptabanninu, neyddur
til viðskipta við Sovétríkin og
hann tók fljótlega upp kommún-
íska stjórnunarhætti og við-
skiptabannið varð fyrir bragðið
enn harðara. Síðan liðu Sovét-
ríkin undir lok fyrir 10 árum.
Frá þeim tíma hefur efnahagur
Kúbu hrunið því þjóðin getur
ekki selt aðal útflutningsvöru
sína, sykurinn, nema til örfárra
fátækra landa á undirverði. Fá-
tæktin blasir því víða við á eyj-
unni.
Nú er þetta að breytast, eins
og fyrr sagði. Spánverjar hafa
aldrei virt viðskiptabannið vegna
náinna tengsla við Kúbu frá
fornu fari. Eyjan var spönsk ný-
Ienda eins og öll lönd Mið- og
S-Ameríku nema Brasilía frá
byrjun 16. aldar og fram til síð-
ustu aldamóa. Kúba var síðasta
nýlendan sem Spánverjar misstu
á þessu svæði. Það var árið
1896. En Spánn er líka fátækt
land og Spánverjar sjálfum sér
nógir um það sem eru helstu út-
flutningsvörur Kúbverja. Hins
vegar eru það Spánverjar sem
nú eru að byggja upp ferða-
mennskuna á Kúbu. Þeir eiga
flest hótelin og frægir hótel-
hringir eins og Melía og Sol eru
að byggja upp hótel á Kúbu.
Sömuleiðis er þýskt og
kanadískt fjármag að koma inn
til fjárfestingar í ferðamennsk-
unni. Peningar í hringiðu l’erða-
mennskunnar eru fljótir að skila
sér til fólksins sem þjónustar
ferðamenn og komast því strax í
umferð.
Varadero
Bærinn Varadero stendur á 18
km. löngum örmjóum skaga,
sem heitir Peninsula de Hicacos
í eigu Spánverja. Þar eru líka
golfvellir sem menn segja góða
og glæsilega en um golf veit ég
ekkert. Þarna er suðræn Para-
dís fyrir ferðamanninn. Langar
hvítar strendur, hreinn sjór og
ekki of heitt. Loftslag á Kúbu
er mjög gott og hitinn góður
allt árið, fer sjaldan yfir 30
gráður og vetur er ekki til þar
syðra. Það sem kallast vetrar-
tími er regntíminn.
A Varadero skaganum eru
auk hótelanna verslunarmið-
stöðvar, sem selja margskonar
vöru fyrir ferðamenn, svo sem
minjagripi ýmiskonar, tóbaks-
verslanir með hina heimsfrægu
Havanavindla, fataverslanir,
matvöruverslanir og fleira.
Þarna eru líka margir veitinga-
staðir en eldamennskan ef til
vill ekki sú besta í heimi. Gár-
ungar segja hana jafn dapra og
raun ber vitni vegna þess að
kokkanir hafi svo lítið hráefni
til að æfa sig á. Varadero hefur
yfir sér alþjóðlegan blæ ferða-
mannastaða eins og Islending-
ar þekkja vel frá Spáni. Þar er
allt til alls.
Töfrandi tónlist
Hvar sem farið var um eyjuna
mætti maður glaðlegu, fallegu
fólki með einstaklega þægilegt
A Kúbu eins og á öðrum ferðamannastöðum er boðið upp á skoðunarferð í
hestakerrum.
um það bil 150 km. frá höfuð-
borginni Havana. Þetta er aðal
ferðamannastaður landsins. Þar
eru fjölmörg glæsileg hótel, flest
Átta hæða hátt minnismerki um byltingarforingjann „Che“ Guevara á húsi innanríkisráðuneytisins við Byitingartorgið í
Havana. Á minnismerkinu stendur „Sigurinn að eilífu."„Che“ Guevara er dýrkaður meira en aðrir menn á Kúbu.