Dagur - 28.01.2000, Page 10

Dagur - 28.01.2000, Page 10
10 - FÖSTUDAGUR 28. JAIVÚAR 2000 SDMjftr SMÁAUGLÝSINGAR Takið eftir_____________________ Frá Sjónarhæð. Unglingafundir á föstu- dagskvöldum kl. 20:30. Á mánudögum kl. 18 verða fundir fyrir drengi og stúlkur. Vonumst til að sjá vini okkar frá Ástjöm. Verið öll velkomin. Húsnæði óskast!_________________ Oska eftir að taka á leigu íbúð á Akureyri 3-4 herbergja. Uppl. síma 867 0981 Atvinna óskast_____________________ Halló halló Akureyri er að flytja norður, vantar góða og vel launaða vinnu með vor- inu. Ég er 42. ára með meirapróf og alla liði i lagi. Akureyringar athugið, það er ekki oft sem þið fáið svona tækifæri til að ráða 57 mótelið með alla liði í lagi. Ef þið sinnið þessu ekki þá mun ég bjóða mig fram til Bæjarstjóra og þá er fjandinn laus, ykkar er valið. Upplýsingar í síma 461 3028. Jóhannes c pntO UH0^0TPo ».7 íKm/,u 12«0S*« *• 2 _______________________ ^ 80 , jimfsaas?© 120 40 www.umferd.is 3. 200 Sendi mínar bestu þakkir til allra sem sýndu mér vinarhug og glöddu mig á áttræðisafmæli mínu þann 23. janúar sl. Bestu kveðjur Árni Árnason Mýrarvegi 124 Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóður, systur, mágkonu og frænku, SOFFÍU ÁSGEIRSDÓTTUR, Háalundi 7, Akureyri, sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar FSA fyrir góða aðhlynningu. Porsteinn Friðriksson, íris Þorsteinsdóttir, Friðrik B. Kristjánsson, Ólafur Ásgeirsson, Bente Lie Ásgeirsson, Halldór Ásgeirsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigríður Óladóttir, Gunnar Ásgeirsson, Ásrún Ásgeirsdóttir, Halldór Þórisson, Haukur Ásgeirsson, Guðrún Ásgeirsdóttir og frændsystkyni. Fóstud. kl. 17, 19 & 21 Wl Thx SÍMI 461 4666 kl. 17,19, 21 og 23 21 og 23 Sýnd kl. 17 og Sýnd kl. 17 19Síöustusýn. m/ísl.tali ■ LÍF OB LIST Karlmenni „Eg var að Ijúka við Satt við fyrstu sýn, nýju bókina hans Hemmingways. Þetta er sjálfsævisöguleg skáldsaga þar sem hann segir meðal annars frá sfðustu veiðiferðinni til Afríku og fleirum. Hann er karlmenni. Svo er ég núna tekinn til við að Iesa ævisögu Steingríms Hermannssonar og hef dálítið gaman að henni. Það finnst mér reyndar Ijóður á henni að hann er að bera sig saman við föður sinn og mér finnst Steingrímur ekki koma vel út í þeim samanburði. Einnig er ég með í gangi ævisögu Jónasar Hallgrímssonar. Svo er á náttborðinu ýmislegt léttmeti í bland annað þyngra,“ segir Jón Björn Hákonarson, kynningarfulltrúi í Fjarðarbyggð. MyndbandsfOdll „Ég var í gærkvöld að horfa á myndina Analyze this með Robert De Niro og Billy Crystal. Þetta er feikna fyndin mynd um mafíósa sem getur ekki lengur sinnt starfi sínu. Hann fær taugaáfall og leitar til sálfræðings. Ég er mikill myndbandafíkill og það fer margt í gegnum tækið hjá mér og þar á Clint Eastwood ávallt fastan sess. Þær eru margar góðar myndir sem Eastwood hefur gert. Hann er töffari og mikið karlmenni. Það er þó ein mynd sem er helst í uppáhaldi hjá mér og það er vestrinn Unforgiven. Það er mögnuð mynd og hann fékk Oskarsverðlaun fyrir hana.“ Alæta á tónlist „Ofan á geislanum hjá mér núna er diskurinn Remember me, sem er safndiskur með Iögum eftir Cat Stevens. Eins hef ég mikið dálæti á öðrum safndiski þessa dagana en það er „Best of Clapton". Ég alæta á tónlist. Þegar að við settum upp dagskrá í vetur með lögum sem gerðu það gott á sviðinu í spilaborginni Las Vegas hlustaði ég mikið á hetjur eins Tom Jones, Elvis og Dean Martin. Dean er mikið karlmenni. Við sýndum þessa dagskrá meðal annars á Broadway, við góðar undirtektir og Ólafur Laufdal var mjög ánægður.“ ■ FRA DEGI EÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 28. dagur ársins, 338 dagar eftir. Sólris kl. 10.22, sólarlag kl. 17.00. Þau fæddust 28. janúax • 1706 fæddist enski prentarinn og Iet- urhöfundurinn John Baskemlle. • 1768 fæddist Friðrik VI., konungur Danmerkur (og íslands) 1808-39, og Norcgs frá 1808-14. • 1824 fæddist Hilmar Finsen lands- höfðingi. • 1841 fæddist breski landkönnuðurinn Henry Morton Stanley. • 1873 fæddist franski rithöfundurinn Colette. • 1887 fæddist pólski píanóleikarinn Artur Rubinstcin. • 1892 fæddist þýski kvikmyndaleik- stjórinn Ernst Lubitsch. • 1912 fæddist bandaríski listmálarinn Jackson Pollock. • 1933 fæddist bandaríski rithöfundur- inn og gagnrýnandinn Susan Sontag. • 1948 fæddist rússneski ballettdansar- inn Mikhaíl Barisjnikov, TIL DAGS Þetta gerðist 28. janúar • 1871 unnu Þjóðverjar sætan sigur á Frökkum í stríði landanna tveggja. • 1907 var Sláturfélag Suðurlands stofnað. • 1912 var Iþróttasamband íslands stofnað. • 1921 vakti Albert Einstein mikla furðu í Berlín með yfirlýsingum sínum um að hægt væri að mæla stærð alheims- ins. • 1944 gerðu 683 breskar sprengjuflug- vélar árás á Berlín. • 1956 kom Elvis Presley lýrst fram í sjónvarpi og hneykslaði Bandaríkja- menn víst óskaplega með mjaðma- sveiflum sínum. • 1964 skutu Sovétríkin niður banda- ríska þotu yfir Austur-Þýskalandi. Vísa dagsins Mærin fríóa, bjarta hlíða berjasultan mín. Ei skal bíða, ég vil skríða upp í sæng til þín. Ragnar Ingi Aðalstcinsson Afmælisbam dagsins Kúbanska skáldið og þjóðfrelsishetj- an José Julian Martí fæddist í Havana þann 28. janúar árið 1853. Hann gaf út sína fyrstu ljóðabók þegar hann var 1 5 ára og ári seinna stofnaði hann dagblaðið Patria libre eða Frjálst föðurland. Hann var bar- áttumaður gegn yfiráðum Spánverja og var þess vegna sendur í útlegð. Hann tók meistargráðu í bókmennt- um og Iögfræði frá Háskólanum í Zaragossa á Spáni. Árið 1895 fór hann ásamt öðrum útlögum til þess að berjast með uppreisnarmönnum á Kúbu og var skotinn niður í bar- daga Dos Ríos þann 19. maí 1895. Um leið og okkur fer að langa til þess að trúa einhverju komum við skyndilega auga á öll þau rök sem styðja það og verðum blind á mótrökin gegn því. Georgc Bernard Shaw Heilabrot Hvernig er svona reikningur mögulegur: Ég skrifa fimm, tek tvo af og þá eru eftir tveir. Lausn á síðustu heilabrotum: Augað er það „grjótbúr“ sem getur af sér „regnskúr". Veffang dagsins Daglegar fréttir úr heimi náttúruvísind- anna er að finna á helix.nature.com/nsu/ Þessar fréttir eru skrifaðar af starfsmönn- um hins virta vísindatímarits Nature, en ætlaðar almenningi og skrifaðar á skiljan- legu máli.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.