Dagur - 29.01.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 29.01.2000, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Adstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVlK)563-i6i5 Amundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) A tómum tanki í fyrsta lagi Það þætti hlægilegur kappi, sem skellti sér út á sérleið í alþjóð- legri rallaksturskeppni með nánast tóman bensíntank. Augljóst er að slíkur rallbíll mundi stöðvast á miðri leið og trúlega falla út úr keppni með skít og skömm. Enn hlægilegra væri ef bíl- stjórinn og umsjónarmenn bílsins teldu það gilda afsökun fyrir slæmu gengi í keppninni að bíllinn hafi orðið bensínlaus á miðri sérleið! Þetta virðist þó vera það sem okkur er boðið upp á sem útskýring á gegni íslenska landsliðsins í handknattleik á Evrópu- meistaramótinu í Króatíu. í öðru lagi Það liggur nú fyrir með óumdeildum hætti - viðurkennt af öll- um - að liðið sem teflt var fram í keppninni var ekki í ástandi til að taka þátt í móti af þessu tagi. Lykilmenn voru ekki í leikæf- ingu og það skorti á úthald og líkamlegt þol! Það var lagt upp með hálftóman tank. Undirbúningurinn fyrir keppnina var allur í skötulíki, sem að hluta til má rekja til skipulagsleysis hand- boltaforustunnar og þjálfarans, að hluta til peningaleysis og að hluta til hvoru tveggja. Fyrir vikið mætti liðið til leiks á þessu erfiða móti eins og það væri að fara að keppa við pressuliðið á einhverri íþróttaskemmtun. Og eflaust hefði pressulið gert vel gegn landsliðinu, því víst er að í slíkt lið hefðu valist leikmenn í æfingu og sem hafa sýnt eitthvað hér heima, en ekki eingöngu miðað við að upphefðin kæmi að utan. í þriðja lagi Þegar upp er staðið er það því þjálfarinn og handboltaforystan sem klikkaði í Króatíu. Flest bendir til að það hefði verið hægt að gera betur með betri skipulagningu og undirbúningi. Upp- stokkun er óhjákvæmileg og þar hljóta bæði þjálfara- og stjórn- arskipti að koma til raunverulegrar skoðunar. Islendingar eiga þrátt fyir allt enn góða möguleika á að verða fyrsta flokks hand- knattleiksþjóð á ný, það dugar ekki að missa trúna. Og talandi um trú: Síðasti leikur landsliðsins er í Króatíu í dag - leikurinn um botnsætið. Vonandi verður niðurlægingin ekki fullkomnuð. Þrátt fyrir allt - áfram Island! Birgir Guðmundssrm. Satans orghestur Garri er ekki fjarri því að vera af sextíu og átta kynslóðinni og hefur því afskaplega mikið dá- læti á gömlum rokkbrýnum á borð við Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson og ekki síst Magnús Kjartansson. Raunar mun Garri vera laus- Iega skyldur Magnúsi, báðir ættaðir að vest- an. Garri man þá tíð þegar Magnús heillaði ungmeyjar og peyja, síðhærður og svakalig- ur við orgelið, stund- um í trylltri rokk- keyrslu rjúfandi hljóð- múrinn, en oftar en __ ekki raulandi angur- vær To be grateful með Trúbroti; na,na,na,na, na,na, na, na, og svo framvegis. Garri er æfinlega þakklátur Magnúsi fyrir að hafa fengið að sjá hann og heyra á þessum árum. Og Magnús hefur haldið áfram á ljúfu nótunum og skemmt Garra og öðrum lands- mönnum í áratugi með sinni hugljúfu tónlist og ekki síður huggulegri framkomu í fjöl- miðlum og á mannmótum. En ef marka má frétt í DV í vikunni, þá er okkar ljúfi Maggi nú genginn aftur á vit grodd- arokksins og það á samkomum sem slíkt á alls ekki heima. Gnúpverjar ekki „grateful“ Hann var sem sé að spila á Jjorrablóti í Gnúpverjahreppi á dögunum. Og sveitamenn voru sko ekkert „grateful“ á eftir, ef marka má DV. Sveitarprestur- inn Axel (ekki Rose) upplýsir þar að þorrablót séu ekki ung- lingaböll „heldur helstu sam- komur í sveitinni fyrir utan messurnar". Og greinilega mik- ið fjör í héraði, ef rétt er. En á þessu helga blóti stóð hljóm- Magrtús Kjartans- son. sveit Magga Kjartans fyrir því- líkum hávaða að menn máttu teljast góðir að sleppa þaðan burt óskaddaðir á sál og líkama. Og gerðu það raunar ekki allir, því prestur varð hás og prests- frúin fékk „dynki fyrir brjóst- kassann". Annað fólk hraktist heim til sín fyrr en það hafði ætlað þar sem ólíft var í hús- inu vegna hávaða, að sögn prestsmaddömu. Ekki var viðlit að fá hljómsveitina til að lækka sig og Maggi og félagar bitu höfuðið af skömminni með því að henda gaman að kvörtunum gesta! Gamli Trúbrjóturiim Nei, þeir voru ekki verulega grateful í Gnúpverjahreppi eftir þessa félegu sendingu, þar sem engu líkara væri en árar helvít- is væru mættir til að gera sín uppskrúfuðu músíkstykki á sviðinu og með því hrellandi guðsmenn, spúsur þeirra og aðra góðborgara, eða öllu held- ur góðhreppinga. Garri vill taka undir harða gagnrýni Gnúpverja á fram- komu aldinpopparans Magnús- ar og félaga hans. Svona gerir maður bara ekki í Gnúpverja- hreppi, Magnús minn! En þar sem Garra rennur blóðið til skyldunnar, þá vill hann um ieið bera blak af Ijarskyldum frænda og benda fólki, sem á aldrei eftir að bíða þess bætur að hafa farið á þorrablótið, á að hugsanlega er gamli Trúbrjót- urinn bara genginn í barndóm, og byrjaður að rokka- og róla sem sextán ára væri. Munum að sælla er að fyrir- gefa en fordæma. — GARRI ELIAS SNÆLAJVD JÓNSSON SKRIFAR Stjömuíþróttir eru ein helsta af- þreying samtímans. Kappleikir og mót í fjölmörgum greinum íþrótta eru vinsælt sjónvarpsefni. Iþrótta- hetjur eru ásamt poppstjörnum helstu átrúnaðargoð unga fólksins. Þetta er því mikilvægur þáttur í samtímanum. En íþróttaheimurinn hefur gjör- breyst á fáum árum. Aður fyrr byggðust þær einkum á áhuga og vilja einstaklinganna. Nú eru þær knúðar áfram af alþjóðlegri pen- ingavél. Atvinnumenn í íþróttum eru mikilsverð viðskiptavara sem margir græða vel á, ekki síst sjón- varp og framleiðendur íþróttavara og áfengis sem eru dyggustu aug- lýsendur á kappieikjum sem send- ir eru um heimsbyggðina gegnum sjónvarpið. Handboltiim í lægð Þetta þýðir að starf íþróttafélaga, sem reyndar eru víða hlutafélög í einkaeigu eins og hvert annað fyr- Endurreisn? irtæki, ræðst ekki Iengur aðeins af áhuga og fórnfýsi sjálfboðaliða. Þar þarf mikla peninga til. Ófarir íslenska handboltalands- liðsins í Króatíu síðustu dagana eru líklega dæmi- gerð fyrir það sem gerist þegar pen- ingana skortir. Handknattleik- sambandið hefur átt við mikla Ijár- hagserfiðleika að stríða. Það hefur komið niður á undirbúningi landsliðsins, meðal annars fækkað verulega landsleikjum sem eru ein af forsendum jiess að hafa topplið á réttum tíma. Handboltinn hefur löngum ver- ið sú hópíþrótt sem islendingar hafa náð hvað mestum árangri í. Nú virðist hann í mikilli lægð á meðan knattspyrnan sækir fram. Margir íslenskir knattspyrnumenn gera það gott í ná- grannalöndunum og saman mynda þeir sterkt Iands- lið hefur náði miklum árangri undir stjórn Guð- jóns Þórðarsonar. Engin ástæða er til að ætla annað en að ])að sama verði uppi á ten- ingnum hjá Atla Eðvaldssyni. Hann getur ein- faldlega telft fram svo mörgum snjöllum knattspyrnumönnum að áframhaldandi góður árangur er líklegur. Forysta og fjárnuuiir Hvað verður með handboltalands- liðið? Þannig spyija margir eftir ófarirnar í Króatíu. Vafalaust verð- ur staðan krufin til mergjar innan HSI og íþróttahreyfingarinnar al- mennt. Og ýmsar ástæður dregnar fram fyrir því hvemig fór. En aftur og aftur hlýtur þó at- hyglin að beinast að þeirrí einföldu staðreynd, sem áður var nefnd, að til j)ess að vera með landslið í heimsklassa þarf peninga og meiri peninga. Ef forysta og fjármunir verða fyr- ir hendi |)á er engin ástæða til að ætla annað en að íslenskur hand- bolti komist aftur í fremstu röð. Þetta er svo sem ekki í fýrsta sinn í sögunni sem landslið „hrynur“ með jæssum hætti. Þá voru spilin stokkuð upp og nýtt lið byggt upp á nokkrum árum. Það þarf að gera núna. Sú endurreisn mun takast ef íslendingar vilja kosta því til sem þarf til að verða aftur gjaldgengir í aljijóðlegum handknattleik. Endurreisn landsliðsins kostar for- ystu og fjármuni. spinti* svairað Eru landsbyggðarmetin sjálfum sér verstir? (Benedikt Hjaltason á Hrafnagili í Eyjafírði segir í Degi í gær að ef eigi að færa starfsemi úr Reykjavík og út á land séu íbúar annara landsbyggðarsvæða öfundar- innar vegna tilbúnir að leggjast gegn sHku.) Gísli Einarsson ritstjóri hémðblaðsitts Skesstihoms á Vesturlandi. „Eg held að jietta sé að breytast. Ríkj- andi var að mönnum þótti jafnvel skárra að tapa sjálfir, en horfa uppá nágrannann græða. En menn sjá nú að til að snúa megi jiróuninni í byggðamálum við verði þeir að snúa bökum saman - og þá um leið að sætta sig við að allir hlutir geta ekki verið allsstaðar. En dæmi um að menn geti ekki unað því að aðrir græði, er til dæmis gagnrýni á að Hestamiðstöð Islands hafi verið valinn staður í Skagafirði." Helga A. Erlingsdóttir oddviti Ljósavatvshrepps í S-Þingeyjar- sýslu. „Dæmi um þetta eru sjálf- sagt til, en ég vona að viðhorf- in séu að breyt- ast. Fólk verður að standa sam- an um að efla Iandsbyggðina, það er best fyrir alla - hvar á Iandinu sem þeir búa. Hugur okkar hér um slóðir hefur þó óverulega beinst að uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra, miklu frekar þess að verja það sem fyr- ir hefur verið - svo sem Iandbún- aðinn. Möguleikar Þingeyinga eru þó margir, ekki síst Jiar sem hér er jarðhiti við hvert fótmál." Ólöf Kristjánsdóttir bæjarfiilltníi á SiglufiiðL „Það er nokkuð til í þessu og Iandsbyggðar- menn verða að fara að taka sig saman í andlit- inu og vinna betur saman. Eins og aðstæður eru í dag jiá held að það væri til dæmis fengur í því ef Norðlend- ingar allir myndu sameinast um alhliða uppbyggingu, á Norður- landi öllu. Með til dæmis bætt- um samgöngum. Samvinna má þó ekki ganga út á að hinn stóri étj þann litla.“ ísólfur Gylfi Pálmason jiiiigmaðiirFranisókmiflohks. „Landsbyggðar- menn eru auð- vitað misjafnir einsog aðrir. Mikið af dríf- andi og kraft- miklu fólki er út á landi - sem betur fer - en vissu- lega eru til fortölumenn, þar einsog annars staðar. Á þeim ber oft meira vegna fámennisins. Svartsýni og úrtölur draga oft kjark og kraft úr byggðarlögum. Verst af öllu er þó öfundin."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.