Dagur - 29.01.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 29.01.2000, Blaðsíða 10
10-LAUGARDAGUH 29. JANVAH 2000 FRÉTTIR Afmæli Akiircyrar- deildar RKÍ Akureyrardeild Rauða kross ls- lands verður 75 ára í dag og not- ar meðal anriars tækifærið og býður almenningi að koma og kynnast starfsemi félagsins og þiggja um leið léttar veitingar í húsnæði deildarinnar að Viðju- lundi 2 á Akureyri. Húsið verður opið Idukkan 13-17 í dag. Þáverandi héraðslækir, Stein- grímur Matthíasson, hafði frum- kvæði að stofnun Rauða kross fé- lags á Akureyri 1925 og hefur markmið félagsins allt frá upphafi fyrst og fremst verið að hlúa að þeim sem eiga um sárt að hinda og veita sem flestu fólki tækifæri til einhverrar reisnar, þótt eymd og hörmungar hafi steðjað að. Starfsemin byggir að miklu leyti á ödugu sjálfboðnu starfi sem og velvild og stuðningi almennings. Að sögn Hafsteins Jakobssonar starfsmanns deildarinnar eru verkefnin mörg og Ijölbreytileg, meðal annars á dcildin og rekur sjúkrabifreiðar. Meðal þátta í fjöl- breyttum rekstri er fatamóttaka, rekstur sjúkraíbúðar til útleigu í samstarfi við FSA, útleiga sjúkra- rúma og alls kyns átaksverkefni. Námskeiðahald ýmiss konar er á höndum deildarinnar, meðal ann- ars skyndihjálparnámskeið, barn- fóstrunámskeið, námskeið um slys á börnum og fleira. Þá er Ak- ureyrardeildin samningshundin Almannavörnum varðandi neyð- arvarnir og hefur skipulagða fjöldahjálparstöð í grunnskólun- um ef til einhvers konar hörm- unga kæmi. - hi É í -.f Menntamálaráðuneytið Embætti forstöðumanns Listasafns Einars Jónssonar laust til umsóknar Embætti forstöðumanns Listasafns Einars Jónssonar er laust til umsóknar. Gert er ráð fyrir því að forstöðumaðurinn verði skipaður til fimm ára frá 1. júni 2000, en einnig er heimilt að setja í embættið til allt að tveggja ára. Um laun og starfskjör fer eftir ákvörðun kjara- nefndar. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í listfræði. Reynsla af störfum í listasafni er æskileg. Umsóknir með ýtarlegum uppiýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálráðuneytinu fyrir fimmtudaginn 24. febrúar 2000. Menntamálaráðuneytið, 26. janúar 2000 UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í Borgaskóla, frágang innanhúss - gólfdúk í íþróttasal. Helstu magntölur: Gólfdúkur: 300 m2 Málaðar línur: 250 m Verklok: 1. ágúst 2000 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 16. febrúar 2000, kl. 11:00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í Borgaskóla, frágang utanhúss - lóðarfrágang. Helstu magntölur: Malbik: 8.000 m2 Hellulögn: 990 m2 Grúsarfyllingar: 950 m2 Gróðurbeð: 1.850 m2 Fyrri afhendingartími: 1. ágúst 2000 Síðari afhendingartími: 15. júlí 2001. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 16. febrúar 2000, kl. 14:00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í Borgaskóla, frágang innanhúss - munaskápar nemenda. Helstu magntölur: Munaskápar - 180 stk. Verklok: 1-júlí 2001. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 16. febrúar 2000, kl. 14:30 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í dúkalögn í ýmsum fasteignum 2000. Um er að ræða vinnu og efni við dúkalagnir. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu okkar á kr. 1.000. Opnun tilboða: 17. febrúar 2000, kl. 11:00 á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík - Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616/561 1120. Netfang: isr@rhus.rvk.is Veffang: www.reykjavik.is/innkaupastofnun - 660169-4079 X Fv. r iTÍ V i 1 V M ■- /f M \ ■ m SV Tvíhöfði á FM 103,7 Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, öðru nafni Tvíhöfði, hófu rekstur á nýrri útvarpsstöð í gærmorgun á vegum Norðurljósa. Stöðin hefur hlotið nafnið RADIO FM 103,7. Þeir félagar vöknuðu snemma, ræddu við fjölmiðlafólk hálfsjö og klukkan sjö fóru þeir í loftið. Þeir verða með morgunþátt alla virka daga milli 7 og 11 en ýmsir fleiri Ijósvíkingar halda úti þáttum á stöðinni. Markhópurinn er fólk á aldrinum 15 til 35. - mynd: pjetur Líður vel en eru ósáttír við launín Starfsmöimuui Hafn- arfjarðarbæjar fiiinst flestiun hverjum gam- an í vinnimni, en eru óánægðir með launin og finnst þau ósann- gjöm. Er ásættanlegt að búa við léleg laun og aðhúnað ef manni þykir starfið skemmtilegt? var yfir- skrift fundar sem Starfsmanna- félag Hafnaríjarðar hélt þar sem fjallað var um starfsmannakönn- un félagsins. Samkvæmt henni er stærstur hluti starfsmanna ánægður með starf sitt, konur þó enn frekar en karlar - en stór meirihluti hins vegar afar óánægður með Iaunin. Fólki líð- ur vel og finnst starfið skemmti- legt, um 75% telja góðan anda á vinnustað sínum og 60% að sam- starfsmenn þeirra séu ánægðir. Um 14% telja þó líklegt að þeir skipti um starf á næstu sex mán- uðum. Launin ósanngjöm En hátt í 90% starfsmanna segja líka að laun skipti þá frcmur eða mjög miklu máli og um 70% þeirra eru frekar eða mjög óá- nægðir með launin. Þeir telja launin og launastefnu bæjarins ósanngjarna, og í ósamræmi við þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Konur segjast undir meira álagi en karlar - en karl- arnir þykjast bera meiri ábyrgð í starfi en konur. Vfsbendingar þykja um launamun milli kynja í STH þegar tekið hefur verið tillit til þátta eins og menntunar og starfshlutfalls. Konur eru um 65% starfs- manna í STH, um 45 ára að meðaltali og meira en þriðjungur hefur starfað lengur en 10 ár hjá Hafnarfjarðarbæ. Ríflega 55% þeirra hafa stúdentspróf eða minni menntun og álíka hlutfall er með laun á bilinu 50.000 til 1 50.000 krónur. STH fékk 6,45 í einkuim Um 37% eru óánægðir með störf STH að kjaramálum. En helm- ingur starfsmanna er almennt ánægður með starfsemi félags- ins, sem fékk 6,45 í meðalein- kunn. Um 60% þeirra hafa leit- að til félagsins, um helmingur nýtt sér sumarhús þess og enn fleiri hyggjast gera það á næsta ári og 40% hafa sótt styrk í end- urmenntunarsjóð. Þrír af hverj- um fjórum sjá fréttahréf STH reglulega og lesa það flestir. Um 70% teldu til bóta ef STH opn- aði heimasíðu. Nær 40% telja sig lítið vita um starfsemi STH og yfir 60% eru hvorki ánægðir né óánægðir með Eftirlaunasjóð STH sem þykir henda til lítillar vitneskju um störf hans. — HEI Baugur bólgnar út Baugur er á fullri ferð um þess- ar mundir. Akveðið hefur verið að opna í nóvember næstkom- andi 2.400 fermetra Hagkaups- verslun í Spöng i Grafarvogi. Þá er undirbúningur vegna opnunar á 10 þúsund fermetra stórmark- aði Hagkaups í Smáralind kom- inn á fullt en verslunin mun opna í október árið 2001 og mun Ieysa af hólmi verslun á Smára- torgi. Eftir opnun verslunar í Smáralind mun verslunarrými fýrirtækisins samtals telja um 28.000 fermetra og reiknað með að velta þess muni nema um 12 milljörðum króna. Einnig hefur verið ákveðið að Nýkaup muni reka fjórar versl- anir í nánustu framtíð; á Sel- tjarnarnesi, í Mosfellsbæ, í Kringlunni og í Garðabæ. Þá á að fjölga verslunum 10-11 um fjórar á næstu 12 mánuðum og munu næstu verslanir opna þar Fjölga á verslunum 10-11 um fjór- ar á næstu 12 mánuðum. sem áður var Hagabúðin í vest- urbæ Reykjavíkur, í Kópavogi, Seltjarnarnesi og ein á lands- byggðinni. Þá munu Hraðkaups- verslanir framvegis bera nafn 10-11 og verða þá verslanir 10- 11 orðnar 26 talsins. Dótturfyrirtæki Baugs í Fær- eyjum, SMS, hefur ákveðið að bæta við tveimur Bónus verslun- um á þessu ári. 1 tilkynningu frá Baugi segir að SMS sé eitt stærsta fyrirtækið í Færeyjum en 50% hlutaQárins er í eigu Baugs. Tíunda búðín í Bandaríkjimiun Af öðrum landvinningum Baugs má nefna að dótturfyrirtækið í Bandaríkjunum, Bonus dollar stores, opnar sína 10. verslun í febrúar og hefur félagið tryggt sér 3 aðrar staðsetningar við hlið Puplix verslananna í Flórída ríki. Loks ber að nefna Top-shop verslun Baugs. Ein slík verður opnuð í nýju húsnæði f Lækjar- götu í mars nk. Baugur hefur hafið þróunarvinnu að uppsetn- ingu á Top-shop verslunum á Norðurlöndum en félagið er með samstarfssamning við Arcadia sem rekur verslanir und- ir ýmsum þekktum merkjum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.