Dagur - 29.01.2000, Blaðsíða 12
12- LAVGARDAGVH 29. JANÚAR 2000
ÍÞRÓTTIR
Íþróttahátíð bamanna í Laugardalshöll
íþróttabandalag Reykjavíkur stendur í dag, laugardag, fyrir íþróttahátíð
barnanna í Laugardalshöll, í samstarfi við íþróttafélögin í Reykjavík. Há-
tíðin sem er hluti af dagskrá „Menningarborgar Evrópu árið 2000“ er
ætluð börnum á aldrinum 3-6 ára og verður höllin opin frá kl 14 til 16.
Þar taka íþróttakennarar á móti börnunum og leiðbeina þeim í hinum
ýmsu Ieikjum og þrautum, sem settar verða upp með sHpuðu sniði og
gert er í íþróttaleikskólum barnanna, sem flest íþróttafélögin í borginni
standa fyrir. Iþróttaálfurinn úr Latabæ kemur í heimsókn og sýna krökk-
unum að hann hefur engu gleymt og að lokum verður boðið upp á mjólk
og Prins Póló. Auk þessa verður börnunum boðið frítt í sund á sundstöð-
um borgarinnar.
Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur hjá íþróttabandalagi Reykjavíkur
er barnahátíðin eitt af þremur verkefnum sem ÍBR mun standa fyrir í
samvinnu við Reykjavíkurborg vegna dagskrár Menningarborgar Evrópu.
„í mars verður vetraríþróttavika á dagskrá, sem að mestu mun fara fram
á skíðasvæðunum og síðan sumaríþróttaviku í byijun sumars," sagði
Hjördís.
Glemi Hoddle til Southampton
fvri
Glenn Hoddle.
Glenn Hoddle, fyrrum landsliðþjálfari
Englendinga, var í gær ráðinn framkvæmda-
stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sout-
hampton til næstu tólf mánaða. Ætlunin er
að Hoddle leysi Dave Jones af á meðan hann
glímir við persónuleg vandamál, sem varða
ásakanir um að hann hafi viðhaft kynferðis-
legt áreiti við börn. Hoddle hefur fengið
gamlan og góðan félaga sinn, John Gorman
aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Reading, sér
til aðstoðar, en þeir störfuðu saman þegar
Hoddle stjórnaði enska landsliðinu.
Að sögn Rubert Lowe, stjórnarformanns
Southampton taldi stjórn félagsins nauðsyn-
legt að grípa til þessara aðgerða. „Við gefum Jones tólf mánaða frí með-
an hann er að klára sín persónulegu mál. Eg er viss um að hann mun
hreinsa mannorð sitt og þá er hann velkominn aftur. Eg tilkynnti honum
þessa ákvörðun okkar í fyrrakvöld og hann var mjög leiður yfir þcssu,
enda félagið honum mjög kært,“ sagði Lowe.
Michael Bridges lofar sigri gegn ViUa
Sextán Iiða úrslit ensku bikarkeppninnar fara
fram um helgina og á mánudag og fara fimm
leikir fram í dag, tveir á morgun og einn á
mánudag. Athyglisverðustu leikirnir fara fram
á morgun, en þá mætast Aston Villa og Leeds
annars vegar og Chelsea og Leicester hins
vegar.
Leikur Aston Villa og Ledds á Villa Park
verður örugglega spennandi því Leedsarar
eiga harma að hefna gegn Villa, sem vann þá
í deildinni fyrir hálfum mánuði þar sem Gar-
eth Southgate skoraði tvisvar íyrir Villa í 2-1
sigri á Elland Road. Framherjinn Michael
Bridges hjá Leeds hefur alla vega lofað sigri
og segir að sagan frá því á Elland Road endurtaki sig ekki á morgun. „Þeir
voru heppnir að þetta var ekki okkar dagur. Gareth Southgate skoraði
tvisvar og það gerist ekki í hverjum degi,“ sagði Bridges. „Það á ekki að
skipta okkur neinu þó leikurinn sé á útivelli og þó við höfum fallið úr úr
deildarbikarnum gegn Leicester á útivelli, þá er ég viss um að við sigrum
á morgun. Við höfum verið á uppleið að undanförnu og leikmenn eins og
Jason Wilcox og Stephen McPhail hafa staðið sig frábærlega. Eg er því
óhræddur fyrir morgundaginn og ætla mér að skora," sagði Bridges.
Tvísýiit með Ian Taylor
I gær var óvíst hvort markaskorarinn mikli, Ian Taylor hjá Aston Villa,
gæti Ieikið með liðinu gegn Leeds í bikarleiknum á morgun, vegna
meiðsla sem hann hlaut eftir samstuð við Gerry Taggart, varnarmann
Leicester, í undanúrslitaleik deildarbikarsins á þriðjudaginn.
Taylor, sem hefur skorað sex mörk í síðustu átta leikjum með Villa,
fékk þá slæmt högg á ökklabeinið, sem síðan hefur valdið honum mikl-
um óþægindum og því spurning hvort hann treystir sér f bikarleikinn á
morgun.
Leicester á harma að hefna
Annað lið sem á harma að hefna um helgina, er Leicester sem mætir
Chelsea í bikarnum á Stamford Bridge á morgun. Liðin mættust í 8-liða
úrslitum bikarsins l’yrir þremur árum, þar sem gestirnir telja að Chelsea
hafi verið færður sigurinn á silfurfati, þegar Mike Reid dómari leiksins
dæmdi Chelsea vafasama vítaspyrnu eftir venjulegan leiktíma.
Það sást vel í endursýningu í sjónvarpi eftir á að svo var, því Erland
Johnsen fyrrum leikmaður Chelsea, sem fiskaði vítið sem Leboeuf skor-
aði úr, féll auðsjáanlega í vítateignum án þess að nokkur ætti þar sök á
nema hann sjálfur. Chelsea komst alla leið í úrslitin þctta ár og varð bik-
armeistari eftir 2-0 sigur á Middlesbrough og síðar Evrópumeistari bik-
arhafa. Þessu hafa forráðamenn Leicester ekki gleymt og hugsa sér að ná
fram hefndum á morgun.
Bikarleikir helgarinnar
Laugardagur:
Cambridge - Bolton, Coventry - Charlton, Everton - Preston,
Fulham - Tranmere, Gillingham - Sheff. Wed.
Sunnudagur: Aston Villa - Leeds, Chelsea - Leicestcr.
Mánadagur: Blacjdjurn - Newcastle.
ÍÞROTTIR Á SKJÁNUM
Laugard. 29. iamiar
SJÓNVARPIÐ
Handbolti
KJ. 14:00 EM í Króatíu
ísland - Ukraína
Körfubolti
Kl. 12:00 NBA-tiIþrif
Fótbolti
Kl. 14:45 Enski bikarinn
Coventry - Charlton
Hnefaleikar
KI. 21:00 Hnefaleikakeppni
Bein útsending frá Manchester
á Englandi. Meðal kcppenda eru
Mike Tyson og Julius Francis.
Sunnud. 30. janúar
EEHi
Handbolti
Kl. 13:30 EM í Króatíu
Leikur um 3ja sætið
Kl. 16:00 EM í Króatíu
Urslitaleikurinn.
fþróttir
Kl. 21:25 Helgarsportið
Körfubolti
KI. 12:15 NBA-Ieikur vikunnar
SÝN
Fótbolti
Kl. 13:45 Enski bikarinn
Aston Villa - Leeds
Kl. 15:55 Enski bikarinn
Chelsea - Leicester
Kl. 19:25 Italski boltinn
lnter Milan - Roma
Golf
Kl. 18:15 Golfmót í Evrópu
Ameríski fótboltinn
KI. 23:10 NFL-deildin
St. Louis - Tennessee
ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Laugard. 29. ianúar
■ HANDBOLTI Urvalsdeild kvenna
KI. 16:30 KA - ÍR KI. 16:30 Valur - Víkingur KI. 16:30 UMFA - Stjarnan 2. deild karla KI. 14:00 Fram b - ÞórAk.
■ körfubolti Úrvalsdeild kvenna
Kl. 16:00 KR - KFÍ Kl. 16:00 Tindastóll - Grindavík 1. deild karla Kl. 18:00 Breiðablik - Höttur Kl. 15:30 ÍV - Þór Þorl.
■ blak I. deild karla - Undanúrslit
Kl. 16:00 Stjarnan - ÍS Sunnud. 30. iaiiuar
■ körfubolti Úrvalsdeild karla
Kl. 20:00 ÍA - Snæfell Kl. 20:00 Skallagr. - Grindavík KI. 20:00 Þór Ak. - Haukar Kl. 20:00 Keflavík - KR Kl. 18:00 Njarðvík - Hamar Kl. 16:00 Tindastóll - KFÍ Úrvalsdeild kvenna
Kl. 14:00 KR - KFÍ Kl. 14:00 Tindastóll - Grindavík 1. deild karla Kl. 15:00 Stjarnan - Selfoss Kl. 14:00 ÍR - Höttur
■ HANDBOLTI Úrvalsdeild kvenna
Kl. 20:00 Haukar - Grótta/KR 2. deild karla Kl. 16:00 ÍRb-ÞórAkix
Laugard. ki. 17,19&21
Sunnud. kl. 15
Sunníid. kl. 15,17,19 & 21
Miðaverð 300,- kr.
*Mánud. kl. 17,19&21
•1.
Laugard. kl. 18.45,21 og 23.15
Sunnud. kl. 18.45,21 og 23.15
Mánud. kl. 18.45,21 og 23.15
Laugard. kl. 17 og 19
Sunnud. kl. 17 og 19
Mánud. kl. kl. 17 og 19
Síðustu sýningar
Laugard. kl. 21 og 23
Sunnud. 21 og 23
Mánud. kl. 21 og 23
Laugard. m/ísl. tali kl. 15 og 17
Sunnud. m/ísl. tali kl. 15 og 17
Mánud. m/tsl. tali kl. 17
Laugard. kl. 15
Sunnud. kl. 15
TILBOÐ miðaverö 300 kr.
Sirru 462 3500 * Hóiabraut 12 • www.nett.is/borgarbio
THE BONE COLLECTOR
Laugard. kl. 17,19,21 & 23.10
Sunnud. kl. 17,19, 21 & 23.10
Mánud. kl. 17,19, 21 & 23.10
Laugard. kl. 23
Sunnud. kl. 23
Mánud. kl. 23
D I G t T A L
□□lDaLBYl
D t G I T A L
jckmskruma***,