Dagur - 19.02.2000, Síða 2

Dagur - 19.02.2000, Síða 2
2- LAVGARDAGVR 19. FEBRÚAR 2000 Thgur Guðjón Pedersen í Borgarleikhusið Fulltníi borgarmnar í leikhúsráði LR sat hjá við ráðningu Guðjóns Pedersen, líkt og þeg- ar Þórhildur var ráðin fyrir fjórum árum. Guðjón Pedersen Ieikstjóri var í gær ráðinn Ieikhússtjóri Leikfé- lags Reykjavíkur í Borgarleikhús- inu til næstu Ijögurra ára og tek- ur hann við af Þórhildi Þorleifs- dóttur næsta haust. Leikhúsráð ákvað þetta á fundi sínum í gær- morgun. Guðjón fékk þrjú at- kvæði í ráðinu en fulltrúi borgar- innar, Ornólfur Thorsson, sat hjá við atkvæðagreiðsluna Iíkt og hann gerði þegar Þórhildur var ráðinn fýrir fjórum árum. Ellert A. Ingimundarson, Ieikari og varaformaður leikhúsráðs, sem tók formannssætið af Páli Bald- vini Baldvinssyni við ráðning- una, þar sem Páll var einn um- sækjenda, sagði við Dag að al- menn ánægja væri innan leik- hússins með ráðningu Guðjóns, sem væri fagmaður í leiklist fram í fingurgóma. „Það er góð stemmning í Borg- GuÖjón Pedersen leikstjóri á leið- inni í Borgarleikhúsið. arleikhúsinu og fólk er sátt og ánægt með að Guðjón Pedersen skuli vera ráðinn, enda einn af okkar fremstu leikhúslistamönn- um. Eg get ekki séð að það þurfi einhver leiðindi að vera uppi. Auðvitað túlkar Þórhildur það sem svo að hún hafi átt að vera áfram í fjögur ár en samningur- inn var bara til fjögurra ára. Þannig er á mörgum stöðum í samfélaginu, fólk er ráðið f ákveðin verk til ákveðins tíma,“ sagði Ellert. Ákveðið um síðustu helgi Auk Ellerts og Ornólfs sitja í Ellert A. Ingimundarson, varafor- maður leikhúsráðs LR. Ieikhúsráði Þorsteinn Gunnars- son leikari og Ogmundur Jó- hannsson ljósameistari. Ellert sagði leikhúsráð hafa farið mál- efnalega í gegnum allar umsókn- ir og átt viðtöl við umsækjendur, að undanskildum Jóni Viðari Jónssyni, sem dró sig til baka þegar hann var boðaður í viðtal. Ellert sagði ákvörðun ráðsins hafa legið fyrir um síðustu helgi og þá ákveðið að ganga til samn- ingaviðræðna við Guðjón. Þórhildur hafði sem kunnut er dregið umsókn sína til baka um leikhússtjórastöðuna, og Jón Viðar sömuleiðis, sem Iýsti yfir stuðningi við Þórhildi og vildi að hún yrði endurráðin. Aðrir um- sækjendur voru Hafliði Arn- grfmsson, Hávar Sigurjónsson, Páll Baldvin, Halldór E. Laxness og Hlín Agnarsdóttir en einn óskaði nafnleyndar. Samkvæmt heimildum Dags mun sá um- sækjandi, karlmaður, ekki hafa tengst leikhúslífinu til þessa og kemur úr viðskiptaheiminum, hefur ekki áður sótt um leikhús- stjórastöðu. Með konunnl uinlir sama þaki Guðjón er leikaramenntaður og hefur síðastliðin ár getið sér gott orð sem leikstjóri. Hann var meðal aðstandenda leikhússins Frú Emelíu, og hefur leikstýrt fjölda Ieikverka undanfarin fjórt- án ár. Nú síðast í gærkvöldi var verið að frumsýna í hans Ieik- stjórn leikritið Komdu nær á stóra sviði Þjóðleikhússins. Þess má að Iokum til gamans geta að eiginkona Guðjóns, Katrín Hall, starfar ekki langt frá manni sín- um þegar hann kemur til starfa í Borgarleikhúsinu í haust þar sem hún stýrir Islenska dans- flokknum, sem einnig er mcð að- stöðu í húsinu ásamt LR. — BJB Ólafur Ragnar Grímsson. Fjölmenni fer með til Indlands Forseti Islands, hr. Olafur Ragn- ar Grímsson, fer í opinbera heimsókn til Indlands 27. mars nk. Með forsetanum fer fjöl- menn viðskiptasendinefnd og í tengslum við heimsóknina verð- ur efnt til ráðstefnu um við- skiptatækifæri milli landanna. Auk þess verður sérstök móttaka fyrir viðskipt'aaðila þar sem for- seti íslands~verður heiðursgestur. Útflutningsráð Islands telur þessa heimsókn kjörið tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki að kanna möguleika á viðskiptum við Ind- land og einnig fyrir þau sem þeg- ar eru í viðskiptum, að rækta nú- verandi viðskiptasambönd. Farið verður til Indlands með leigu- flugi á vegum Samvinnu- ferða/Landsýnar og kostar ferðin frá 78 þúsund krónum og upp í 120 þúsund krónur, þá að hóteli meðtöldu. — CG 50-60 miUjóna lunframkeyrsla „Þetta eru það háar upphæðir í samhengi hlutanna að menn hljó- ta að vilja fá þennan kostnað sundurgreindan. Við erum að tala um umframkostnað uppá 50-60 milljónir og eru 20 milljónir vegna flutninganna aðeins hluti af vandamálinu. Það má vel vera að eitthvað af þessu eigi sér eðli- legar skýringar en við getum ckki unnið að málinu nema áætlanir standist og við fáum réttar upp- lýsingar," segir Gunnar Jóhann Birgisson, formaður þjóðminja- ráðs og bygginganefndar Þjóð- minjasafnsins, í samtali við Dag. Gunnar Jóhann bendir á að upphafleg fjárhagsáætlun í janúar 1999 gerði ráð íyrir 142 milljóna króna útgjöldum. „Þegar ljóst var að áætlunin stæðist ekki var hún endurskoðuð upp í 170 milljónir og samþykkt á ný í þjóðminjaráði í september. Okkar upplýsingar voru að safnið hefði farið verulega fram úr áætlunum um rekstrar- kostnað og að rekstrarkostnaður vegna svokallaðra fráviksatriða hefði allur fallið til á fyrri hluta ársins, meðal annars hefðu flutn- ingar verið umfangsmeiri en áður var talið. En í bráðabirgðaupp- gjöri í janúar sl. kemur fram að rekstarútgjöld hafi vaxið á síðustu mánuðum ársins um 30 milljónir. Við í Þjóðminjaráði höfum ekld fengið fullnægjandi skýringar á því að þetta hafi ekki legið fyrir í september. Það er vegna þessa sem við töldum rétt að senda mál- ið til menntamálaráðuneytisins ti) skoðunar," segir Gunnar Jóhann. - FÞG Jafnar fylMngar um RABIK Flutningur höfuðstöðva RARIK til AI<ureyrar er umdeiídur, ef marka má niðurstöður við spurn- ingu Dags á fréttavef Vísis und- anfarna daga. Hátt í 6 þúsund manns tóku þátt í spurninga- leiknuin, sem er með jjví mesta sem sést hefur, og féllu atkvæði nánast til helminga. Einungis' 6’ BB H visir.is fleiri netverjar voru hlynntir flutningi RARIK til Akureyrar þannig að minni gat munurinn varla verið. Nú hefur ný spurning Dags verið sett á Vísisvefinn: „Er fá- tækt vandamál á lslandi?“ Slóðin er sem lyrr wwov.visir.is og þaðan slegið á „fréttir". Snæfelliiigar styöia VMSI Stjórn Verkalýðsfélags Snæiellsbæjar hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við kröfur samninganelndar Vcrkamannasambands Islands og Landssam- bands iðnverkafólks, sem lagðar voru fram 25. janúar sl. Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar telur kröfurnar einfaldar og skýrar, byggðar á vilja almennra félagsmanna VMSI og L1 og þeim raunveruleika sem þeir búa við. I kröfunum er farið fram á hækkun lægstu launa í 80 þúsund krónur við undirskrift samnings, með öðrum orðum úr 375 krónum á tímann í 460 krónur. Einnig er m.a. farið fram á að starfsmenntamál, orlofsréttindi, slysatryggingar og greiðslur vegna fjarvista frá vinnu vegna veikinda barna, verði færðar í nútímalegt horf. Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar skorar á Sam- tök atvinnulífsins að sýna metnað og framsýni og ganga að sanngjömum og hógværum kröfum VMSI og LI og einnig á allt verkafólk að standa sam- an í þeirri kjarabaráttu sem hafin er. — GG Guöjón Ó. iunhverfisvæim Umhverfisráðherra hefur afhent prentsmiðjunni Hjá GuðjónO leyfí til að nota norræna umhverfísmerkið á framleiðslu sína. Hjá GuðjónÓ er þar með fyrsta prentsmiðjan sem hlýtur þessa viðurkenningu, en eitt íslensk fyrirtæki hefur áður fengið merkið á sína framleiðslu, Frigg, lyrir þvotta- efnið Maraþon milt. Með leyfisveitingunni verður prentsmiðjan hér eftir að halda ná- lwæmt bókhald yfír alla þætti sem notaðir eru í prentferlinum, s.s. inn- kaup hráefna, meðhöndlun efna, orku- og vatnsnotkun og hvernig úrgangi er fargað. - GG Íslandssími á genginu tuttugu Islandssími hefur samið við Burnham International á fslandi um kaup Burnham á 9,5 af hundraði hlutabréfa í Islandssíma og eru kaupin liður í hlutafjáraukningu fyrirtækisins, sem nú er lokið. Heimildir Dags herma að bréfin hafí verið seld á genginu tuttugu og miðað við að þessi hlutur hafi verið 40 milljónir króna að nafnvirði er hér um 800 milljóna króna við- sldpti að ræða. Heildarvirði fyrirtældsins gæti þá verið hátt í átta og hálfur milljarður. Burnham ætlar bréfin til endursölu. Hlutaljáraukningunni nú er meðal annars ætlað að Ijármagna I<aup Is- landssíma á fjarsldptafýrirtækjum, þeirra á meðal lntís sem nýlega var gengið írá kaupum á. Ekki síður er úlboðið ætlað til að undirbúa farsíma- þjónustu sem byggja mun á þráðlausri Internet- og WAP-tækni að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. - m- Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra afhendir forsvarsmönnum prentsmiðju Guðjóns Ó. norræna umhverfismerkið. - mynd: hilmar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.