Dagur - 19.02.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 19.02.2000, Blaðsíða 4
4 - LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 FRÉTTIR Indriði Þorláksson ríkisskattstjóri er nú byrjaður að fikra sig í átt að forútfylltum skattframtölum og hefur þriðjungur framteljenda nú fengið framtal með útfylltum reitum. Um 42 milljarðar komnir á framtölin Um þriðjimgur framtelj- enda fékk skattframtal með árituðum bótum og lífeyri að þessu sinni, samtals 42 milljarða. Um 12% hafa ekki aðrar tekjur. Netframtalið opnaði kluklcan 15 í gær, 18. febrúar, og þarf ekki að skila því fyrr en 31. mars. En pappírsframtali þarf að skila fyrir 28. febrúar. Ríkisskattstjóri er nú byrjaður að fikra sig í átt að forútfyllt- um skattframtölum og hefur þriðjungur framteljenda nú fengið framtal með út- fylltum reitum. Allar greiðslur frá Trygg- ingastonfun ríkisins, lífeyrissjóðunum og Atvinnuleysistryggingasjóði, samtals 42 milljarðar króna, hafa þegar verið færð- ar inn á framtöl allra þeirra sem fá slíkar bætur, sem þurfa því aðeins að athuga hvort þær séu ekki réttar. Um 25 þúsund manns, eða nær 12% allra framteljenda hafa engar aðrar tekjur en áritaðar eru á framtalið í þessum fyrsta áfanga. Þriðjungur framteljenda á bólum og lifeyri Af 210 þúsund framteljendum í ár fengu 67 þúsund, eða þriðjungur þannig forút- fylltar skattskýrslur um sl. helgi. Meðal- upphæðin er 627.000 kr. á mann. Heild- argreiðslurnar skiptust þannig: Skatt- frjálsar greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins um 4 milljarðar og skattskyldar 20.5 milljarðar. Greiðslur úr lífeyrissjóð- um um 16 milljarðar. Atvinnuleysisbætur 1.5 milljarðar. Alls eru þetta 42 milljarð- ar, sem svarar nær sjöunda hluta allra launa og annarra greiðslna sem taldar voru fram í fyrra, það .er 310 milljarðar. Er því Ijóst að meira en 10% allra tekna sem taldar verða fram í ár cru þegar komnar á skattskýrslurnar. Stefnt er að frekari áföngum í forskráningu á næstu árum. Launin, iðgjöld, fasteignir, bifreið- ar, húsnæðisskuldir og námsskuldir eru næst á lista og sfðan aðrar eignir og skuldir. Um 20.000 á netinu í fyrra Netramtölin, sem byrjuðu 1999, tókust í aðalatriðum vel, að sögn Indriða H. Þor- lákssonar ríkisskattstjóra. Af 1 I 5 þúsund einstaklingum sem þá fengu netlykil skiluðu 16 þúsund vefframtölum, auk fjögur þúsund sem bárust á tölvupósti. Um 1 50 þúsund veflyklum er úthlutað í ár og er þess vænst að mun fleiri skili nú á netinu. I því skyni hafa vefframtöl ver- ið auðvelduð á ýmsan hátt og meðal ann- rs hægt að vista framtalið og sækja það ftur og ekki notuð framhaldsblöð. For- ritið líka aukið og endurbætt þannig að það bendir framteljendum á villur sem þeir kunna að gera. Margir skila engu framtali Jafnframt er stefnt að því að í framtíðinni verði öll skattframtöl vegna atvinnu- rekstrar í stöðluðu formi, en mismunandi eftir umfangi rekstrarins. Staðlað fram- talsform fyrir rekstraraðila var tekið upp árið 1998. Um 76% þeirra rekstraraðila sem á annað borð skiluðu framtali í fyrra gerðu það rafrænt. En af 14.000 lögað- ilum skiluðu 3 ekki skattskýrslu sem rík- isskattstjóra þykir mjög há tala. — HEI .Dagur í heita pottinum er meim síður en svo á því að ráðherrakapli framsóknar sé lokiö. Eim er full- yrt að Páll Pétursson muni hver- fa úr ríkisstjórninni á kjörtíma- bilinu og það jafnvel fyrr en seinna. Eftir því sem nú er talað um, þá eru tveir meim heitastir í þingflokknum til að fara í ráð- herrastól, en það eru þeir Jón Kristjánsson og Kristiim H. Gunnarsson en Hjálmar Ámason er síður en svo sagður út úr myndinni. Af þessum er talið líklegast að Jón verði gerður ráðherra og verði það gert samtímis því að Halldór Ásgríms- son tilkynnti að hann flytti sig til Reykajvíkur í framboð. Þar með yrði Jón orðin leiðtogi á Aust- urlandi og eðlilegt ráðherraefni... I pottinum heyrist þó líka úr her- húðum Páls Péturssonar að ekk- ert fararsnið sé á Páli, og er Páll sjálfur mun marma síst á þeirri skoðun. Fullyrt er í pottinum að Páll eigi stuóning í flokknum Páll utan þingflokksins, en í þing- Pétursson. flokknum séu enginn sérstakur stuðningsmaður hans... Hávær mótmæli sjálfstæðis- manna í borgimú með Júlíus Víf- il Ingvarsson í fararbroddi gegn grundvallarliugmyndimú um að selja lóðir hafa vakið verðskuld- aða athygli. Sérstaklega þykir pottveijum áhugavert að heyra sjálfstæðismeim tala um þetta sem grundvallarvillutrú. Miima þeir á aó það var sjálfur Davíð Oddsson sem „fattaði upp á þessu", því íyrir allnokkrum árum seldi liaim dýruin dómuin byggingalóðir undir einbýlishús við Stigahlíð undir þeim for- merkjun að þar væri á ferðinni takmörkuó auðlind!!!!!... Davíð Oddsson. SigwúurM. Magnússon forstöðwmður Geislavarua ríkisins RannsóktiirKjamorkueftir- litsins breska benda til þess að öryggibúnaði í kjarorkuend- urvinnslustöðinni í Sellajield í Skotlandi sé mjög ábótavant og öryggisskýrslurfalsaðar. Ógnar okkar hagsmunum Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geislavarna ríkisins segir niðurstöðu Kjarn- orkueftirlitsins breska mjög alvarlegar fréttir og enn eitt reiðarslagið fýrir breskan kjarorku- iðnað. Áður hafi komið út svartar skýrslur og m.a. hafi ástandið í Dounrey verið langt frá því að vera ásættanlegt. Nú virðist stórfellt vanda- mál vera í uppsiglingu í Sellafield. - Er tneiri tnengun hér í Norðurhöfuni en til þessa hefur vetrið látið i veðri vaka? „Síðustú fréttir segja ’ekkert um meira hafi verið notað af geislavirkum efnum en heimilt hafi verið enda fara fram mjög umfangsmiklar mælingar á geislavirkni þarna í næsta ná- grenni stöðvarinnar og ég efa ekki að þarna sé meira magn á ferðinni en ætla mætti.“ - En eru þær tnælingar ekki bara sötnu svikin? „Nei, vegna þess að að þeim koma fleiri að- ilar en reka Sellafield, bæði opinberar stofn- anir, rannsóknarstofnanir og grasrótarhreyf- ingar eins og Vinir jarðar og Grænfriðungar. Það breytir hins vegar engu um það að í kjöi- far svona frétta þá er öllum niðurstöðum sem koma frá Sellafield tekið með ákveðinni tor- tryggni. Menn hafa meiri vara en ella.“ - Hefttrðtt trú á að stjómvöld á Norðttr- totidtini, ékki hara á lstarídi', 'tnúni gera eitt- hvað í þessutn tnálutn? „Eg á ekki von á því. Mér virðist að þetta snúi meira að innri öryggismálum stöðvarinn- ar, að ekki hafi verið farið eftir settum vinnu- reglum og að fyrirmælum opinberra eftirlits- aðila hafi ekki verið fylgt. En ég tek fram að ég hef ekki, frekar en aðrir, séð þessa skýrslu sem er að koma út.“ - Ef að alltfer úr'böndutn þama, og tnik- ill úrgangur fer t hafið, fáutn við hantt ekki ttteð hafstrautnuin til landsins? „Jú, það sem gerist er að þegar geislavirk efni fara í Irlandshaf þá berast þau norður á bóginn meðfram Skotlandi og inn í Norðursjó. Síðan halda þau áfram upp með Noregi, um það bil fjórðungur fer áfram norður og inn í Barentshaf, og afgangurinn beygir í áttina til okkar. Fer inn á íshafið og kemur niður með A-Grænlandsstraumnum milli Grænlands og Islands. Þær mælingar sem við erum að að gera á hafssvæðunum umhverfis lslands stað- festa að meira er af geislavirkum efnum fyrir norðan Islands cn fyrir sunnan. Svo hefur ver- ið um Iangan tíma. Geislavirk clni í halinu fyr- ir sunnan ísland eru fyrst og fremst leifar frá þeim tíma þegar tilraunir voru gerðar mcð kjarnorkuvopn í andrúmsloftinu. Þá dreifðust efnin um allar jarðir. Síðan er viðbot fýrir norðan okkur og hún á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til starfseminnar í Sellafield." - Er geislavirknin fyrir ttorðan okkur á hættuinörkum? „Nei, hún er langt undir öllum slíkum mörkum. Við þurfum að hafa það í huga að það tekur þessi efni 7-9 ár að berast frá Sellafield til okkar og þynningin er kannski þúsundföld." - Er eitthvað sem þegar er kotnið i hafið setn við rneguin eiga von á hér? „Já, losun geislavirkra efna í írska hafið hef- ur verið viðloðandi. Breytt var um vinnsluað- ferðir í Sellafield fyrir nokkrum árum sem lei- ddu til jjess að losun var aukin tímabundið á ákveðnu efni, teknitin 99, og er með helming- unartíma upp á 200 jrúsund ár, þannig að það er í umhverfinu um alla eilífð. Þetta er að ber- ast í áttina til okkar og það hefur orðið vart við mikla aukningu á efninu í hafinu við Noregs- strendur. Við getum átt von á því eftir 2-3 ár.“ - Ef þú réðir, tnyttdir þú vilja loka starf- seminni i Sellafield? „Starfsemin er andstæð íslenskum hags- munum því hún leiðir af sér að geislavirk efni frá stöðinni berast til okkar. Það getur varðað nýtingu hafsins. Eðlilegt og sjálfsagt cr að gera 'ítrústú kröfur tilTíreta í þessum efnum.“ — tX

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.