Dagur - 19.02.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 19.02.2000, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 - 7 Misréttid sem hulið er æpandi þögn Mafíur Bandaríkjanna eru eftir- sóknarvert frásagnarefni í bókum og kvikmyndum. Blómatíminn voru bannárin |regar glæpamenn héldu uppi merki markaðslög- málsins og framleiddu, smygluðu og seldu áfengi, því lítið lát varð á eftirspurninni. Markaðsmenn bannáranna efnuðust vel og færðu út kvíarnar og Iögðu undir sig atvinnugreinar sem gáfu vel af sér og voru óvandir að meðölum til að ná tangarhaldi á þeim grein- um athafnalífsins þar sem vöxtur- inn var mestur og bestur. Mafíustarfsemin varð til meðal lágstétta innflytjenda og voru klókir erfiðismenn fljótir finna þefinn af púðrinu í verkalýðs- hreyfingunni. Þeir virkjuðu hana til átaka og óprúttnir foringjar lögðu undir sig samtök sem hægt var að beita til fjárkúgunar af stóru sortinni. Félög flutninga- verkamanna voru tilvalin tæki til að efla völd og auð þeirra fjöl- skyldna sem öflugastar voru og hitnaði oft í kolunum á milli þeir- ra, eins og afþreyingariðnaðurinn hefur tíundað svo rækilega. Þeir sem stjórnuðu félögum flutningaverkamanna notuðu verkfallsvopnið til að Iama aðrar atvinnugreinar og landssvæði. Innan félagana réðu foringjarnir lögum og lofum og stjórnuðu hverjir kosnir voru í ábyrgðar- stöður. Þeir innheimtu há félags- gjöld sem fóru í rekstur félagana, en aðallega í vasa þeirra sem ráku samtök verkalýðsins eins og einkafyrirtæki. Nú kunna einhverjir að halda, að auðvelt hefði verið fyrir verka- menn að reka mafíurnar af hönd- um sér og einhverjar tilraunir voru gerðar í þá átt. En flestir fé- lagsmanna Iétu sér vel Iíka af ofureinfaldri ástæðu. Kjör þeirra bötnuðu til muna undir stjórn glæpamannanna. Þeir þvinguðu fram launahækkanir umfram önnur verkalýðsfélög og þótt þeir tækju prósentur til eigin þarfa var raungildi launa flutningaverka- manna drýgra en annarra erfiðis- stétta. Mafíurnar vernduðu sína umbjóðendur Verkalýðsrekendur auðgast Auðmenn vita öðrum betur hvernig ávaxta á fé og að því kom að eitthvað varð að gera við allan gróðann af sprúttsölunni og rekstri verkalýðsins. Glæpaklík- urnar slógu saman f lífeyrissjóð og var hann kenndur við vörubíl- stjóra, teamsters. Sjóðurinn dafnaði og óx og varð að fjármálaveldi í sjálfum Banda- ríkjunum. Sjálfsagt er búið að skipta honum í fleiri sjóði og dótt- urfélög og koma auðnum að ein- hverju leyti inn í hálöglega og virðulega starfsemi fjármálafyrir- tækja. Baráttan um yfirráðin í lífeyris- sjóði llutningaverkamanna helur stundum tekið ái Md állLlþíivef'ðíVr' myndir og stjórnarskipti orðið með öðrum og dramatískari hætti en í öðrum stórveldum á fjár- munamarkaði. Sterkur grunur leikur á að útför nokkurra stjórn- armanna hafi farið fram á Hud- sonfljóti og hafi þeir hlotið hina voru gröf með sementsklump á fótum. Enn er ekki vitað hvort Hoffa, fyrrum æðstráðandi Iffeyrissjóðs- ins sem stofnaður var og rekinn af glæpaldíkum mafíunar, fékk hefð- bundna útför félagsskaparins. En hann hvarf af yfirborði jarðar fyr- ir allmörgum árum og hefur hvorki sést eða hcyrst, þrátt fyrir mikla eftirgrennslan yfirvalda og margra annarra. Heiðarlegir glæpamenn I fósturlandi inafíunar er ekki skylduaðild að lífeyrissjóðum og eru þeir öllum opnir. Sjóðurinn sem upphaflega var stofnaður til að greiða þeim sem aðild áttu að félögum flutningaverkamanna Iíf- eyri að starfsævinni lokinni varð fljótlega enn auðugri fyrir þá sök að hann varð eftirsóttur valkostur launafólks, sem vildi tryggja sér notalegra ævistunda eftir strit og stimpilkJukkur atvinnurekenda. Astæðan var sem fyrr sú, að glæpaklíkurnar sáu betur um sína umbjóðendur en flestir aðrir, og greiddu ríflegri lífeyri en önnur tryggingafélög. Til dæmis völdu margir kennarar og fólk í sam- bærilegum launastéttum sér teamsterssjóði til að greiða sín ið- gjöld í og var fólk ekki svikið í þeim viðskiptum. Hoffa og sam- starfsmenn hans í yfirstjórninni náðu til sín fé með öðrum hætti en að ganga á rétt sjóðsfélaga þeg- ar kom að greiðslu ellilífeyris þeir- ra. Léleg bankaráð A Islandi sömdii verkalýðsfor- kólfar við atvinnurekendur um um lífeyrissjóði og þegar þeir voru stofnsettir var litið á þá sem hluta af launakjörum. Það þýddi að hvert launþegafélag samdi um 'eigin sjóð'óg lifðú' þélr'úrh 'hhttdr- að talsins þegar best áraði á þeirri vertíð. Svo laglega var um hnút- ana búið að fulltrúar atvinnurek- enda sita í stjórnum og skipa for- menn þeirra. Var litið svo á að þetta væru fyrst og síðast lána- sjóðir og voru því stjórnirnar ekk- ert annað en mismunandi léleg bankaráð sem skipað var í án þess að sjóðafélagar kæmu þar nærri. Vegna hræmulegrar efnahags- stjórnar lýðveldisins og getuleysis fjármálavaldsins rýrnuðu söfnun- arsjóðirnir verulega og urðu margir þeirra gjaldþrota. Eftir verðtryggingu var farið að tjasla þeim saman og sameina og síðar að binda í lög að félagatalið varð að ná lágmarksfjölda til að fá stimpil frá því opinbera. Við það fækkar sjóðunum nokkuð. Eitt best varðveitta leyndarmál í íslensku efnahagslífi er, að tvö líf- eyrissjóðakerfi eru ráðandi í rík- inu. Það eru lífeyrissjóðir al- mennra launþega, sem eru söfn- unarsjóðir, og er stjórnað af at- vinnurekendum, eða svo gott sem, og síðan eru það gegnurn- streymissjóðir hins opinbera, sem eru stjórnlausir til hagsbóta fyrir ráðherra, þingmenn, embættis- menn og alla þá sem teljast opin- berir starfsmenn. Nýverið var far- ið að greiða iðgjöld í þessa sjóði vegna þess að allt í einu áttuðu menn síg á að innan tíðar mundu þeir gleypa ailar tekjur ríkisins til að greiða þeim opinberu í eftir- laun ef ekkert yrði að gert. Samtímis því að lífeyrisgreiðsl- ur til félaga söfnunarsjóðana hafa verið skertar enn og aftur af fyrr- greindum ástæðum, hefur ríkis- sjóður staðið við öll fyrirheit gegnumstreymissjóðanna og búa þeir sem þeirra njóta við allt aðrar og betri lífeyrisgreiðslur en þeir sem safnað hafa í sína sjóði. Lé- legir, tjárvana og illa hugsaðir líf- eyrissjóðir greiða ntun hærri líf- eyri en þeir sem nóg eiga fé. Það er vegna þess að öll valdastéttin, þingmenn og embættismenn, hér má bæta bankamönnum við, njóta sinna góðu kjara úr liðónýt- urtVifjöðúm. Þegar skillitlir menn eru að fjargviðrast um að unga fólkið taki á sig birgðar til að greiða gaml- ingjum lífeyri, er einvörðungu átt við þá sem njóta hinna góðu kjara gegnumstreymissjóðanna. Hinir hafa Iagt til hliðar til elliáranna og fá greiðslur sem svara til vaxta af þeim sjóði sem þeir hafa lagt fyr- ir. Og tekjur hinna eldri hafa ver- ið rýrðar verulega með afföllum verðbólgu fyrri ára og óstjórnar. I umræðunni er þessum tveim tegundum sjóða viljandi blandað saman vegna þess að það er hagur hinna ráðandi stétta. Dusilmenn- in sem almennir launþegar eru svo duglegir að kjósa yfir sig þegja þunnu hljóði og cru enda upp- teknir af því að varðveita stöðug- leikann til að auðstéttirnar þurfi ekki að óttast að jaktirnar fari að rugga undir þcim. Annað tveggja vita þeir ekki af þessari mismun- un eða vilja ekki sjá hana. Þessa dagana auglýsir markaðs- sjóður grimmt í sjónvarpi, að tekj- ur lífeyrissjóðafélaga rýrni um 40% að meðaltali þegar starfsæv- inni lýkur. Plögg sýna að eftir 35 ára samfelldar iðgjaldagreiðslur í söfnunarsjóð rýma tekjurnar um 60% við 67 ára starfslok. Ef með- altal auglýsandans er rétt, þá sýn- ir það aðeins hve opinberir starfs- menn með gegnumstreymissjóð ríkisins að bakhjarli eru miklu betur settir en aðrir að þessu leyti. Sjálft peningaveldið Söfnunarsjóðir almennu laun- þegafélaganna eru langstærsta peningaveldi þessa lands. Þeir stækka og eflast með hverju árinu og eru afgerandi á öllum fjármála- mörkuðum. Menn sem eiga ekk- ert í þessum sjóðum ráðskasl með þá að vild og það mega þeir eiga að á undanförnum árum hefur þeim tekist að auðga sjóðina svo, að þeir ráða í raun lögum og lof- um á peningamarkaði. En að einu Ieyti eru þeir van- máttugir og vesælli en flest sem vesælt er í þessu landi. Það er þegirEke’óVur að gVéÍðsTú lill'V'nsr‘t1ÍI1 lagalegra og siðferðilegra eigenda sjóðanna. Þá eru stjórnendur þessara sjóða samanasaumaðir nirflar, sem skammta eins og skít úr hnefa og ganga á bak allra þeirra fyrirheita, sem lofað var þegar almennir launþegar sömdu um Iífeyrissjóði sem kjarabætur. Eini kjarkmaðurinn sem þorir Einn, aðeins einn, verkalýðsleið- togi hefur vit og innræti til að fjalla um þetta málefni. Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar skrifaði stutta og efnismikla grein í Morgunblaðið í vikunni. Þar vék hann að lífeyri: „Hvað lífeyrisrétt- indi varðar þá cr þeim vægast sagt misskipt meðal hinna ýmsu hópa launamanna í þjóðfélaginu. Segja má að ein meginregla gildi en hún er sú að opinberir starfsmenn, al- þingismenn og hátt launaðir emb- ættismenn hjá ríki og sveitarfélög- um hafi náð umtalsvert betri rétt- indum en launþegar á almennum markaði. í alltof mörgum tilfell- um er munurinn meiri en unað verði við og á það að vera verkefni Alþingis að laga það óréttlæti.“ Síðan tekur Sigurður dæmi um hækkanir á Iífeyri. A þrem árum hefur lífeyrir úr almennum lífeyr- issjóði hækkað um 5%, en úr op- inberum lífeyrissjóði um 35%. Sú hækkun er auðvitað tekin beint úr vasa skattborgara. Að formanni Hlífar undanskil- um eru aðrir launþegaforingjar sveipaðir öskrandi þögn um van- hæfni lifeyrissjóðanna til að sinna sfnu aðalhlutverki. Sviku ekki Mafíuforingjarnir í Ameríku treystu sín yfirráð yfir sjóðum verkalýðsfélaga með því að svíkja ekki meðlimi þcirra og voru dug- legir að gæta hagsmuna hins al- menna félagsmanns - á meðan þeir voru stilltir og góðir. Lífeyrissjóðirnir voru engin undantekning, Staðið var við þau fyrirheit sem gefin voru. Það sem safnaðist í sjóðina var ávaxtað með þeim hagkvæmasta hætti sem foringjarnir völdu og sína umbun tóku þeir sér af þeirri ávöxtun, en gættu þess að taka ekki meira en svo, að staðið væri við fyrirheitin sem sjóðsfélögum voru gefin. Glæpaklíkurnar í Bandaríkjun- um vissu vel. að hefðu þær farið að hlunnfara sjóðsfélaga hefði veldi þeirra hrunið til grunna. Siimuleysi A Islandi eru almennu lífeyris- sjóðirnir reknir eins og einkafyrir- tæki og vaxa af afli og dáð og eig- inlegir eigendur þeirra koma hvergi nærri og láta bjóða sér skömmtuanrkerfi sem þeir opin- beru munu aldrei samþykkja að sett yrði á þeirra galtómu og stór- skuldugu sjóði. Og enginn sér neitt, heyrir neitt né segir neitt, nema Sigurður T. Sigurðsson, sem verður afgreidd- ur með þögninni, sterkasta vopni valdastéttar og kjaraaðals í sinnu- lausu samfélagi, sem aðeins við- urkennir eina tegund misréttis, sem gargað er um úr öllum gátt-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.