Dagur - 04.03.2000, Side 4

Dagur - 04.03.2000, Side 4
WÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551-1200 Stóra sviðið kl. 20:00 ABELSNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt í dag lau. 4/3 kl: 15:00 80. sýning, nokkur sæti laus, sun. 12/3, uppselt, fim. 16/3. Takmarkaður sýningafjöldi. GULLNA HLIÐIÐ - Davíð Stefánsson í kvöld lau. 4/3 örfá sæti laus, lau. 11/3 kl. 15:00, örfá sæti laus, lau. 11/3 kl. 20:00, nokkur sæti laus, mið.15/3 uppselt, sun. 19/3 kl. 21:00. Fáar sýningar eftir. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ - Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun. 5/3 kl. 14:00 uppselt, kl. 17:00 uppselt, sun. 12/3 kl. 14:00 uppselt, sun. 19/3 kl. 14:00 uppselt, sun. 26/3 kl. 14:00 uppselt, sun. 2/4 kl. 14:00, nokkur sæti laus, sun. 9/4 kl. 14:00, nokkur sæti laus, sun. 16/4 kl. 14:00, nokkur sæti laus. KOMDU NÆR - Patrick Marber 6.sýn. mið. 8/3, örfá sæti laus, 7. sýn. fim. 9/3, nokkur sæti laus, 8. sýn. lau. 18/3, nokkur sæti laus, 9.sýn. fös. 24/3, nokkur sæti iaus. Sýningín er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS - Bertolt Brecht Fös. 10/3, nokkursæti laus. Síðasta sýning. Litla sviðið kl. 20:30 HÆGAN, ELEKTRA - Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Sun. 5/3 uppselt, fim. 9/3 nokkur sæti laus, fös. 10/3 uppselt, fös. 17/3, lau. 18/3. Smíðaverkstæðið kl. 20:00 VÉR MORÐINGJAR - Guðmundur Kamban I kvöld lau. 4/3, örfá sæti laus, lau. 11/3, nokkur sæti laus, sun. 12/3, fös. 17/3, lau. 18/3. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS mán. 6.mars kl. 20:30 Bolludagsskemmtun Heimilistóna. Leikkonurnar Elva Ósk Ólafsdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir spila og syngja frumsamin lög, flutt verður bol- luljóð eftir Elísabeti Jökulsdóttur, krýndur bollukón- gur og bolludrottning. Bollukaffi. Kynnir: Harpa Arnardóttir. Miðasalan er opin mánud.- þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.- sunnud. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200. thorey@theatre.is LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 Landsbókasafn BOKA- íslands hefur HILLAN undanfarin ár staðið að útgáfu myndarlegrar bókar - ársritsins R i t m e n n t . Fjórða bókin með þessu nafni hefur nú nýverið séð dagsins ljós og er fróðleg að vanda. Svo sem vænta má er umfjöllun um bæk- ur fyrirferðarmikil í Ritmennt. En þar er ekki verið að fjalla um það sem nýtt er heldur einmitt hitt sem á sér langa sögu og hef- ur farið hljótt í þeim hamagangi sem einkennir menningu á mark- aði samtímans. Hér er til dæmis fjallað um eitt af þeim stórmerku hand- skrifuðu bföðum sem gengu frá manni til manns - ekki síst með- al Þingeyinga. Þetta er lítið sveitarblað sem skrifað var í Kelduhverfi fyrir heilli öld, 1899-1900, og nefndist Kvefd- úlfur. Þá er ítarlega sagt frá ís- lenskri bók sem fannst í bóka- safni í þýskum smábæ, Korbach að nafni, en hún hefur að geyma handrit af Hálfdánar sögu gamla og sona hans eftir sagnaritarann fræga Jón Espólín og fjögur önnur íslensk smárit sem eru frá svipuðum tíma, það er á árunum kringum aldamótin 1800. Einnig er skrifað í Ritmennt um bókakost svonefndra Möllers-Iestrarfé- laga sem stofnuð voru fyrir presta um miðja nítjándu öld. Saga og Leynimelurínn Sú grein í Ritmennt 4 sem vakti mestan áhuga undirritaðs er hins vegar nokkuð af öðrum toga. Þar er um að ræða afar forvitnilega samantekt Jóns Viðars Jónssonar um misheppnaðar tilraunir Is- lendinga til að gera „filmu“ eða leikna kvikmynd eftir vinsælum gamanleik frá kreppuárunum, „Leynimel 13“ - en þar koma við sögu þekktir áhrifamenn í íslensku leiklistarlífi um miðbik aldarinnar. Greinin er að mestu byggð á bréfum sem gengu á milli Harald- ar A. Sigurðssonar, Ieikara, sem varð stjórnarformaður Kvik- myndafélagsins Saga við stofnun þess fyrirtækis árið 1944, og Gunnars R. Hansens leikstjóra sem þá bjó í Kaupmannahöfn og sinnti meðal annars gerð ffæðslu- kvikmynda. Þegar Gunnar kom til landsins til að verða tæknilegur ráðgjafi við gerð kvikmyndarinnar um Leyni- melinn kom fljótlega í ljós að eng- inn þeirra sem ætluðu að vinna við gerð myndarinnar kunnu til verka. Það átti jafnt við um myndatöku, hljóð, lýsingu, sviðsmyndir og annað þess háttar. Enda varð ár- angurinn í samræmi við það. Myndatakan mistókst svo hörmu- lega að hætt var við kvikmyndina í miðjum klíðum. Gunnar lýsir þessu ástandi bráðskemmtilega í bréfum sínum og gerir grín að. Viðskilnaður Sögu við Gunnar var í samræmi við annað. Samt tókst honum að horfa á hlutina með bros á vör, eða eins og segir í einu bréfa hans um málið: „Það væri hægt að búa til farsa um allt þetta fyrirtæki og hann yrði miklu skemmtilegri en farsinn sem við erum að festa á filmu" (bls. 124). Kannski þarna sé komið tilvalið efni í gamanmynd fýrir þá sem nú gera kvikmyndir á Islandi. Örlög Kambans Það er reyndar fleira sem vekur athygli í bréfum Gunnars til Har- alds. Eins og til dæmis það sem segir um Guðmund Kamban, en bréfin ganga á milli þeirra Har- alds um það leyti sem skáldið var skotið til bana af dönskum and- spyrnumanni við lok stríðsins í Kaupmannahöfn. Gunnar segir það hafa verið slys - enginn hafi ætlað að drepa Kamban. „A hinn bóginn var brjálæði af honum að vera með mótþróa þegar þeir ætl- uðu að taka hann fastan. A sama tíma var verið að skjóta úti um allan bæ“ (bls. 107). Gunnar rekur í bréfinu það sem hann vissi um samskipti Kambans við þýska nasista og segist gera það „til þess að ekki verði til á íslandi goðsaga um mikið íslenskt skáld sem var myrtur saldaus af Dönum" (bls. 107). Margt fleira girnilegt er í þessu tölublaði af Ritmennt, þar á meðal greinar um íslendinga í Danmörku á nitjándu öldinni. Þetta er gott ársrit og vandað að öllum frágangi. ritstjóri Dansað við konung Myndin um Önnu og konunginn er hugljúf, siðprúð ástarsaga. Yun-Fat Chow er heitasti karlleikarinn i Hollywood um þessar mundir. ★ ★ ★ Anna and the King Leikstjórn: Andy Tennant. Handrit: Steve Meerson (byggt á dagbókum Onnu Le- onowens) Aðalhlutverk: Jodie Foster og Yun-Fat Chow Myndin Anna og kóngurinn er byggð á dagbókum kennslukon- unar Onnu Leonowen. Árið 1864 kom hún til Síam (nú Tæland), til þess að kenna elsta syni Monguts konungs ensku. Hún endaði með að kenna öll- um börnum hans, ríflega 60 að tölu og nokkrum af eiginkonum hans. Dagbækurnar hafa áður verið uppspretta rómantískra skáldsagna og þeir Rogers og Hammersmith gerðu söngleik uppúr þeim sem hefur verið kvikmyndaður oftar en einu sinni, meðal annars gerði Disn- ey fyrirtækið gert teiknimynd eftir söngleiknum og sú ku vera handónýt. Söngleikurinn, Kóngurinn og ég, var bannaður í Tælandi, og eins kvikmyndin og sjónvarpsþáttaserían sem Yul Brynner lék í forðum daga. Og myndin Anna og Kóngurinn er líka bönnuð þar. Kannski er ástæðan sú að þar er fjallað um heldur ógeðfelda meðferð kon- ungs á hjákonum sínum. Tæ- Iendingar halda því fram að í sögu sinni hafi hin heimsvalda- sinnaða Anna ekki séð konung- inn í réttu ljósi. Því verður ekki á móti mælt að við komuna til Tælands er Anna full af vest- rænum hroka. „Siðir Englands eru siðir heimsins eða alla vega ættu að vera það.“ Indverskir þjónar hennar eru enskir vegna þess að Indland er hluti breska heimsveldisins. Bíómyndin er ekki sagnfræði frekar en dagbækur Onnu. Þær eru túlkun á því sem hún sá og eflaust hefur hún kryddað eitt- hvað, síðan er myndin afrakstur túlkunar á dagbókunum. Sjálf var hin raunverulega Anna fædd í Wales árið 1934 og var fimm ára þegar foreldrar henn- ar fóru til Indlands og skildu hana eftir í heimavistarskóla. - Saga sem minnir á annan breskan nýlenduhöfund, Rudy- ard Kipling. Hún fór síðar til Indlands og kynntist þar manni sínum Tómasi Leon Owen, átti með honum tvö börn, dótturina Avis og soninn Tómas, áður en hann Iést úr heilablóðfalli. Þá Iagði hún fyrir sig kennslu til þess að sjá fyrir sér og börnum sínum. Þegar henni bauðst að fara til Síam sendi hún dóttur- ina til Englands f skóla og fór ásamt Tómasi til Síam. Myndin hefst þegar Anna og Tómas eru að stíga af skipsfjöl í Bankok og undra það að engin sé frá síamömsku hirðinni til þess að taka á móti þeim, hún er vegalaus en það er hennar happ að hafa meðferðis orðabók með nauðsynlegum frösum. Þegar hún kemur til hallarinnar neitar hún að fylgja siðvenjum og krýpur hvorki fyrir konungi né forsætisráðherra hans. Hún er svo full af kvenlegu kennslu- konustolti að jafnvel konungur- inn þarf að beygja sig fyrir henni. Þegar fréttir berast af því að vargöld ríki við búr- mönsku landamærin, en Búrma var á þessum tíma undir bresk- um verndarvæng. Grfpur kon- ungur til þess ráðs að Iáta Önnu skipuleggja veislu fyrir breska stjórnarerindreka og viðskipta- menn. Þar stígur hún tignarleg- an vals við konunginn. Kóngurinn leggur þó í stríð en berst tipp um að ekki sé allt með feldu en Anna bjargar rík- inu með mikilli flugeldasýn- ingu. Leikurinn er sannfærandi og Yun-Fat Chow hefur lært sitthvað í Ieiklist á því að leika í ódýrum karatemyndum frá Hong-Kong og Jodie Foster er sannfærandi sem hin breska siðprúða kennslukona. Algengt er að ferðalangar kryddir frá- sögur sínar. Hversu vel sem Anna ku hafa gert það er sagan falleg og hugljúf af samskiptum hennar við barnaskarann, kon- ungin og konur hans. Hún rennur ljúft án þess að reyna mikið á taugarnar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.