Dagur - 04.03.2000, Side 5
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 - 21
Yfirlitssýning á verkum
Svövu Bjömsdóttur verð-
ur opnuð í Listasafni ís-
lands í dag, laugardag-
inn 4. mars. Svava er
frumkvöðull í endurnýjun
höggmyndalistar á ís-
landi. Litrík verk sín úr
pappír hengir hún upp á
vegg frekar en láta þau
standa á gólfi.
Svava Björnsdóttir er fædd í
Reykjavík árið 1952. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1972 og fór
eftir það út til Frakklands þar
sem hún stundaði nám í tvö ár
við Beaux-Arts skólann í Pans.
Eftir Parísardvölina kom Svava
aftur heim til Islands og settist á
skólabekk í Háskóla Islands, það-
an sem hún lauk B.A. prófi í ís-
lensku og frönsku þremur árum
síðar.
Eins og fram kemur í ítarlegri
grein um feril Svövu og verk
hennar sem Halldór Björn Run-
ólfsson ritar í sýningarskrá, má
eflaust rekja stutta viðdvöl Svövu
í Fagurlistaskóla Parísarborgar til
ástandsins sem þar ríki á þessum
tíma. Skólinn var í upplausn eftir
stúdentaóeirðirnar sem urðu í
borginni 1968.
Þýsk gerjunarár
Heitar umræður komu í stað
hefðbundinnar kennslu, þar sem
nemendur fengu allt í einu að
hafa skoðanir. Gamalgrónir
kennsluhættir virkuðu ekki leng-
ur í Fagurlistaskóianum og inn-
byrðis deilur ýttu undir stofnun
framúrstefnulegra myndlistar-
deilda innan háskólanna. Inn í
þetta andrúmsloft datt Svava,
óharnaður nýstúdent frá Islandi.
Svava virðist eldd hafa haft
áhuga á að snúa aftur til Parísar,
þrátt fyrir B.A. prófið í frönsku
þótt listagyðjan togaði í hana.
Hún hélt til Þýskalands í frekara
myndlistnám og stundaði nám í
sex ár við Akademie der Bilenden
Kúnste í Múnchen.
Svava var heppin að vera f
Þýskalandi á einmitt þessum
árum, því í hönd fóru spennandi
tímar í þýskri myndlist. Þýskaland
hafði dottið út úr kortinu í mynd-
listarheiminum eftir að Hitler
komst til valda í Þýskalandi árið
1933 og ekki borið barr sitt síðan.
Það var Joseph Beuys, sem átti
hvað mestan þátt í að Iyfta þýsk-
um listheimi upp úr öskustónni
og móta viðhorf heillar kynslóðar,
„sem lét einmitt til sín taka í
þann mund sem Svava var að
setjast á skólabekk í Listaakadem-
íunni í Múnchen", segir Halldór
Björn.
Pappír Paolozzi
Sú gerjun og endurnýjun sem átti
sér stað í höggmyndalist í Þýska-
landi á þessum tíma setti mark
sitt á list Svövu og þá stefnu sem
hún tók í listinni. Halldór Björn
gerir skýra grein lyrir þessari þró-
un í sýningarskrá, en bendir
einnig á áhrif breska höggmynda-
listamannsins og kennarans Edu-
ardo Paolozzi sem „beitti sér fyrir
stofnun pappírsdeildar við aka-
demíuna í Múnchen og hvatti
nemendur sína til að takast á við
vannýtta möguleika þessa marg-
slungan grunnmiðils".
Svava heillaðist af pappírnum
sem henni finnst búa yfír eigin-
leikum sem henti henni sérlega
vel. Hann er ódýr og óhefðbund-
inn sem efniviður í þrívíð verk
auk þess sem hann er forgengi-
legur. Pappírinn endist ekki og
því má ætla að verkin Iifi ekki af
tímans tönn. Þannig er lítil hætta
á að saga Iistakonunnar og afrek
muni þvælast íyrir komandi kyn-
slóðum, að því er hún segir sjálf,
en þetta viðhorf á hún sameigin-
legt með fleiri Iistamönnum sinn-
ar kynslóðar.
Ekki allt sem sýnist
Svava kom heim til Islands eftir
námið í Þýskalandi og gerðist
stundakennari við MHI allt til
ársins 1995, en þá fékk hún
starfslaun listamanna til þriggja
ára. Verk Svövu hafa gengið í
gegnum nokkur breytingaskeið á
þessum tíma þótt hún hafí ekki
sagt skilið við pappírinn, sem ekki
hefur enn náð að leysa verkin
upp.
Pappírinn hefur veitt Svövu
frelsi til að raska hlutföllum um-
hverfísins með verkum sínum og
breyta rýminu sem þau eru sett
upp í. Þau eru ýmist „stækkuð
eða smækkuð mynd af raunveru-
legum og ímynduðum, hlutum,
eða kvikindum á mörkum náttúr-
legs og tilbúins heims.“
Ekkert er nákvæmlega það sem
það virðist vera í list Svövu. Stór
og rúmfrekur massi margra verk-
anna er holur að innan án þess
að útlitið gefi það til kynna. Onn-
ur líkja eftir lögun hagnýts iðn-
varnings, án þess að hafa nokkurt
gildi í þá veru annað en útlitið.
Höggmyndir Svövu standa ekki
á gólfí þær eru festar upp á vegg
og Iíkja því eftir lágmyndum. Þær
eru þrívíðar en ögrandi litanotkun
gefur í skyn að þær séu framhald
af málverkinu. Um leið undir-
strikar verk Svövu að höggmynda-
listin er ekkert sfður byggð á
blekkingum en málverkið.
-MEÓ.
Heimild : „fíýminu raskað" eftir
Halldór Björn Runóljsson t sýn-
ingarská yfirlitssýningar á verkum
Svövu Bjömsdóttur í Listasafni ís-
lands.
LEIKFELAG
REYKJAVI'KUR
BORGARLEIKHUSIÐ
ATHUGIÐ BREYTTAN
SÝNINGARTÍMA UM
HELGAR
Stóra svið:
Kysstu mig Kata
Söngleikur eftir Cole Porter
Frumsýndur í mars
Djöflarnir
-eftir Fjodor Dostojevskí,
leikgerð í 2 þáttum.
lau 11/03 kl. 19:00,
nokkur sæti laus,
sun 19/03 kl. 19:00
Litla hryllingsbúðin
-eftir Howard Ashman
tónlist eftir Alan Menken
Fös 10/03 kl. 19:00,
nokkur sæti laus,
Lau 18/03 kl. 14:00,
Lau 18/03 kl. 19:00.
Allra síðustu sýningar.
Sex í sveit
eftir Marc Camoletti
Aukasýning vegna
mikillar aðsóknar
Lau 04/03 kl. 19:00
örfá sæti laus,
Sun 12/3 kl. 19:00
nokkur sæti laus.
Ath! Síðustu sýningar.
Afi flytur sig á stóra sviðið
Afaspíl
-Höf. og leikstj.: Örn Árnason
Lau 04/03 kl. 14:00,
örfá sæti laus,
Sun 05/03 kl. 14:00, uppselt,
Sun 12/03 kl. 14:00, uppselt,
Sun 19/03 kl. 14:00, uppselt,
Litla sviðið
Fegurðadrottningin
frá Línakri
-eftir Martin McDonagh
Fös 10/03 kl. 19:00
Lau 18/03 kl. 19:00
Leitin að
vísbendingu um
vitsmunalíf í
alheiminum
-eftir Jane Wagner
Lau 11/03 kl. 19:00,
Fös 17/03 kl. 19:00.
ÍSLENSKI
DANSFLOKKURINN
Diaghiev: Goðsagnirnar
eftir Jochen Ulrich
Tónlist eftir Bryars,
Górecki, Vine, Kancheii.
Lifandi tónlist: Gusgus.
Fim 09/03 kl. 20:00 gul kort,
Fös 17/03 kl. 19:00
Takmarkaður sýningarfjöldi.
Miðasalan er opin virka daga frá
kl. 12-18, frá kl. 13
laugardaga og sunnudaga
og fram að
sýningu sýningardaga
Símapantanir virka daga frákl. 10
Greiðslukortaþjónusta
Sími 568 8000 Fax 568 0383
LiLjlui yJU-i [3 HAij j uIeiu
lnigln<líih.-J|KlliiB.illriln>,il
BiiBDiiu rBöl
LEIKFÉLA6 AKUREYRAR
Sa m sta rf sverkef n I
Leikfélags
Akureyrar og
leikhópsins
Norðanljós
Skækjan Rósa
-eftir José Luis Martín Descalzo
Þýöandi Örnólfur Árnason
Ljósahönnun: Ingvar Björnsson
Hljóömynd: Kristján Edelstein
Leikmynd og búningar:
Edward Fuglo
Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir
Leikari: Saga Jónsdóttir
(...Skækjur verða á undan yður
inní guðsríki. Matt. 21 - 31)
Sýningar
laugard. 4. mars. kl. 20.00
laugard. 11. mars. kl. 20.00
Leikhúsið 10 fingur og
Leikfélag Akureyrar frumsýna
leikbrúðusýninguna
„Gosi“
eftir Helgu Arnalds
laugard. 4. mars kl. 14.00
sunnud. 5. mars kl. 14.00
Leikstjóri Þórhallur Sigurðsson.
Ljósahönnun Ingvar Björnsson
Hljóðmynd: Kristján Edelstein.
Leikendur: Helga Arnalds, Herdís
Jónsdóttir og Þórarinn Blöndal
Jólakorta-
samkeppnin!
Þeir sem voru svo vinsamlegir
að senda inn kort í
samkeppnina geta nálgast þau í
leikhúsinu á miðasölutíma.
GJAFAKORT ■
GJAFAKORT
Einstaklingar, fyrirtæki
og stofnanir.
Munið gjafakortin
okkar
- frábær tækifærisgjöf!
jLil.il] JÍuanilSltiMHÍiiif-IU
[{nlDlTTjiiiÉíJEllúfc.lll
ILE1KFÉLA6 AKIIRFYRAR
Miðasalan opin alla virka daga
frá kl. 13:00-17:00 og fram að
sýningu, sýningardaga.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is