Dagur - 04.03.2000, Qupperneq 8

Dagur - 04.03.2000, Qupperneq 8
LÍFIÐ í LANDINU yy^tr 24 - LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 „Ætli ég trúi ekki á erfðaefnið sem ferðast stöðugt frá móður til afkvæmis. Mér finnst heillandi hugmynd að erfðaefnið lifi eigin iífí og sé í sifeiidri tilraunastarfsemi. Noti okkur mannfólkið til að experimenta." myndir: pjetur Eger í viðtali ræðir Hrafn Gunnlaugs- son leik- stjóri um kvikmynda- gerð, áhrifa- valda, lífsskoðanir og framtíðarverkefni. - Var eitthvert augnablih t lífi þínu þegar þú ákvaðst að verða- kvi kmynda leikstjóri? „Ég ætlaði mér aldrei að verða kvikmyndaleikstjóri. Ég ætlaði að verða rithöfundur og skrifa þá aðallega fyrir leiksvið en senda einnig frá mér skáld- sögur og ljóð. En ég komst fljótlega að því að það er ein- manalegt starf 'að vera rithöf- undur. Þegar ég hafði setið all- an daginn og skrifað var ég orðinn hálfvitlaus og þörfin fyrir að tala við fólk orðin slík að ég var sennilega alveg óþol- andi þegar ég kom innan um fólk. Þegar Leikfélag Reykjavíkur varð 75 ára var haldin leikrita- samkeppni þar sem tveir merkilegir rithöfundar, þeir Birgir Sigurðsson og Jökull Jak- obsson deildu með sér verð- launum, en auk þess mælti dómnefndin með einþáttungi mínum, Sögu af sjónum. Sá þáttur varð síðan að sjónvarps- mynd. Ég fylgdist aðeins með upptökum á henni og fór að velta því fyrir mér hvort kvik- myndin kynni að vera form sem hentaði mér. Fram að þvf hafði ég varla farið í bíó öðru- vísi en til að halda í höndina á stelpu. I kjölfarið fór ég að lesa kvikmyndafræði og sá gífurlegt magn af kvikmyndum. Þannig magnaðist áhuginn. Kosturinn við að gera bíó- mynd fannst mér sá að þar fer fram eins konar höfundarferli. Maður byrjar sem rithöfundur með vinnu við handrit, síðan æfir maður með leikurunum og er þá orðinn leikhúsmaður og svo kemur að því að fella myndir inn í söguna og þá er maður orðinn myndlistarmað- ur. Og ef maður semur tónlist- ina við myndina endar maður sem tónskáld." - Ef það væri einhver kvik- mynd t kvikmyndasögunni sem þú mættir eigna þér hvaða mynd væri það? „Tvær myndir hafa haft gíf- urleg áhrif á mig. Andlitið eftir Ingmar Bergman og Midnight fem ín isti Cowboy eftir John Schlesinger. Ég hef verið þrettán til fjórtán ára þegar ég fór með móður minni að sjá Andlitið, ég fann til myrkfælni í nokkrar vikur á eftir og man enn heilu kafl- anna úr myndinni. Midnight „Margar af þeim mynd- um sem hafa verið gerðar síðustu árin eru mjög vel kvikmyndaðar skreytingar á vinsælum bókum. Þær eru að litlu leyti kvikmyndahöfund- arverk, bæta að minnsta kosti engu við það sem bækurnar hafa ekki þegar sagt og gerast í öruggri fortíð.“ Cowboy er hugflæðismynd, miklu byltingarkenndari mynd en menn hafa enn áttað sig á. Kannski er Óðal feðranna að einhverju leyti undir áhrifum frá henni. Seinna sá ég mynd Roberts Altman, McCabe and Mrs. MiIIer, mynd þar sem ríkti einstakt andrúmsloft. Það má finna áhrif frá ýmsum myndum í Hrafninn flýgur en sterkustu áhrifin eru sennilega frá McCabe og Mrs. Miller og Gunnlaugi Scheving." - Af hverju Gunnlaugi Schev- ing? „Faðir minn átti þó nokkuð af mvndum eftir Scheving, sem var tíður gestur. I stofunni heima hékk stór mynd eftir Scheving sem heitir Skamm- degisnótt. Hún sýnir konu sem heldur á barni, stóra kú, sorta í bakgrunni ásamt stjörnum, blómum og fuglum. Ég var fjögurra eða fimm ára gamall þegar ég sagði við Scheving: „Af hverju eru blóm á hausn- um á beljunni?11 Hann sagði: „Konan, sem er mjög áhyggju- full, heldur á barninu sem sef- ur. Barnið brosir svona fallega og rólega af því það sefur í andardrættinum frá kúnni. Barnið dreymir að kýrin sé sól, því finnst vera komið vor og þá vaxa blóm upp frá andardrætt- inum.“ - Og um leið og hann hafði sleppt orðunum sá ég þetta og það rann upp fyrir mér hversu mikla og örlagaþrungna sögu væri hægt að segja í einni mynd. Ég fór að líta á myndir Schevings eins og gestaþrautir. Ég lá yfir þeim og spurði hann síðan mjög ágengra spurninga og hann hafði ákaflega gaman að segja mér frá myndum sín- um. Enginn hefur haft meiri áhrif á mína kvikmyndagerð en Scheving. í myndum hans er ætíð lína frá neðra horni til vinstri yfir til hægra horns uppi og ég kompónera aldrei mín kvikmyndaskot öðruvísi en með þá línu í huga. Ef þú settir verk íslenskra málara á veggi í listasöfnum heims yrðu þeir flestir um leið hluti af tísku og straumum úr sögu myndlistar og það kynni að vera erfitt að þekkja þá frá annara þjóða málurum. En verk Schevings myndu ætíð æpa frá veggnum. Af hverju? Vegna þess að hann hefur mál- að sem yrkisefni íslenska sjó- menn og íslenska bændur á svo sérstakan hátt að hann verður alltaf einstakur í listasögu heimsins. Fyrir mér eru Jónas Hallgrímsson og Gunnlaugur Scheving tvö augu f sama and- liti. Þetta eru augu sem hafa séð ísland á svo persónulegan, tæran og sterkan hátt að það verður aldrei endurteldð.11 „Naked blonde" - Líturðu á þig sem leikstjóra sem er að búa til myndir fyrir

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.