Dagur - 04.03.2000, Síða 10
.2* Ó JSj'jJ £j'J jJ 7A A It fUUJ jJ /V J
., 26
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
/Dagur
Guðrún frá Lundi. Dalalíf, saga afást-
um og örlögum, er þekktasta verk
hennar og á köflum eins konar tilbrigði
við Laxdælu.
Síg i It
Dalalrf
Rúmri hálfri öld eftir útkomu
Dalalífs Guðrúnar frá Lundi
reynist ekki ýkja erfitt að skilja
gífurlegar vinsældir bókarinnar.
Dalalíf er sérlega vel heppnuð
afþreyingarbók, og það þótt hún
sé of löng, stundum endurtekn-
ingarsöm og á köflum sálfræði-
lega grunn. Frásagnargleði höf-
undar er Iíkleg til að smita les-
andann og persónur verksins
hafa sterk persónueinkenni, eru
trúverðugar og minnisstæðar.
Reyndar er nokkur Ieitun að
skáldverki þar sem kvenpersón-
ur einoka sögusviðið svo mjög í
krafti persónuleika síns.
Dalalíf virðist eiga sérstakan
stað í hjörtum Iesenda sinna. A
liðnum vikum hef ég einstaka
sinnum imprað á því við aðdá-
endur verksins að þar hefði eitt
og annað mátt betur fara. Þeirri
gagnrýni hefur ekki verið tekið
vel og mér hefur verið svarað
fullum hálsi að Dalalíf sé bók
sem gaman sé að Iesa, en það
sama sé ekki hægt að segja um
allar þær bækur sem gagn-
rýnendur hampi. Og þá hefur
maður vit á því að þegja.
Endurómar Laxdælu
Dalalíf er afþreyingarsaga sem
nýtir sér ýmsa þætti Islendinga-
sögu. Á köflum virðist jafnvel
sem Dalalíf sé eins konar til-
brigði við Laxdælu. Þóra í
Ilvammi, sem sýnist lengi vel
ætla að verða aðalpersóna sög-
unnar, býr ^yfir stolti og skapi
Guðrúnar Osvífursdóttur, enda
er henni að minnsta kosti tvisvar
í sögunni líkt við hana. Hún er
kvenskörungur sem lesandinn
hefur ákveðnar væntingar til, en
það er eins og Þóra flosni upp í
höndum höfundar noklíru eftir
að maðurinn sem hún elskar
giftist annarri konu.
Því fer svo að saga sem virðist
ætla að verða saga Þóru verður
saga af konunum sem elska
Dalaprinsinn, Jón Jakobsson.
Glæsileiki Jóns, persónutöfrar
og visst Ijúflyndi afla honum
vinsælda meðal pcrsóna bókar-
innar sem eru iðulega reiðubún-
ar að fyrirgefa honum kæruleysi
og glannaskap.
Þeim sem finnst Kjartan
Ólafsson Laxdælu lítt þolanleg-
ur dekurdrengur, sem kann sér
ekki forráð og hrifsar það sem
hann girnist án tillits til afleið-
inga, geta vel greint svipmynd
hans í Jóni. Jón veður yfir um-
hverfi sitt og sinnir eingöngu
eigin þörfum. Honum verður
nokkuð vel ágengt við að leggja
líf kvennanna sem elska hann í
rúst og ef þær mögla kvartar
hann undan móðursýki þeirra
eða skapofsa.
Hrefna eiginkona Kjartans var
góð en kjarklítil kona sem eng-
inn fræðimaður hefur nennt að
veita athygli og lesendur hafa
sömuleiðis látið sér standa á
sama um. Anna, eiginkona Jóns,
er sömu gerðar en fær meira
svigrúm á sögusviðinu en
Hrefna sem henni er reyndar
aldrei líkt við. Önnu er hins veg-
ar Iíkt við Helgu hina fögru, sem
líkt og Hrefna, mátti ekki við
mótlæti, Iá lengi í rúmi og grét
áður en hún kvaddi heiminn.
Andstreymi Ieggur Önnu hvað
eftir annað í rúmið og þar hefur
hún nægan tíma til að harma ör-
Iög sín. Hún virðist sífellt að því
komin að springa úr harmi en
tórir þó.
I söguheimi Dalalífs ber að
taka áföllum af þolgæði. Þetta
fær Anna ekki viðurkennt, hún
bregst nær aldrei við af þeirri yf-
irveguðu skynsemi sem ætlast er
til af henni heldur lætur tilfinn-
ingar ráða. Hún Ieggst í rúmið
og gerist um Ieið ekki einungis
sek um sjálfsmeðaumkun heldur
einnig Ieti - og á sögusviði Dala-
lífs er enginn tími íyrir leti.
Þetta er starfsamt umhverfi, þar
eru verk sem þarf að vinna og
undan þeim koma menn sér
ekki, sé eitthvað í þá spunnið.
Anna kemur sér sjaldnast að
vinnu og uppsker fyrir vikið
uppnefni eins og geðveikis- og
kjarkleysisrola, og jafnvel eigin-
maður hennar viðurkennir að
það séu lítil not af henni.
Kannski er ekkert í Dalalífi
jafn vel heppnað og óvænt og
lýsing höfundar á sviptingum í
sálarlífi Önnu. Þegar upp er
staðið er Anna eftirminnilegasta
kvenpersóna Dalalífs. Viðbrögð
hennar eru á skjön við óskráðar
reglur umhverfisins og þannig er
hún kannski hin eina sanna
uppreisnarmanneskja verksins.
En rétt eins og stolt Þóru og
ístöðuleysi vinnukonunnar Línu
er yfirkeyrt í endurtekningar-
sömum köflum verða tilfinn-
ingaupphlaup Önnu að lokum
ögn þreytandi. Það er á þeim
stundum sem maður saknar
þess að Guðrún frá Lundi skyldi
ekki hafa útgáfustjóra sem leið-
beindi henni við að stytta og
þétta verkið.
Slúður sem drifkraftur
í Dalalífi er gnægð af draumum,
fyrirboðum og spám, líkt og í Is-
lendingasögum. Þetta er einn af
veikleikum sögunnar. Lesandinn
veit af yfirvofandi mannslátum,
hjónarifrildum og barnsfæðing-
um nokkru áður en að þeim
kemur. Framvindan kemur því
ekki eins á óvart og hún hefði
gert hefði höfundur stillt sig um
að ofskýra. Það er mikið talað í
Dalalífi og reyndar man ég ekki
eftir bók þar sem slúður, ill-
mælgi og sleggjudómar fá jafn
mikið rými. Slúðrið er einn
helsti drifkraftur sögunnar og
menn fella hiklaust dóma yfir
öðrum. Lyga-Mörður sögunnar
er flagðið Ketilríður sem ekki
má koma auga á samheldni án
þess að fá óslökkvandi löngun til
að sundra henni. Slúðrið nýtist
Ketilrfði eins og sköpunarkraft-
urinn skáldunum og með slúðri
deyðir hún hamingju og vænt-
ingar og skapar nýjan heim full-
an af falsi. Þegar Ketilríður hef-
ur valsað dágóða stund um
sögusviðið, Iesandanum til
ánægju en persónum sögunnar
til skaða, kveður hún með því að
iðrast á dauðastund. Og það er
með þau persónuleikaskipti eins
og önnur í sögunni, þau virka
ekki trúverðug og það hvarflar
jafnvel að manni að höfundur-
inn sé svo vel innrættur að hann
vilji ekki kalla sögupersónur af
sviði án þess að veita þeim
syndaaflausn.
Ketilríður er ekki fyrr úr sög-
unni en höfundur áttar sig á
því að hann hefur brottkallað
af sögusviði persónu sem nýtt-
ist einkar vel við að skapa at-
burðarás. Þá er ekki um annað
að ræða en búa til framleng-
ingu á Ketilríði og nú kemur til
sögu Dísa Ketilríðardóttir, sem
allt frá byrjun á sér ekki við-
reisnar von. Hún er rauðhærð
og slfkt kann ekki góðri lukku
að stýra hér fremur en í forn-
bókmenntum. Dísa er eins og
ágætiskonan Þóra í Hvammi
minnir á, í dæmigerðum full-
yrðingarstíl sögupersóna:
„komin af lang leiðinlegustu og
ómerkilegustu foreldrunum,
sem hér hafa verið í dalnum."
Dísa fær þann dóm, Iíkt og
Hallgerður langbrók, að hafa
þjófsaugu, er sögð heimsk, með
vont upplag. Allt er þetta sagt
að henni áheyrandi og þeir sem
vorkennt hafa Hallgerði ættu
að verða felmtri slegnir vegna
meðferðar á Dísu. En Dísa
birtist undir lok bókar, skyndi-
lega orðin ný og betri mann-
eskja. Umsagnir annarra um
hana sjálfa virðast Ioks hafa
reynst sú viðvörun sem hún
hafði þörf fyrir og hún horfir
fram á veginn til betra lífs.
Slúðrið reynist hennar frelsun.
Og á eftir henni horfir Anna og
kennir Ketilrfði og Dísu um að
hafa eitrað líf sitt, um leið og
hún lítur framhjá svikum eigin-
manns síns. Það er sálfræðilegur
veikleiki í sinnaskiptum kvenn-
anna tveggja en þau eru nauðsyn-
leg til að tryggja þau hamingju-
ríku endalok sem afþreyingarsaga
krefst og lesendur telja sig eiga
heimtingu á. Þau lok tryggja að
lesendur sitja eftir með minning-
ar um lestur sem reyndist einlíar
góð skemmtun. KB
Dalalíf kom fyrst út á árunum 1946-1951 og er á annað þúsund blaðsíður. Verkið
hefur notið gifurlegra vinsælda gegnum árin og stendur sannarlega enn fyrir sínu.