Dagur - 04.03.2000, Qupperneq 14

Dagur - 04.03.2000, Qupperneq 14
LÍF OG HEILSA Æk - LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 Ný innflúelsuveira sem einkum herjar á börn veidur and- vökunóttum hjá barnafjölskyldum. Veirunnar varð síð- ast vart hér 1991 og börn fædd síðar hafa ekki myndað mótefni. Sum börn lögð á sjúkrahús vegna flensunnar. Andvökunætur barnafjöl- skyldna í landinu eru sjálf- sagt margar um þessar mundir, en ný inflúensu- veira sem einkum herjar á börn hefur verið að slá sér niður síðustu tvær vikurnar eða svo. Þetta er annar flensufaraldurinn sem fer um hér á landi í vetur. Sá fyrri kom í kringum áramót- in, en var þó öllu útbreiddari og lagðist á unga jafnt sem aldna. Þetta er noklcuð rífleg- ur skammtur og segir Þórólf- Bamaflensan * „Hjá börnum er erfitt að koma við bólusetningu gegn þessari veiru - eða öðrum vörnum, þvi það hefur í raun aldrei tíðkast að bólusetja börn vegna svona umgangspesta, “ segir Þórólfur Guðnason, barnalæknir m.a. hér í viðtalinu. mynd: pjetur. ur Guðnason barnálæknir á Barnaspítala Hringsins það nokkuð óvenjulegt að tveir flensustofnar leggist á landsmenn af full- um þunga með svo skömmu millibili. Böm ekki bólusett „Þessarar nýju inflúensuveiru, sem er af A-stofni, hefur ekki orðið vart hér á landi síðan árið 1991, þó enginn viti í raun af hverju hún er að koma aftur núna, níu árum seinna,“ segir Þórólfur Guðnason. „Þessi veira herjar einkum á börn sem eru fædd eftir þetta umrædda ár, því þau hafa ekkert mótefni myndað við þessari veiru - flestir aðrir hafa náð að mynda það. Hjá börnum er erfitt að koma við bólusetningu gegn veirunni - eða öðrum vörnum, því það hefur í raun aldrei tíðkast að bólusetja börn vegna svona umgangspesta. Framfarir í læknis- og lyfjafræði eru þó slíkar að siíkra bólu- setninga í einhverju formi má vænta í náinni framtíð." Einkenni barnaflensunnar, ef svo má kalla hana, eru einsog gerist í dæmigerð- um influensum. Allhár hiti, jafnvel 39 til 40 gráður, beinverkir, vanlíðan, særindi í hálsi, nefrennsli og hósti. Og við þessu er fátt að gera, að sögn Þórólfs, nema hvetja foreldra til þess að halda börnum sínum heima, halda að þeim nægum drykk og gefa hitalækkandi Iyf. Sé hitinn hins vegar allhár í þrjá til fjóra daga eða börnunum líði illa er hinsvegar ástæða til þess að leita til læknis, sem ákvarðar þá hvað gert skuli í framhaldinu. Og full ástæða er til þess að hafa varann á sér, því eftirköst svona veikinda geta verið eyrnabólgur og jafnvel Iungnabólgur í framhaldinu. Allmörg börn lögð inn „Við hér á Barnaspítala Hringsins höfum ekki farið varhluta af þessari pest og álag- ið hér er mikið af þessum sökum. Allmörg börn sem flensan hefur leikið grátt höfum þurft að leggja hér inn, en þá hefur staðan líka verið orðin sú að þau eru hætt að drekka og þurfa vökva í æð og jafnvel súr- efni. Sum eru ergileg, pirruð og þurfa mikiliar aðhlynningar við - og jafnvel frek- ari rannsókna. I öllu falli má segja að þessi umgangspest reyni mikið á alla; okkur heilbrigðisstarfsfólk, börnin, en ekki síst foreldra," segir Þórólfur Guðnason, barnalæknir. -SBS. SMÁAUGLÝSINGAR HEILSA Vertu með í heilsuátaki! Losaðu þig við vetrarslen og þreytu og aukakílóin í leiðinni. Sjálfstæðir Herbalife dreifendur. Ragnhildur og Kristján. Símar 453 7015 og 897 7822 agga@vor- tex.is Frábær vara! Aukakílóin burt. Ég missti 11 kg á 9 vikum. Betra útlit, bætt heilsa, meiri orka. Hafðu samband. Stefania 453 5665 GSM 862 6193 Biddu um það sem þú vilt. Biddu um hjálp, biddu um ráðleggingar og hugmyndir - en vertu aldrei hræddur um að biðja um hjálp. Guðmundur, sími 899 4662 Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri. Ég missti 7 kg. á 5 vikum. Síðasta sending seldist strax upp. Frábær vara sem vinnur á appelsínuhúð. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. íris 898 9995, iris@mmedia.is Visa/Euro INTERNET Hefur þú áhuga á að taka þátt í stæðsta viðskita- tækifæri 21. aldarinnar í gegnum INTERNETIÐ. Árið '98 velti internetið 7 þilljónum $ Árið *99 velti internetið 200 billjónum $. Ensku kunnátta nauðsynleg. Uppl. á www.Iifechanging.com Hafðu samband við mig ef þig vantat vörur. Lilja Stefánsdóttir, sjálfstæður Herbalife dreifiaðili. (visa/euro) vs. 462 4123 hs. 462 3450 GSM 695 1293 INTERNET-HRAÐLESTIN MEÐ FYRIRTÆKIÐ OKKAR UM BORÐ HYGGUR Á HNATTFERÐ. Ef þú átt tölvu, þá eigum við farmiðann. Vilt þú koma með i stórkostlegustu viðskiptaferð nýrrar aldar? Hafðu samband við Stefán og Sólveigu sjálfstæða HERBALIFE- dr.aðila. S. 461- 4161 899-9192 stef@simnet.is Er offita og næringatengdir sjúkdómar stærsta heilbrigðisvandamál á nýrri öld? Eiga íslendingar feitustu börn í Evrópu? Hundruð Islendinga hafa verið að ná frábærum árangri á síðustu árum. Vertu einn þeirra og komdu þér í þitt rétta líkamsform. Hringdu og ég aðstoða þig samkvæmt þínum þörfum. Aðhald og 100% trún- aður. Takmarkaður fjöldi. visa/euro Sími 462-1458 Jóhanna Ertu að missa vitið? Viltu grennast á auöveldan og fljótlegan hátt. 100% nátturulegar vörur. 30 daga skilafrestur. Snjólaug og Gunnar. Sími 483 4699 og 695 5677, sendum frítt í póstkröfu. Visa/Euro. E-mail gunnarmagg@islandis.is www.richfromnet.com Kjörbúðarsaga KYNLIF Ragnheiður Eiríksdóttir skrifar Æi já, ég lofaði lesendum í síð- ustu viku að í dag skyldi pistill- inn fjalla um við- reynslur og dað- ur í Nóatúni og heita potti Vest- urbæjarlaugar- innar. Langvar- andi rannsóknir minar og vett- vangskannanir hafa nefnilega Ieitt í ljós að dað- ur á svoleiðis stöðum um há- bjartan dag ellegar í ljósaskiptum er miklu skemmtilegra og gjöf- uíla en knæpudaður í skjóli næt- ur. Það skal tekið fram að þvf daðri sem um er rætt í dag er ekki endilega ætlað að enda í lá- réttri leikfimi, það er að minnsta kosti ekki á skammtímaplaninu, en maður veit þó aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. í Nóanóa? Tökum Nóatún sem dæmi, þarer stundum mjög rómantískt að versla rétt fyrir lokun, sirkabát um áttaleytið. Vel körfu af kost- gæfni og það gefur óneitanlega öryggiskennd að ýta henni mjúk- Iega áfram á rennisléttu gólfinu. Svo er allt í einu sætur maður hjá ólífuhillunni (mmmm Iofar góðu). Þá er ekkert að vanbúnaði og nákvæmlega útpæld daður- stund getur hafist. Horfi stíft á hann meðan ég læðist nær, geng hægt fimm metra með augun föst þar til hann finnur og lítur upp. Horfi þá 10 sekúndur í við- bót en það er aðeins of langur tími fyrir eðlilegt áhorf á ókunn- ugan, gæti verið óþægilegt ef daður væri ekki í gangi en passar fullkomlega núna. Stöðva körf- una 1,2 metrum frá ólífuhillunni þar sem hann stendur og færi mig fram fyrir körfuna til að skoða sólþurrkaða tómata og marineraða hvítlauksgeira. Þarna x síðustu setningu voru tvö óbrigðul herkænskubrögð: 1. Að fara fram fyrir körfuna = ég vil ekki hafa þetta búr á milli okkar og 2. Að skoða sælkeramatar- krukkur sívalar sem innihalda eitthvað sem ólífumanni hlýtur líka að þykja gott = helvíti hljót- um við að verða góð saman. Nú er öruggt mál að athygli herra Nóatúns er náð, aðeins 70 cm okkar á milli og ég meira að segja finn að hann hefur horðað hvítlauk í hádeginu, og það er ekki slæmt hcldur sexí í svona til- fellum. Hann er greinilega til í leik því núna er hann að horfa og ég lít á hann og brosi? - það má sko í augnatilliti 2 - og hann líka. Svo spyr hann... „hefurðu eitt- hvað vit á þessum ólífum??“ og brosið er ennþá alveg upp í aug- un. Ég svara játandi og segi hon- um hvað er best og segi líka að ennþá betra sé að hafa sólþurrk- aða tómata með, brosi meira, Iít niður og set krukku með sól- þurrkuðum tómötum í MINA körfu, strýk svo hár frá enni mér. Þetta var Iíka vísbending = þú átt ólífurnar ég tómatana, getur þetta ldikkað? Geng svo af stað eftir eitt ósið- lega langt augnaráð og bros f nið- urliti. LykiIIinn er að vera ekki hallærisíega lengi inni á hans Hittast svo aftur i grænmetisborðinu... svæði, heldur fara burt þegar verkefnum er lokið og daður- blossinn ennþá í hámarki. Hitt- ast svo aftur í grænmetisborðinu og finna hann horfa á hvernig ég strýk tómata þegar ég vel þá ofan í pokann minn og hvernig ég þrýsti á lárperur til að kanna þroska þeirra. Kannski eitt bros enn, ekki þó of mikið því hann verður ennþá að finna til hung- urs þegar ég fer. Það er nefnilega pottþétt að við hittumst aftur. í Reykjavík er ekki hægt að sjá fólk einu sinni, lágmarkið er tvisvar og þá verður haldið áfram þar sem daðurþræðinum var sleppt. Kannski í Vesturbæjarlauginni í ljósaskiptum, blaut með heitt skinn og gufuna allt í kring. Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur kynlifspistill@hotniail. com

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.