Dagur - 04.03.2000, Page 17
LAUGARDAGUR 4. mars 2000 - 33
LÍFIÐ í LANDINU
Björn Benediktsson, fyrr-
um oddviti í Öxarfirði,
segist undrandi á að ekki
skuli fýrr hafa verið farið
út í olíu- og olíugasleit í
Öxarfirði og víðar út af
Norðurlandi. „Þið standið
eftil vill á olíubrunni
segir í skýrslu breskrar
rannsóknastofu um gas
sem kom upp í Öxarfirði..
„Það er nú orðið tímabært að menn fari að skoða það hvort ekki er olía undir fótum okkar, “ segir Björn Benediktsson.
Sofið á svörtu gulli
Svo virðist sem olíu- og olíugasleit fari nú
senn að hefjast fyrir alvöru í Oxarfirði og
annars staðar út af Noröurlandi. Tvö er-
Iend olíufyrirtæki hafa sýnt þessu áhuga og
annað þeirra raunar spurst fyrir í alvöru.
Þá er f smíðum frumvarp til laga um olíu-
leit innan íslensku lögsögunnar. Fyrr en
lög hafa verið sett um olíuleit hér við land
getur Ieitin ekki hafist, menn verða að vita
að hverju þeir ganga.
Björn Benediktsson, bóndi á Sandfells-
haga og fyrrum oddviti í Öxarfirði, hefur
manna mest beitt sér fyrir því að olíuleit
hefjist á svæðinu. Hann hefur skrifað um
þetta mál og verið í sambandi við vísinda-
menn vegna þessa. Hann segist fagna því
að nú skuli Ioks eitthvað vera að gerast í
málinu.
„Það er nú orðið tímabært að menn fari
að skoða það hvort ekki er olía undir fót-
um okkar,“ sagði Björn, þegar Dagur ræddi
við hann um þetta áhugamál hans.
Olíubrunnur
Hann segir að árið 1986 hafi olíugas fundist
í Öxarfirðinum. Það kom úr holu sem var
boruð 320 metra djúp og er það holan sem
hitaveitan á Kópaskeri og víðar byggir á.
Hann segir að það komi alltaf metangas úr
heitum borholum. Það gerðist líka að þessu
sinni en það komu fram fleiri gastegundir.
Þá voru ekki til hér á landi tæki til að greina
þær. Gasmælir Orkustofnunar gaf eitthvað
útslag sem menn botnuðu ekki í enda ekki
ætlaður til að greina aðrar gastegundir en
metangas.
„Ég á afrit af svarbréfi til Magnúsar Ólafs-
sonar hjá Orkustofnun frá breskri rann-
sóknastofu með niðurstöðu úr rannsókn á
gastegundum sem hann sendi Bretunum til
greiningar. Þar segir í lok bréfsins að
kannski standi hann á olíubrunni. Arið 1991
var rætt um að dýpka þessa holu til að
kanna hvort þetta lífræna gasmagn færi vax-
andi, sem hlutfall af heildargasmagni, eftir
því sem holan dýpkaði. Við vildum ekki láta
skemma þessa góðu holu vegna þess að
Orkustofnunarmenn voru ekki vissir um að
geta lokað henni aftur ef þeir dýpkuðu hana.
Hér er um mjög vatnsgæfa holu að ræða.
Hún er sem fyrr segir aðeins 320 metra djúp
en skilar 47 Iftrum á sekúndu af 97 gráðu
heitu vatni og telst vera ein allra vatns-
gæfasta hola á landinu," segir Björn.
Lífrænar gastegundir
Árið 1991 var boruð kjarnatökuhola við
hliðina á holunni góðu. Til stóð að bora
niður á 800 metra en þeir fóru aldrei dýpra
en á um 450 metra. Einu niðurstöðurnar
úr þessari borun voru þær, varðandi gasið,
að lífrænar gastegundir fóru vaxandi sem
hlutfall af heildargasmagni eftir því sem
dýpra var borað. Þá var hætt að bora og
síðan hefur ekkert gerst.
„Jarðfræðingar okkar hafa ekki trú á því
að þarna undir sé vinnanlegt gas eða olía.
En á móti kemur að það er ósannað hvað-
Björn Benediktsson.
an þessar lífrænu gastegundir koma. Ein-
hver ástæða er fyrir því að þær streyma
þarna upp,“ segir Björn.
Hann bendir á að hin svo kallaða
reksprunga liggi um Öxarfjörðinn og þegar
Kröflueldar voru, raskaðist allt land á
svæðinu alveg í sjó fram frá Mývatnsöræf-
um. Landið gliðnaði og seig niður.
„Á síðasta ári var boruð hér innar í land-
inu hola niður á 1 500 metra dýpi og þar
fóru þessar lífrænu gastegundir minnkandi
eftir því sem holan dýpkaði. Þá vaknar sú
spurning hvort Jan Myen hryggurinn nær
hér innundir Norðurlandið. Ef hann gerir
það getur verið möguleiki bæði á olfu og
gasi. Setlögin hér eru mjög þykk og þetta
er eina svæðið á landinu þar sem jarðhiti
finnst í setlögum. Því hafa menn sagt það
hugsanlegt að súrefnisleysi og hiti myndi
olíugas úr jurta- og dýraleifum á miklu
styttri tíma en við venjulegar aðstæður þar
sem jarðhiti er ekki til staðar. Hvort þetta
er svona vita menn ekki,“ segir Björn.
Hann bendir á að Orkustofnun eigi sam-
kvæmt lögum að kanna náttúruauðlindir.
Hvorki hún né aðrir geti það nema til þess
sé veitt peningum og það hafi ekki verið
gert. Sömuleiðis bendir Björn á að það sé
ekki fyrr en nú að farið er að vinna að
lagasetningu um olíuleit. Það sé forsendan
fyrir því að olíufélög vilji Ieggja í þann
kostnað sem olíuleitinni fylgir því menn
verði að vita hvernig skipta eigi kökunni ef
einhver kaka finnst.
Ekki í fyrsta sinn
„Ég vil líka benda á að þetta er ekki í fyrsta
sinn sem erlendur aðili sýnir áhuga á að
leita að olíu hér um slóðir en þar sem eng-
in lög voru til um olíuleit við Island varð
ekkert úr þessu. Og það ýtti ekkert við
mönnum þegar olíugasið kom úr borhol-
unni góðu sem ég nefndi áðan. Meira að
segja Björn Friðfinnsson, sem þá var deild-
arstjóri í iðnaðarráðuneytinu, skrifaði grein
í Morgunblaðið og var með háðsglósur um
málið. Hann sagði m.a. að enginn færi að
hefja gasleit þótt upp kæmi metangas í Öx-
arfirði. Hann gat ekki kyngt því að um aðr-
ar gastegundir væri að ræða,“ segir Björn.
Hann segir að á síðasta ári hafi verið
stofnaður félagsskapur sem heitir Islensk
orka. Hún stóð fyrir borun á holu á síðasta
ári sem kostaði yfir 100 milljónir króna.
Líklegt er að borað hafi verið í jaðar hita-
svæðisins og því ekki líkur til að hún verði
mjög virk. Islensk orka er fjármögnuð af
aðilum utan Öxafjarðar að megin hluta og
gerðu þannig samning við bændur í Öxar-
firði að Islensk orka eigi allan rétt til allrar
efnatöku í öllu landi allra jarðanna.
„Mér finnst þetta sýna hvað bændur eru
orðnir þreyttir á að ekkert skuli hafa verið
skoðað og telja þetta einu leiðina til þess
að eitthvað gerist í málinu. Það gerir eng-
inn svona samning nema í örvæntingu því
samkvæmt samningi má taka alla orku sem
finnst og flytja hana burtu. Við höfum
horft á það með undrun að hér streymir
upp lífrænt gas en enginn hefur skoðað
hvaðan það kemur. Þess vegna hljótum við
að fagna því ef erlendur aðili hefur hér ol-
íuleit,“ segir Björn Benediktsson.
-s.noi:
Cortland 444 flugulínurnar
fást f 10 gerðum sem hæfa
sérhverjum aðstæöum.
Framþungu flugulfnurnar fást
í 2 geröum af flotlínum, 3
geröum af sökk-odds línum,
Intermediate ásamt 4 geröum
af sökklínum.
Þvf ekki að byrja með Cortland,
þú endarþar hvort eð erl
Fæst f næstu veiðiverslun.
Umboðsmenn um allt land
Sportvörugerðin
Heildsala-smásala
Mávahlið 41, fívík, simi 562-8383
C0RTLAND
, FLUGU
LINURNAR
.. HÆFA
0LLUM
AÐSTÆÐUM