Dagur - 08.03.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 08.03.2000, Blaðsíða 1
Jámbraut til Leifs- stöövar hagkvæm Fnunathugun beudir til þess að jámbraut miTli Reykjavíkur og Leifsstöðvar borgi sig upp á 25 árum. Til skoðuuar í umhverfis- ráðimeytinu. Vega- gerðin tekur niður- stöðunum varlega. „Þetta er athyglisverð skýrsla og þessi virði að skoða málið nánar. Við getum ekki horft framhjá þessum möguleika. Sé þetta rekstrarlega hagkvæmt þá fylgja því fleiri kostir og ekki síst já- kvæð umhverfisáhrif. Þarna yrði notuð innlend, hrein orka í stað fljótandi eldsneytis úr ökutækj- unum,“ sagði Magnús Jóhannes- son, ráðuneytisstjóri í umhverfis- ráðuneytinu, í samtali við Dag en ungur iðnrekstrarfræðingur, Steingrímur Ólafsson, starfs- maður fasteignadeildar Reykja- víkurborgar, hefur nýlega skilað ráðuneytinu og Vegagerðinni skýrslu þar sem gerð er frumat- hugun á hagkvæmni járnbrautar milli Leifsstöðvar og Reykjavík- ur. Steingrímur sótti um styrk hjá þessum aðilum fyrir ári síðan til að gera skýrsl- una, vegna mik- ils áhuga síns á málinu. Einnig óskaði hann eftir styrk frá Reykja- víkurborg en fékk ekki. Stein- grímur kemst að þeirri niðurstöðu að járnbrautin, knúin raforku, sé bæði hagkvæm og umhverfisvæn og borgi sig upp á 25 árum. Ger- ir hann þar ráð fyrir að innan- landsflugið flytjist frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar. Hann telur framkvæmdina ótvírætt umhverfisvæna og spara árlega 5 þúsund tonna losun koltvísýr- ings. Kostar 6 milljarða Steingrímur telur lagningu járn- brautar á þessum kafla, auk alls búnaðar og lestarvagna, kosta um 6 milljarða króna. Þar af kosti lagningin sjálf og teinarnir um 2,8 milljarða. Til saman- burðar má geta þess að tvöföld- un Reykjanes- brautar er talin kosta um 2 millj- arða króna. Steingrímur sagðist í samtali við Dag telja járnbrautina hag- kvæmari en tvö- földun brautar- innar. „Eg reikna ekki með að tvö- földunin skili miklum arði,“ sagði Steingrímur. Hann gefur sér í skýrslunni að járnbrautin nái 1 5% hlutdeild af umferðinni sem spár reikna með um Reykjanesbrautina árið 2003, eða um 1,2 milljónum af 8,5 milljón manns á ári. Eru flugfarþegar í innanlandsflugi ekki taldir með. Spár gera ráð fyrir 480 þúsund farþegum um Reykjavíkurflugvöll árið 2003. Sparar tima og peuinga Steingrímur miðar við að enda- stöð járnbrautarinnar borgar- megin sé við Mjóddina, þaðan liggi hún upp yfir Vífilsstaði og AsfjöII, niður að álverinu í Straumsvík og síðan nokkurn veginn eftir Reykjanesbrautinni suður að Leifsstöð á Keflavíkur- flugvelli. Ferðatími með járn- brautinni yrði 20-25 mfnútur í stað 50 mínútna nú á einkabíl, miðað við löglegan ökuhraða. Steingrímur gerir ráð fyrir 650 króna fargjaldi aðra leið en hann segir kostnað, þ.e. bensín og annan rekstur, fyrir eigendur einkabíla í dag vera 2.200 kr. á þessari leið. Þarna sparast því bæði tími og peningar. Jón Rögnvaldsson aðstoðar- vegamálastjóri sagði við Dag að skýrslan væri að mörgu leyti ágæt. Málið þarfnaðist þó frekari rannsókna. Áður hefði verið hreyft við þessari hugmynd en hann taldi hæpið að Vegagerðin gerði mikið við skýrsluna. Hún væri ágætt innlegg í umræðuna um samgöngukosti á þessari leið. - iiJB Verður járnbraut helsti farkostur- inn milli Reykjavíkur og Leifs- stöðvar á næstu árum? Össurarbréf rukuupp Fjárfestar tóku heldur betur við sér þegar viðskipti með hluta- bréf Össurar hf. hófust að nýju á Verðbréfaþingi í gær, eftir að fréttist af kaupum fyrirtækisins á bandarískum keppinaut fyrir 5,3 milljarða króna á mánudag- inn. Hlutabréfin hækkuðu í verði um rúm 32% og viðskipti með bréfin námu um 310 millj- ónum króna í 132 færslum. Gengi bréfanna rauk upp í 71,50 en var 54,00 sl. föstudag. Viðskipti hófust að nýju á há- degi í gær, að loknum símafundi á Netinu, sem Össur efndi til með forstjóranum og fjármála- stjóranum. Komust færri að en vildu með spurningar til félag- anna um kaupin á Flex Foot Inc. Fram kom að kaupin verði að hluta til fjármögnuð með eiginfé og lántöku. Þar að auki verður gefið út nýtt hlutafé en upphæð útboðsins hefur ekki verið ákveðin. - BJB Nemendur og starfsmenn Fellaskóla opnuðu hann I gær I tilefni af menningarborgarverkefni Reykjavíkur árið 2000. i þemaviku hefur verið unnið i samráði við iistamenn. Götuleikhús var sett upp, kaffihús og margt fleira skemmtilegt. Fjörið heldur svo áfram í dag á öskudegi, líkt og hjá f/eiri ungmennum þessa lands. mynd: þök. Össur Skarphéðinsson. Fyrsturí framboð Össur Skarphéðinsson tilkynnti síðdegis í gær um að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér til for- mennsku í Samfylkingunni eða „þeim nýja flokki sem stofnaður verður á landsfundi í byrjun maí,“ eins og í tilkynningu segir. Hann sagðist aðspurður hafa fundið í samtölum við félaga og vini um allt land, að það sé stemning fýrir því að hann gefi kost á sér. Hann sagði það sína niðurstöðu í málinu að honum muni takast að byggja upp þá samstöðu sem þarf til að smíða úr Samfylkingunni sterkan stjórnmálaflokk eins og hún á skilið og stjórnmálin þurfa. - „Eg vil gera úr Samfylkingunni jafnaðarmannaflokk sem er af toga þeirra evrópsku jafnaðar- mannaflokka sem hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga á síðustu árum. Þeir hafa lagað sig að breyttum aðstæðum. Þeir eru einu flokkarnir sem hafa fé- lagslegar Iausnir til að bæta úr vanda þeirra sem verða undir í lífsbaráttunni og eru í farar- broddi til að koma á jafnræði í viðskiptunum. Hér á Iandi er þörf á þessu," sagði Össur. Styttist í Guðmund Arna Hann sagði að til skamms tíma vildi hann leggja áherslu á tvennt. Annarsvegar afdráttar- Iausa stefnu í sjávarútvegsmál- um sem miði að því að afnema gjafakvótakerfið. Sömuleiðis að koma á áhyrgri efnahagsstefnu á íslandi. Nú blasi við að stöðug- leikinn sé í uppnámi, verðbólg- an margfalt meiri en í nágranna- löndunum. Skuldir heimilanna aldrei meiri, erlendar skuklir í hámarki og viðskiptahallinn hærri en nokkru sinni. Guðmundur Árni Stefánsson sagði að tilkynning Össurar kæmi ckki á óvart og að það styttist í ákvarðanatöku hjá sér. - S.DÓR í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.