Dagur - 08.03.2000, Blaðsíða 12
12 - MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000
ERLENDAR FRETTIR
Blóðug átðk
í Mitrovica
Framkvæmd uppbygg-
ingar- og friðargæslu-
starfsins í Kosovo hef-
ur verið ábótavaut og
þarf að taka til gagn-
gerrar endurskoðun-
ar, segir yfírmaður
þess.
Tugir manna særðust í sprengju-
árásum og skotbardögum í ser-
benska bæjarhlutanum í
Mitrovica í Kosovo-héraði í gær.
Meðal þeirra sem særðust voru
17 franskir friðargæsluliðar og
fjiilmargir óbreyttir borgarar.
Atökin hófust með því að al-
banskir og serbneskir íbúar í
bænum fóru að munnhöggvast,
en síðar gripu nokkrir þeirra til
vopna. Þetta átti sér stað í serb-
neska bæjarhlutanum.
Mitroviea hefur verið sann-
kölluð púðurtunna undanfamar
vikur og reglulega komið til ein-
hvers konar átaka milli Albana
og Serba, og friðargæslusveitirn-
ar ekki ósjaldan lent á milli.
Meirihluti þeirra Serba sem bjó í
Mitrovica hefur flúið til Serbíu,
og þeir sem eftir eru óttast mjög
hefndaraðgerðir af hálfu Albana,
sem fara heldur ekki dult með
hótanir sínar.
Síðastliðinn sunnudag hélt
Hashim Thaci, fyrrverandi leið-
togi Frelsishers Kosovo, þrumu-
ræðu yfir um 20.000 Albönum
þar sem hann hét því að „frelsa“
hina tvískiptu borg, Mitrovica,
og sagðist enn stefria ótrauður
að sjálfstæði Kosovo.
Fjárskorínr hamlar
aðgerðum
Bernard Kouchner, yfirmaður
uppbyggingar- og friðargaéslu-
starfs Sameinuðu þjóðanna í
Kosovo, sakaði í vikunni Evrópu-
sambandið um að hafa ekki Stað-
ið við loforð um fjárframlag til
starfsins í Kosovo. Evrópusam-
bandið tekur reyndar formlega
við yfirstjóm starfsins í Kosovo
þann 1. apríl næstkomandi, og í
gær komu lyrstu friðargæslulið-
arnir á vegum þess til Kosovo.
Evrópusambandið hefur gefíð
Kouchner þau svör að nú séu
nægir peningar loksins að koma,
en Kouchner segir að það sé
mörgum mánuðum á eftir áætl-
un og frammistaða sambandsins
sé slæm. I Kosovo er nú haldið
uppi Iágmarksstarfi, og til þess
notað fjármagn frá öðrum ríkj-
um en Evrópusambandsn'kjun-
um, m.a. frá Bandaríkjunum.
Sömuleiðis hafi hermenn frá
Nató þurft að hlaupa undir
baggann og sinna m.a. löggæslu-
störfum í Kosovo.
Fjárskorturinn hefur að sögn
Kouchners komið í veg fyrir að
unnt sé að hafa taumhald á of-
beldinu í Kosovo.
Vill endurskoða stefnima
Bernhard Kouchner hvatti
sömuleiðis Oryggisráð Samein-
uðu þjóðanna til þess að taka
málefni Kosovo og pólitíska
framtíð héraðsins til gagngerrar
endurskoðunar, enda sé mörgu
ábótavant í framkvæmd starfsins
þar.
Nú á þessu ári er m.a. gert ráð
fyrir að þar fari fram kosningar
til héraðsstjórna. Kouchner
benti m.a. á að sú sjálfstjórn,
sem Öryggisráðið gerir ráð fyrir
að íbúar Kosovo fái, hafí alls ekki
verið skilgreind nægilega vel og
því alls óljóst um alla fram-
kvæmd.
Dennis McNamara, einn af
yfirmönnum uppbyggingarstarfs
Sameinuðu þjóðanna í Kosovo,
kynnti sömuleiðis nú í vikunni á
fundi Oryggisráðs S.þ. nýja
skýrslu um ástandið í Kosovo,
þar sem fram kemur að brotala-
mirnar eru margar.
Til dæmis hafa 45 lönd sent
samtals 2.361 lögregluþjón til
starfa í Kosovo, sem er minna en
helmingurinn af því 4.718
manna lögregluliði sem upphaf-
lega var gert ráð fyrir.
McNamara segir að Mitrovica
sé ekki nema efsti sýnilegi topp-
urinn á því vandamáli sem helst
steðjar að Kosovo, þ.e. ofbeldi
hvers konar gegn minnihluta-
hópum. Sagðist McNamara ótt-
ast að ofbeldið geti brciðst út til
suðurhluta Serbíu þar sem enn
búa á milli 60 og 70 þúsund AI-
banir.
HEIMURINN
Astandið í Téténíu ekki einfalt
RUSSLAND - Sergejev, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í
gær að ástandið í Téténíu væri „ekki einfalt". Harðir bardagar
geisa nú í suðurhluta landsins þrátt fyrir nýlegar fullyrðingar
rússneska hersins um að þeir væru að mestu búnir að ná landinu
öliu á sitt vald. A einum stað segja Rússar að a.m.k. 1000 téténsk-
ir skæruliðar séu samankomnir og veiti rússneska hernum harða
mótstöðu. Fregnir berast af miklu mannfalli í röðum Rússa, enda
þótt stjórnvöld beri þær fréttir jafnharðan til baka.
Chirac náðar ekki Papon
FRAKKLAND - Jacques Chirac, forseti Frakklands, hafnaði í gær
náðunarbeiðni frá Papon, hinum 89 ára samverkamanni nasista
á stríðsárunum, sem var dæmdur í tíu ára fangelsi á síðasta ári
fyrir að hafa tekið þátt í nauðungarflutningum á 1500 frönskum
Gyðingum. Niðurstaða úr Iæknisrannsókn, sem Papon gekkst
undir, var sú að heilsufar hans bíði engan skaða af dvölinni í
fangelsinu. Nú í janúar gekkst Papon undir hjartaaðgerð og var
þá settur í hann hjartagangráður.
Bretar borga fyrir Pinochet
BRETLAND - Bresk stjórnvöld verða að greiða andvirði um 60
milljóna króna í lögfræðikostnað vegna málaferlanna um Augusto
Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, sem fékk að fara
heim til sín á föstudaginn eftir nærri 17 mánaða stofufangelsi í
Lundúnum. Jack Straw, innanríkisráðherra Breta, tók þá ákvörð-
un að framselja Pinochet ekki til Spánar vegna þess að heilsufar
hans Ieyfði það ekki, eftir því sem læknaskýrslur sögðu.
Japanir baima klónun
JAPAN - I Japan er nú í undirbúningi lagasetning sem bannar
einræktun manna og liggur við allt að sjö ára fangelsi. Frumvarp-
ið gerir reyndar ráð fyrir að einræktun verði heimiluð að vissu
marki í rannsóknarskyni, en það verði háð ströngum skilyrðum.
Hins vegar verði vísindamönnum bæði bannað að koma einrækt-
uðu mannsfóstri fyrir í legi konu, og einnig að búa til samsett
fóstur með arfberum úr bæði mönnum og dýrum. Svipuð lög eru
nú þegar í gildi víða á Vesturlöndum.
Þórsarar tryggðu sig í
úrslitakeppniua
Þórsarar gerðu góða ferð á Sauð-
árkrók í fyrrakvöld, þar sem þeir
unnu fjögurra stiga sigur á
Tindastóli, 76-80, eftir að hafa
haft tíu stiga forskot í leikhlé 35-
45. Þórsarar unnu þar með sinn
fjórða leik í röð og tryggðu sér
sjöunda sætið í deildinni og ör-
uggt sæti í úrslitakeppninni, fyr-
ir síðustu umferðina sem fram
fer annað kvöld. Stólarnir höfðu
fyrir Ieikinn unnið sex leiki í
deildinni í röð og því áttu fáir
vona á að Þórsarar ættu mögu-
leika á heimavelli þeirra á
Króknum.
Fyrri hálfleikurinn var sveiflu-
kenndur, þar sem heimamenn
byijuðu betur. Þéir höfðu náð
sjö stiga forystu, 22-15, fyrir
miðjan hálfleikinn, en þá tóku
Þórsarar til sinna ráða og tókst að jafna í 24-24. Tindastóll komst síð-
an aftur inn í leikinn og náði aftur þriggja stiga forystu, en þá var aft-
ur komið að Þórsurum sem náðu afgerandi forystu, sem var orðin tíu
stig í hálfleik. Þeir héldu síðan uppteknum hætti í seinni hálfleik og
höfðu fljótlega aukið forskotið í fjórtán stig. Þá var aftur komið að
Tíndastóli, sem tókst að minnka muninn í eitt stig og komast síðan
tvisvar stigi yfir þegar langt var liðið á leikinn. En Þórsarar gáfust
ekki upp og á lokamínútum sýndu þeir hvers þeir eru megnugir og
sigldu örugglega yfir með því að skora fimm síðustu stig leiksins.
Hjá Þór áttu þeir Oðinn Asgeirsson og Maurice Spillers bestan leik
og voru þeir stigahæstir með 21 stig hvor. Shawn Myers var langbest-
ur hjá Tindastóli og skoraði 23 stig, en Svavar Birgisson kom næstur
með 14.
Með sigrinum eru Þórsarar búnir að tryggja sig í úrslitakeppnina
og geta kórónað góðan árangur með sigri gegn fallliði Skagamanna í
síðustu umferðinni á morgun. Næstu Iið, sem eru Skallagrímur og
Hamar, eru með 16 stig og eiga innbyrðis leik annað kvöld, sem er
hreinn úrslitaleikur um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppnina.
Möguleikar KFÍ úr söguuni
Á sama tíma og Þórsarar tryggðu sæti sitt í úrslitakeppninni, gerðu
Grindvíkingar að engu vonir Isfirðina um að komast áfram í keppn-
ina, þegar liðin mættust á Isafirði í fyrrakvöld. Grindvíkingar unnu
þar ellefu stiga sigur á KFI, 65-76, eftir að hafa léitt með tveimur
stigum í hálfleik 40-42. Grindvíkingar náðu lljótlega undirtökunum
í leiknum og Ieiddu leikinn að mestu til loka, nema fýrst í seinni hálf-
Ieik, þegar Isfirðingum tókst að jafna í 42-42. Lengra komust þeir
ckki og Grindvíkingar sigldu örugglega framúr. Hjá Grindvíkingum
voru þeir Dagur Þórisson og Brenton Birmingham bestir, en
Birmingham var stigahæstur með 16 stig og Dagur næstur með 14.
Willie Moore bar af hjá Isfirðingum og var hann lang stigahæstur
með 25 stig, en næstur kom Hrafn Kristjánsson með 13.
Snæfell fallið
Það má segja að Grindvíkingar séu sannkallaðir „draumabanar", því
á föstudaginn gerðu þeir drauma Snæfellinga um að halda sér í úr-
valsdeildinni að engu, þegar liðin mættust í Grindavík. Grindvíking-
ar unnu þar 41 stigs stórsigur, 1 1 5-74 og sendu Hólmara nteð látum
niður úr úrvalsdeildinni. Leikur Snæfells gegn KR-ingum í síðustu
umferðinni á útivelli annað kvöld, hefur því ekkert að segja, ekki
heldur fyrir KR-inga sem eru öruggir í fímmta sætinu og geta hvorld
komist ofar né neðar.
I fyrrakvöld fékk Snæfell svo Hauka í heimsókn og þar var það
sama uppi á teningnum, því Haukar unnu þar 36 stiga stórsigur á
Snæfelli, 82-118, eftir að staðan var 42-60 í hálfleik. Ingvar Guð-
jónsson átti þar annan stórleikinn í röð fyrir Hauka og var stigahæst-
ur með 23 stig, en í leiknum gegn Hamri á fimmtudaginn gerði hann
26 stig. Annars var allt Haukaliðið að spila vel, sem gefur góð fyrir-
heit um góðan árangur í úrslitakeppninni.
Spennandi lokaumferö
Fyrir síðustu umferðina á morgun er sem samt ljóst hvað lið eru fall-
in úr úrvalsdeildinni, sem eru IA og Snæfell og einnig hvaða lið
kemst ekki í úrslitakeppnina, sem er KFl. Baráttan um áttunda og
síðasta sætið í úrslitakeppninni stendur því milli Hamars og Skalla-
gríms sem á morgun mætast í innbyrðis leik í landnámi Skallagríms
Kveldúlfssonar í Borgarnesi, en þar verður örugglega hart barist að
sið Mýramanna. Sama er að segja um toppbaráttuna, þar verður hart
barist í leikjum þeirra þriggja
liða, Njarðvíkinga, Hauka og
Grindvíkinga, sem öll eiga
möguleika á deildarmeistaratitl-
inum. Leikir síðustu umferðar:
Keflavík-Njarðvík, Þór Ak.-ÍA,
Grindavfk-Tindastóll, KR-Snæ-
fell, Skallagrímur-Hamar og
Haukar-KFÍ.
Urslit leikja
i gærkvöld
Bordeaux-Man. United 1-2
Valencia-Fiorentina 2-0
Sp. Prag - Hertha Berlin 1-0
Porto - Ríirrolnníi 0-9