Dagur - 08.03.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 08.03.2000, Blaðsíða 6
6 ■ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 ÞJÓÐMÁL f • Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgótu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. A mánuði Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVfKj563-i6i5 Amundi Amundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRIJ460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617UAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) TUhæfulaus árás í fyrsta lagi Fruntaleg árás forsætisráðherra úr ræðustóli Alþingis í fyrra- dag á Öryrkjabandalagið var bæði fyrir neðan virðingu þings- ins og þess leiðtogaembættis sem Davíð Oddsson gegnir. Hún er líka dæmi um hversu illa formanni Sjálfstæðisflokksins er við vaxandi kröfur um að almenningur fái að fylgjast með því hveijir fjármagna flokkana. Það virðist enn mikið hagsmuna- mál forsætisráðherra að halda algjörri Ieynd yfir því hvaða ein- staklingar og fyrirtæki í landinu borga rekstur Sjálfstæðis- flokksins og kosningabaráttu hans. í öðru lagi Síðustu misseri hefur Öryrkjabandalagið unnið kröfuglega að því að kynna bág kjör félagsmanna sinna og barist fyrir kjara- bótum. Liður í þeirri baráttu voru auglýsingar sem birtust í fyrra, en þar var meðal annars vitnað til yfirlýsinga forystu- manna ýmissa samtaka og fyrirtækja í samfélaginu um nauð- syn þess að bæta kjör öryrkja. Þessar auglýsingar voru að sjálf- sögðu í engum tengslum við einhvern einn stjórnmálaflokk, enda naut málstaður öryrkja stuðnings meðal þingmanna úr öllum flokkum - þótt stjórnarandstaðan vildi ganga lengra til móts við kröfur þeirra en stjórnarflokkarnir töldu mögulegt. Asakanir forsætisráðherra eru því rangar og lýsa í besta falli pólitískri taugaveiklun. í Jiriðja lagi Upphlaup forsætisráðherra má ekki verða til þess að draga at- hyglina frá kjarna málsins, það er nauðsyn löggjafar sem skyld- ar íslenska stjórnmálaflokka til að skýra almenningi frá fjár- málum sínum og peningagreiðslum fyrirtækja og einstaklinga til flokkanna vegna kosningabaráttu og annarra umsvifa. Leynisjóðir flokkanna bjóða heim - með réttu eða röngu - grunsemdum um misnotkun, um kaup fjársterkra einstaklinga á pólitískum áhrifum. Það ber því að svipta myrkri leyndar- innar af fjárstuðningi við íslensku stjórnmálaflokkana og tryggja þannig heilbrigðara og opnara stjórnmálastarf og auk- ið lýðræðislegt eftirlit með afar áhrifamiklum stofnunum. Elías Snæland Jónsson Öjyrkjamafían og SamfyUdngin Davíð Oddsson talaði enga tæpitungu í þinginu þegar hann var að benda á tvískinn- unginn í Samfylkingunni varðandi fjármál stjórnmála- flokkanna. Enda er Davíð al- vöru karlmaður og myndi ör- ugglega grafa sig í fönn í tvo daga og rísa síðan upp eins og ekkert hafi í skorist ef hann væri vélsleðamaður. Þess vegna þarf hann heldur ekk- ert að vera að hlusta á þetta kerlingavæl hjá Sam- fylkingunni og öðrum stjórnarandstöðu- flokkum, sem enda- laust eru sífrandi út af smámunum. Garra þykir það því sérstakt gleðiefni að Davíð skuli nú setja hnefann í borðið og segja ein- faldlega hvernig stað- an er. Aflijúpanir Þó forsætisráðherra eigi hrós skilið fyrir margt ber þó fyrst og fermst að þakka það hvern- ig hann flettir ofan af ör- yrkjamafíunni. Það var nú kominn tími til, ekki síst eftir að formaður Öryrkjabanda- Iagsins líkti Davíð við hinn austuríska Heider á dögun- um. Áður hafði Davíð raunar gefið til kynna að fátæktin sem mikið er talað um í her- húðum öryrkja sé uppspuni, enda sé fátaækt í raun ekki til í landinu. En að svikamyllan væri þannig að Samfylkingin væri í raun á mála hjá Örykja- bandalaginu og Öryrkja- bandalagið væri í þjónustu Samfylkingarinnar vissu menn ekki fyrr. Það hefur sjálfsagt verið stuttur spotti V f>TÍr gömlu kommana í Sam- fylkingunni að skipta úr slag- orðinu „öreigar allra Ianda sameinist" yfir í „öryrkjar allra lands sameinist". Hræsnin En stórmannlegast er þó hjá Davíð að benda á hversu mik- il hræsni einkennir þessa „Samfylkingar-öryrkja rnafíu" alla, sem kemur hvað skýrast fram í kringum betl þeirra hjá Islenskri erfðagreiningu. Sóma- kærir stjórnmálamenn eins og Davíð og flokksbræður hans láta ekki góma sig við sams kona tvískinn- ung og hræsni. Sam- fylkingin gagnrýnir Is- lenska erfðagreiningu og gagnagrunninn í ræðustól á Alþingi en er svo líka tilbúin til að láta þetta fyrirtæki gefa fé í kosn- ingasjóði sína. Þetta skilgrein- ir Davíð sem ógeðfellda hræs- ni og dregur ekkert undan. Það gleður Garra að heyra hversu staðfastur landsfaðir- inn er, því það væri vitaskuld illt afspurnar ef í ljós kæmi að það væri almennt með stjórn- málaflokka að þeir gagnrýndu fyrirtæki sem hafa gefið pen- inga í kosningasjóði þeirra. Það er í það minnsta alveg ljóst í hvaða kosningasjóði Garri mun setja peninga þeg- ar hann fer af stað með sitt fyrirtæki. Garri mun styðja Davíð en ekki Samfylkinguna, sem í ógeðfelldri hræsni gæti snúist gegn honum í ræðu- stóli á Alþingi! GARRI Davíð Oddsson, forsætisráð- herra. BIRGIR GUÐMUNDS- SON skrifar Það var blásið til mikils borgara- fundar í Olafsfirði um helgina og stórmenni boðað á staðinn. Flestir aðal fjölmiðlarnir á svæð- inu mættu á staðinn og gerðu ít- arlega grein fyrir því sem þarna fór fram - Iöng frétt á Stöð 2, fréttir og fréttaauki hjá RÚVAK og opnuumfjöllun í Degi. Ekki kemur á óvart að margir Ólafs- firðingar (og hugsanlega Hrísey- ingar líka) hafi bundið talsverðar vonir við fundinn, því þarna var vel hugsanlegt að stjórnmál- menn kæmu með eitthvað snið- ugt útspil. Þeir hafa vissulega haft nægan tíma til að undirbúa sig því það er ekki eins og at- vinnubrestur í Ólafsfirði sé eitt- hvað sem nýlega fréttist af. Sjálf- ur fylgdist ég spenntur með öll- um fréttum af fundinum, en ekkert kom þar þó fram sem gaf til kynna óvænt útspil úr ein- hverri átt. Þvert á móti mátti heyra gömlu ldisjurnar hafðar Eim ein vonbrigðin yfir eina ferðina enn og umræð- an um aðsteðjandi vanda snerist upp í almennt, nánast fræðilegt, spjall um byggðamál. Óánægja Það kemur því ekld á óvart þótt fundargestir úr röðum heima- manna hafi verið óánægðir eftir fundinn. I Degi í gær segist Skíði Gunnlaugsson t.d. vera mjög óá- nægður. „Ekkert kom út úr fundin- um, hann var hrein tímaeyðsla." Greinilega voru fleíri fundar- menn á sama máli, og satt að segja er óánægja þeirra afar skilj- anleg. I Ijósi þess að í þing- mannahópnum eru auðvitað stjórnarþingmenn, þar á meðal forseti Alþingis og auk þess sjálf- ur byggðamálaráðherrann, hefði mátt búast við einhverju - þó ekki væri nema bara tímasetning á það hvenær fjarvinnsluverkefni á vegum ríkisins yrðu flutt á stað- inn. En ekkert slíkt var uppi á teningnum og sú tilfinning sem menn sitja eftir með er að annað hvort ráði stjórn- málamenn ekki við þetta verkefni eða þá að raun- verulegan vilja skorti. Engin innistæða Það kom fram í fréttaúttekt í Degi fyrir 2-3 vikum að forustu- menn bæði á Ólafsfirði og í Hrís- ey telja það spurningu um ein- hverjar vikur þar til fólk tekur ákvörðun um að flytja burt. Ef ekkert gerist áþreifanlegt í at- vinnumálum fyrir þann tíma ákveði fólk einfaldlega að taka sig upp með vorinu þegar skóla lýkur hjá krökkunum. Þegar og ef það gerist í einhverjum mæli gæti reynst erfitt að stöðva skrið- una. I allan vetur hafa stjórn- málamenn verið að tala um hitt og þetta og láta í veðri vaka að pólitískur vilji sé til að beita handafli tímabundið þar til at- vinnulífið nær sér á strik. For- sætisráðherra hefur gengið fram fyrir skjöldu og tekið þátt í þeim Ieik. Lítil innistæða virðist hins vegar hafa verið fyrir orðum hans frekar en annara. Það sem blasir við er æpandi dæmi um pólitískt getuleysi. Kannski er einfaldlega best að viðurkenna bara getuleysið og hætta þessum byggðastefnu þykjustuleik strax. Verður honum ekld með sama áframhaldi hvort sem er sjálf- hætt með vorinu? Er leit aðferðanwnnum sem týnast áfjollum ef til vill hafin ofsnemma? Jón Birgir Jónsson formaðurLatulssambands íslenskra vélsleðamanna. „Svo tel ég vera. I þessu tilviki á Langjökli þá er allt útlit fyrir að björgunarmenn hafi vitað að mað- urinn var vel út- búinn og þaulvanur Ijallamaður og líklegur til þess að bregðast rétt við aðstæðunum, sem var að nema staðar og grafa sig í fönn. Nákvæmlega það sem sleðamenn eiga að gera, þegar í harðbakkann slær. Því þurftu menn ekki að ör- vænta fyrsta sólarhringinn, enda lenda sleðamenn oft í því að sofa úti. Félagar í LIV fá fræðslu um hvernig ferðast eigi á fjöllum og sú fræðsla virðist í auknum mæli bera árangur." Kristbjörn Óli Guðmundsson framkvæmdastjórí Slysavantar- félagsins - Landsbjargar. „Alveg pottþétt ekki. Eða myndir þú vilja vera týnd- ur, kaldur, rakinn og blautur með bilaðan vélsleða og vita að byrjað yrði að Ieita að þér kannski á morgun eða hinn? Ef einhver er týndur lítum við á það sem neyð- arástand, því við vitum aldrei um ástand þess sem er saknað. En sem betur fer kunni maðurinn sem týndist á Langjökli að bregð- ast rétt við aðstæðunum og ég hvet fólk sem ferðast um hálend- ið að búa sig undir hið versta, því hinar bestu aðstæður eru oft fljótar að bregðast." Ari Karlsson jeppamaðurá Akureyri. „Það er aldrei of snemma af stað farið með leit á týndum mönn- um. Ef menn týn- ast verður að flokka slíkt undir neyðarástand. Hinsvegar er alltaf erfitt að segja til um hve leit á að vera umfangsmikil, en ég treysti þó björgunarsveitarmönnum full- komlega til að klæðskerasníða Ieitina að aðstæðum á hverjum stað og tíma.“ Fridrik Sigurbergsson læknir í þyrlusveit Landhelgis- gæslunnar. „Sjálfur hef ég ekki upplifað það þegar við á þyrl- unni erum kallað- ir til, en oft er byijað að svipast um eftir mönnum sem týnast áður en við förum af stað. Það hlýtur að vera æskilegt að byrja alltaf sem fyrst að svipast um eftir þeim sem saknað er, því fólk getur ver- ið slasað og illa farið. Við slíkar kringumstæður er tími naumur. En stærsta vandamálið í þessu er að fjarskipti ferðamanna sem leggja í varasamar ferðir eru ekki í lagi og ferðaáætlanir eru óná- kvæmari en búnaður manna, hef- ur mikið batnað."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.