Dagur - 08.03.2000, Side 4

Dagur - 08.03.2000, Side 4
4 - MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 FRÉTTIR Samningsstaða blaðbera hefur verið Ktil, að mati verkalýðsfélaga. Nú stendur til að gera bragarbót þar á. Blaðberar í þunga- miðju samnmga Lágmarksréttinda krafist fyrir blaðbera. Krafist er 6-8% launahækkunar. Vetrar-, þunga- og bið- tímaálag. Halldór Bjömsson, formaður Eflingar - stéttarfélags, segir að ekki verði gengið frá samningum nema að eitthvað komi út úr kröfum þeirra fyrir blaðbera. Óvíst er hvort það verður kjarasamn- ingur eða yfirlýsing af hálfu Samtaka atvinnulífsins. Fundað var um málið í byijun vikunnar. Þórir Guðjónsson hjá Eflingu - stéttarfélagi segir að mark- miðið sé að ná samningi sem tryggir blaðberum sömu lágmarksréttindi og annað Iaunafólk hefur. Jafnframt sé stefnt að því að samræma og gera gegnsærri þau mismunandi kerfi sem séu við lýði hjá útgefendum. Blaðberar, einir stétta, hafa ekki haft neinn kjara- samning og hafa kjör þeirra og vinnu- tilhögun verið ákveðin einhliða af út- gefendum. 6-8% hækkun I kröfugerðinni er m.a. farið fram á að blaðberar fái 12,80 krónur fyrir hvert eintak sem borið sé út. Talið er að þessi krafa jafngildi 6 - 8% hækkun miðað við það sem blaðberar Morgun- blaðsins eru með. Jafnframt er krafist 10% vetrarálags á tímabilinu frá nóv- ember til apríl ár hvert. Þá er gerð krafa um þungaálag, eða 1,30 krónur á eintak fyrir 286 - 296 gramma blaða- þyngd, 3,90 kr. fyrir 297 - 317 gr., 6,50 krónur fyrir 318 - 330 gr. og 8 krónur á eintak sem er 331 gramm og þyngra. Einnig er gerð krafa um að blaðberar fái 2,50 krónur fyrir hvert eintak sem borið sé út af t.d. auglýsingablöðum sem gefin eru út af öðrum en viðkom- andi blaði en dreift með því. Þá er jafn- framt farið fram á svonefnt biðtímaá- lag þegar blaðberar fá ekki blaðið til útburðar á réttum tfma, eða um klukk- an 5 á morgnana. Fyrstu 10 mínúturn- ar þar í frá eru án álags en síðan fer klukkan að tifa. I þeim efnum eru höfð til hliðsjónar ákvæði í sænskum kjara- samningi. I biðtímaálaginu er krafist 120 króna álags fyrir hvert 10 mínútna tímabil. Þá sé blaðbera skylt að sjá um útburð blaðs sem berst innan 90 mfn- útna frá því blaðið átti að vera komið til hans. Sá sem ekki getur það á ekki rétt til biðtímaálags en heldur þó sín- um föstu launum eins og hann hefði borið út. Þá er gerð sú krafa að útgef- endur sjái um að koma blöðum til áskrifenda í þeim tilfellum þegar blað- beri hefur ekki fengið þann fjölda ein- taka sem dugar til að ljúka útburði. Ennfremur er gerð krafa um vinnu- fatnað ss. kuldaúlpur með endurskins- merkjum, kulda- og öryggisskó, mann- brodda og léttan skófatnað. Síðast en ekki síst að blaðberum sé tryggður or- Iofs- og veikindaréttur og eingreiðslur í júlí og desember. - GRH Fýluferð I Hlíðarfjall. í pottinum voru að þessu sinni sldðagarp- ar að sunnan er höfðu brugðið sér í helgar- ferð til Akureyrar um síðustu helgi. Hugðu þeir sér gott til glóðar- innar um að renna sér niður brekkumar í Hlíðarfjalli en veðurguðimir vora ekki á sama máli. Allt var lokað alla helgina. Þessir pottverj- ar dóu þó ekki ráðalausir heldur skrappu í stað inn til Dalvíkur og renndu sér þar í góðu yfir- læti, og bara í ágætis veðri. Nú er spumingin hvort Hlíðarfjallsmemi verði ekki að hafa Dal- víkinga til taks um næstu helgi þegar vetrarí- þróttahátíðin nær hápunkti sínum... Pottveijar létu ekki sitt eftir liggj a í umræðu um skapofsa forsætisráðherrans þessa dagana. Eins og landslýð er kunnugt sleppti Davíð sér í ræðustóli á Alþingi á mánu- dagiim og fór ófögrum orð- um um Öryrkjabandalagið og Samíylkinguna. I sjálfu sér ekki ný tíðindi þegar for- sætisráðherra er annars vegar og þykir pottverj- um ráðherrann kannski farinn að sleppa sér pínulítið of mikiðl Var þeirri tillögu varpað fram hvort Davlð væri ekki frekar formaður Öiyrta bandalagsins frekar en Sjálfstæðisflokksins... Kastljóssparið Gísli Marteinn og Ragna Sara era þessa vikuna á Akureyri með þáttinn sinn, líkt og ekki ætti að hafa faiið framhjá alþjóð sem norðanfólki. í pottinum vora gárungar með þá hugmynd hvort ekki hefði mátt breyta nafni þáttarins þessa vikuna og kalla hann Norður- ljós, svona Norðlendingum til heiðurs og kannski fleirum ónefudum mönnum... Vísmdaniðurstoður í árslok Reynir Amgrímsson framkvætndastjóri vísindasviðs Urðar, Verðandi, Skuldar. Urður, Verðandi, Skuld hefiir komið áfót alþjóðlegu vísinda- ráði með nokkrum afhelstu framámönnum heims á sviði sameindalíffræði og lífupplýs- inga. UVSgeturorðiðleiðandifyr- irtæki á sviði krabbameinsrann- sókna í heiminum. - Eru þetta ekki mikil tímamót í sögu fyrirtækisins? “Jú, uppbygging á svona fyrirtækjum gengur í gegnum ákveðið þroskastig. Eitt af því er að ná saman vísindaráði. Öll líftækni- fyrirtæki hafa slíkt ráð. Mörg þeirra reyna að ná inn þekktum aðilum. Oft á tíðum er um skrautráð að ræða, sem eru óvirk, en okkur hefur tekist að sameina þetta tvennt; að ná inn mönnum sem eru afreksmenn á sínum sviðum. Þeir eru allir vísindamenn og frumkvöðlar á ákveðnum sviðum og eru mjög virkir enn í dag. Þess vegna erum við mjög ánægðir með þetta vfsindaráð." - Hvert er hlutverk og markmið vísinda- ráðsins? “Hlutverk þess er að vera okkur, starfs- mönnum UVS, til ráðgjafar um þær vísinda- áætlanir sem við erum að setja upp þannig að við getum lagt þær fyrir vísindaráðið. Þetta er einnig trygging fyrir eigendur og hluthafa fyrirtækisins. Vísindaráðið ber skyldur gagnvart þeim varðandi mat á vís- indastörfum innan fyrirtækisins. Þetta er viss trygging fyrir hluthafana um virkt eftir- Iit með vísindastarfseminni. Oft geta hlut- hafar átt erfitt með að átta sig á hvert við, vísindamennirnir, erum að fara. Stjórn fyrir- tækisins er yfirleitt skipuð eigendum þess og vísindaráðið er því stjórninni til ráðgjaf- ar, bæði um það hvert rétt sé að stefna og hvernig innri endurskoðun fer fram. Þegar vísindaráðið mun koma saman reglulega munum við kynna fyrir þeim vísindaáætlan- ir okkar jafnóðum og þeir sjá síðan um eft- irfylgnina." - Nú er þetta skrefað haki í upplrygging- unni, stofnun vtsindaráðs. Hvaða skref verður stigið næst? “Næstu skrefin eru húsnæðismálin, að setja upp okkar eigin rannsóknarstofu. Við höfum hingað til verið með rannsóknir hjá samstarfsaðilunum okkar, bæði hjá lækna- deild Háskóla Islands og Krabbameinsfélag- inu. Einnig höfum við haft aðstöðu hjá Landspítalanum. Við erum að leita að hent- ugu húsnæði fyrir okkur.“ - Gerir visindaráðið fyrirtækið verðmæt- ara og auðveldar ykkur fiármögnun er- lendis? “Já, það gerir það ótvírætt. Allir þessir menn eru mjög þekktir af sínum störfum, menn eins og Dr. Nick Short, fyrrum rit- stjóri Nature, Dr. Shankar Subramaniam, frumkvöðull á sviði lífupplýsinga, og Dr. Leroy Hood, sem hefur þróað ótal nýjungar á sviði líftækni síðustu áratugina. Verkefni þessara manna hafa náð góðum árangri. Það eykur traust og áhuga erlendra fjárfesta á fyrirtækinu. Þeir vita að þeir fá óháð mat á okkar gjörðum. Tvímælalaust eykur þetta verðmæti fyrirtækisins." - Það er ekki annað hlutafjánítboð á döf- inni? “Ekki alveg á næstunni. Eftir um það bil 12 mánuði munum við Ieita út fyrir land- steinana eftir frekari fjármögnun. Þá von- umst við til að hafa sett öll okkar rannsókn- arverkefni vel af stað, sem hafa verið skipu- lögð, og koma upp okkar eigin rannsóknar- aðstöðu hér heima.“ - Hvenær má vænta niðurstaðna ykkar krabbameinsrannsókna? “Erfitt er að spá fram í tímann hvað það varðar. Eitt af okkar aðalmarkmiðum er að koma með marktækar og áhugaverðar vís- indaniðurstöður undir lok þessa árs. Rann- sóknaráætlanir eru þess eðlis að það ætti að geta gengið. Annars eru alltaf ákveðnir óvissuþættir í vísindum." - bjb

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.