Dagur - 08.03.2000, Side 7

Dagur - 08.03.2000, Side 7
MIDVIKUDAGUR 8. MARS 2000 - 7 ÞJOÐMAL Torðln er ekki ferkontuð KOLBRUN HALLDÖRS DOTTIR ALÞINGISMAÐUR skr/far Opið bréf til Jóns Kristjánssonar, al- þingismanns frá Kol- brúnu Halldórsdóttur Kæri Jón! Eg hef veitt því athygli hversu duglegur þú ert að skrifa í Dag. Eg verð þó að gera þá játningu að ekki hef ég alltaf lesið grein- arnar þínar frá orði til orðs en oft hefur mér þótt notalegt að grfpa niður í þær. Mér hefur að vísu virst þú skrifa sömu greinina æ ofan í æ; sama stefið endurtekið þó þú reynir að gefa því ólík blæ- brigði með því að hafa það ýmist í dúr eða moll. Textarnir þínir eru ljúfir og líða áfram eins og lygnt vatnsfall á dalbotni, minna stundum á Lagarfljótið þar sem það líður út Héraðið, rólyndis- legt á yfirborðinu og fáir skynja hversu djúpt það er. En einstöku sinnum rísa þó vindbárur á lygnu yfirborðinu og ein slík hóf sig upp í grein sem birtist eftir þig í Degi miðvikudaginn 1. mars sl. Þar víkurðu orði að flokknum mínum, sem þú raunar gerir gjarnan, en nú kemst þú að þeirri niðurstöðu að, nýjasta stjórnmálaaflið á Islandi, Vinstri- hreyfingin - grænt framboð, sé hvorki meira né minna en einn afturhaldssamasti flokkur í allri Vestur-Evrópu. Segðu mér Jón, ertu nú alveg einlægur þegar þú skrifar svona nokkuð? Frasar og fúllr merkúniðar Eg hef að vísu tekið eftir því að ykkur Framsóknarmönnum er furðu tamt að ræða um Vinstri- hreyfinguna - grænt framboð á þann hátt að því er vandsvarað. Ykkar innlegg eru meira í ætt við upphrópanir eða staglkennda frasa en málefnalega gagnrýni á okkar málflutning eða pólitíska afstöðu í tilteknum málum. Ykk- ur hættir svo til að henda á lofti það innantóma söngl að við séum afturhaldssöm og einatt á móti öllu, -basta. Enginn rök- stuðningur, ekkert tilboð um málefnanlega umræðu. Satt að segja er þessi háttur ykkar farinn að minna á barnalegu þrætuþul- una: Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn!Fram að greinaskrif- um þínum sl. miðvikudag var það í þessu eins og fleiru sem foringi ykkar, Halldór Asgríms- son, leiddi hjörðina og hefur hann í vetur oftsinnis Iagt lykkju á leið sína til að hengja á okkur sína fúlu merkimiða. Við, Jón minn, látum okkur slíkt í léttu rúmi liggja af því að við skynjum að á bak við slíkar aðferðir býr málefnafátækt rökþrota manna og ótti við að þurfa að láta í minni pokann fyrir þeim sem af innlifun og skynsemi vilja efna til efnislegrar rökræðu um málin sem brenna á stórum hluta þjóð- arinnar. Ferköntuð jörð og flöt Eg tel að þið Framsóknarmenn séuð að gera mikil mistök með því að bregðast þannig við dap- urlegu gengi ykkar í skoðana- könnunum og óvinsældum með- al þjóðarinnar vegna verka ykkar. Það upphefur enginn sjálfan sig með því að kenna andstæðing- DVIkVDAUVn i Hrærmgamar á vinstri vængnuin ■ JÖK • § kristjAns- fsO.Y Itlwrii.uar i vinurí wnr vlirtr. míla halila ífram, cn mi cr lukokaflinn t tamclningarfcril Samfylkingnrinnar haflnn. I>ai cr nti oriiifi Ijótt ai ,\lþjAnhamla- tiglA liflr. I‘að n ah v(mi vrlöj- btcytl mod tjónariuiöum Krarn- inRja oit KvcmuliiUm. í |*k- uni flokki ou lil rciiu >kuö«nir i flotum mílum. tcm \fiHciit cru um aS fyljö»l *kii mcA Mmiiml Ifmanj ng arulxfa jcgn hlh.n. Imnllnjtum 1 MmfCbtglmi. \1nvtri jtncnir crn Ifklrga nflur- )>Bl(ltsam».il flokkur / Yicttur r.vrópu jióri finna rooyl lík Mjiin- nrmio hjíi Yintiri .óualivtum á Noröurlómlum or I já Groninfj- Skoöanir iiui hU) óumbrcvLm- U-J.I v.imfrbj hrifa vi.vulcga liljúinjriiiui IWá ík.lAnum húpi frtlkt. Þcvsl hripur cr j;rrinlh;í;a mh*n iiiir til licn .i<\ hnMn KiArn- .lAnstri gemiut cw KUcga alturhal alatum i NorCirUnilum og tyi Gimiwgfjm annars staáar.'segr Jön Kmtjintson mv. i i/nitn « vijti tcngtl nuMur nUat fau hunn ckki lil I/Ucgl cr »i\ mrx\ jni hafi Kinn vitjjö gcfa mcrki um nunu'i i mvmnu og cfnahagt- málum. cr. IrnA cr mi ÉivCiYir cij- Inlciki il vintirí vnmn tijórnmtil- unnn. Skllnlnjur i þvf ai\ vci- fcrílarkcrlíð þurli aó l>y|gtJasi á oflupi ntvinnulO'l cr *f tkornum vkammtl : IwrbúAum Samfjlk- inisnríimar oc Vinvtri cra-nuri. ÞvcrsðjJniti lricr»l>);nlii mikla fjrir Samfylk- iiigiiiia njt Vjnsiri gr.rna rr aö vtjóm miAju uj Wgri afUnna i inlcnvkum tijrirnmaliini hcfur búið I hjRÍnn fyrfr wBvríarlxrf- iA i lamlimi. Aninmil.fiA hcfur fi'H-iö aílru umjjitiril vn -öur m cr ínrkara. launaicljur ham aukivt og þar mri tckjur rillt- ijúir. M hcfur jp:rt |úi roöjtu- Icjji aö crciíki nkW tkuklir riú»- «iiW. ÞaíV hcfnr cinnijj i«Ö lagi til hliAar fvrír vkuljhiixlinj- um þar i nu-An! liíc>Tittkulcl- himlinipjm. Ilin mikla byrti rikitsjóös cr uö m Grein sú eftir Jón Kristjánsson sem Kolbrún taiar um í bréfi sínu. unum um. Væri ekki mun væn- legra fyrir ykkur að líta í eigin barm og spyrja: Á hvaða leið erum við? Þurfum við ekki að hugsa okkar gang ef við erum að verða svona óvinsæl af verkum okkar? Formúlan sem þið notið, að andstæðingarnir séu vondir við ykkur og af því þeir séu gagnrýn- ir á sumt af því sem þið hafið gert, þá séu þeir neikvæðir aftur- haldsflokkar, að Framsókn sé víst góður flokkur og sé víst að vinna þjóðþrifaverk, þjóðin bara mis- skilji þetta allt saman - að jörðin sé sem sagt ferköntuð, og gott ef ekki flöt líka, hvað sem hver seg- ir. Þetta, Jón minn, held ég að séu hvorki uppbyggileg né skyn- samleg viðbrögð af ykkar hálfu. Að kasta steiniun úr glerhúsi Satt best að segja, Jón, finnst mér þið vera að kasta steinum úr glerhúsi þegar þið sakið aðra flokka um afturhaldssemi og nei- kvæðni. Eg átta mig a.m.k. ekki á því að það sé sérstaklega aftur- haldssinnað eða einhver forn- eskja í íslenskum stjórnmálum að setja umhverfismálin í önd- vegi á þann hátt sem Vinstri- hreyfingin - grænt framboð hef- ur gert svo eftir er tekið. Við, sem höfum gengið til liðs við VG og erum þar að stíga okkar fyrstu skref í stjórnmálum, gerum það einmitt af þeirri ástríðu sem fylg- ir fullvissunni um góðan mál- stað. Við erum þess fullviss að með starfi okkar leggjum við lóð á vogarskálar betri framtíðar fyr- ir okkur og börnin okkar, fyrir Iíf- ið á jörðinni og fyrir mannlegt samfélag í sátt og samhljómi við náttúru landsins. Ut um allan heim eru menn sammála um að umhverfismálin verði á næstu öld veigamestu mál stjórnmálanna. Það hlýtur því að teljast argasta öfugmæli að saka þann flokk sem hefur gert þau að einu helsta aðals- merki síns málflutnings, eins og VG hefur gert, um afturhalds- semi eða fortíðarhyggju. Eg verð líka að segja, Jón, að ég hef ekki áttað mig á því hvað er svona óskaplega nútímalegt eða fram- sækið við það að vera Framsókn- armaður. Þegar ég hlusta á J)á Pál Pétursson og Halldór As- grímsson, og jafnvel þó ég lesi greinarnar þínar, þá bara átta ég mig ekki á þessu. Mér finnst miklu nær sanni að þið á köflum standið fyrir forneskjuleg við- horf, t.d. til atvinnumála og at- vinnuuppbyggingar þar sem út- gangspunkturinn virðist oftar en ekki vera sá a.m.k. hvað um- hverfismálin varðar að maðurinn sé herra jarðarinnar og því miður þurfi bara að að velja og hafna. Annað hvort velji menn atvinnu- uppbyggingu eða umhverfis- vernd, svo ég minnist nú ekki á þá sorglegu Iínu sem umhverfis- ráðherrann hefur tekið, að einn- ig hún verði að velja og hafna, hvort hún ætli að standa með náttúrunni eða fylgja stefnu rfk- isstjórnarinnar. Og af því að hún sé í ríkisstjórninni þá auðvitað fylgi hún stefnu ríkisstjórnarinn- ar og íyrir það verði umhverfis- málin að gjalda. Ef eitthvað er dapurleg fortíðarhyggja og forn- eskja í þessum efnum, Jón minn, þá er það þetta sem þið standið fyrir. Og það kann ekki góðri lukku að stýra að kasta steinum úr glerhúsi. Þinn sessunautur í þinginu. STJÓRNMAL A NETINU Jöfmm námskostnaðar „Nú, í kjölfar þess að svokölluðum dreifbýlisstyrkjum hefur verið út- hlutað, hefur eins og stundum áður, hafist umræða um réttlæti laganna um jöfnun námskostnað- ar. Mest er gagnrýnin á að skilyrði styrkveitingar sé að ekki sé unnt að stunda „sambærilegt nám“ frá lögheimili eða öðrum dvalarstað sem námsstyrkjanefnd metur jafn- gildan eins og segir í 2. grein lag- anna,“ segir Svanfríður Jónasdótt- ir, alþingismaður, á vefsíðu sinni. Og hún bætir við: „I skýrslu menntamálaráðherra til Alþingis um nýja skólastefnu sem hann lagði íram þingveturinn 1997 til 1998 segir að með nýrri aðalnámsskrá eigi að Ieitast við að tryggja að hver einstaklingur geti fundið nám við hæfi innan fram- haldsskólans. Námið á að verða samfelldara, markvissara og sér- hæfðara en áður. I þessari sömu skýrslu segir jafnframt: „Nemend- ur geta í auknum mæli valið á milli framhaldsskóla en verða ekki lengur eins bundnir við að fara í Svanfríður Jónasdóttir. þann skóla sem næst þeim er. Lit- ið verður á landið sem einn náms- markað." Framhalds- skólamir bjóða afar mismun- andi þjónustu, bæði vegna ólíkrar að- stöðu, stærðar og námstilhög- unar. Ungt fólk vill geta valið og farið í skóla þar sem veitt er þjónusta við þess hæfi og námstilhögun en í svokölluðum heimaskóla þó túlka megi sem „sambærilegt nám“. Það telur sig líka hafa fengið þau skilaboð frá m.a. hæstvirtum menntamálaráð- herra að slíkt eigi að vera hægt en kemur þá jafnframt á óvart vistar- bandið nýja sem felst í því að ef annar skóli en svokallaður heima- skóli er valinn þá fæst enginn dreifbýlisstyrkur, þá er engin jöfn- annars konar un námskostnaðar. Eg hef því spurt menntamála- ráðherra í lyrirspurnatíma á Al- þingi hvort fyrirhuguð sé endur- skoðun á lögunum um jöfnun námskostnaðar til að samræma þau yfirlýsingum eins og þeirri að nemendur geti í auknum mæli val- ið á milli framhaldsskóla en verði ekki lengur eins bundnir við að fara í þann skóla sem næst þeim er og að litið verði á landið sem einn námsmarkað. í stuttu máli var svar menntamálaráðherra það að hann hyggst láta endurskoða Iög- in. Það hlýtur að vera fagnaðarefni þeim mörgu framhaldsskólanem- um sem telja sig nú sitja eftir með sárt ennið.“ Sterkari siðferðisgrundvöll „Markaðshagkerfið er besta leið- in til þess að bæta lífskjör og mæta vandamálum fólksfjölgun- ar en það skiptir ekki gæðunum jafnt. Ef samhjálp er ekki fólgin f efnahagskerfinu verður hún að koma annars staðar frá. I velmeg- uninni á Islandi og annars staðar á Vesturlöndum ber okkur skylda til þess að gæta hag þeirra sem minnst mega sín hvort sem þeir eru hérlendis eða erlendis," segir Ágúst Einarsson, varaþingmaður, á vefsíðu sinni. Og heldur áfram: „Það mun reyna mjög á siðferðilegan styrkleika okk- ar á næstu árum þegar tækninni fleygir fram og menntunin sem ekki allir _____ fá tækifæri til að njóta mun ráða lífskjörum. Þjóðir þriðja heimsins munu eiga sífellt erfið- ar uppdráttar. Stuðningur við markaðshyggju og tæknivæðingu er þó skynsamlegur en sterkur siðferðilegur grundvöllur fyrir mannlegum samskiptum er for- senda framtíðarinnar. Samhjálp er mannréttindi sem eru vita- Ágúst Einarsson. skuld algild. Aframhald á rúmlega 200 ára heimsforystu Vesturlanda á eng- an rétt á sér ef við veitum ekki öllum sömu tækifæri. Rómaveldi hrundi vegna þess að það hafði ekki Iengur neinn siðferðilegan mælikvarða í athöfnum sínum. Þjóðmálaumræðan verður að takast á við þessar nýju, siðferði- legu áskoranir gagnvart með- borgurunum. Engin merki eru þó enn um það hérlendis innan stjórnmálaflokkanna en málið er skylt fleiri samtökum eins og kirkjunni, verkalýðshreyfingunni og skólunum. Við horfum upp á vaxandi ójöfnuð í okkar litla samfélagi og framlög Islendinga til þróunar- mála eru skammarlega lág í sam- anburði við nágrannaþjóðirnar. Boðskapur miskunsama Sam- verjans nær vissulega til hugar okkar en hann hefur enn ekki leitt til eftirbreytni. Á slíkt af- skiptaleysi að vera stefna Islend- inga inn í 21. öldina?"

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.