Dagur - 08.03.2000, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 - 11
FRÉTTIR
Styrkj akerfi ESB
ei eftirsóknarvert
Atþingismeimimir Jón
Kristjánsson og Sig-
hvatur Björgvinsson
eru sammála um að
styrkjakeríi Evrópu-
sambandsins í sjávar-
útvegsmálum sé ekki
eftirsóknarvert. Þá
greinir á hvort skatta-
afsláttur sjómanna sé
styrkur til útgerðar-
innar.
Á fundi sem íslendingar í Brussel
efndu til nýlega kom fram sú
kenning stjórnmálafræðings og
fyrrum starfsmanns sendiráðs Is-
lands þar í borg að Islendingar
nytu betur aðildar að Evrópusam-
bandinu (ESB) með óbreyttri sjáv-
arútvegsstefnu heldur en ef þeir
sæktust eftir undanþágum frá
sjávarútvegsstefnu ESB. Þetta
væri vegna hins mikla styrkjakerfis
sambandsins. Þar kom líka fram
að ríkisstyrkir á Islandi, miðað við
fjölda sjómanna, væru hærri en í
Evrópulöndunum. Þar væri fyrst
og fremst um að ræða skattaafslátt
til íslenskra sjómanna. Dagur leit-
aði álits tveggja alþingismanna
sem sæti eiga í utanríkismála-
nefnd um þetta mál.
„Eg er nú ekld tilbúinn til að
skrifa upp á þessa kenningu og
þarf að fá haldbærari rök beldur
en stutta útvarpsfrétt fyrir því að
við getum fengið að ráða því upp á
okkar einsdæmi hvað veitt verður í
íslensku lögsögunni. Ef einhver
Sighvatur Björgvinsson.
getur sýnt mér rök fyrir þessu er ég
tilbúinn til að hlusta en þessi frétt
sannfærði mig ekki,“ sagði Jón
Kristjánsson alþingismaður.
„Það sem menn eru þarna að
ræða um eru þeir styrkir sem Evr-
ópusambandið greiðir til sjávarút-
vegs, að við gætum orðið aðilar að
þeim. Það hefur verið þumalfing-
ursregla hjá okkur að reka eigi
sjávarútveginn styrkjalausan. Mér
finnst mun meira virði að við
stjómum okkar fiskveiðum sjálfir
og getum þess vegna tryggt við-
gengi fiskistofnanna við Island.
Það er meira virði fyrir okkur held-
ur en hvort við fáum einhveija
styrki," sagði Sighvatur Björgvins-
son alþingismaður.
Beinir og óbeinir styrkir
Varðandi þá fullyrðingu að Islend-
ingar færðu meiri styrki til sjávar-
útvegsins en ESB-Iöndin með
skattaafslætti til sjómanna sagði
Sighvatur að vissulega greiði Is-
Iendingar umtalsverða styrki til
sjávarútvegsins. Þeir fælust ekki í
beinum greiðslum en skattaaf-
sláttur sjómanna væri ekkert ann-
Jón Kristjánsson.
að en launauppbót sem ríkið tæki
að sér að greiða. Þá væru lægri
hafnargjöld greidd hér á landi en
þjónustuútgjöld hafnanna krefð-
ust Hann sagði jafnframt að veru-
Iegur hluti af ráðgjöf til sjávarút-
vegsins væri greiddur af skattborg-
urum.
„Það er ýmis aðstoð sem samfé-
lagið veitir sjávarútvegnum, sem
er styrkjaígildi þótt ekki sé um
beina styrki að ræða,“ sagði Sig-
hvatur Björgvinsson.
Jón Kristjánsson Iítur skattaaf-
slátt sjómanna öðmm augum en
Sighvatur. Jón sagðist ekld líta á
hann sem styrk til útgerðarinnar.
Þar væri um kjaramál sjómanna að
ræða sem ekki væri hægt að leggja
að jöfnu við beina styrki Evrópu-
samhandsins til útgerðar land-
anna.
„Með skattaafslætti sjómanna er
ríkið að viðurkenna erfið og
áhættusöm störf og örvar með
skattaafslætti að þau séu stunduð.
Að blanda þessu saman við ríkis-
stuðning við sjávarútveg þykir mér
vafasöm samanhurðarfræði,“ sagði
Jón Kristjánsson. — S.DÓR
Undirskrlftasöfmm
vegna gæsluvalla
Til stendur að fækka gæsluvöllum á Akureyri við misjafnar undirtektir og
Hggja nú frammi undirskriftarlistar gegn lokuninni.
Sú hugmynd bæjaryfirvalda á Ak-
ureyri að leggja af starfsemi gæslu-
valla bæjarins í núverandi mynd
eftir næsta sumar hefur mælst
inisjafnlega fyrir og er nú hafín
undirskriftasöfnun til að mótmæla
þessari ákvörðun. Undirskriftalist-
ar Iiggja frammi víða, meðal ann-
ars í verslununum DoReMí, Lyf &
Heilsu í Hafnarstræti, Vöggunni,
Skóhúsinu, Kátum krökkum,
Esju, Brynju, Býflugunni og blóm-
inu, Myndbandahöllinni við Viðju-
lund, verslunum í Kaupangi og
Sunnuhlíð, versluninni Síðu og
víðar fram til föstudagsins 10.
mars. Þá vekja aðstandendur und-
irskriftasöfnunarinnar athygli á því
að opnuð hefur verið umræða um
tillöguna á heimasíðu Akureyrar,
akureyri.is.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um Dags varð það niðurstaða
skólanefndar að lcggja starfsemi
gæsluvallanna af í núverandi
mynd frá 1. september á þessu ári
og var sú ákvörðun tekin út frá
samantekt sem sýndi að nýting
gæsluvalla hefur farið mjög
minnkandi þannig að vart er leng-
ur fjárhagslegur grundvöllur fyrir
rekstri nema í mesta lagi tveggja.
Jaínframt Iagði skólanefnd áherslu
á að vöilunum verði áfram haldið
við og fái umhverfisdeild það hlut-
verk ásamt fjárveitingum fyrir
næsta fjárhagsár. Það væri mikil-
vægt til þess að dagmæður og fleiri
gætu áfram nýtt sér vellina, sam-
hliða því að hugsanlega væri hægt
að bjóða væntanlegum hverfasam-
tökum í bænum afnot af völlunum
ef þau vildu halda þar úti starf-
semi við gæslu barna. — Hi
ísal semur aftur vid Álit
ísal í Straumsvik hefur endurhýjað
samning við Alit ehf. um rekstur
tölvu- og upplýsingakerfa álversins
til næstu tveggja ára. Alit sérhæfir
sig í rekstrí tölvukerfa og óháðri
ráðgjöf og er frumkvöðull hér á
landi í að bjóða svokallaða „outso-
urcing“-þjónustu í rekstri tölvu- og
upplýsjngakerfa, þ.e. að utanað-
komandi iyrirtæki sjá um rekstur
tölvukerfa viðskiptavinarins. Hjá
fyrirtækinu starfa um 30 manns.
Auk ísal rekur Álit tölvukerfi fvrir
Mjólkursamsöluna, Islenska járn-
blendifélagið, Sól-Víking, Islands-
flug, Islenskar getraunir og
Fríkortið.
Skeljungux eykur siim hlut
Skeljungur hagnaðist um 495 milljónir króna í
fyrra, samanborið 242 milljóna gróða árið
1998. Hagnaðaraukningin milli ára eru lítil
105 prósent. Hagnaður af reglulegri starfsemi
fyrir skatta var 593 milljónir, sem er um 198%
aukning miðað við árið áður. Þetta er meðal
þess sem kemur fram í ársreikningi fyrirtækis-
ins, sem Ijallað var um á stjómarfundi í fyrra-
dag. Skeljungsmenn segjast hafa aukið elds-
neytissölu í fyrra um 31% og markaðshlutdeild-
in sé nú 36%, en var rúm 30% árið 1998. Velta
Skeljungs jókst úr 8,3 milljörðum króna árið 1998 í 9,8 milljarða í
fyrra. Hreinar rekstrartekjur námu 2,6 milljörðum. Eigið fé Skelj-
ungs í árslok var 3,7 milljarðar, jókst um 61 5 milljónir milli ára. Eig-
infjárhlutfallið var 46,9% og arðsemi eigin fjár 15,7%, var 8,5% í árs-
Iok 1998. Á aðalfundi Skeljungs 14. mars nk. verður gerð tillaga um
15% arðgreiðslu til hluthafa. Stærstu eigendur eru Shell Petrolium
með 17,16% hlut og Burðarás með 13,03%. Hluthafar voru í kring-
um 600 þann 1. mars sl. — BJB
495 milljónir í plús
hjá Skeljungi.
NIB lánaði íslendmgum
5.6 milljarða
Samkvæmt ársreikningi Norræna
fjárfestingabankans (NIB) fyrir
árið 1999 var afkoman nokkuð
góð. Aðalbankastjóri NIB er sem
kunnugt er Jón Sigurðsson, fýrrum
seðlabankastjóri og iðnaðarráð-
herra. Hreinar vaxtatekjur síðasta
árs námu 10,2 milljörðum króna
og hagnaður bankans nam 7,7
milljörðum. NIB greiddi út Ián til
fjárfestingarverkefna fyrir 96,3
milljarðar, þar af um 73 milljarða
vegna verkefna á Norðurlöndum.
Heildarútlán bankans í lok ársins
námu 645,4 milljörðum króna, sem er 7% aukning frá árinu 1998.
Lántakendur hjá NIB frá Islandi voru 42 talsins á síðasta ári, 7
fleiri en árið áður. Þar af voru 19 fyrirtæki á hlutabréfamarkaði, 13
bankar og sjóðir, 7 opinber fyrirtæki og 3 sveitarfélög. Utborguð voru
lán til 14 verkefna hér á landi fyTÍr um 5,6 milljarða, samanborið við
4.6 milljarða árið 1998. Lánin skiptust þannig: Fyrirtæki í eigu hins
opinhcra fengu 1,7 milljarða, sveitarfélög rúma 2 milljarða, bankar
og sjóðir um 1 milljarð og einkafjTÍrtæki um 870 milljónir króna.
Helstu viðskiptavinir NIB hér á landi eru Landsvirkjun, Reykjavíkur-
borg, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Flugleiðir, Ríkisútvarpið, Ol-
íufélagið, Kaupþing, Islandsbanki, Byko, Baugur og Sparisjóðahanki
íslands. — BJB
Jón Sigurðsson.
Tap vegna loðnimnar
Hagnaður Haraldar Böðvarssonar á Akranesi og í Sandgcrði árið
1999 var 1 16 milljónir króna samanborið við 270 milljónir króna árið
1998. Tap af reglulegri starfsemi var 21 4 milljónir króna. Rekstrar-
tekjur námu 3,3 milljörðum króna á móti 4,1 milljarði króna árið
1998, rekstrargjöld 3,1 milljarður króna á móti 3,3 milljörðum króna
árið 1998. Veltufé frá rekstri nam 53 milljónum krópna á móti 553
milljónum króna árið 1998, veltufjárhlutfall 1,38 á móti 2,24 og eig-
infjárhlutfall 35,33% á móti 43,4% árið 1998.
Ein meginástæða slakrar afkomu er sú að loðnuafli á sumar- og
haustvertíð brást nær algjörlega, auk þess sem afurðaverð á mjöli og
lýsi hefur verið í lágmarki. Þá var afkoma landfrystingar óviðunandi,
en rekstur bolfiskvinnslu á sjó hefur verið vel viðunandi. Stjórn Har-
aldar Böðvarssonar hefur ákveðið að sameina tvö dótturfyrirtæki sem
eru í 100% eigu HB, en þau eru Islenskt franskt eldhús og Haraldur
Kristjánsson. Horfur eru á að rekstur ársins 2000 verði betri en
rekstur ársins 1999. Aðalfundur félagsins verður haldinn á Akranesi
6. apríl nk. Stjórnin leggur til að greiddur verði 6% arður til hluthafa.
- GG
8% arður hjá Þormóði ramma-
Sæhergi
Þormóður rammi - Sæberg Qallaði um afkomu félagsins f fyrra á að-
alfundi nýlega. Hagnaður var upp á 474 milljónir króna, sem er ríf-
lega tvöfalt betri afkoma en árið 1998 þegar gróðinn nam 200 millj-
ónum. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 455 milljónum króna
en árið 1998 var hagnaður af reglulegri starfsemi eftir skatta 214
milljónir króna. Rekstrartekjur námu 4.626 milljónum króna saman-
borið við 3.800 milljónir króna árið áður. Hagnaður (yrir afskriftir og
fjármagnskostnað var 924 milljónir króna eða um 2Q% af rekstrar-
tekjum, samanborið við 827 milljónir árið 1998 eða 22% af rekstrar-
tekjum. Veltufé frá rekstri nam 868 milljónum króna og hækkaði það
um 216 milljónir frá fyrra ári. Eigið fé var í árslok 3.035 milljónir og
hafði hækkað um 562 milljónir milli ára. Eiginljárhlutfall lækkaði
hins vegar milli ára úr 44,5% í 35,7% vegna samruna við Árnes hf.
og Ijárlestinga. Á síðasta ári unnu um 276 manns að meðaltali hjá
Þormóði ramma - Sæbergi hf. Á aðalfundinum var samþykkt tillaga
um 8% arðgreiðslu til hluthafa.