Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 5
Ð^ur_
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 - 21
Úr Brighter Summer Day eftir tævanska leikstjórann Edward Yang. Tævan var mikið í fréttum fyrir nokkrum vikum út af kosn-
ingum, en líklega vita færri að þaðan koma nokkrir afbestu kvikmyndaleikstjórum í heiminum í dag.
Með Lars von Tríer
Cannes
Þann 10.
maí næst=
komandi
verður Kvik-
myndahátíð-
in í Cannes
sett með
sýningu stuttmyndar
eftir Jean-Luc Godard
„Upphaf 21. aldarinnar“
og nýrri kvikmynd eftir
Roland Joffé, Vatel. Þar
með byrjar ballið á La
Croisette sem lýkur 10
dögum síðar þegar Luc
Besson, formaður dóm-
nefndarinnar í ár, af-
hendir Gullpálmann.
Mér hefur alltaf þótt skemmti-
legt að fylgjast með þessari
stærstu og mestu glamúrhátíð
kvikmyndanna sem haldin er í
heiminum. Það stafar kannski af
því að ég var búsett í Frakklandi,
þar sem fréttatímar sjónvarps-
stöðvanna þessa tíu daga enda
yfirleitt á myndum af kvik-
myndastjörnum á leið upp rauða
dregilinn í beinni. Þá hefur ekki
verið minna spennandi að kaupa
dagblöðin þessa daga, þar sem
óháðir k vi km y n d a s kr íp e n t a r
Libé og Le Monde, láta gamm-
inn geysa um myndirnar í
keppninni og skrifa ástríðufullar
greinar um leikara og leikstjóra
sem þeir hafa látið heillast af.
Þá er ekki verra, sé maður
staddur í París en ekki á sjálfri
hátíðinni, að geta séð sumar af
þessum myndum strax, þar sem
nokkrar eru yfirleitt frumsýndar
í almennum kvikmyndahúsum á
þessum tíma.
Skipt um skoðun
Oftast þarf maður þó að bíða
fram til haustsins og vetrarins til
að geta barið augum umtöluð-
ustu myndir hátíðarinnar. Þá
getur líka verið bíó að fylgjast
með gagnrýnendum endurskoða
álit sitt á sumum myndanna,
sem þeir annað hvort elskuðu
eða hötuðu í hita leiksins í
Cannes. Ekki að þeir kúvendi
skoðunum sínum, en stundum
virkar mynd öðruvísi þegar horft
er á hana í annað sinn nokkrum
mánuðum síðar, við ögn rólegri
aðstæður en í Cannes.
Opinbert andlit Kvikmyndahá-
tíðarinnar í Cannes er keppnin
um Gullpálmann. Myndirnar
sem um hann berjast eru valdar
af forseta hennar, Gilles Jacob,
og hans fólki og kynntar
skömmu fyrir páska. Víst má
teljast að fæstar þessara mynda
eigi eftir að rata í íslensk kvik-
myndahús fyrr en seint og um
sfðir. Nokkrar munu dúkka upp
á næstu og þar næstu kvik-
myndahátíð, en fæstar ef
nokkrar eiga eftir að komast á
almennar sýningar hér. Það sýn-
ir reynslan. Þó skulum við
reikna með að fá fljótlega að sjá
Dancer in the Darli, nýjustu
mynd Lars von Trier þar sem
Björk „okkar“ Guðmundsdóttur
er í aðalhlutverki.
Uppgangur í Asíu
Kvikmynd Lars von Trier er í
hópi þeirra mynda sem gagn-
rýnendur bíða eftir með mestri
eftirvæntingu. Tveir aðrir nor-
rænir leikstjórar eiga mynd í
keppninni, Roy Anderson
(SAnger frÁn andra vÁningen)
og Liv Ullman (Trolösa). Annars
koma asískir leikstjórar sterkast-
ir inn enda hafa margar af frum-
legustu og bestu myndum síð-
asta áratuginn komið þaðan.
Aðstandenur hátíðarinnar benda
þó á að erfitt sé orðið að flokka
myndir eftir löndum, þar sem
Ilestar séu samframleiddar, sam-
anber Trier-myndin, sem er
dönsk-frönsk.
En lítum á listann. A honum
má sjá gamalkunnug nöfn á
borð við Joel Coen, en hann
virðist vera einn á ferð með O
Brother, where are yoti?. Ekki
vitum við hvort það tengist titli
myndinnar. Þá mæta tveir ólíkir
Bretar, sem íslenskir kvikmynda-
áhugamenn þekkja, James lvory
með The Golden Bowl og Ken
Loach með Bread & Roses. Is-
lendingar kannast Ifka við Wong
Kar-wai frá Hong Kong, þar sem
mynd hans Chungking Ex-
pressíæst á vídeóleigum. Hún er
aðeins ein af mörgum góðum
myndum hans sem margar hafa
komist á lista yfir bestu myndir
tíunda áratugarins. Nægir þar
að nefna Happy Together og
Fallen Angels en nýja mynd
Wong heitir Án titils. Aðrir leik-
stjórar frá Asíu eru Aoyma Shinji
með Eureka, lm Kwon Taek
með Chunhyang, Jiang Wen
með Guizi Lai Le, Nagisa Os-
hima með Gohaito að ógleymd-
um tævanska leikstjóranum Ed-
ward Yang með Á One and Á
Tivo....Þetta eru allt nöfn sem
kvikmyndaáhugamenn ættu að
leggja á minnið ef þeir hafa eltki
gert það nú þegar.
ísrael og íran
Þá er gaman að sjá hina ungu
Samira Makhmalbaf frá íran á
listanum, með Svörtu töfluna,
en fyrsta mynd hennar Eplið
(fæst á vídeóleigum) vakti mikla
athygli í flokknum „Un certain
regard“ fyrir tveimur árum.
Myndir Amos Gitai frá ísrael
hafa vakið athygli fyrir bein-
skeyttar frásagnir leikstjórans af
lífinu í landi sínu og ekki er
annað að sjá en hann haldi
áfram að fjalla um það í Kippur.
Þá eru ótaldar myndirnar
Estrovo eftir Ruy Guerra, Fast
Food Fast Women eftir Amos
Kollek, The Yards eftir James
Gray, Nurse Betty eftir Neil
Labute og La Noce eftir Pavel
Lounguine. Þetta eru myndirnar
sem keppa munu um
Gullpálmann, en þær eru aðeins
lítið brot af öllum þeim aragrúa
mynda sem renna munu í gegn-
um sýningarvélar kvikmynda-
húsanna í Cannes meðan á há-
tíðinni stendur. Sumar eiga eftir
að setja svip sinn á kvikmynda-
söguna, en aðrar falla í gleymsk-
unnar dá um leið og henni lýk-
ur. Bon cincma.
Margrét E.
Úlafsdóttir
skrifar
tninlrdliJuloIiiBjtliiirii.il
eftir
Erskine Caldwell
Þýðing:
Jökull Jakobsson
Leikmynd og búningar:
Snorri Freyr Hilmarsson
Lýsing:
Ingvar Björnsson
Hljóðmynd:
Kristján Edelstein
Leikstjóri:
Viðar Eggertsson
Laugardagur
6. maí kl. 20:00
Föstudagur
12. maí kl. 20:00
Örfá sæti laus
Laugardagur
13. maí kl. 20:00
25% afsláttur
til handhafa
gulldebetkorta
Landsbankans.
Miðasalan opin alla virka daga
frá kl. 13:00-17:00 og fram að
sýningu, sýningardaga.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is
ATHUGIÐ BREYTTAN
SÝNINGARTÍMA UM
HELGAR
Stóra svið:
Kysstu mig Kata
Söngleikur eftir Cole
Porter, Sam og Bellu
Spewack.
lau 6/5 kl. 19:00
uppselt,
sun 7/5 kl. 19:00
örfá sæti laus,
fim 11/5 kl. 20:00
örfá sæti laus,
fös 12/5 kl. 19:00 uppselt,
lau 13/5 kl. 19:00
örfá sæti laus,
sun 14/5 kl. 19:00
örfá sæti laus,
fim 18/5 kl. 20:00
laus sæti,
fös 19/5 kl. 19:00
örfá sæti laus,
lau 20/5 kl. 19:00 uppselt,
sun 21/5 kl. 19:00
laus sæti,
mið 31/5 kl. 20:00
örfá sæti laus.
Sjáið allt um Kötu á
www.borgarleikhus.is
Sýningu lýkur í vor.
Litla svið:
Leitin að
vísbendingu um
vitsmunalíf í
alheiminum
Eftir Jane Wagner
Lau 6/5 kl. 19:00
örfá sæti laus.
Allra síðasta sýning í
Reykjavík
Ósóttar
miðapantanir seldar
daglega
Miðasalan er opin virka daga frá
kl. 12-18, frá kl. 13
laugardaga og sunnudaga
og fram að
sýningu sýningardaga
Símapantanir virka daga frákl. 10
Greiðslukortaþjónusta
Sími 568 8000 Fax 568 0383
Hvað er á seyði?
Tónleikar, sýningar,
fyririestrar o.s.frv...
Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbréfi eða hringdu.
ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100
Útvörður upplýsinga
il