Dagur - 06.05.2000, Page 15

Dagur - 06.05.2000, Page 15
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 - 31 jynptr- Og golan kyssir kinn Ekkert jafnast á við að upplifa náttúruna á hestbaki langt upp til fjalla. En reiðmaðurinn þarf líka að vera vel út- búinn á baki til að full- komna vellíðanina. Það er til reiðfatatíska eins og önnur tíska. Þegar haldið skal til reiðar er ekki nóg að hesturinn sé klár. Fatnaður skiptir sköpum um vellíðan reiðmanns á baki. Líf og stíll fékk aðstoð eiganda Hestabúðarinnar á Akureyri Stefáns Erlingssonar, hest- húsaeigandans Höskuldar Jónssonar og fyrirsætanna Helgu Árnadóttur, reiðkonu og Davíðs Sverríssonar, hesta- manns til að kynna nýjustu reiðfatatískuna. Stígvélin á hilluna Það er margt sem þarf að huga að þegar halda skal í langferð á hestum upp til fjalla. Fyrst og fremst þarf að huga að góðum og vönduðum fatnaði sem hentað getur við öll veðurskil- yrði, allt frá sólu til hríðar. Það eru til margar útgáfur af reið- fatnaði í verslunum og gera hestamenn og -konur mun meiri kröfur í dag en áður fyrr um fallegan reiðfatnað. Fyrir- sæturnar Helga og Davíð sýna okkur þrenns konar fatnað sem henta vel í ferðalagið. Reiðstíg- vélin eru lítið notuð, það er einna helst að þau séu dregin fram á vetrum, en það hafa komið á markaðinn sérstakir skór sem leysa þau af hólmi, svokallaðir Grum-skór líka kall- aðir gegningarskór sem eru með gúmmí upp að ölda. Skóbuxurnar vinsælastar Þar sem skórnir hafa orðið vin- sælir meðal hestafólks, eru Iíka komnar þar til gerðar buxur á markaðinn sem ganga undir heitinu skóbuxur frá Horka og sjá má vel á efstu myndinni hér á sfðunni hvernig þær líta út, Helga er í bláum og Davíð í grænum. Þessar buxur kosta kr. 17.900. Flfspeysurnar eru til- valin fatnaður í góðu veðri, léttar og vindheldar, Helga er í grárri og Davíð í brúnni, þær kosta kr. 8.980. Reiðskórnir eru frá Tracker og er Helga í brúnum reimuðum skóm sem kosta kr. 6.890 en Davíð í svörtum sem hægt er að smokka sér ofan í því þeir eru með teygju við öklann, þeir kosta kr. 6.990. Á myndinni í miðið má sjá Helgu og Davíð f mjög svo praktískum vattjökkum sem með lítilli lý'rirhöfn má breyta í vesti, því hægt er að renna ermunum af. Þeir fást í öllum mögulegum litum, en hér sjá- um við Ijósbrúnan og dökk- bláan, þeir eru frá Mountain Helga og Davíð í léttum reiðfatnaði sem hentar mjög vel á góðum sumar- dögum. Á milli þeirra er nýkembd og falleg Dimma frá Þverá. house og kosta kr. 8.980. A neðstu myndinni sýna Helga og Davíð okkur tvær út- gáfur af vatns- og vindheldum úlpum og er Helga í vindúlpu með léttu fóðri en úlpan sem Davíð er í er hlýrri og með þykku fóðri. Ulpurnar kosta kr. 8.980. Hjálmarnir kosta kr. 4.995 eins og Helga er með og kr. 5.900 eins og Davíð er með. Það skal enginn reiðmaður skilja hjálminn eftir heima, ein algengustu meiðsl á reiðmönn- um eru einmitt höfuðmeiðsl. Nýjustu hjálmarnir eru alveg eins og reiðhjólahjálmar, léttir og meðfærilegir og fást í mörg- um litum. anna svo sem eins og mat og drykkjarföng, en það getur líka verið trússhestur, sem er þá klyfjaður öllum nauðsynjum þar á meðal girðingu sem slá má utan um hrossin þegar áð er. En engu að síður er nauð- synlegt að hafa hnakktösku. Henni er komið fyrir fyrir aftan hnakkinn og fest við hann með þar til gerðum ólum. í hnakktöskunni er mjög gott að hafa eftirfarandi: járningasett, varaskeifur, vasahníf, regnföt og föt til skiptanna, harðfisk og súkkulaði, og síðast en ekki síst brjóstbirtu. -w Frábærir vattjakkar sem breyta má í vesti með einu handtaki. Skóbuxurnar þykja þægilegastar. Helgarferð Flestamannafélagið Léttir á Ak- ureyri hefur gert upp og rekur gamalt býli innst í Fnjóska- dalnum sem heitir Sörlastaðir. Þangað er algengt að félags- menn fari í helgarferð á hest- um, úr Fnjóskadalnum eru svo reiðleiðir um alla Þingeyjar- sýslu. Hnakktaskan I lengri ferðum er oftast með í ferð svokallaður trúss, það get- ur verið trússbíll sem flytur nauðsynlegan búnað reiðmann- Það er ekki alltafstilla og því nauðsyn- legt að eiga góða vindúlpu. Hjálminn á ekki að skilja eftir heima. \ \\ M '' % 1' r,v M Æ r l

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.