Dagur - 06.05.2000, Síða 23
» S / ' i l f
X^ur.
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000
^s-jJjijjJlajjjjj j
SKÁKMOLAR
UMSJON:
HALLDÓR B.
HALLDÓRSSON
Polgar sigraði
á Japfa Classic
Sterkasta skákkona lieims,
Judit Polgar, sigraði á mjög
sterku lokuðu alþjóðlegu tíu
manna móti sem fram fór í
Indóncsíu 22.apríl - 2.maí.
Polgar fékk 6.5 vinninga af
níu mögulegum og tryggði
sér sigurinn með góðum
sigri á Brasilíumanninum
sterka Gilberto Miios. Fyrir
síðustu umferð voru þau
Polgar, Milos, Alexander
Khalifman heimsmeistari
FIDE og sjálfur Karpov, íý'rr-
um heimsmeistari, efst og
jöfn með 5.5 vinninga.í síð-
ustu umferðinni Iagði svo
Polgar Milos, eins og fyrr
segir, og Karpov og
Khalifman skildu jafnir.Mót-
ið var gífurlega sterkt og má
nefna að þeir Jan Timman
og Jaan Ehlvest sem við ís-
Iendingar þekkjum frá opna
Reykjavíkurmótinu voru
báðir fyrir neðan
miðju.Staða efstu mann var
eins og hér segir:
Nafn. Land. Elo. Vinn.
1. Judit Polgar, UNG 2658 6!<
2. Alexander Khalifman, RUS 2656 6
3. Anatoly Karpov, RUS 2696 6
4. Gilberto Milos, BRA 2620 5JÍ
5. Yasser Seirawan, USA 2647 5
Ný skákstig
komin út!
Ný íslensk skákstig eru kom-
in út og má nálgast þau á
skak.is. Nokkuð var um
breytingar á yfirstandandi
vetri og má þar nefna að
Hannes Hlífar Stefánsson
hefur jafnað Jóhann Hjartars-
son að stigum og má á því sjá
hve sterkur skákmaður
Hannes er orðinn. Sex skák-
menn hækkuðu um meira en
100 stig frá síðasta Iista. Það
1. Páll Sigurösson 175
2. Guðmundur Kjartansson 130
3. Skúli Torfason 125
4. Baldur Möller 115
5. Jón Orri Kristjánsson 115.
6. Ölafur Kjartansson 110
Sterkustu skákmenn ís-
lands eru sem fyrr (skv. Is-
Iensku skákstigunum auðvit-
að):
1. Hannes Hlífar Stefánsson 2640
2. Jóhann Hjartarson 2640
3. Margeir Pétursson 2615
4. Helgi Áss Grétarsson 2540
5. Jón L. Árnason 2530
Mót um helgina
Landsmótið í skólaskák fer
fram á Borgarfirði Eystra
um helgina. Tuttugu ung-
menni á skólaaldri frá öilum
kjördæmum taka þátt að
vcnju. Teflt verður í tveim
flokkum og eru því tíu í
hvorum flokki. Greinarhöf-
undur verður meðal þátttak-
enda og stefnir að sjálfsögðu
á sigur! Greint verður frá
mótinu í næsta dálki.
Hundalíf í
Hollywood
Nýjasta stjarnan í Holþ'Vf'ood er hinn níu
ára gamli Moose. Moose er hundur, sem
fyrst vakti athygli fyrir leik sinn í gaman-
þáttunum um Frasier þar sem hann lék
hinar ýmsu listir. Nú hefur Moose slegið
rækilega í gegn í kvikmyndinni My Dog
Skip sem hann leikur í ásamt Kevin
Bacon. Moose hefur vitanlega sent frá
sér sjálfsævisögu sína eins og sönnum
leikara sæmir. Þar sýnir hann af sér
nokkra sjálfhælni og heldur því meðal
annars fram að hann standi sig best allra
leikaranna í Frasier og eigi hug og hjörtu
áhorfenda. Eigandi Moose segir hann
geðgóðan og hegða sér betur en flestir
I lollywood leikarar.
Moose vakti fyrst athygli fyrir ieik sinn i gaman-
þáttunum um Frasier og nú hefur hann slegið i
gegn í Hollywood kvikmynd.
KRAKKAHORNIÐ
Á þessum myndum eru íjórar
samstæður, eða tvær og tvær
myndir sem eiga saman. Dragðu
strik á milli þeirra sem eiga
saman.
Fróðleikur
Vissir þú að maðurinn sem
varð fyrstur til að búa til not-
hæfan síma hét Alexander
Graham Bell. Hann bjó til
fyrsta símann árið 1876 og í
honum voru bæði hljóðnemi
og hátálari með málmhimnu
sem var spennt yfir rafsegul.
Vissir þú að drottningin í
Svíþjóð heitir Silvía? Hún gift-
ist Karli 16. Gústafi Svíakon-
ungi árið 1976 og fyrir gifting-
una hét hún Silvia Renate
Sommerlath og var fædd í
Þýskalandi.
Við viljum hvetja alla sem hafa eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er:
Dagur - Barnahorn
Strandgata 31
600 Akureyri
Tölvupóstur: biggi@dagur.is
STJORNUSPA
Steingeitin
Spá Þjóðhags-
stofnunar um út-
flutningsfram-
leiðsluna er ekki
óskeikul. Snúðu
þér að innflutn-
ingi.
Fiskarnir
Lækkun bensín-
verðs boðar ekk-
ert gott. Mjólkur-
lítrinn á eftir að
hækka sem því
nemur.
Hrúturinn
Friðhelgi heimilis-
ins verður ekki í
askana látin.
Læstu útidyr-
unum í kvöld. k
Nautið
Þú skuldar
vinnufélögunum
skýringu á fram-
ferði þínu um síð-
ustu helgi. Endur-
taktu það um
þessa.
Tvíburarnir
Með hliðsjón af
hlutverki vænt-
inga getur skipt
máli hvort þú tel-
ur að aðgerðir
marki stefnu-
breytingu.
Krabbinn
Áhrifamáttur
tímabundins
samdráttar í út-
gjöldum á eftir að
koma þér í koll.
Ljónið
Forsendur sem
gefnar eru upp í
framreikningi
ráða nokkru um
gengi þitt á
næstunni.
Meyjan
Stefndu að mjúk-
ri lendingu í efna-
hagsmálum og
fylltu dýnuna
með fimmþús-
undköllum.
Vogin
Aflaðu þér tíman-
legra og greinar-
góðra upplýsinga
um innherjavið-
skipti og úthýstu
þeim strax.
Sporðdrekinn
Velferðin ræðst af
neyslunni. Neyttu
á meðan á nefinu
stendur.
Bogamaðurinn
Jöfnuður þátta-
tekna er að jafn-
aði neikvæður.
Hafðu það hug-
fast.
Steingeitin
Náttúrleg fjölgun
landsmanna fer
stöðugt minnk-
andi. Spyrntu
við fótum og
drífðu þig í rúm-
ið.