Dagur - 26.05.2000, Page 7

Dagur - 26.05.2000, Page 7
 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 - 7 HÚS OG GARÐAR Nauðsynlegt er að að í herbergjum ríki ákveðið jafnvægi svo íbúum líði vel, bæði í litavali og innbúi. Grænt er róandi Ertu orkuhus,þreyttur ogpirraður? Kemur engu í verk heinm og vilt bara sofa? Kannski eríbúðin þín ekki í rétt- um litum og þú þaift að tnála upp á nýtt. Það er Ijóst að litir skipta okkur miklu máli og getur herbergi sem málað er í „réttum" litum haft bætandi áhrif á líðanina á meðan herbergi í „röngum“ lit- um orsakar vanlíðan. Kfnverjar hafa í aldanna rás myndað sér ákveðnar skoðanir á litum og litavali og hér að neðan eru Feng Shui hugmyndir um vald og áhrif lita. Fcng Shui er ann- ars 5000 ára gömul kínversk speki sem kennir áhrif umhverf- is á líðan og velferð manna, bæði innanhúss og utan. Orka og bjartsýni Þeir sem vilja auka bjartsýni eiga að nota gula, gyllta og hlýja hvíta/ljósbrúna/gulbrúna liti á veggi. Þeir sem vilja auka jafn- vægi og frið eiga að nota græna og ólífuliti. Þeir sem vilja auka veg valds og orku skulu nota rautt, vínrautt eða fjólurautt. Þeir sem vilja auka ábyrgðartil- finningu og vald um leið eiga að nota svart. En þeir sem vilja róa taugarnar skulu nota ljósgrænt eða ljósblátt. Og vilji fólk auka Þeirsem vilja róa taug- amarskulu nota Ijós- grænteða Ijósblátt. meðvitund sína ætti að nota fjólublátt, gyllt og rautt, helst saman. Hvað líkar þér best? Þar með er það komið á hreint og næsta skref að fara að mála. En það er nú kannski ekki svo einfalt því auðvitað spilar smekkur inn í líka og þó ljós- grænt sé róandi þá er ekki víst að hann falli að smekk íbúanna eða húsgögnunum sem fyrir eru og fólk vill halda í. Oft er gott að leita til innanhúsarkitekta en best er þó að byrja á því að skoða hvaða litir höfða til manns. Og hvernig skyldi það vcra auðveldast? Jú, með því að opna fataskápinn og skoða litina sem eru mest áberandi þar. Eini gallinn er sá að sumir eiga bara svört föt, eða því sem næst. Eru allir á praktísku línunni og svart fer jú vel við allt, er það ekki? Þá er að fá litasplöld Iánuð og bera við. Það borgar sig nefnilega að vinna skipulagsvinnuna vel, þannig verður árangurinn best- ur. - vs Þreyttur á herb erginu þínu? Stundum langarmann til að breyta öllu. Fá nýttherbergi/íbúð - án þess að flytja. Fæstir eigaþesskostað henda öllu og kaupa allt nýtt en það erhægt aðgera þetta á annan veg og einfaldari. Fyrsta skrefið þcgar breyta á, er að gera sér einhverja hugmynd um það hvernig herbergið á að líta út eftir umbæturnar. Þegar það er komið er hægt að hefjast handa. Takið allt sem ekki er naglfast út úr herberginu. Skoðið her- bergið með augum þess sem er að flytja inn f nýtt húsnæði. Þarf að mála? Gera við eitthvað? Eru skáparnir cins og þeir eiga að vera? Eða vill maður hafa þá öðruvísi? Þegar búið er að gera herberg- ið íbúðarhæft með málningu og viðgcröum er næsta skref að setja inn hús- gögnin aftur - en aðeins þau hús- gögn sem maöur vill eiga og hafa. Einfaldlega sleppa hinum. Það sama gildir um skrautmuni. Ekki setja upp myndina sem maður fékk í jólagjöf 1968, bara vegna þess að hún hefur alltaf verið á veggnum og alltaf farið í taugarnar á manni. Þetta skref þarf að hugsa vand- lega. Betra er að setja inn mirina en meira og það sem eftir vcrður fer í kassa inn í geymslu, þ.e. það sem ekki er hægt að gefa, selja eða henda. Og hafa það í huga að eftir því sem minna er af dóti, þess minni umhugsun þarf herbergið. Yfir- leitt safnar maður að sér allskon- ar dóti sem engum tilgangi þjón- ar og þvæiist bara fyrir. Eða eins og ein góð kona sagði: Það er gott að eiga eitthvað til minning- ar, en Ijósmyndir henta best í þeim tilgangi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.