Dagur - 10.06.2000, Side 4

Dagur - 10.06.2000, Side 4
4 — LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 FRÉTTIR Panikdagar ððm hveriu í alian vetur Meðaluýtmgiu um 73% í mars og apríl í gistihúsum í Reykjavík. Oft reynist erfitt að fiuna erlendum ferðamömmm herbergi í borginni. „Það er búið að vera erfitt í allan vetur að finna gistiherbergi fyrir erlenda ferða- menn á ákveðnum álagstoppum. Allt síð- an í febrúar hafa komið upp panfkdagar sem erfitt hefur verið að koma hópum í herbergi. Og það er að verða erfiðara og erfiðara," sagði Þorleifur Þór Jónsson hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunn- ar. Erfiðustu tímana í Reykjavík segir hann nú í endaðan maí og byijun júni, út af ráðstefnum og fleiri tilefnum (m.a. Listahátíð og Menningarborg). Nokkuð minnki eftirspurnin þegar líður á sumar- ið og ferðamannastraumurinn út á landi komist á fullan skrið, en síðan fari aftur að bera á vandamálum í endaðan ágúst og byrjun september. Vaudræði þegar 180 herbergi detta út „I Reykjavík eru í kringum 1.500 her- bergi í hótelum og gistiheimilum. Og við höfum verið að horfa á allt að 10% aukningu á ári, sem segir okkur að við hefðum þurft að fá inn um og yfir 100 herbergi á ári til að halda óbreyttu ástan- di. En það hefur ekkert hótel bæst við í þrjú ár. Þannig að þegar hafa gengið úr skaftinu sennilega um 180 herbergi í tveim fyrirhuguðum hótelum, sem búið var að gera ráð fyrir, þá er Ijóst að það skapar vandræði. Við sjáum fram á að einbveijir muni verða fyrir óþægindum af þessum sökum,“ sagði Þorleifur. IJm 73% nýting í niars og apríl I íyrra hafi meðalnýtingin í Reykjavík ver- ið um 70% yfir allt árið. En núna í mars hafi hún orðið rúm 73% og aftur í apríl. Yfir 70% meðalnýting heils mánaðar er orðið mjög mikið og alveg morgunljóst, að hótel sem farið er að keyra stöðugt á yfir 80% nýtingu er farið að vísa frá tölu- vert miklum viðskiptum. Og það þýðir erfiðleika. A Upplýsingamiðstöð ferðamála í Reykjavík varð Dagsmaður nýlega var við að hringja þurfti á ótal staði áður en laust herbergi fannst fyrir erlent par sem vant- aði herbergi í ódýrari kantinum í tvær nætur. Og heyrst hefur t.d. að 50-60 manna hópur frá HoIIandi sem vildi heimsækja Reykjavík nú um miðjan júní hafi hvergi fengið inni, enda ekki litist á að gista kannski í 30-50 km frá borginni. Þorleifur sagði þetta ekkert koma á óvart. Mikill hluti GO farþeganna hafi t.d. farið inn á gistiheimilamarkaðinn, sem auðvitað taki ekki endalaust við. Engin stór krísa ennþá - en..... „Frá okkar sjónarhóli lftur vandamálið þannig út að það er engin stór krísa enn- þá, en það verða einhverjir lyrir óþægind- um af þessu. Og auðvitað skapar þetta miklu meira álag á starfsfólk á hótelum og alla þegar verið að að keyra þetta ná- lægt hámarksnýtingu - það segir sig sjálft," sagði Þorleifur. - HEI Thgpr ekki þúsund ferðalangar gáfust upp og sneru heim þegar ekkert bólaði á gosi klukkustundum saman. Það var ekki fyrr en honuin sjálfum þóknaðist að láta vita af sér sem loks dró til tlðinda og segja heimildar- menn heita pottsins að margir sem urðu frá að hverfa hafi orðið ansi vonsvikmr. Hins vegar er full ástæða til að fyrir- gefa stærilætið hjá náttúrufyrirbrigðinu sem er ekki bara sémafn heldur nafnorð engilsaxneskr- ar tungu yfir goshveri. Vonandi hefur kónguriim ekki sagt sitt síðasta.... Pottverjar höfðu veitt athygli stofn- un fjárfestingarfé- lagsins Gildingar, með stofnfé upp á 3,5 milljarða, og því að engir hlut- hafar hafi verið nefndir. Óneitanlega fmidu pott- verjar þó kolkrabbalykt af málinu þar sem stjómarformaðurinn kemur frá Eimskip, Þórður Magnússon, dyggur starfsmaður þar til margra ára. Pottveijar vom eimiig hissa á því að enginn fjöliniöill Iiefði getið þess að Þórður hefði fengið son simi, Áma Odd, til liðs við sig (eða var það öfugt) og að stofnun félagsins hefði verið til- kynnt í húsakynnum Iðnó, þar sem annar sonur Þórðar ræður ríkjum, leikhússtjórinn Magnús Geir. Já, þetta er lítið land, ísland... Enn vom pottverjar að tala um húsnæðismál Davlðs Oddssonar og höfðu uppi fleiri kenning- ar um af hveiju hann hefði tekið Lynghagahöll- ina af söluskrá. Einfaldasta skýringin var sú að Davíð hefði einfaldlega bara selt húsið um hæl en ekki viljað opinbera það að svo stöddu. Ekki mætti mgga góðærisbátnum og auka bjartsýnis- hjal þjóðarinnar um of... GILDING FJÁRFESTINGAHFÉLAG Kolbrabbalykt afmálinu? Kannski Geysir? FRÉ TTA VIÐTALID Helgi Torfason jarðjræöingurhjá Orkustofnun Geysirreyndi á þolinmæði manna, sem þurftu að bíða á sjötta tíma eftirgosi. Um helmingur var farinn þegar þaðlohsinskom. Vísinda- mennfylgdust áframmeð Geysi ígær. Varla síðasta Geysis-gosið - Geysir gamli reyndi ú þolinmæði manna? „Já, já. Það var búið að spá því að hann gæti gert þetta - en hann kom nú innan 6 tímanna. Við vissum að hann hafði áður Iátið bíða eftir sér í allt að sex tíma.“ - Gáfust ekki margir upp? „Jú, mér kæmi ekki á óvart að helmingurinn hafi verið farinn. Sérstaklega átti fólk með börn með sér, auðvitað erfiðara með að bíða svona lengi. En ég var nú eiginiega heldur feginn því, af því að hættara er við að fleiri hefðu brennst ef allir hefðu enn verið á staðnum. Framan af degi var fólk svo þétt upp við hverinn. Fram undir klukkan 5 til 6 voru það líklega um 250 manns sem stóðu hér í þrefaldri röð kringum hverinn. Og þegar gosið kom þá gerðist það svo snöggt að hætt er við að fleiri hefðu brennt sig ef allt þetta fólk hefði verið enn þétt við hver- mn. - Brenndust margir? „Það var fuliorðinn maður, sem hrasaði og datt sem brenndist eitthvað og annar sem var að hjálpa honum sem brenndist aðeins á fæti. Það var þó ekki meira en það að mér skilst að þeir hafi hroft áfram á gosið og farið síðan af svæðinu í einkabíl." - Af hverju var Geysir svona lengi að kom- ast í ham? „Trúlega hefur hann bara verið svona kaldur og lengi að hita sig upp. Þegar hann er barma- fullur af vatni þá er mikið kalt vatn í honum sem hann er lengi að hreinsa úr sér.“ - Hver var svo reynslan af þessu tilrauna- gosi? „Við erum eiginlega að skoða hana. Við sáum að það hefur aðeins minnkað rennsli í hverun- um hérna í kring.“ - Hafði gosið áhrifá Strokk? „Ekki sýnist okkur það ennþá. En við mun- um sjá það betur í næstu viku.“ - Verðttr þetta síðasta Geysis-gosið? „Við skulum allavega vona að það sé ekki. En mönnum er illa við að setja mikía sápu í hann - einkanlega vegna umhverfisins." - En velta menn þvífyrir sér að hreyta ein- hverju? „Já, nenn hafa nú velt því fyrir sér. Það eru margar hugmyndir og miklar spekúlasjónir. En menn eru líka alltaf hikandi við að grípa fram íyrir hendurnar á náttúrunni." - Er ekki líka sagt að vandinn stafi af því að það hafi verið tekið fram fyrir hendumar á náttúrunni? „Eg er nú ekki nógu gamall til að þekkja þá sögu. En mér skilst til dæmis að það hafi verið steypt upp í barmana fyrir einhverja konungs- komu hingað, til að fá hann fallegri. Það hafi hækkað í honum þess vegna. Og barmarnir eru óeðlilega ósléttir.“ - Menn hika samt við að taka ofan af þeitn? „Já, menn eru svolítið hikandi við það? - Getur niðurstaða þessara mælinga yltkur haji einhver áhrif á framhaldið, afeða á? „Ég veit nú ekki hvaða áhrif þetta hefur. Það stendur til að ríkið kaupi hverasvæðið hérna, sem er að hluta til í einkaeigu. Þá eru menn að vonast til að settir verði einhverjir peningar í að gera það almennilegt, gera göngustíga og byg- gja palla þannig að svæðið verði aðgengilegra. Til þessa hefur ótrúlega lítlu fjármagni verið varið í þetta svæði.“ - Ætti kannski að selja inn á það? „Það er í raun og veru spurning hvort það hefði ekki átt að selja inn í gær - þegar hér er atburður sem kostaði bæði umstang og peninga og fólk er örugt með að fá gos. Og þegar engir peningar eru settir í svona svæði þá eru nú ekki margar aðrar Ijáröflunarleiðir en að selja inn.“ - Verður þú þama áfram á verði? „Já, að minnsta kosti fram eftir degi.“ — HEI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.