Dagur - 10.06.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 10.06.2000, Blaðsíða 9
8- LAUGARDAGUR 10. JÚ\t 2000 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 - 9 Djjtyr Dgtir- SAMANTEKT AiiMð líf á ollimi sviðum BJORN JOJJAJVN BJORNSSON SKRIFAR Nýtt Leikfélag íslands niirn án efa hrista upp í stækkandi leikhús- heimi hér á landi. „Stóru“ leikhúsin orð- vör en fagna þó hoð- aðri samkeppni. Vin- sælir leikarar að færa sig til. Aukin lausung meðal leikara. Óhætt er að segja að aukið líf hafi færst í íslenska leikhús- og afþrey- ingarmarkaðinn á dögunum þegar tiikynnt var um sameiningu Leik- félags ísiands í Iðnó, Flugfélags- ins Lofts í Loftkastalanum og Hljóðsetningar. Úr varð nokkuð stórt iyrirtæki sem gefið var nafn- ið Leikfélag Islands ehf. Það ætiar að einbeita sér að framleiðslu á menningar- og afþreyingarefni. Á þessum vettvangi í blaðinu verður hinn eiginlegi afþreyingarmarkað- urinn látinn liggja á milli hluta og sjónum frekar beint að leikhús- markaðnum. Nýja félagið mun áreiðanlega keppa af hörku við hin atvinnuleikhúsin, „stóru" leik- húsin Þjóðieikhúsið og Borgar- leikhúsið, Hafnarfjarðarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar. Ekki að- eins verður aukin keppni um hylli leikhúsgesta heldur ekki síst Ieik- ara þar sem þeir eru farnir að færa sig á milli leikhúsa í meira mæli en áður. Atvinnuleikhúsin eru að laða til sín tugþúsundir gesta á hverju Ieikári, framboð leiksýninga er hreint ótrúlegt og jaðrar við heimsmet, ef mið er tekið af höfðatölunni margfrægu. Eru þá ótaldar leiksýningar minni Ieik- húsa, leikhópa og áhugaleikfélaga um land allt. Óskrifað blað? Viðbragða hefur ekki verið leitað í leikhúsheiminum við stofnun nýs Leikfélags Islands, og áhrif þess á leikhúslífið almennt, og því hafði Dagur tal af nokkrum leikhús- stjórum og fulltrúa leikara. I þess- um samtölum kom einnig fram að miklar breytingar eru að eiga sér stað á leikhúsmarkaðnum, eink- um er varðar leikarana sjálfa. Við forvitnuðumst einnig um leikhús- lífið almennt því eitt og annað er að gerjast auk nýs leikhúss. Má þar nefna nýjan leikhússtjóra í Borgarleikhúsinu og 50 ára af- mæli Þjóðleikhússins, svó ekki sé minnst á menningarborgarárið í Reykjavík. Almennt má segja að leikhús- stjóranir, aðrir en hjá Leikfélagi Islands, séu orðvarir um nýja keppinautinn. Óska honum alls góðs en segja hann óskrifað blað að mörgu Ieyti. Næsta Ieikárs er beðið með spenningi. Einnig verð- ur forvitnilegt að sjá hvaða Ieikara Leikfélag íslands mun fastráða því leikhúsin hafa verið í dálitlum slag um Iistamennina. Örugg störf sköpuð Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóri Leikfélags Islands, segir að spennandi hlutir séu að gerast á leikhúsmarkaðnum hér á landi. Leikarar séu að hugsa sér til hreyfings og vilji ekki festa sig nið- ur á einn bás. Taka eitt verkefni hér og annað þar. „Þetta er lifandi núna, mjög Iifandi,“ segir Magnús Geir og telur öll atvinnuleikhúsin vera að gera einkar spennandi hluti. En hvað ætlar Leikfélag Islands sér á markaðnum? Magnús Geir segir að fyrst og fremst sé verið að styrkja stöðu félagsins. „Það sem helst hefur staðið okkur fyrir þrifum er að geta ekki fastráðið leikara eða boðið ákveðnum hópi listamanna fleiri verkefni en eitt í einu. Stóru leik- húsin hafa haft það fram yfir okk- ur að geta boðið fastan saming. Þrátt fyrir verktökusamninga hef- ur tjóminn af íslensku leikhúsfólki unnið í Loftkastalanum og Iðnó. Nú erum við að skapa þessum Iistamönnum öruggt starf. Fjár- hagsleg hagræðing skapast með þessum samruna, kostnaður minnkar og við nýtum aðstöðuna betur. Allt er þetta gert til að styrk- ja stöðuna," segir Magnús Geir. Annar stór ávinningur samein- ingar, að sögn Magnúsar Geirs, er að sameina mannskapinn sem staðið hefur að fyrirtækjunum þremur. Þetta snúist ekki um tækjabúnað og húsnæði heldur fyrst og fremst hæft leikhúsfólk sem sameinar krafta sína. Úreltir samningar Aðspurður um fjölda fastráðinna leikara hjá Leikfélagi Islands segir hann þá tölu óráðna. Hún geti verið á bilinu 5-7. Hverjir þessir leikarar verða, vill Magnús Geir ekki upplýsa af svo stöddu. Það liggi fyrir þegar verkefnaskráin verði komin á hreint. Starfsemin verði eftir sem áður borin uppi af lausráðnum leikurum. Spurður um launakjör segir Magnús Geir að leikfélagið muni ekki bjóða lak- ari fasta samninga en hin leikhús- in. Samningarnir verði byggðir öðruvísi upp og hafðir styttri, kannski til 1-2 ára. „Samningakerfið, sem stóru leikhúsin hafa verið að bjóða, er afar úrelt. Leikarar hafa verið á lúsarlaunum, grunnlaunin afskap- lega lág. Stór hópur hefur verið fastráðinn en stór hluti þar af hef- ur verið mjög illa nýttur. Þetta er óheilbrigt kerfi. Við viljum hafa þetta gegnsæa samninga. Við vilj- um bjóða hærri Iaun en að menn séu að vinna þegar þeir eru að vinna hjá okkur. Kannski að stóru leikhúsin fari að breyta sínum samningum, það væri ekki óskyn- samlegt," segir Magnús Geir. Opinberir styrkir eðlilegir Hann segist ekki líta svo á að Leikfélag Islands sé í beinharðri samkeppni við Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og önnur at- vinnuleikhús. Sérstaða félagsins sé m.a. sú að það njóti lítilla opin- berra styrkja og starfsemin verði efld á eigin forsendum. „Við stefn- um á að setja upp verk sem snerta fólk, á hvaða hátt sem það er. Engar kúvendingar eru á döfinni. Fólk getur horft til okkar verka á undanförnum árum. Við ætlum ekki að setja eintómt léttmeti á svið en við erum ekki að útrýma því. Við eigum eftir að taka áhætt- Forrádamenn hins nýja Leikfélags ísiands voru með sólskinsbros á vör þegar stofnun félagsins var kynnt í Iðnó á dögunum. Þarna eru frægir kappar á borð við Baltasar Kormák, Úrn Arnason, Sigurð Sigurjónsson, Hall Helgason, Stefán Hjörleifsson og Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóra, sem er lengst til hægri. „Samningakerfið, sem stóru leikhúsin hafa verið að bjóða, er afar úrelt. Leikarar hafa verið á lúsarlaunum, grunnlaunin afskaplega lág, “ segir Magnús Geir m.a. í samantektinni. - mynd: e.ól. ur,“ segir Magnús Geir og tekur þar dæmi um leikritið Stjörnur á morgunhimni. Engan hefði grun- að að það yrði „kassastykki“ en það gengur enn fyrir fullu húsi. Leikfélag Islands naut í fyrra 2 milljóna króna styrks frá ríkinu og nýlega var samið við ríki og borg um stuðning upp á 5-6 milljónir. Magnús Geir segir eðlilegt að fé- lagið fái meira, til samanburðar við nærri 600 milljóna króna framlags til Þjóðleikhúss og Borg- arleikhúss á ári, án þess að hann geri athugasemdir við það. Hann segir að ekki þurfi mikið til að breyta hlutunum, þannig hafi 2 milljónirnar í fyrra gert það að verkum að Stjörnur á morgun- himni fóru á svið. Veitir ekki af meiri grósku Guðjón Pedersen tekur formlega við leikhússtjórastöðunni í Borg- arleikhúsinu 1. september en hann er þegar farinn að undirbúa leikárið og leikstýra einum af stóru stykkjunum, Lér konungi, sem æfingar eru hafnar á. Hann segir Leikfélag Islands vera óskrif- aða bók og Leikfélag Reykjavíkur bíði álíka spennt eftir útkomu sameiningarinnar og leikhúsá- hugafólk almennt. Guðjón vonar að gróskan í leikhúslífinu aukist, því ekki veiti af. Aðspurður hvort reikna megi með frekari árekstrum með leik- ara, líkt og varð milli LR og Leik- félags Islands sl. vetur, segist Guðjón vona að svo verði ekki. Einhver straumur verði áfram milli leikhúsa og púsluspil með Iausráðna leikara. „Sífellt fleiri leikarar vilja í raun ekki vera fastráðnir. Breytingin sem orðið hefur á kannsld 10 árum er að fleiri miðlar og verk- efni hafa komið til sögunnar eins og talsetning teiknimynda, bíó- myndir og auglýsingar. Menn vilja vera lausari við. Fastráðningar- bijálæðið virðist vera á undan- haldi. Leikhússtjórar ganga ekki Iengur að fólki vísu og þurfa að skipuleggja sig fyrr ef þeir vilja fá það fólk sem þeir vilja,“ segir Guð- jón og bætir við að fastráðning gæti á næstu árum styst niður í 2- 3 ár, líkt og gerst hafi t.d. í Finn- landi. Með nýjum leikhússtjóra verði kannski skipt um starfslið, alveg frá efstu stöðum og niður úr. Aðspurður hvort hann sé að ná til sín „stórum nöfnum" frá Þjóð- leikhúsinu fyrir næsta vetur vill Guðjón Iítið gefa út á það. Viður- kennir þó aðspurður að Hilmir Snær Guðnason muni leikstýra einu verki og svo gæti farið að Ingvar E. Sigurðsson stígi á fjal- irnar í Borgarleikhúsinu á ný. Landslagið að breytast Stefán Baldursson Þjóðleikhús- stjóri telur að stofnun nýs Leikfé- lags íslands muni ekki hafa svo mildar breytingar í för mér, frá því sem áður var. I hans huga sé þetta meiri formbreyting og þýði meiri hagræðingu fyrir aðstandendur fé- lagsins. Áhrif sameiningarinnar sé ekki farið að gæta nú þegar en vissulega sé Iandslagið í íslensku lcikhúslífi að breytast. „Vonandi verður þessi breyting þeim til góðs. Þeir hafa talað um að fastráða nokkra leikara og það finnst mér vera mjög góðar fréttir fyrir leikarastéttina. Það hafa ekki of margir búið við þau forréttindi. Við höfum átt mikið samstarf við Loftkastalann og Leikfélag Islands og lánað þeim leikara. Þeir hafa bætt á sína vinnu hér í Þjóðleik- húsinu. Það er viss styrkur frá okk- ur til þeirra. Við höfum ekki rætt hvort það breytist. Eg vona að við getum hér eftir sem hingað til átt gott samstarf við þessi Ieikhús. Eg geti ekki séð að hlutirnir fari að skarast okkar á milli," segir Stefán. „Fastir“ að losna Stefán segist hafa fundið fýrir því að möguleikar fyrir leikara hafi opnast í fleiri áttir. Hvort meira los komi á hópinn í Þjóðleikhúsinu með sameiningu Leikfélags ís- lands og Loftkastalans segist Stef- án ekki hafa séð það. Þrír af 40 fastráðnum leikurum hafi losað sig undan samningi, þeir Ingvar E. Sigurðsson, Bergur Ingólfsson og Magnús Ragnarsson. Stefán segir Ingvar og Magnús vera lausráðna í ákveðnum verkefnum en Bergur hafi ráðið sig til LR. „Þeir eru að breyta samningsforminu, kannski vegna þess að þeir sjá möguleika á meiri vinnu annars staðar og vilja vera lausari," segir Stefán. Hræringarnar á leikhúsmark- aðnum bera upp á 50 ára afmælis- ári Þjóðleikhússins. Stefán segir mikið að gerast, vel hafi gengið í leikhúsinu og góður listrænn ár- angur náðst. „Við förum bjartsýnn Guðjón Pedersen, verðandi leikhússtjóri Borgarleikhússins: „Menn vilja vera lausari við. Fastráðningarbrjálæðið sem var virðist vera á undanhaldi.“ Stefán Baldursson, Þjóðleikhússtjórí: „Ég vona að við getum hér eftir sem hingað til átt gott samstarf við þessi leikhús. Ég get ekki séð að hlutirnir fari að skarast okkar á milli." Hilmar Jónsson í Hafnarfjarðaríeik- húsinu: „Við lifum á stórkostlegum tímum í íslensku leikhúsi. Allt er þetta krydd í þá tilveru. Það er mikil hvatning fyrir okkur í þessum bransa að menn eru stórhuga og eflaust til stórræðanna." Edda Þórarinsdóttir, formaður Félags íslenskra leikara: „Þeir hafa lýst því yfir að þeir ætli að borga betur en önnur leikhús. Það eru afskaplega góð tíðindi.“ inn í næsta leikár," segir Stefán Baldursson. Ekki keppni við Hafnarfjörð „Við óskum þeim í Lcikfélagi Is- lands bara til hamingju með þenn- an samruna. Við höfum aldrei ver- ið í neinni keppni við þessi leik- hús. Sérstaða okkar er algjörlega skýr,“ segir Hilmar Jónsson leik- stjóri, sem fer fyrir Hafnarfjarðar- leikhúsinu Hermóði og Háðvöru. „Við köllum okkur ennþá leik- húslistamenn og þau verk sem við setjum upp köllum við Icikverk og þá sem hjá okkur vinna köllum við listamenn. Þeir sem hingað koma í Hafnarfjarðarleikhúsið eru leik- húsgestir. Við viljum ekki breyta þessu yfir í hugtökin framleiðslu, vöru og neytendur," segir Hilmar og beinir þar spjótum sínum dálít- ið að Leikfélagi Islands. Hilmar reiknar ekki með að Ienda í árekstri við önnur leikhús um leikara. Hafnarfjarðarleikhúsið ráði aðeins leikara sem helga sína starfskrafta alfarið leikhúsinu til ákveðins tíma. „Við höfum forgang að okkar listamönnum með sýn- ingartíma og annað, sem þeir hafa lent í vandræðum með,“ segir Hilmar. Hvort það hafi neikvæð áhrif á leikhúslífið að tala um „fram- leiðslu" og „vöru“ þá segir Hilmar að þetta sé bara skemmtilegt. „Þeir ná að skilgreina sig betur með þessum orðum. Við lifum á stór- kostlegum tímum í fslensku leik- húsi. Allt er þetta krydd í þá til- veru. Það er mikil hvatning fýrir okkur í þessum bransa að menn eru stórhuga og eflaust til stórræð- anna. Vonandi verður þetta til þess að „framleiðnin" aukist hjá þeim,“ segir Hilmar Jónsson. Fagna hærri launttm Edda Þórarinsdóttir, formaður Fé- Iags íslenskra Ieikara, segir sam- runann í Leikfélagi Islands vera spennandi. Félagið hafi ekki gert samning við leikfélagið en vilji sé fýrir því, sem Edda fagnar. „Þeir hafa lýst því yfir að þeir ætli að borga betur en önnur leik- hús. Það eru afskaplega góð tíð- indi. Eg vona að þetta verði allt saman til góðs og hækki samninga, bæði varðandi talsetningu mynda og leikinn sjálfan," segir Edda, sem fer fyrir hópi ríflega 200 atvinnu- leikara en auk söngvara, dansara og fleiri listamanna eru um 370 manns í Félagi íslenskra leikara. Edda segist vissulega hafa fund- ið fyrir því að leikarar séu meira að lausráða sig en áður. Einu tryggu Iaunin hafi þó komið með fast- ráðningu stóru leikhúsanna en of mikið hafi verið um Iítil Iaun fyrir mikla vinnu á ntarkaðnum al- mennt. „Vonandi mun þetta breyt- ast. Litlu leikhúsin, og forverar Leikfélags Islands þar með, hafa ekki verið að greiða mannsæmandi Iaun. Þó að það hafi verið einhver laun þá hefur fólk ekki getað lifað á þeim,“ segir Edda Þórarinsdóttir. Ekki náðist í Ieikhússtjóra Leik- félags Akureyrar, Sigurð Hróars- son, vegna þessarar samantektar en leikfélagið er eina atvinnuleik- húsið á Iandsbyggðinni. Það hefur átt ágætt samstarf við stóru leik- húsin í Reykjavík, og einnig Leik- félag Islands, og m.a. skipst á leik- urum. Þannig framleiddi LA Stjörnur á morgunhimni ásamt leikfélaginu í Iðnó og sú sýning verður sett upp á Akureyri næsta vetur. FRETTIR Sumarhátíð í Efnt var til sumarhátíðar í gær i einum af leikskólum Reykjavíkurborgar, Sólhlíð við Engihlíð, þar sem krakkarnir máluðu sig, þáðu gosdrykki og grillaðar pylsur. Sólin, sem hafði verið pöntuð hjá Veðurstofunni, lét ekki sjá sig í eins ríkum mæli og ætlað var. Ánægjan var þó til staðar. - mynd: e.ól. 370 sóttuum 90 storf í HÍ Störf í Háskóla Islands eru afar eftirsótt. Um 370 manns sóttu um rúm- lega 90 störf sem auglýst voru á síðasta ári, samkvæmt Árbók Háskóla Islands. Einkum var gífurleg ásókn í 37 almenn störf sem aug- lýst voru, því um þau sóttu um 280 manns, eða milli 7 og 8 að jafnaði um hvert starf. Yfir 60% umsækjenda voru konur. Karlar voru aftur á móti í miklum meiri- hluta (yfir 70%) meðal þeirra 93 sem sóttu um 55 fræðastörf sent kröfðust hæfnisdóms. Háskólinn kvartar samt um erfiðleika af völdum þenslu undanfarinna ára, sem gert hafi skólanum erfitt að Störfí Háskóla Islands eru eftirsótt. greiða sambæri- leg laun og arð- ar ríkisstofnanir og hinn frjálsi markaður greiði vel menntuðu fólki. Ekki væri samt óeðlilegt að skólastjórar grunnskóla og framhaldsskóla - sem enginn ans- ar auglýsingum frá - litu „stóra bróður“ nokkrum öfundaraugum. Sainanburður á Ijölda auglýstra starfa og umsókna á árunum 1997-1999 sýndi enga breytingu á fjölda auglýstra fræðistarfa en nokkra fækkun umsókna, sér- staklega frá konum. Konum sem sóttust eftir almennum störfum fjölgaði hins vegar. — HEI Staðarskáli 40 ára í dag Staðarskáli er 40 ára um þessar mundir og verður af því tilefni haldið upp á tímamótin með opnu húsi í dag milli kl. 15 og 17. Kaffihlaðborð verður í boði og auk þess ýmsar uppákomur s.s. kór Barnaskóla Staðarhrepps og Karlakórinn Lóuþrælar. Þá mun Jón Eiríksson, bóndi og listamað- ur á Búrfelli, einnig opna mál- verkasýningu á laugardaginn þar sem hann sýnir nokkur vatnslita- og olíumálverk sem hann hefur málað á síðustu árum. Staður í Hrútafirði á sér langa sögu sem áningarstaður milli Norður- og Suðurlands eða allt frá þvf að landpóstarnir höfðu þar fasta skiptistöð. Það var árið 1960 sem Staðarbræður byggðu 120 fermetra húsnæði og hófu veitingasölu. Árið 1971 var hús- næðið stækkað í þá mynd sem veitingastaðurinn er í dag. Það má segja að yfir hásumarið sé húsnæðið orðið of Iítið því rekstr- arumfang Staðarskála hefur auk- ist jafnt og þétt með aukinni um- ferð um þjóðveginn í Hrútafirði. Staðarskáli hefur þjónað vegfarendum við þjóðveginn í fjóra áratugi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.