Dagur - 10.06.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 10.06.2000, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjaid m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. A MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: creykjavíK)563-1615 Amundi Amundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)A60-6192 Karen Grétarsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i Símbréf ritstjórnar: 460 6171(Akureyri) 55i 6270 (reykjavík) Nýtum hvaliiui lifandi í fyrsta lagi Ríkisstjórnin er nú að bræða með sér hvort Islendingar eigi að ganga á nýjan leik í Alþjóða hvalveiðiráðið, en næsti ársfundur þess verður haldinn í Astralíu í byijun júlí. Slík innganga er kappsmál þeirra sem vilja að íslendingar gerist hvalveiðiþjóð á nýjan leik, enda er útilokað að hefja hvalveiðar án þess að vera í þeim alþjóðasamtökum. Umræðan í ríkisstjórninni byggir á þingsályktun sem samþykkt var á alþingi rétt fyrir kosningar vorið 1999, en þar var ríkisstjórninni falið að undirbúa hval- veiðar. Það er því eðlilegt að málið sé rætt innan stjórnarinnar. í öðru lagi Hitt er svo annað mál að ekkert mælir með því að íslendingar fari að drepa hvali á nýjan leik. Eins og margoft hefur komið fram er efnahagslegur grundvöllur slíkra veiða enginn. Alþjóð- leg viðskipti með hvalaafurðir eru bönnuð. Norðmenn sem veiða nokkur hundruð hrefnur á ári hafa engan raunverulegan markað fyrir hvalaafurðirnar sem safnast fyrir í birgðageymsl- um. Það er heldur ekkert útlit fyrir að Alþjóða hvalveiðiráðið samþykki veiðar í atvinnuskyni á næstu árum, né heldur að al- þjóðleg viðskipti með hvalaafurðir verði leyfð í fyrirsjáanlegri framtíð. 1 þriðja lagi Öllum ætti að vera ljóst að það er enginn fjárhagslegur ávinn- ingur af því fyrir þjóðarbúið að fara að veiða hval á ný. Þvert á móti. Tapið af slíkri ráðstöfun getur orðið umtalsvert. Annars vegar má reikna með neikvæðum áhrifum á útflutning sjávar- afurða. Hins vegar yrði einn helsti vaxtarbroddurinn í ferða- þjónustu landsmanna í hættu. Hvalaskoðun hefur reynst þjóð- inni veruleg tekjulind að undanförnu og vakið jákvæða athygli á landi og þjóð eins og umhverfisverðlaunin sem Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt helsta frumkvöðlinum í þessari grein, As- birni Björgvinssyni frá Húsavík, bera greinilega með sér. Enda augljóst að þjóðin getur haft mun meira gagn að lifandi hvöl- um í sjónum en dauðum hvölum í frystigámum. Elías Snæland Jónsson. Með aðra hðnd á stýri Þegar Garri var ungur var hann um skeið þungt haldinn af hetjudýrkun. Helstu átrúnaðar- goð hans voru kappar á borð við Gretti, Roy, Lone Ranger, Trigger, Skarphéðinn í Grenn- unni, Tom Swift, Egill Skalla- grímsson, Rin Tin Tin og fleiri alþjóðlegar hetjur og ís- lenskar. En mest dálæti hafði Garri þó á manni sem reyndar voru hvorki skrifaðar bækur né gerð- ar bíómyndir um, heldur að- eins einn danslagatexti, og það var að sjálfsögðu enginn annar en Bjössi á mjólkurbílnum, sá er ók eins og Ijón með aðra hönd á stýri. Á þessu árum dreymdi sem sé flesta snáða um að verða bíl- stjórar þegar þeir yxu úr grasi og Bjössi á mjólkurbílnum var náttúrlega nafntogaðastur allra ökuþóra sem þá brunuðu um holótta vegi landsins. Hasar Af þessum sökum hafa atvinnu- bílstjórar ætíð átt töluvert rúm í hjarta Garra, þó hann hafi ekki beinlínis dýrkað þá hin síðari ár og veggfóðrar svefnherbergið sitt ekki með plakötum af Iandsþekktum rútubílstjórum og vörubílstjórum. Enda hefur nokkuð slegið á hetjuímynd bíl- stjóranna frá dögum Bjössa, eftir að vegir bötnuðu, veður- spár skánuðu og fjórhjóladrifið var fundið upp. En þrátt fyrir það hefur Garri æfínlega haft lúmskan grun um að í hveijum atvinnubílstjóra leyndist kempa og jafnvel vígamaður, sem V Iaumist út úr skápnum um leið og á reynir. Og það hefur einmitt gerst síðustu daga í verkfalli Sleipnis, þar sem lýsingar blaðanna á hasarnum minnir helst á at- burðarás í amerískum bílaelt- ingjaleikja- myndum. Bakkað og skáskotið Þar hefur m.a. komið fram að illvígir verk- fallsverðir hundeltu meinta verk- fallsbrjóta Iengi dags eða allt þar til þeir leit- uðu skjóls hjá ameríska hern- um og mun það í fyrsta sinn sem varnarliðið hefur varið mann og annan á Islandi. Þá reyndu verkfallsverðir að króa af rútur en bílstjórarnir, vænt- anlega með aðra hönd á stýri, sluppu með því að bakka og skáskjóta sér. Og þeir sem hafa reynt að bakka og skáskjóta sér á rútum vita að slíkt er aðeins á færi snillinga. Ennfremur kom til handalög- mála þar sem verkfallsvörður á upphækkuðum jeppa ók á dótt- ur verkfallsbijóts en gerði það svo snyrtilega að konan slapp án áverka. Og þeir sem hafa Ient í því að láta upphækkaðan jeppa aka á sig, vita að það þarf einstaka lagni til þess að stunda slíkan akstur án teljandi lík- amsmeiðinga. Bjössi á mjóllkurbílnum er sem sé enn á meðal vor og það er algjör óþarfi að fara á Schvvarzencggcr í bíó til þess að sjá ósvikinn hasar. — GARRI ELIAS SNÆLAND JÓNSSON SKRIFAR Forystumenn Vesturlanda hafa síðustu daga og vikur keppst við að klappa forseta Rússlands, Vladimír Pútin sem árum saman var foringi í hinni alræmdu leyniþjónustu Sovétríkjanna, KGB. Þar hafa farið fremstir Tony Blair, forsætisráðherra Breta, og Biíl Clinton sem fljót- lega lætur af embætti sem forseti Bandaríkjanna. Vel hefur farið á með þeim Blair, Clinton og Pút- in, þótt í reynd skilji himinn og haf á milli Iífsskoðana gamla. KGB-foringjans og þessara hel- stu foringja lýðræðisnkja Vestur- landa. Astæðan fyrir þessum kjassa- gangi er hefðbundin valdapólitík stórvelda sem vilja hafa valda- hafana í Moskvu góða í von um að þeim takist smám saman að temja þá. Þegar slíkir hagsmunir ráða ferðinni skipta yfirlýsingar og loforð um mannréttindi al- þýðu manna litlu máli. Hvað þá Pútíii og Téténía hernaður og hernám í afkimum eins og Téténíu. Einræðistilburðir Enn er lítil reynsla komin á stjórnarhætti Pútíns í Rússlandi, en það sem þeg- ar hefur sést til hans bendir til að hvorki lýð- ræðisást né virð- ing fyrir mann- réttindum sé honum eðlislæg - enda voru slfkar dyggðir ekki kenndar í KGB. Enda var eitt fyrsta verk Pútíns eftir að Clinton hætti að faðma hann og kyssa að efla her- námið í Téténíu með því að taka stjórn landsins algjörlega í sínar eigin hendur og nánustu undir- manna sinna. Hann gaf sum sé út um það tilskipun að héðan í frá yrði öll borgaraleg stjórn í Iandinu í höndum skrifstofu for- setans í Kreml. Þaðan verður hernáminu stjórnað. Það hefur ekki borið mikið á fréttum af átökunum í Téténíu að undanförnu, enda Rússar búnir að lýsa því yfir fyrir löngu að þeir hafi unn- ið stríðið og því sé lokið. Hið rétta er að rúss- neski herinn hef- ur lagt undir sig um tvo þriðju hluta landsins. Og þótt þeir hafi eyðilagt allar helstu horgir og bæi, þannig að alþýða manna hefur að engu heim að snúa, hef- ur þeim alls eldd tekist að ráða algjörlcga niðurlögum téténskra andófsmanna. Þeir cru að vísu ekki til stórræða, en beita þess í stað skæruhernaði sem kann að reynast rússneska hernum skeinuhættur þegar frá líður. Ekki síst þar sem skæruliðarnir eru reiðubúnir að fórna eigin lífi einungis ef þeir taka nokkra rúss- neska hermenn eða erindreka með sér í leiðinni. Margar slíkar árásir hafa verið gerðar að und- anförnu. Hver og ein hefur lítil áhrif, en til samans munu þær smám saman draga úr baráttu- þreki rússneska hernámsliðsins. Vestrænir stjórnmálamenn hafa frá upphafi hvatt Rússa til að Ieita pólitískrar lausnar á deil- unni um Téténfu, en því hefur alltaf verið hafnað. Ákvörðun Pútíns um að taka öll borgaraleg völd í landinu í eigin hendur er aðeins enn eitt dæmið um ein- ræðistilhurði hans. Og enn frek- ari staðfesting þess að hann mun láta gagnrýni Vesturlanda sem vind um eyru þjóta, eins og hann hcfur alltaf gert. Vladimír Pútín: stýrir Téténíu frá forsetaskrifstofunni. spurt %i svaraið llvad ætiar þtí að gera um hvítasunnuna? Birkir Jón Jónsson aðstoðarmaðurfélagsmdlaráðherra. „Leiðin ligg- ur vestur á firði þar sem ég mun keppa fyrir hönd míns heimahér- aðs, Norð- urlands vestra, á kjördæmamóti í bridge. Ég kem í bæinn á sunnudaginn - og á annan í hvítasunnu ætlaði ég svo að hjálpa frænku minni sem er að flytja hér á milli íbúða. Annars virðist mér að um þessa helgi liggi straumurinn út úr bænum og út á land - í sæluna sem þar er.“ Halla Bára Gestsdóttir „Helgin hjá mér verður mjög spenn- andi. Ég ætla ásamt móður minni, EIsu Björnsdótt- ur, hár- greiðslukonu, að efna til bíl- skúrsmarkaðar á laugardag fyrir utan hús foreldra minni í Vana- byggð 8e hér á Akureyri. Þar ætti ef veðrið helst gott að myndast svolítil Kolaportsstemning hér á Brekkunni. Allir eru velkomnir." blaðamaðurá Akureyn. Aáalsteinn Ámi Baldursson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. „Ég ætla að vera hér fyr- ir sunnan um helgina og á laugar- dag verð ég uppi á Skaga þar sem ég ætla að fylgjast með syni mínum, Baldri, sem farinn er að æfa og keppa með IA í knattspyrnu og næsti Ieikur þeirra er einmitt um helgina - nú gegn Stjörnunni. Á sunnudaginn ætla ég vestur á ísafjörð þar sem ég verð við fermingarveislu, en síðan flýg ég strax aftur suður til Reykjavíkur - og þaðan svo heim til Húsavík- Sigmar Amórsson sundlaugarvörður d Aliureyri. „Það er vinna alla helgina, fýrri vakt á laugardag- inn og seinni vakt á sunnudag- inn - þannig að vinnan klippir helgina svolítið í sundur fyrir mér. En ég vænti þess þó að ég geti eitthvað skemmtilegt um helgina; ég verð búinn að vinna um kvöldmat á sunnudaginn og þá var ég að spá í að renna fram í Eyjafjaröarsveit þar sem félagi minn Grettir Hjörleifsson, sem starfaði hér í sundlauginni um skeið en er nú stærsti kúahóndi á Islandi, og hans kona, efna til svolítillar veislu í tilefni af fermingu dóttur sinnar."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.