Dagur - 10.06.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 10.06.2000, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 - 7 RITSTJÓRNARSPJALL Nomaveiðar pólitísks rétítnmaðar ODDUR ÖLAFSSON SKRIFAR Á galdrabrennuöldum var nóg að einstaldingur væri ásakaður um fjölkynngi til að sakfella hann og taka af lífi á grimmdarfullan hátt. Engum vörnum var við komið þeg- ar ofstækismenn héldu réttarhöld yfir galdrakindunum, sem ná- grannar þeirra sökuðu um að vera í tygjum við þann í neðra og ganga erinda hans til að hrella þá guð- hræddu og rétt þenkjandi. Sem betur fer eru galdrabrennur aflagðar og ákæruvald og dómstól- ar gera kröfur um haldbetri sann- anir um meint afbrot en gert var á þeim dimmu öldum þegar djöfull- inn gekk ljósum logum um mann- heima til að afvegaleiða ráðvilltar og veikgeðja sálir. En galdraöld er ekki með öllu kveðin í kútinn þótt viðurlög séu mildari en áður tíðkaðist. Asakanir um ljótar hugsanir, illt innræti og skítlegt eðli eru furðu algengar og menn gera hver öðrum upp skoð- anir og hafa lítið fyrir að rökstyðja mál sitt þegar svo ber undir. Alltaf fer svolítill ónotahrollur um undirritaðan þegar einhver kveður upp úr um náungann, að hann sé fordómafullur. I tímans rás hefur þessi ásökun snúist upp í þá andhverfu, að sá sem ásakar annan um fordóma sé ekki síður haldinn fordómum en sá sem ásökunin beinist gegn. Það er ekki ósvipað og með galdrafárið, hvor var sekari og lakari manneskja, sá sem kærði annan fyrir galdur eða sá sem brenndur var? Um skeið átti pistilhöfundur ágætan kunn- ingja, rússneskan. Hann var sann- trúaður kommúnisti og þjónaði flokki og Móður Rússlandi af heil- um hug. Oft var deilt um stjórn- mál og heimsmál kalda stríðsins yfirleitt, ávallt án skaphita og með þeirri rökvísi sem tiltæk var. Fyrir kom að lslendingurinn og talsmað- ur vestrænna gilda þóttist bera hærri hlut og fór þá rússneski komminn halloka. En alltaf átti hann stórt tromp uppi í erminni áður en yfir lauk. I vonlítilli varn- arstöðu sló hann því fram: „Lenín sagði:...“ Síðan kom kórrétt tilvitn- un í eitthvert rita Leníns og það var síðasta orðið í hverri rökræðu, enda lærðist það fljótt, að ekki tjáði að deila um skoðanir hans og kenningar. Glefsandi varðhundar Aðferð þessa ágæta Rússa kemur oft upp í hugann þegar for- dómatrompinu er slengt út til að gera meira eða minna ímyndaða andstæðinga að ómerkingum og ekki viðræðuhæfa. Pólitísk rétthugsun er komin vel á veg með að útrýma rit- og mál- frelsi á Vesturlöndum. Það verður að fara ótrúlega krákustíga um mörg málefni til að gera sig ekki sekan um að móðga einhverja þjóð- félagshópa, kynþætti eða trúariðk- endur sem játa aðra trú en kristni. Varðhundar pólitískrar rétthugsun- ar eru hvarvctna og ætíð reiðubún- ir að glefsa í hvem þann sem ekki Sumir halda að aðeins „við“ búum á Jörðinni en aðrir eru staðráðnir í að það séu „við“ og „hinir". gætir þess velsæmis sem þeir hafa skapað, og hagar orðum sínum á annan veg en þann, sem fellur að þeirra siðavendni. Stóra tromp varðhundanna er ásökunin um fordóma. Hana þarf ekki að rökstyðja nema með upp- hrópunum og frekari áherslum á siðleysi og sauruga hugsun þeirra sem haldnir eru illum anda, eða fordómum, sem er nokkurn veginn eitt og hið sama. Nýleg dæmi um pólitíska rétt- hugsun var að bannfæra alla um- ræðu um rétt samkynjaðra hjóna- banda til að ættleiða börn. Eini kjarkmaðurinn á alþingi, sem þorði að hafa aðra skoðun á mál- inu en pólitísk rétthugsun leyfir, var ásakaður um fordóma og sagt berum orðum að hann og hans nótar væru sekir um ótímabæran dauða ungmenna. Minna má ekki gagn gera og eftir stendur spurn- ingin, hvar eru fordómarnir í þessu tilviki? Pólitískur rétttrúnaður kærir sjónvarpsstöðina Omega og heimt- ar að stjórnvöld loki henni. Sakar- efnið er að kalla homma og lesbíur kynvillinga og að fetta fingur út í löggildingu sambúðar samkyn- hneigðra og leyfi þeim til handa að ættleiða og ala upp börn í slíku hjónastandi. Nokkrir kristnir ein- staklingar Ieyfðu sér að ræða þessi mál út frá sínu sjónarhorni og samkvæmt þeim túlkunum sem þeir telja að lesa megi úr ritning- unni. Þar sem ekki er liðið að hafa nema eina og rétta skoðun á svona málefnum þykir rétttrúuðum sjálf- sagt að loka sjónvarpsstöðinni fyrir fullt og allt. Öhugnaðurinn í þessu máli er, að enginn málsmetandi maður eða kona finnur hjá sér hvöt eða kjark tíl að vernda málfrelsi þeirra kristnu manna sem kærumálin beinast gegn. Pólitíski rétttrúnað- urinn er friðhelgur og óumdeilan- legur. OfstæMð Talsmaður pólitíska rétttrúnaðar- ins segir í Degi, að umfjöllun sjón- varpsstöðvarinnar sé kukl og múgsefjun og talar um vinnubrögð „hægri sinnaðra kristinna ofstæk- ismanna". Orðbragðið er sótt í hugmynda- smiðju Ríkisútvarpsins og annarra máttarvalda sem standa vörð um pólitískan rétttrúnað og sjá „hægri sinnað ofstæki" í orðum og gjörð- um allra þeirra sem ekki gangast skilyrðislaust undir þá skoðana- og tjáningarkúgun sem frjáls hugsun á Vesturlöndum er beitt. Búnir eru til alls kyns minni- hlutahópar innan samfélaga og á þá má ekki yrða né um þá tala ncma með orðalagi og eftir þeim reglum sem rúmast innan þröngs ramma pólitísks rétttrúnaðar. Kveður svo rammt að þessu, að jafnvel gjörvöll kvenþjóðin er gerð að minnihlutahópi sem er ofur- seldur kúgunareðli karlkynsins. Látið er eins og að allir einstakl- ingar innan hvers minnihlutahóps séu eins. Ef notað er óviðurkvæmi- legt orðbragð um einn þeirra er það álitin móðgun við allan söfn- uðinn. En oft leyfa menn sér líka að alhæfa vanhugsaðar staðhæf- ingar um þjóðir og kynþætti, þeim ýmist til Iofs eða lasts. Skrýtin skepna Pólitíska rétthugsunin er skrýtin skepna og eldd öll þar sem hún er séð. Það er Ijót karlremba að láta eitthvað sem telja má niðrandi út úr sér um konu eða konur. Hins vegar er ekkert athugavert að út- húða karlpeningnum, einum þeirra eða öllum og bera þeim lýð allar vammir og skammir á brýn. En auðvitað á það aðeins við um hvíta Norðurálfumenn sem taldir eru kristnir. Um blakka karla eða austræna gilda aðrar umgengnis- reglur og umtalsmáti. Enginn tekur illa upp þótt norsku þjóðinni sé úthúðað og henni fundir flest til foráttu. Sér- staklega á það við þegar deilt er um fiskveiðiréttindi. Um Þjóðveija er nánast skylda að tala á niðrandi hátt, enda eru þeir búnir að tapa tveim stórstyrjöldum á öldinni. I Vesturálfu, beggja vegna Atl- antshafsins, er þjóðerniskennd bönnuð og hvar sem bryddir á henni eru „hægri sinnaðir öfga- menn“j gott ef ekki nýnasistar, á ferð. I öðrum heimshlutum er þjóðerniskennd álitin eðlileg og lofsverð. Þar eru gjarnan þjóðfrels- ishetjur á ferð þegar kynflokkar og hópar með ólíkan trúarlegan og menningarlegan bakgrunn berja hverjir á öðrum og kúga hveijir aðra eftir bestu getu og með góðri samvisku. Ekki þykir kurteisi að tengja trú- arbrögð og menningu Indverja við stéttaskiptingu og grófleg mann- réttindaþrot. Bænakvak biskupsins yfir Islandi um að kaupa þræla- börn úr ánauð er aldrei sett í sam- band við þjóðfélagslegt ástand á Indlandsskaga fremur en að grufl- að var út í það menningarástand sem móðir Theresa lifði og starfaði í. Enginn rukkar indversku millj- arðamæringana, sem halda rusl- aralýð evrópska aðalsins veislur á jöktum sínum á Miðjarðarhafi, um eitt eða neitt. Þó er það á einu sviði sem þjóð- rembingar mega öskra sig hása og láta í ljósi miður þokkalegar skoð- anir á öðrum þjóðum. Það er þeg- ar íþróttamenn eru að keppa fyrir hönd þjóða sinna, eða þorps eða bæjarhluta. Þá Ieyfist mönnum að rotta sig saman í klassískar eining- ar; við og hinir. StríðsösMin Pólitískur rétttrúnaður á ekkert skylt við eðlilega kurteisi, sem sjálfsagt er að menn sýni hver öðr- um í tali og umgengni. Frá bæjar- dyrum þess sem hér skrifar er hann þröngsýnn og hættulegur tjáningarfrelsinu. Stríðsöskur hans, „fordómar" glymur úr öllum gáttum þegar kúga á þá til hlýðni sem ekki játast skilyrðislaust undir viðhorf og varajátningar þeirra sem ávallt þykjast vera að vernda og tala máli meira og minna ímynd- aðra og kúgaðra minnihlutahópa. Tvískinnungurinn er auðsær. Þjóðerniskennd og ættjarðarást er afgreidd sem hægri sinnað of- stæki. En alþjóðasinnamir bregð- ast hart við ef imprað er á að Ieyfa útlendingum að físka í okkar land- helgi. Sömuleiðis er loflegt að hleypa ekki Evrópusambandinu inn f okkar helgu vé og mjög menningarlegt að vera á móti varn- arsamstarfi með öðrum þjóðum. En svefnherbergin eru öllum opin og fær hver sá orð í eyra sem dirf- ist að gera athugasemdir þar um. Sem auðvitað er mesti óþarfí. Kynþáttahatari er mikið notað orð af þeim sem höndlað hafa stórasannleik hins pólitíska rétt- trúnaðar. Það er þó aldrei notað um aðra en hvíta norðurálfumenn sem setnir eru af hægrisinnuðu of- stæki. Hveijir em að berja hver á öðrum á Fijieyjum þessa stundina stafar víst ekki af kynþáttaríg, eða hvað? Hverjir strfða á Sri Lanka? Hverjir eru að útrýma kristnum blökkumönnum í Súdan, sem eng- inn vill rétta hjálparhönd? Það myndi fylla margar blaðsíður ef telja ætti upp öll þau átök sem eiga sér stað vegna þjóðerniskenndar og kynþátta- og ættbálkarígs. Þjóð- ir eru ofsóttar og kúgaðar og trúar- hópar njóta lítilla mannréttinda. Ansans vandræði, segja mann- vinirnir á Vesturlöndum, við skul- um senda þeim súpuskál, eða úr sér gengin gleraugu. En enginn er ásakaður um ofstæki eða kynþátta- ofsóknir nema uppáhaldsóvinir þeirra sem tekið hafa sér einkarétt á orðmyndinni fordómar, sem í raun er orðið merkingarlftið vegna ofnotkunar. Atlaga að tjáningarfresli Vafalaust getur pólitíski rétttrún- aðarsöfnuðurinn lesið hvaða for- dóma sem honum sýnist út úr þessum skrifum og gert höfundi þeirra upp hvaða skoðanir sem honum hentar. Það er þeirra mál. Mergurinn málsins er sá, að at- lagan að skoðana- og tjáningar- frelsinu er alvarlegri en svo, að það eigi að Iáta kyrrt liggja þegar öflug- ir áróðurshópar eða talsmenn þeirra heímta að fjölmiðill sé lagð- ur niður vegna þess að þeim felíur ekki boðskapur eða orðanotkun þeirra sem þar ráða ríkjum. Svo ættu þeir sem strá um sig orðaleppunt eins og „ fordómar" og „ofstæki" að líta einstaka sinnum upp undir sjálfa sig og á heiminn í kringum sig og sjá hvar kynþátta- og trúarbragðaofstæki birtist helst í sínum verstu myndum. Það er þar, sem málfrelsið er bannfært.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.