Dagur - 10.06.2000, Qupperneq 10

Dagur - 10.06.2000, Qupperneq 10
10 — LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2 00 0 Vgpr ÞJÓÐMÁL Alvarlegar athugasemdir HJORLEIFUR GUTTORMS- SON SKRIFAR Athugasemdir sendar skipulagsstofnun vegna fmmmats- skýrslu um mat á fram- kvæmdinni Upphéraðs- og Norðurdalsvegur Atlavík-Teigshjarg í Fljótsdal. Undirritaður hefur kynnt sér fram- lagða frummatsskýrslu og hefur ástæðu til að gera við hana alvar- legar athugasemdir. Yfiriýstur höf- uðtilgangur framkvæmdarinnar er skv. skýrslunni: „...að hægt sé að mæta þeim þungaflutningum og umferð sem fylgir fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum." (bls. 5) og „...að bæta burðarþol og vegfer- il vega að hinu fyrirhugaða virkj- anasvæði í Fljótsdal." (bls. 24). 1. Furðu sætir að í skýrslu fram- kvæmdaaðila skuli ekki tekin til- umfjöllunar sá kostur að endur- nýja brú á Lagarfljót við Egilsstaði og heina flutningum vegna hugs- anlegra virkjunarframkvæmda norðan Vatnajökuls um Fell og Fljótsdal norðan Fljóts. A þetta er ekki einu sinni minnst í umljöllun um „aðra valkosti" rétt eins og þessi möguleiki væri ekki til staðar. Þegar af þessum ástæðum er framlögð skýrsla ótæk til mats, svo augljósan kost sem hér er um að ræða og eðlilegan að dómi undir- ritaðs. Helstu rök fýrir því að þessa leið beri að velja eru eftirtalin: a. Brýna nauðsyn her til að end- urnýja Lagarfljótsbrú hið fyrsta, þar eð núverandi brú stenst engan veginn almennar burðarþolskröf- ur. Vaxandi þungaflutningar verða um Lagarfljótsbrú á næstu árum, „Furðu sætir að i skýrslu framkvæmdaaðiia skuli ekki tekin til umfjöllunar sá kostur að endurnýja brú á Lagarfljót við Egilsstaði, “ segir Hjörleifur Guttormsson í athugasemdum sínum. og aukast enn ef ráðist yrði í bygg- ingu álverksmiðju á Reyðarfírði. h. Það er röng nýting fjármagns og sóun á almannafé, ef fyrst ætti að byggja brú yfír Jökulsá í Fljóts- dal sem stæðist kröfur um þunga- flutninga í þágu virkjunarfram- kvæmda og síðan að endurbyggja Lagarfljótsbrú í almannaþágu, m.a. vegna þungaflutninga. c. Algjör óvissa ríkir um hvort eða hvenær til virkjunarfram- kvæmda kemur í Fljótsdal og ann- ars staðar norðan Vatnajökuls. Með það í huga er fásinna að ætla nú að ráðast í umrædda vega- og brúagerð á þeim forsendum sem skýrslan gerir ráð fyrir. d. Afar óæskilegt væri að beina umferð vegna virkjunarfram- kvæmda ef til kæmu, þar á meðal vegna þungaflutninga, um Hall- ormsstað sem einn helsta ferða- mannastað á Austurlandi. Hall- „Það er röng nýting fjármagns og sóun á almannafé, ef fyrst ætti að hyggja hrú yfir Jökulsá í Fljótsdal sem stæðist kröfur um þunga- flutninga í þágu virkjunarfram- kvæmda og síðan að endurhyggja LagarQjótsbrú í almannaþágu, m.a. vegna þungaflutn- inga.“ ormsstaður hefur stöðu friðlands, ef Ieitað er samanburðar við frið- lýst svæði að náttúruvemdarlög- um. Verður að telja það sjálfstætt og eðlilegt markmið að létta svo sem kostur er á vélknúinni umferð um Skóga, þ.e. svæðið frá Valla- neshálsi inn að Gilsá. Þetta á einn- ig við um almenna umferð nú og í framtíðinni inn á Fljótsdalsheiði og að Snæfelli, sem mun öðru fremur Ieggjast austan Fljóts, ef vegur norðan megin verður lakari. e. Með því að beina umferð vegna virkjunarframkvæmda um Lagarfljótsbrú og inn í Fljótsdal norðan Fljóts verður komist hjá fjölmörgum ókostum og áhættum sem fylgja myndu ef fallist væri á tillögu framkvæmdaraðila. Engir hliðstæðir annmarkar eru á vega- gerð norðan Fljóts, þótt auðvitað verði að vanda til hennar. f. Engar tafir sem máli skipta yrðu á vegabótum í þágu um- ræddra hugsanlegra virkjunar- framkvæmda með því að velja þann kost sem undirritaður reifar hér. Undirbúningur að skipulagi vegna nýrrar brúar á Lagarfljót við Egilsstaði, svæðisskipulagi Héraðs og aðalskipulagi Fellahrepps, er á Iokastigi og stefnt að afgreiðslu innan árs. g. Vegabætur í Fljótsdal austan Jökulsár verða auðvitað á dagskrá eftir sem áður og unnt yrði að gaumgæfa betur en ella nauðsyn- legar samgöngubætur á þeirri leið. Sem sjá má af ofangreindu eru augljós og þung rök fyrir því að beina vegabótum í þágu hugsan- legra og allsendis óvissra virkjun- arframkvæmda í Fljótsdal að Lag- arfljótsbrú og veginum inn Fell og Fljótsdal norðan Lagarfljóts. I öllu falli verður að gera kröfu til þess að sá kostur fái umfjöllun með hliðstæðum hætti og sú hugmynd sem framkyæmdaraðili hefur nú lagt fram til mats áður en úrskurð- að er endanlega um mat á um- hverfisáhrifum. 2. Meginókostir auglýstra vega- framkvæmda á leiðinni Atlavík- Teigsbjarg eru: a. Aukin umferð um Hallorms- staðaskóg. b. Brúargerð á Jökulsá sem rýfur landslag horft til Fljótsdals að utan. c. Veruleg hætta á flóðum og landspjöllum ofan ráðgerðrar brú- ar á Jökulsá frá Gilsáreyri yfir á móts við Hjarðarból. d. Ferðamannastaðir í Fljótsdal, Skriðuldaustur og Valþjófsstaður, verða úrleiðis miðað við hringferð um Löginn. e. Byggðin í Fljótsdal/Suðurdal verður afskekkt miðað við núver- andi tilhögun samgangna og þann kost að reisa nýjar brýr fyrr eða síð- ar innar í dalnum. Framhjá flestum ef ekki öllum þessum annmörkum verður kom- ist með því að beina fjármagni til vegabóta að Lagarfljótsbrú og upp- byggingu vegarins um Fell og Fljótsdal norðan Lagarfljóts. Endurmeimtim sunn- lenskra skólastjóra Skólastjórnendur á Suðurlandi tóku þátt í námskeiði í Vestmannaeyjum í vor um námskrárgerð. - mynd: fréttir i eyjum. Á Suðurlandi eru 24 grunnskól- ar frá Þorlákshöfn í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri, auk þess eru tveir grunnskólar í Vest- mannaeyjum. Skólarnir eru bæði í dreifbýli og þéttbýli og nemendafjöldi þeirra er frá um það bil 30 nemendum til 450 nemenda. Þrátt fyrir ólíkar ytri aðstæður eiga skólarnir margt sameiginlegt, raunar flest sem lítur að faglegri vinnu og innra starfi skólanna. Skólastjórnendur á Suður- landi hafa á undanförnum árum staðið fyrir reglulegu nám- skeiðahaldi og endurmenntun frrir skólastjóra í þeim tilgangi að bæta starfið í skólunum og til þess að miðla reynslu og upplýs- ingum miili skólanna. Skóla- stjóranámskeiðin hófust 1996 í samstarfi við Skólaskrifstofu Suðurlands. Fyrstu tvö árin voru þau í samvinnu við Endur- menntunarstofnun Kennarahá- skóla Islands og leiðbeinendur voru frá Kennaraháskólanum, Olafur H. Jóhannsson sem fjall- aði um skólaþróun og Steinunn Helga Lárusdóttir sem tók fyrir sjálfsmat skóla. Hvert námskeið hefur tekið hálfan til heilan vet- ur þar sem skiptast á námskeiðs- dagar sem dreift er á skólaárið og síðan heimavinna og skil á verk- efnum. Námskeiðin hafa verið haldin á ýmsum stöðum á Suð- urlandi. Á öllum námskeiðunum hafa skólastjórar unnið að hag- nýtum verkefnum sem tengjast áherslum og aðstæðum á hverj- um stað og stuðlað hafa að um- bótum í skólastarfi. Skólanámskrá, tæki til gæðastjórmmar? I vetur var skólastjóranámskeið- ið um gerð skólanámskrár. Leið- beinendur voru ráðgjafarnir Jón Baldvin Hannesson og Rúnar Sigþórsson. Ný aðalnámskrá grunnskóla kallar á breyttar áherslur í skólanámskrá og á námskeiðinu lærðu skólastjórar ýmsar góðar leiðir við gerð henn- ar. Þeim vinnubrögðum má líkja við gæðastarf í fýrirtækjum. I öll- um skólanámskrám koma venju- lega fram ýmsar hagnýtar upp- lýsingar um skólastarfið. Góð skólanámskrá á einnig að vera lifandi tæki sem getur orðið grundvöllur að sjálfsmati skóla og undirstaða fyrir umbótastörf. Námskeiðinu lauk með tveggja daga fundi í Vestmannaeyjum nú í vor. Heimamenn í Eyjum tóku vel á móti hópnum og var skóla- stjórum mikill sómi sýndur er þeim var boðið til móttöku í Fiskasafninu í boði bæjarstjórn- ar. Það er skólastjórum mikils virði að hafa þennan vettvang til endurmenntunar enda hafa skólanefndir og sveitarstjórnir á Suðurlandi ávalt sýnt þessum námskeiðum áhuga og velvild.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.