Dagur - 10.06.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 10.06.2000, Blaðsíða 11
X^MT' LAUGARDAGUR 10. JÚNl 2 000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR ígor Sergejev, varnarmálaráðherra Rússlands, og Robertson lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins [NATOJ á fundi varnarmálaráðherra Nató í gær. Huginyndir Rússa fá dræmar viðtökur Varnarinálaráðherra Rússlands kyimti í gær Natóríkjunum hug- myndir um sameigiu legar el dil augavarnir. Igor Sergejev, varnarmálaráðherra Rússlands, kynnti varnarmálaráð- herrum Natóríkjanna hugmyndir Rússa um sameiginlegar flug- skeytavamir Nató og Rússlands. Vladimír Pútín neíhdi þessar hugmyndir fyrst fyrir tæpri viku, þegar Bill Clinton for- seti Bandaríkjanna var í heimsókn í Moskvu. Viðtökur ráðamanna í Nató vom heldur dræmar, en ekki vildu þeir þó vísa þeim á bug alfarið strax við fyrstu sýn heldur bíða og sjá til hvernig framhaldið yrði. Robertson fávarður, fram- kvæmdastjóri Nató, sagði enn vanta töluvert nánari upplýsingar um útfærslu kerfisins. William Cohen, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagðist auk þess ekki sjá að þetta kerfi myndi nægja til þess að veita Banda- ríkjunum þær varnir sem æskilegt væri, og þær muni auk þess gagnast Evrópuríkjum lít- ið. Bjartsýnn á STARTIII Rússar segja kostinn við þessar hugmyndir vera þann helstan, að þær bijóti ekki í bága við samning Bandaríkjanna og Rússlands um takmarkanir á uppbyggingu eld- flaugavarnarkerfa sem undirritað- ur var árið 1972. Eitt hefsta deilumál Rússa og Bandaríkjanna undanfarna mán- uði hafa verið hugmyndir Banda- ríkjanna um að koma sér upp eig- in eldflaugavarnarkerfum, en þau kerfi væru mun viðameiri en samningurinn frá 1972 heimilar. Þess vegna hafa Bandaríkin lagt mikla áherslu á að Rússar sam- þykki að gerðar verði breytingar á þessum samningi. Rússar hafa hins vegar engan áhuga á því, og segja að það myndi bjóða því heim að vopnakapphlaup heljist á ný. Þrátt fyrir þennan ágreining sagðist ígor ívanov, utanríkisráð- herra Rússa, í gær vera bjartsýnn á að nýr samningur um afvopnun, START III, milli Bandaríkjanna og Rússlands, geti orðið að veruleika fyrir árslok. „Óstýrilátu rfldn“ Eftir að Rússar kynntu hugmyndir sínar um sameiginlegar eldflauga- vamir, sem brytu ekki gegn samn- ingnum, hafa Bandaríkjamenn Iagt áherslu á að jafhvel þótt hug- myndir Rússa yrðu að veruleika þá gætu þær aldrei komið í staðinn fyrir þær eldflaugavarnir sem Bandaríkin hyggjast koma upp sjálf. Þær gætu aldrei orðið annað en viðbót við bandaríska kerfið. Bandaríkin segja hernaðarsér- fræðinga telja að „óstýrilát ríki“, sem Bandaríkjamenn nefna svo, verði orðin fær um að skjóta lang- drægum flugskeytum eftir um það bil fimm ár og þess vegna sé nauð- synlegt að hefjast sem fyrst handa við að byggja upp varnarkerfi gegn slíkum eldflaugum. Með „óstýrilátum ríkjum" er átt við ríki á borð við Iran, írak og Norður-Kóreu, sem ekki hafa farið beinu brautina í alþjóðlegum sam- skiptum og jafnvel orðið uppvís að því að styðja við bakið á hryðju- verkasamtöku m. ABM-sairaiinguriim ABM-samningurinn (Anti-Ballist- ic Missile Treaty) frá 1972 er enn af mikilvægustu þáttunum í tak- mörkun á útbreiðslu kjarnorku- vopna, en samkvæmt honum er Bandaríkjunum og Rússlandi, hvoru um sig, einungis heimilt að setja upp skotpalla fyrir varnar- flugskeyti á einum stað og fjöldi slíkra flugskeyta er takmarkaður við hundrað. Þetta þýðir að samningurinn kemur beinlínis í veg fyrir að Bandaríkin eða Rússland geti í raun komið sér upp nægilega öfl- ugu varnarkerfi, sem byggir á því að flugskeyti séu notuð til þess að skjóta niður langdræg árásaflug- skeyti. Rússnesku hugmyndimar ganga út á það að varnirnar dugi ekki á langdræg flugskeyti, sem hægt er að skjóta á milli heimsálfa, heldur einungis á skammdrægari flugskeyti sem notuð eru í staðbundn- um hernaðarátökum og samningurinn frá 1972 nær ekki til. Þetta segja Banda- ríkjamenn alls ekki vera full- nægjandi. Arfur frá „stjömustríði“ Reagans Bæði Rússar og Kínverjar hafa ákaft gagnrýnt hug- myndir Bandaríkjanna um eldflaugavarnir, sem að nokkru leyti eru arfur frá svo- nefndum stjörnustríðsáform- urn Ronalds Reagans, fyrr- verandi Bandaríkjaforseta. Rússar segjast ætla að hætta að virða alla samninga um tak- markanir á útbreiðslu kjarnorku- vopna ef Bandaríkin haldi einhliða áfram þessum áformum. I gær sakaði Jiang Zemin, forseti Kína, Bandaríkin um „eigingirni" vegna þessara áforma og einn hel- sti samningamaður Kínverja í af- vopnunarmálum, Sha Zukang, sagði allar breytingar á samningn- um frá 1972 verða öllum áformum um kjarnorkuafvopnun verulega til trafala. Eitt af því sem Kínverj- ar hafa áhyggjur af, varðandi áform Bandaríkjanna, er reyndar að hægt verði að nota hið fyrirhug- aða varnarkerfi til þess að veija Taívan fyrir hugsanlegum árásum frá Kína. Evrópuríkin hafa líka haft mikl- ar efasemdir um þessi áform Bandaríkjanna, og telja þau ekki til þess fallin að efla eða viðhalda stöðugleika í vopnamálum á al- þjóðavettvangi. Flestir ráðamenn í Evrópusambandinu hafa hvatt Bandaríkjamenn til þess að leggja þessi áform á hilluna. Clinton og Pútin ræddust við um síðustu helgi, en urðu ekki sammála. Vopnahlé á Salomonseyiunt SALOMONSEYJAR - Andstæðingar á Salomonseyjum samþykktu í gær að vopnahlé myndi ríkja næstu vikurnar og svo virtist sem for- sætisráðherra eyjanna, Bartholomew Ulufa’alu, væri orðinn frjáls, en hópur uppreisnarmanna tók hann í gíslingu fyrr í vikunni. Atök milli tveggja andstæðra hópa uppreisnarmanna hafa staðið yfir í eitt og hálft ár, en hafa færst í aukana undanfarið. Deilurnar snúast um að- flutta íbúa frá eyjunni Malaita sem sest hafa að á eyjunni Gu- adalcanal, þar sem höfuðborg Salomonseyja er. Skæruliðar frá Gu- adalcanal vilja hrekja Malaítana aftur til síns heima, en forsætisráð- herrann er frá Malaíta. Hryðjuverkasam- tök myrtu Breta GRIKKLAND - Samtök grískra hryðjuverkamanna, sem nefnast 17. nóvember, lýstu ábyrgð sinni á morði á breskum varnarmála- fulltrúa sem skotinn var til bana í Aþenu á fimmtudag. Samtökin segja hann hafa verið myrtan vegna hlutdeildar hans í árásum Nató á Júgóslavíu í fyrra, sem samtökin segja hafa verið „villi- mannlegar" og minna á glæpa- verk nasista. Breski vamarmála- fulltrúinn, Stephen Saunders, var skotinn þar sem hann sat í bifreið sinni á Ieiðinni til fundar um sölu á skriðdrekum til Grikk- lands. Morðið á honum er það 22. í röðinni sem samtökin hafa lýst ábyrgð sinni á, en það fyrsta átti sér stað árið 1975. Landamæradeila leyst LÍBANON - Embættismenn frá Líbanon og Sameinuðu þjóðunum komu sér í gær saman um lausn á deilum um það hvar landamæri Lí- banons og ísraels eigi að liggja, en um það hafa staðið deilur frá því ísraelsmenn drógu burt herlið sitt af hernumdu „verndarsvæðunum“ í suðurhluta Líbanons fyrir fáeinum vikum. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki getað staðfest brottflutninginn vegna þessara deilna, en staðfesting er formsatriði sem þarf að afgreiða áður en Sameinuðu þjóðirnar geta sent friðargæslusveitir til Suður-Líbanon til þess að fylgjast með ástandinu við landamærin. Breski sendifulltrúinn Stephen Saunders, sem myrtur var á fimmtu- dagsmorgun. Bretar lofa aðstoð SIERRA LEONE - Robin Cook, utanrfkisráðherra Bretlands, hét því í gær að Bretar myndu gera allt sem þeir gætu til þess að koma á friði í Sierra Leone. Bretar eru nú að draga herlið sitt til baka frá Sierra Leone, en aukinn herstyrkur var sendur þangað fyrir fáeinum vikum eftir að uppreisnarmenn tóku nokkur hundruð friðargæsluliða á veg- um Sameinuðu þjóðanna í gislingu. Margir fbúar f Sierra Leone hafa hvatt Breta til þess að hafa herliðið áfram þar, en gífurlega blóðug borgarstyrjöld hefur staðið yfir í landinu í um átta ára skeið. Bretar hafa lagt fram tillögu að ályktun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að fjölgað verði í friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í Si- erra Leone. Jafnframt ætla Bretar að beita sér fyrir því að vopnasölu- bann á Sierra Leone, sem verið hefur í gildi frá því 1998, verði hcrt til muna þannig að unnt verði að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn kaupi sér vopn fyrir gróða úr demantaviðskiptum. Forseti Mexíkó segir ástandið skána BANDARÍKIN - Ernesto Zedillo, forseti Mexíkó, sagði efnahagsá- standið í Mexíkó vera á góðum batavegi. Hagvöxtur sé kominn á skrið, verðbólgan að minnka og svo sé lýðræðið að eflast að auki. Zedillo er í heimsókn hjá Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Was- hington, og notaði jafnframt tæki- færið til þess að bera lof á Clinton fyrir framlag hans til þess að bæta samskipti Bandaríkjanna og Mexíkó. Zedillo lætur af embætti eftir um það bil hálft ár, en þá lýk- ur sex ára kjörtímabili hans. Ernesto Zedillo. Sprengin á Rhodos GRIKKLAND - Heilmikil sprenging varð í gær á grísku ferðamanna- eyjunni Rhodos, en lítið var vitað um af hvaða völdum hún var. Varn- armálaráðuneyti Grikklands segir sprenginguna hafa átt sér stað á hafi úti, en þar hafa Tyrkir verið með heræfingar. Tvrkir neita því hins vegar að sprengjan hafi verið á þeirra vegum. Sprengjan skaut engu að síður íbúum og ferðamönnum á eyjunni skelk í bringu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.