Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 4
20 - LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 Ðœgiur Við götur Belfast býr fólk BÓKA- HILLAN IVIargpét Elísabet Ólafsd skrifar Robert McLi- am Wilson, Eureka Street, Ballantine, 1996. Ég hafði ekki tekið eftir því að Eureka Street er ekki splunkuný bók fyrr en ég byrjaði að skrifa þennan pistil, en vona að það komi ekki að sök. Hún var ekki til í íslenskum bókabúðum þegar ég leitaði hennar þar snemma í vor eftir að vinur minn í útlöndum hafði mælt með henni við mig og ef hún hefur aldrei verið til þar á hún skilið að athygli sé vakin á henni núna. Sjálf sá ég ekki eftir að hafa beðið eftir bókinni, sem barst mér seint og síðarmeir ein- hvern tíma í sumar. Ég hef eign- ast nýjar uppáhalds skáldsagna- persónur í Jake Jakson og Chuckie Éurgan og kynnst nýj- um höfundi sem ég hef heitið að fylgjast með í framtíðinni. 101 Belfast Robert McÉiam Wilson er 36 ára gamall rithöfundur frá Belfast á Norður-írland, sem aðeins hefur sent frá sér þrjár skáldsögur á tíu árum, Ripley Bogle (1989 ), Manfred’s Pain (1992) og þá sem hér er til umfjöllunar, Eureka Street (1996). í bókinni eru ekki aðeins dregnar upp myndir af einstaklega eftirminnilegum per- sónum, heldur er borginni Belfast, sem síðast var í fréttum þegar írskum hryðjuverkamönn- um var sleppt úr haldi í nafni friðarins, lýst á allt annan hátt en sést hefur í nokkrum fréttatíma. Þetta þýðir ekki að Eureka Street fjalli um blóðugt borgarastríð. Síður en svo. Hún segir frá mannlífinu að baki fréttatím- anna. Eureka Street er 101 Reykjavík þeirra Norður-Ira og McLiam Wilson þeirra Hallgrímur Helga- son á ljúfu nótunum. Jake Jakson er því ekki jafnmikill lúði og Hlynur Björn, en það er engu að síður margt við hann að athuga. Jake er gamall slagsmálahundur með háskólapróf og viðkvæmt hjarta, sem á það til að taka kjaft- foran blaðsölustrák upp á arma sína. Hann er líka fullur af sjálfs- vorkunn sem Iýsir sér í krónfsku ósamlyndi við konurnar í lífi hans. Þær eru ófáar þó engin vermi rekkju hans til frambúðar og Eureka Street sé í eðli sínu ástarsaga, líkt og flestar skáldsög- ur, svo vitnað sé í fyrstu setningu bókarinnar. Að verða ríkur Nánir vinir Jakes koma einnig við sögu, en fremstur þeirra er Chuckie Lurgan, sem ólst upp hjá einstæðri móður sinni við Eureka Street. Hann vaknar upp við þann vonda draum á þrítugs- afmælinu sfnu að hann er at- vinnulaus og bíllaus og hefst þar með óborganleg frásögn af því hvernig hann fer að því að verða ríkur á afskaplega siðspilltan EUREKA STREET A NOVEL. OF IRELAND LIKE NO OTHER OBERT McLIAM WILSON A NOVEL BY THE AUTHOR 0F RIPLEY BOGLE "A daríng piece of writing reminiscent of Ametica's Thomas V/olfe.” - the~SeaJUeJi.mes hátt. Til að kóróna velgengnina verður Chuckie hinn feiti og Iuralegi ástfanginn af bandrískri fegurðardís, sem endurgeldur honum ástina, enda ekki um neina venjulega fegurðardís að ræða. Astarsaga móður hans slær þó líklega allt út, en hún nær að hneyksla allt hverfi mótmælenda þegar hún tekur upp ástarsam- band við gamla vinkonu. Annars eru aðalpersónur bók- arinnar flestar kaþólskir lýðvelds- sinnar eins og Aoirghe, sem Jake á í endalausum útistöðum við. Hann unnir heldur ekki ljóð- skáldinu fræga, Shague Ghin- toss, þess að slá óáreittur í gegn í fréttatíma eftir að friðarlest, sem þau eiga öll sæti í, stöðvast vegna sprengjutilræðis á leið til Dublin- ar. Þar slasast enginn, en McLi- am Wilson tekst í öðrum kafla að lýsa á magnaðan hátt hvaða sprengjur geta gert við óbreytta borgara. Þá hreiðrar um sig óró- leiki þegar nýrri þriggja stafa skammstöfun, OTG, fer að skjó- ta upp kollinum á veggjum borg- arinnar, því enginn veit hvað hún þýðir né frá hverjum hún er. Það er öruggt að ég mun aldrei hlus- ta á fréttir frá Belfast með sömu eyrum og áður en ég las Eureka Street. Eureka Street eftir Robert McLiam Wiison. Hann hlýtur að vera Hallgrím- ur Helgason þeirra Norður-íra. Fyrsta bíómyndin um pokémonana fjallar um hvorki meira né minna en heimsyfirráð, vísindi á glapstigum og kærleikann sem sigrar að lokum. orðnir að leikföngum og komnir í teiknimyndir, sem börn virðast falla unnvörpum fyrir. Pyrsta bíómyndin um poké- monana fjallar um hvorki meira né minna en heimsyfirráð, vís- indi á glapstigum og kærleikann sem sigrar að lokum. Meira er vart hægt að biðja um í alvöru bíómynd. Skuggalegir vfsindamenn nældu sér í erfðaefni úr sjald- gæfasta og öflugasta pokémon- anum, sem heitir Mew (sem að sjálfsögðu er borið fram upp á ensku: mjú). Vísindamennirnir klónuðu hann, og þar með fædd- ist Mewtwo (mjútú), sem er bæði afar greindur og gæddur yfirnátt- úrulegum kröftum. Mewtwo byrjar æviferil sinn strax á að velta fyrir sér tilgangi þess að vera til. Og kemst fljót- lega að þeirri niðurstöðu að hann skuldi mönnunum ekki neitt, þótt þeir hafi búið hann til, enda gangi þeim ekki annað en eig- og Píkatsjú ★ ★ 1/2 tárin ingirnin til. Hann setur sér því það mark- mið að ná heimsyfirráðum, Hug- myndin er sú að ná fyrst öllum pokémonum á sitt vald, og klóna þá síðan með aðferðum hinna skuggalegu vísindamanna, sem Mewtwo er að sjálfsögðu búinn að tileinka sér. í framhaldi af því á mannkynið sjálft að verða hon- um auðveld bráð. Frelsari mannkyns birtist hins vegar í mynd piltungs nokkurs, Ash, sem er með sjálfan Píkatsjú í liði sinu. Ash (af hverju heitir hann ekki bara Askur?) fórnar lífi sínu fyrir pokémonana, en þá gerist það að tár birtast á hvörm- um Píkatsjús og allra hinna pokémonanna, og þessi tára- straumur er svo magnaður að Ash vaknar til lífsins á ný. Mewtwo er það gáfaður, ólíkt flestum hefðbundnum illmenn- um kvikmyndasögunnar, að hann tekur sönsum við þennan ein- staka atburð og áttar sig á því að mannkynið er ekki jafn auvirði- legt og hann hélt það vera. Úr því mannvera gat fórnað sér fyrir pokémona, sem virðast annars ekki hafa aðra stöðu í lífinu en að vera einhvers konar blanda af leikfangi og gæludýri, þá hlýtur mannkynið að eiga skilið að halda velli, þrátt fyrir allt. Þessi teiknimynd er svolítið öðru vísi en Disney-framleiðslan, enda japönsk að upplagi þótt hún hafi verið aðlöguð sérstaklega að bandarískum markaði. Sjálfur skemmti ég mér Ijómandi vel, og krakkarnir sem ég fór með vildu fara aftur strax daginn eftir. Pokemonarnir eru komnir. Krakkarnir flykkjast í bíó til að sjá fyrstu Pokémon-bíómyndina, og Píkat- sjú er orðinn álíka þekktur meðal íslenskra krakka og Tommi og Jenni. Píkatsjú Iitli er ósköp sætur, en segir ekki mikið. Stundum segir hann bara „píka“, stundum „píkatsjú" og stöku sinnum „pík- abí“. Ef hann er reiður segir hann „tsjúúú" með rosalegri áherslu og gefur um leið frá sér rafstrauma sem nægja til þess að slá flesta andstæðinga alveg út af iaginu. Enginn týnir þó lífinu. Slíkt gerist ekki í Pokémon, þótt leikurinn gangi allur út á enda- lausa baráttu milli pokémona, enda munu barnaverndarfröm- uðir vera bara nokkuð ánægðir með fyrírbærið. „Pokémon" mun vera stytting á ensku orðunum „Pocket Monst- er“, eða „vasaskrímsli“. Þessir skríplar hófu tilveru sína í japönskum tölvuleikjum fyrir rúmum fjórum árum. Smám saman hafa þeir verið að færa sig upp á skaftið, eru orðnir meira en 150 talsins, og hefur hver sitt útlit og persónuleika. Þeir eru KVIK- MYNDIR Pokémon - Fyrsta myndin Leikstjóri: Kunihiko Yu- yama Framleiðandi: 4 Kids Entertain- ment Islenskt tal

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.