Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 9
X^ir LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 - 25 Uotinen, sem stýrir Finnska þjóðarballettinum og er eitt af stóru nöfnunum í nútímadansi í dag. En hann er líka maður sem fær miklu fleiri tilboð en hann getur tekið og mikilvægt að vera vel undir fund með slíkum mönnum búinn. Það er ekki nóg að plata þá með bréfum og því fórum við Kjartan til Finnlands með geisladiskinn." Þegar Jorma hafði líka bitið á agnið fóru hlutirnir að gerast hratt. Bæði hann og Leif eru finnskir og því þurfti að finna norskum listamönnum stað í verkefninu. „Við fengum norsk- an leikmyndateiknara, Iú'istinu Bredal, mjög flinka konu sem hefur unnið mikið í óperum, ekki aðeins í Noregi heldur einnig á alþjóðlegum vettvangi. Þegar hún var komin inn þurfti næst að fá sinfóníuhljómsveit- irnar í hverri borg til að taka þátt.“ Það virðist aðeins hafa verið formsatriði en hljómsveit- irnar eru einu þátttakendurnir í uppfærslunni sem ekki flytjast á milli borga. „Það er fyrst og fremst praktískt atriði að hafa þrjár 100 manna hljómsveitir hverja á sínum stað þó okkur finnist um leið gaman að fá þessar þrjár stóru hljómsveitir, Sinfóníuhljómsveit Islands og Fílharmóníusveitir Bergen og Helsinki, til að flytja verkið. Það felst laumulegur Islandsáróður í því að láta hljómsveitirnar kynnast verki Jóns Leifs og þar með taka það á sínar verkefna- skrár. En hitt, að flytja eina hljómsveit á milli borga, hefði verið brjálæðislega dýrt.“ íslenski dansflokkurinn og Loftur Erlingsson ein- söngvari eru því fulltrúar Islands í ffutningi verks- ins í hinum borgunum. „Upphaflega er gert ráð fyrir einum leikara sem les texta, næstum beint upp úr Eddu, en honum er sleppt af því ekki þótti þörf á því. Þetta þýðir að enginn texti er í verkinu því kórinn syngur engan texta." Og gaman að geta þess í framhaldinu að Baldur er nefnd fyrsta ópera tónbókmenntanna án orða í heimsmetabók Guinness. Það er hins vegar talsvert algengt með nútímaóperur og því hægt að bæta við enn einni skrautfjöður framsýni í barm Jóns Leifs. Von á gagnrýnendum að utan Þórunn segist ekki vita með vissu hvenær menn fóru að átta sig á hve nútfmalegt verk Baldur er. „Það var áreiðanlega ekki strax því verkið hefur ekld verið skoðað fyrir alvöru, með það í huga að gera úr því sýningu, fyrr en núna á seinni árum. Verkið er líka það umfangsmikið að sérstakt tilefni þarf til að setja það upp og því má fastlega reikna með að það verði ekki endurtekið í bráð.“ Það skýr- ir að hluta til hve mikla athygli sýningin hefur þegar fengið utan Norðurlandanna, þar sem erlend- ir dans- og tónlistargagnrýnendur hafa boðað komu sína á frumsýn- inguna. „Þetta fólk fylgist með því sem er að gerast og lætur ekki framhjá sér fara viðburð á borð við frumsýningu á nýju dansverki eftir Jorma eða frumflutning á nútimaverki undir stjórn Leifs Segestams." Þórunn vill ekki fara út í nánar útskýringar á sjálfu verkinu, hvað þá trúarbragðaskýringar, en bend- ir á að Baldur tengist óbeint bæði kristnihátíð og landafundahátíð- inni, og því gaman að flytja það á þessu mikla ári. „Verkið fjallar ekki aðeins um Baldur, ást hans og Nönnu og grimmd Loka, held- ur líka um upphaf og endalok mannkyns eins og sagt er frá þeim í Völuspá og síðar þegar jörð fæðist að nýju. Verkið er að því leytinu tímamótaverk. Það hefur líka verið sagt að Baldur hinn hvíti ás sé eins konar krists- mynd eða forkristin ímynd, því hann er sá sem ekki er illur og fyrirgefur. Af því leiðir gríðarleg átök milli góðs og ills, en líka rómantík og fegurð. Það eru því í verkin gríðarlegar andstæður og mjög skýr saga, sem ekki þarfn- ast útskýringa." Ahrifamikil tónlist og mögnuð saga kalla á sterka sviðsmynd. „Hún verður að hluta til búin til úr risastórum ísþríhyrningum umluktum eldi aftast á sviðinu og er studd mjög stórum ljósa- búnaði sem við leigjum erlendis frá.“ Allt kallar þetta á tæknilega flóknar úrlausnir. „Það er stór hópur af útlendingum hér að setja upp sviðið með Islending- unum sem hafa allir lagst á eitt við að aðstoða okkur við þessa stóru uppsetningu. Má t.d. geta þess að Leikfélag Reykjavíkur hefur lagt Borgarleikhúsið alfar- ið undir sýninguna síðustu vikur og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Það er því óhætt að segja að sýningin sé stór í snið- um að öllu leyti.“ Umfangið er ekki aðeins hið sýnilega, en það sem blasa mun við gestum á föstudaginn er svið sem nær yfir allt gólfið í Laugardagshöllinni. „Það þarf að gera mikið fyrir Það gefur auga leið að einhver verður að halda utan um jafn fyr- irhafna mikla uppfærslu og hefur það verið hlutverk Sigmundar Arnar Arngrímssonar „Hann fer héðan til allra hinna borganna, þar sem setja þarf sviðið upp aft- ur,“ segir Þórunn. Að ýmsu þarf að huga og hefur ísinn meðal annars verið stórt spurninga- merki." Við höfum verið að gera tilraunir með ísinn og þá skemmdist einn í jarðskjálftun- um. Núna er spurning hvort senda eigi ísmótin út og að þar verði fryst aftur, eða hvort betra sé að flytja ísinn út í frystigám- um. Verið getur að það borgi sig því það tekur þrjár vikur að frysta hann í nógu miklum kulda til að hann bráðni sem minnst á svið- inu. Hann er næstum eins og borgarískjaki.“ Það er ekki algengt að þrjár borgir vinni saman að slíkri sýn- ingu og enn óvenjulegra að þrjár sinfóiníuhljómsveitir frumflytji nær samtímis sama verkið hver á sínum stað. Slíkt hefur aldrei áður verið gert á Norðurlöndun- um enda hlaut verkefnið stærsta styrk sem Norræni menningar- sjóðurinn hefur nokkurntíma veitt einu verkefni. „Það var grundvallaratriði að fá þann styrk. Oðruvísi hefði þetta aldrei verið hægt,“ segir Þórunn. „Síðar komu inn f dæmið stórir styrktaraðilar eins og Norræni fjárfestingabank- inn og Islandsbanki-FBA. Heild- arkostnaðurinn við uppfærsluna er 80 milljónir króna og við borg- um innan við 1/4 af því. Við sleppum mjög vel enda vinnum við eftir strangri Ijárhagsætlun. Við gerum samninga við hvern Laugardalshöllina til að þetta sé hægt. Gólfið er undirlagt og því ekki mörg sæti þar, en síðan byggjum við upp áhorfenda- bekkina þannig að allir eiga að sjá vel.“ Einstakt tækifæri fyrir alla Þrátt fyrir allt umstangið er ekki hægt að hafa nerna tvær sýningar á Baldri í Reykjavík sama dag, en verkið tekur klukkutíma og tíu mínútur í flutningi. „Við náum inn mjög miklum fjölda á einum degi. Það hefði verið mjög flókið því sýningin fer líka til Bergen og Helsinki. Leikmyndin verður tek- in niður strax um nóttina og keyrð austur á land í skip. Það fer fólk með henni alla leið til Nor- ges og þegar hún kemur þangað tekur við henni bíll og keyrir til Bergen. Þar verður sýningin viku seinna í Grieghallen, stórri og glæsilegri tónlistarhöll. I Helsinki er jafnvel enn stærra hús en þar er löngu uppselt. Við erum sann- færð um að við fyllum Laugar- dalshöllina því miðasala hefur gengið afar vel.“ Þeir sem ekki hafa tekið við sér ennþá ættu sem sagt að geta náð í miða á næstu dögum, en þeir eru hreint ekki á óyfirstíganlegu verði. einasta mann fyrirfram sem þýðir að Menningarborgin greiðir enga reikninga og enga yfirvinnu og hefur reyndar aldrei gert. Þetta kemur í veg fyrir að hún verði með hala á eftir sér þegar henni lýkur um áramótin og hún lokar öllum bankareikningum. En það er líka vert að taka það fram að Sinfóníuhljómsveit Is- lands og Islenski dansflokkurinn koma inn í verkefnið á eigin for- sendum en báðar þessar lista- stofnanir eru í mikilli uppsveifiu. Þetta kemur inn f þeirra sumar- leyfistíma, sem hefur verið hnik- að til og er því hluti af þeirra verkefnaskrá fyrir árið. Þau líta svo á að þetta sé einstakt tækifæri enda aldrei verið hægt að ráðast í neitt þessu líkt nema út af menn- ingarborgartitlinum. Hann veitir þér aðgang að fjármagni sem þú hefur ekld ella. Fyrir okkur er ekki aðeins gríðarlega gaman að fara út í svona stórvirki heldur líka að Island skuli yfirleitt eiga svona verk. Það eitt er alveg stór- kostlegt og eiginlega er eins og Baldur hafi verið saminn fyrir þetta tilefni." Eða Reykjavík verið gerð að menningarborg sérstak- lega fvrir hann. MEÓ. Jorma Uotinen á æfingu með Islenska dansflokknum. mynd: teitur. Raunverulegt samstarf Stjórnandi Finnska þjóðarballettsins, Jorma Uotinen, var fenginn til að skrifa dansverk fýrir Baldur, tónlistina sem Jón Leifs sá alltaf fýrir sér sem ballett. Jorma er frumkvöðull f nútíma- dansi í Finnlandi og hef- ur samið verk fýrir dansflokka í flestum löndum Evrópu. - Hvað varð til þess uð þií sam- þykktir að taka aö þér að semja dansfyrir Baldur? „Þegar Þórunn Sigurðardóttir og Kjartan Ragnarsson komu til Finnlands að hitta mig og spyrja hvort ég vildi taka þetta að mér var ég fyrst undrandi á að þau skildu leita til mín. Þegar ég spurði hvers vegna þau vildu fá mig sagðist Kjartan hafa séð uppfærslu sem ég hafði gert á Kalevala. Þeim fyndist ég því vera sá danshöfundur á Norður- löndunum sem ætti að taka þetta að sér. Eg vissi ekkert um Baldur og þekkti ekki tónlistina, en þau létu mig fá geisadisk og eftir að hafa hlutað á hann tók ég ákvörðun. Það skipti líka máli að ég hef áður unnið með Islenska dans- flokknum, sem hefur eitt af mínum verkum, Night, á sinni efnisskrá. Eg var mjög hrifinn af þeirri sýningu og það átti sinn þátt í að ég var til i þetta. Síðan finnst mér Iíka raunverulegt samstarf eins og þetta mjög áhugavert, en ég tók með mér þrjá sólódansara frá Finnlandi til að taka þátt í sýningunni. Eg kalla það raunverulegt samstarf að Iáta dansara frá tveimur dansflokkum taka þátt í sömu sýningunni, en Iíka að sýningin skuli verða sett upp hér, í Helsinki og Bergen. Eg hafði því nokkrar góðar ástæður til að samþykkja." - Idvemig ndlgaðistu sköpun dansverksins? „Eg byrjaði á að hlusta á tón- listina og síðan vann ég með hana og möguleikana sem hún býr yfir fyrir mig til að skapa hreyfingu. Tónlistin hefur sitt eigið mikilvægi í sýningunni, sem sjálfstætt listaverk, en það var upphaflega gert ráð fyrir að hún væri flutt með dansverki. Jón Leifs útskýrir nákvæmlega í nótunum hvað hann sér fyrir sér með tónlistinni. Eg fylgi því þó ekki bókstaflega eftir." - Lýsa tónskdld oft dansi með verkum sínum d þann hált sem Jón gerir? „Þær eru yfirleitt ekki svona nákvæmar, en tónskáld sem skrifar fyrir ballett hlýtur alltaf að hafa einhverja slíkar hug- myndir. En jafnvel þó tónskáldið sé með myndir í huganum er það danshöfundarins að semja sjálft verkið." - Hvernig gerir danshöfundur slík verk að stnu eigin? „Ég fylgi mínum eigin hug- myndum, tjáningaraðferðum og stíl. Ég hef þrjár aðalpersónur sem eru Baldur, Loki og Nanna og byggi verkið upp í kringum samskipti þeirra. Ég fylgi nótun- um upp að vissu marki, til dæmis er fyrsti þátturinn um hálf ómennskar persónur sem breytast í manneskjur þegar Baldur stígur fram á sviðið. Og þegar Nanna birtist fyrst er hún að baða sig í fossi. Þannig reyndi ég að draga ákveðnar myndir Jóns upp í dansinum en á huglægan hátt. Dans er aldrei saga á sama hátt og leikhús enda önnur tjáning í mannslík- amanum en töluðum orðum. „ - Eg las að þú hefðir haft gríð- arlega áhrif á nútímadans í Finn- landi sem frumkvöðull á þeim vettvangi. Er það rétt? „Ætli það ekki. Ég hef starfað sem danshöfundur í 20 ár og þegar ég var að byrja kom ég fram með ákveðna hluti sem þá voru alveg nýir í Finnlandi. Mín- ar hugmyndir og mín sýn á Ieik- húsið og dansinn voru ólíkar því sem áður hafði sést og það vakti athygli. Ég sýndi Iíka sólódans en það var þótti mjög óvenjulegt á þeim tfma að sjá karldansara dans einn heila sýningu. Það hafi vissulega sín áhrif." MEÓ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.