Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 19

Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 19
 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 - 35 Þau eru ófá málin í íslandssögunni þar sem arfleiðsla er véfengd af erf- ingjum sem telja sig hlunnfarna, t.d. ef góðgerðarfélög eða stofnanir fá arfinn. Árið 1919 dó maður í kaupstað úti á landi. Hann vildi gefa spítala eigur sínar, en skyldleikaerf- ingjar hans gripu til varna. Maður þessi, sem við skulum kalla Jósef, var ekki talinn með toppstykkið í full- komnu lagi og árið 1908 var hann að beiðni móður hans sviptur fjárforræði. Rökin voru að það yrði að gera „vegna andlegrar veiklunar" piltsins. Honum var við sama tækifæri skipaður fjárráðamaður sem hér nefnist Jón. Síðan liðu allmörg ár, án þess að til frekari tíðinda drægi, sem máli skipta fyrir dómsmál þetta, þar til 26. janúar 1919 að Jósef veiktist snögglega og hættulega. Ekki kemur frarn i útskrift Hæstaréttar hvað hann var þá gamall. Að kvöldi næsta dags var Jón staddur hjá Jósef ásamt héraðslækninum á staðn- um og tveimur mönnum öðrum sem Jón hafði kvatt til að vera votta. Lýsti Jósef þá yfir þeim vilja sínum um ráðstöfun eigna sinna eftir sinn dag, að Jón „ráðstafaði þeim til spítalasjóðs eða spítala í Vest- mannaeyjum", en Jósef átti ekkert arf- gengt afkvæmi. Um nóttina andaðist Jósef. Næsta dag, 28. janúar, skráðu fjór- menningarnir þennan gjörning með pompi og pragt. „Með fullu ráði og rænu“ Með þessari vottuðu erfðaskrá fylgdi vott- orð héraðslæknisins um að „sjúklingur- inn væri með fullu ráði og rænu, þegar ofannefndar samræður fóru fram'*. Ekki kemur fram í útskrift Hæstaréttar hvað það var sem Jósef lét eftir sig, en að líkindum voru það fjármunir í banka og húseign. En svo mikið er víst að Jósef lét eftir sig citthvað það af eignum sem erf- ingjum þótti slægur í - og spítalasjóði gat munað um. A skiptafundi í dánarbúinu 20. júní 1919 mótniæltu fjórir skyldleikaerfingjar gildi arfleiðsluráostöfunarinnar, á rökum sem siðar verða tfunduð. Fór ráðstöfun Jósefs þá til umfjöllunar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sem staðfesti gildi hennar 13. nóvember. Þann 17. nóvember fór málið fyrir aukarétt staðarins og þar staðfestu vott- arnir og héraðslæknirinn gjörninginn „og lýstu því allir yfir að arfleifandi hefði haft fullt ráð og rænu, er hann gerði um- rædda ráðstöfun". Viðvarandi andleg veiklun Sldptaráðandinn í málinu kvað upp úr- skurð 12. febrúar 1921. Hann hnekkti ráðstöfun Jósefs: „Nokkrir af erfingjunum hafa véfengt ráðstöfun þessa, og telja arf- leifanda ekki hafa haft frekar vitsmuni til að ráðstafa eignum sínum eftir sinn dag, en hann hafði til að stjórna þeim í lifanda lífi,“ ályktaði skiptaráðandi og vísaði til fjárræðissviptingarinnar 1908. „Af því sem síðar er upplýst í máli þessu verður eklti betur séð en hin andlega veiklun, er gjörði það að verkum að aríleiíúndi var gjörður ómyndugur hafi viðvarað, og verður því að taka kröfu þeirra erf’ingja, er hnekkja vilja umræddri ráðstöfun, til greina." Þessum úrskurði áfrýjaði Jón til Hæsta- réttar, sem ógilti hann 22. júní 1921 á þeim forscndum að ekki yrði séð að sátta- tilraun hafi farið fram um ágreiningsat- riðið. Hæstiréttur fann að því að skipta- ráðandi hefði ekki sett fjarverandi erfingj- um svaramann og hversu lengi hann hefði haft niálið til úrskurðar eða í átta og hálfan mánuð. Skiptaráðandi fékk því málið aftur til meðhöndlunar og kvað upp nýjan úr- skurð 21. október 1922. Hann tók þar lram að hann hefði reynt að fá álit fjar- verandi erfingja, cn „bæði hcfir álit þeirra verið sundurleitt og sumpart ekki náðst í þá alla, enda ekki kunnugt um verustað sumra þeirra". fáráðlingur“ Síðari niðurstaða skiptaráðandans var svohljóðandi: „Mál þetta liggur fyrir á svipaðan hátt og síðast... og sjerstaklega hafa ástæður þeirra, sem hafa haldið ráð- stöfuninni fram ekki batnað... er það notorist að arfleifandi var hjer kunnur sem fábjáni“. Skiptaráðandi sá því enga ástæðu til að hverfa frá fyrri úrskurði sín- um og taldi nýtt vottorð frá héraðslækn- inum aðeins staðfesta fyrri vottorð hans, en engu bæta við og gæti því engu breytt. „Hin gerða ráðstöfun á eignum (Jósefsl skal ónýt vera." Jón sætti sig ekki við þetta og stefndi því til Hæstaréttar málinu gegn skipta- ráðandanum og skyldleikaerfingjunum - en hin stefndu höfðu sem verjanda engan annan en Svein Björnsson siðar forseta. Hæstiréttur rakti þær kröfur hinna stefndu, að hann „vegna geðbilunar hafi verið óhæfur til að ráðstafa eignum sín- um eftir sinn dag. Hafa þeir í því efni vís- að til fjárforræðissviftingar hans 1908 og til vitnisburða nokkurra vitna, er borið hafa að þau hafi álitið (Jósef) heitinn andlegan aumingja eða fáráðling." Hæstiréttur rassskellir skiptaráðanda Hæstiréttur tiltók síðan að nokkrir vitnis- burðir sem Jón hefði lagt fram færu í bága við hina vitnisburðina. „Um þá and- legu veiklun, er olli fjárræðissviftingu (Jósefs) 1908, er ekkert nánara upplýst í málinu. Það verður því ekki talið, að stefndu bafi hnckkt umgetnum fram- burði arfleiðsluvottanna og hjeraðslækn- isins í aukarjettinum svo að arfleiðslu- gjörningurinn verði metinn ógildur af þeirri ástæðu. Af þessum sökum, og með því að líta verður svo á að vilji arfleifand- ans komi nægilcga skýrt í ljós í gjörningn- um og það að arfleifandi kvaddi eigi sjáll- ur vottana til, getur engin áhrif haft á gildi gjörningsins, verður að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og meta um- ræddan arfleiðslugjörning gildan og leggja fyrir skiftaráðandann að taka hann til greina við skifti búsins.“ Hæstiréttur tók því málstaö fáráðlings- ins svokallaða gegn erfingjunum sem ekki vildu sætta sig við spítalagjöfina. Og Hæstiréttur, sem skammað hafði skipta- ráðandann í f\Tra sinnið fyrir að draga úr- skurð í átta og hálfan mánuð, skammaði hann nú fyrir að draga rnálið enn í átta mánuði - og sektaði hann fyrir: Hann skyldi greiða 40 krónur í fátækrasjóð (5-6 þúsund krónur á núvirði). Þá voru hinir tilgreindu fimm stefndu erfingjar dæmdir til að greiða Jóni 200 króna málskostnað í Hæstarétti. £ÖNI\I, DOMSMAL FPÍÖPÍh ÞÓP Guðmundsson skrifar Skólasetur. Hér er horft heim að kunnum stað við Gilsfjörð i Dalasýslu. Húsið sem hér sést er upphaflegt reist sem bændaskóli sem þar var starfrækt- ur 1880 til 1907. Fremst er svo minnis- merki hjónanna sem ráku þennan skóla. Hvað hétu þau og hver er stað- urinn? Vegprestur. „Vegir liggja til allra átta,/ enginn ræðurför," segir í frægu lagi. Hvar er vegprestur sá sem hér sést? Undir Eyjafjöllum. Kirkjustaður þessi er einn fjögurra slíkra undir Eyjafjöllum. Þessi stendur skammt frá fljóti miklu sem kemur oft við sögu í Njálu - og á þessum stað bjó einnig Runólfur Úlfs- son sem var fyrir heiðnum mönnum er kristni var lögtekin á alþingi fyrir þús- und árum. Hver er staðurinn. Þverfell. Hér sést heim að bænum Þver- felli sem er annar tveggja innstu bæja í Lundareykjadal. Víðkunnur íslenskur rit- höfundur var þar fæddur og uppalinn, en sá maður bjó hluta ævi sinnar í Noregi og eignaðist hátt í tug eiginkvenna. Hver var hann? Undir Hlíðinni. Bærinn sá sem hér sést eru Barmar undir Barmahlíð við Beru- fjörð í Austur-Barðastrandasýslu. Um hlíðina sem bærinn stendur undir hefur verið ort undurfallegt Ijóð; hvert er það og hver orti? LAND OG ÞJOÐ Siyuröup Bogi Sævarsson skrifar 1. Á Vestfjörðum eru fjórír firðir í þremur sýslum sem allir bera sama nafn. Hvert er nafnið og í hvaða sýslum eru firðirn- ir? 2. Fyrir fáum vikum var vígð í Vest- mannaeyjum, að viðstöddum tignum gestum, stafkirkja sem er gjöf frá Vest- mannaeyjum. Hvað heitir staðurínn þar sem kirkjan stendur? 3. Hvar á landinu eru Leyningshólar? 4. Kaldidalur. Hvar á landinu er hann? 5. „Við máttum eiga von á því að geta hugsanlega unnið,“ sagði Davíð Odds- son í einni af sínum frægustu ræðum. Hver var ræðan? 6. Allir vildu Lilju kveðið hafa, er frægt orðatiltæki. Hver er uppruni þess? 7. Kísiliðjan í Mývatnssveit hefur mikið venóð tifeátturtjfoðsTd-1 iiresenr:. .VMoð't.r- hóf hún starfsemi? 8. Gautar var hljómsveit sem naut mik- illa vinsælda endur fyrir löngu. Úr hvaða kaupstað landsins kom hún? 9. Knattspyrnulið Fylkis í Árbæjarhverfi í Reykjavík er þessa dagana í toppsæti úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hver er pþánífn'iiöáfiisr'1 10. Hvaða íslenskur stjórnmálamaður var öðrum fremur þekktur fyrir að líta hlutina alvarlegum augum, eins og hann tók til orða þegar hann sá blikur á lofti? •uossuijj6||bh Jjag oi uej|BÍ(j jb uossuuBpor jUJBfg '6 TpjyniBjs '8 7961 pue juiospejs joij uBfpMisjx L 'n|sfes||0jej)B>|s-jnisaAJ jiojqpuBi j æqeA>|>|/(q j jba ujasjAc) uqsneix j qes p|o 'yj b uias jnj|unui jbuossuijj6sv uujaisÁg |po ipæAjjjBpmus Bnaq n>|su9|sj b guaA jnjaqpo uias !QæA>n6|9q Bisjn6aj iqa ja e[|p| 'g '1661 Qqsneq ue -der j Jn&s ueiæs jqja su|spuB| |q nuio>| Jjacj jeöacj ap6uq i eGuipus|S| uinjnisiauisuijaq qoui e >|oi '|p9|6 jnpnj ‘uueq jeBacj fpjo qb UB||dsa6puq uossppg qjabq jsuio>| OAg -g 'uuins e ipnueui ejpfj m ebcj jpeujef qb jæj ja uubjj o(s jjjA jejjaui LZL Ja uias 'suispuei uin6aA||e[j njsæq jb uwa jn66!| uueq uin 6o S|n>jpf6ue-| 6o s>|0 euue|>|P[ !||;uj b Jn66!| jn|ep!p|B>| y juumpqpuBqspueiSj j j|6as „'uejo juáj nu|||efj j uinpnui 6|aAsejuiBq jn bj8a pjunjq un|/\|“ uÁ0jn>|v bjj ui>| oy uin hpjjj -eMg uinpjaAUBjsaA i B6apBuu| ma jB|oqs6u!UÁaq '£ -uu!sub>|s '7'jn6o[g 6o >|jAEdnfa ||1 ma qjoíj uuscj p|A qddajqsaujy J P!>|ail!l jbubu n|sÁsBpuBJis Jja SQJofj bs dnu6sj|OJ!ag q^a ueisaA uinpugjisujOH b ja umq 6o jbqjb[jbs| 6o jbqjb[jbo[|ai !H!ui dnfpjspjBfjBsj paAuejsaA piA jbuub ‘n|sAsjepje[jBsj-jnpjoN j nja jujbu nssacj paui jiqjjj jjaAi 'uinpjg[pnpns uinpujauoAS je uwa uias 'nisÁsJBpuBJisepjeg-jnisaA i jbqjbÍjjbujv bqjb[juu! urna ja ejjisc) uura ‘pjo[jjB[>|Aay uin pnds ja jqh 'i uasppojoqi uop J!ljs Ja uias 'bqijj ujui ujpjiH Ja Q!P9h , 'uosspunuipng uubuiisu>| , 'jn|eQ-upis , 'iunpujL pe 6o tömq j efpg -rnois bjj jnBBji uias ‘inBjqehÁay ‘nL Jauinu jnöaA 6o |epnpug|g j jnpju pmi b||b 6o ]sgnpug|g bjj jn66|| uias }nBjqB6u!uiaAujAS ‘i£7 jauinu jnöaA íseiæui jeq 'n|SÁssu}BABunH-Jnisny j |epeujAS j epun uujæq qja sioui b ja jssacj jnisajdéaA, jni}opsBjje>|BZ n6ne|png sueq nuo>| 6o b|o>|s ueuuacj >|bj uias uossjbiq bjjoi uin ja QimaujsiuuiiAi 'jn|epsje|Q ja uin ynds ja jaq uias uuunpeis, JQ^S

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.