Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 6
1 LAjJDJjJU LAUGARDAGUR 12. AGUST 2000 Það hafa ýmsir fengið það orð á sig að vera höfuð svonefnds Kolbrabba. Sjálfsagt hefur það truflað mig á einhverjum tíma hvernig þetta tal var notað i pólitísku stríði eða fjölmiðlaharki en ég er meira og minna orðinn ónæmur fyrir þvi.“ - myndir: þúk Þekking skapar Hörður Sig- urgestsson hefur verið forstjóri Eimskipafé- lags íslands frá 1979. Hann lætur nú af starfi sem sagt er það valda- mesta í íslensku við- skiptalífi. í viðtali lítur hann yfir ferilinn. - Hvaða veganesti fékkstu frú for- eldrum þínum? „Ég fékk gott uppeldi og bjó við atlæti í æsku. Við áttum heima suður í Skerjafirði, sem þá var byggð sem var töluvert út úr, svo við vorum hálfpartinn uppi í sveit. Við bjuggum í ágæt- is húsi og lengst af vorum við fjögurra manna fjölskylda, ég og Sigrún systir mín, en tíu árum seinna komu Asgeir og Ásdís. Við höfðum |)ví gott svigrúm, en í kringum okkur var þó á þcss- um fyrstu árum mikill asi, sem tengdist byggingu og fram- kvæmdum við flugvöllinn og umsvifunum kringum hann. Ymsar minningar tengjast því að halda okkur frá öllum þeim ys. Faðir minn er bifvélavirki en móðir mín var heimavinnandi húsmóðir, eins og þá tíðkaðist víðast. Við áttum allstóra fjöl- skyldu bæði í Reykjavík og Hafnarfírði, sem við auðvitað umgengumst töluvert. Eg byrj- aði á því að ganga í Skildinga- nesskóla sem var á Grímstaðar- holtinu og var undanfari Mela- skólans. Faðir minn kenndi mér að lesa og mér finnst stundum að það hafi gefið mér ákveðið forskot að vera snemma fullfær í þessu grundvallarfagi. Eftir á er mér minnistætt hversu mikla áherslu foreldrar mínir lögðu á að við systkinin sinntum nám- inu vel og tækjum stúdentspróf, sem á þeim árum þótti ekki sjálfsagt að allir tækju. Þessi áhersla á menntun og það að standa sig vel í skóla endur- speglaði viðhorf kynslóðar sem ekki hafði átt kost á því að ganga menntaveginn en hefði viljað það og sá því drauma sína rætast í gegnum börnin." - Var það markmið hjá þér ungum að lála að þér kveða í þjóðfélaginu? „Nei, það var ekkert sérstakt markmið. I Verslunarskólanum þar sem ég stundaði nám varð ég ekki virkur í félagslífi fyrr en í sjötta bekk en verulega virkur varð ég þó ekki í félagslífi fyrr en ég kom í Háskólann og frá því tímabili á ég að mörgu leyti minn besta félaga- og kunn- ingjahóp. Margir þessara manna voru áberandi í félagsmálum og stúdentapólitík og einhvers stað- ar í þessu ferli hef ég sjálfsagt spurt sjálfan mig að því hvort ég gæti ekki staðið frammi í stafni eins og hver annar. Eg fór að lesa dagblöð strax og ég var orðin læs og byrjaði snemma að fylgjast með stjórn- málum. Svo kom að því að ég datt í háskólapólitíkina og varð formaður Stúdentaráðs fyrir Vöku. Eg varð einnig skrifstofu- stjóri Stúdentaráðs og átti þátt í því að setja á stofn Bóksölu stúdenta. Konan mín, Áslaug Ottcsen, tók við því verkefni af mér og þannig kynntumst við. Þegar stúdentar tóku að sér rekstur sumarhótels á Görðun- um varð ég fyrsti hótelstjórinn og gegndi því starfi í þrjú ár. Vegna þessarar miklu þátttöku í félagsmálum tók mig langan tíma að Ijúka námi. Ég hóf nám í viðskiptafræði árið 1958 og Iauk því ekki fyrr en árið 1965. Þá fannst mér ekki veita af að læra eitthvað meira og hafði mikinn áhuga á því að komast út í heim og kynnast nýjum við- horfum og annarri menningu. Eg var svo heppinn að fá Ful- bright styrk árið 1966. Sama ár gifti ég mig og við hjónin fórum bæði til Bandaríkjanna þar sem ég fór í nám við Wharton School University of Pennsyl- vania í Fíladelfíu. Áslaug, sem er bókasafnsfræðingur, fékk vinnu á einu bókasafninu. Þau voru þá tuttugu og þrjú. Eg hygg að það hafi verið nálægt Ijörtfu þúsund stúdentar við þennan háskóla á þessum tíma. Það voru gífurleg viðbrigði að koma úr Háskóla Islands til náms við þennan skóla. Það varð mjög harður skóli en líka mjög Iær- dómsríkur. Eftir heimkomuna vann ég í fjármálaráöuneytinu, fjárlaga- og hagsýslustofnun samtals fimm ár og síðan varð ég framkvæmdastjóri hjá Flug- leiðum og starfaði þar í fimnt ár, þar til ég varð forstjóri Eim- skipafélagsins árið 1979.“ Goðsögnin um Kolkrabbann - Þií gerðist ungur félagi í Sjálf- stæðisflokknum. Af hverju að- hylltislu stefnu þess flokks? „Ég held að þú hefðir ekki átt að spyrja þessarar spurningar því ég þykist vita að þú viljir ekki fá langa ræðu um frelsið og framtakið og það að einstakling- arnir fái að njóta sín, en ég kann þá ræðu alla.“ - Pað er alveg rétt, ég vil ekki fá þú ræðu. Víkjum þú að Eim- skip en sem forsljóri þess hefur þú verið sagður mjög valdamik- ill i stjórnmálum, gotl ef þii átt ekki að vera í daglegu sambandi x’ið Davt'ð Odsson forsætisrúð- herra og ert sagðttr vera maður-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.