Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 10
LÍFÍÐ f LANDiNU mmmmmrnBHiiEEBiEBi 26 - LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 Sætar og finar við tjarn- arbakkann i Reykjavík. Líkar systur í góðum félagsskap með pabba og Guðrúnu systur á Skriðuklaustri. Vaia er tii vinstri á myndinni og Inga Svaia til hægri. Skapandi systur Systurnar Vala og Inga Svala Þórsdætur eru víðförulir listamenn af Iffi og sál sem fylgja eft- ir sínum hugmyndum. Vala er leikkona, skrifar leikritin sín sjálf og hef- ur sýnt þau víðs vegar um heiminn. Inga Svala býr og starfar sem myndlistarkona og kennari í Þýskalandi, ferðast mikið um Evrópu og tekur þátt í listasýn- ingum. Litlu sveitastelp- urnar frá Skriðuklaustri hafa svo sannarlega lát- ið til sín taka og lifa líf- inu lifandi. Það eru glaðlyndar systur sem heilsa blaðamanni á kaffihúsinu Litla Ijóta andarunganum í Reykjavík og stutt í hláturinn. Inga Svala er á íslandi í stuttri heimsókn og það fer greinilega vel á með systrunum. Það er svo- lítill galsi í þeim og þegar þær eru spurðar um ætt og uppruna hefur Vala upp raustina með rangfærsl- ur um fjölskylduna. Þær segjast vera í bulistuði og frásögn af æv- intýralegri æsku í Úganda hafi freistað en eftir mikil hlátrasköll lofa þær að segja satt og rétt frá. Þær segjast vera fæddar á Sel- fossi, hafi um tíma búið í Reykja- vík en flutt að Skriðuklaustri þeg- ar Inga var sex ára og Vala fjög- urra ára. Þær ólust upp í stórum systkinahópi og eiga tvo bræður og tvær systur. „Foreldrar okkar eru Þór Þorbergsson og Arnfríður Margrét Hallvarðsdóttir. Þau eru bæði Reykvíkingar en þegar við systurnar erum spurðar hvaðan við séum þá erum við úr Fljóts- dal, það er sveitin okkar,“ segir Inga Svala. Aðspurðar segja þær að það hafi verið frábært að alast upp á Skriðuklaustri. „Við k)uggum 1 mjög stóru húsi, Gunnarssetri, og siðan þá hefur mig alltaf langað að eiga heima í höll,“ segir Vala og Inga Svala bætir við: „Þetta var tilraunabú Landbúnaðarins, faðir okkar var bústjóri og þarna var margt starfsfólk. A sumrin voru um 20 manns í heimili og mörg böm.“ Ætluðu báðar að verða leikkonur Systumar voru í heimavistarskóla á Hallormsstað, voru báðar í Ieik- félaginu og léku fyrst saman 9 og 11 ára gamlar. „Það var nútíma- uppfærsla á Oskubusku, ég lék mömmuna og hún var skotin í bakið mjög snemma og dó strax. Eg fékk ekki að segja neitt og það var mjög svekkjandi,“ segir Vala. Að sögn Ingu Svölu léku þær alltaf saman á jólaböllum, árshá- tíðum og öðrum hátíðum í sveit- inni. „Við ætluðum báðar að verða leikkonur en síðan hætti ég við að verða leikkona. Eg áttaði mig á því að Vala var Ieikkonan en ekki ég þegar við vorum að leika á sveitasamkomu á Iðavöll- um. Við vorum tvær á sviðinu og ég gleymdi mér alveg og horfði bara á Völu,“ segir Inga Svala og lítur brosandi á systur sína. Vala segist hafa fengið leiklistarbakter- íuna um Ieið og hún fékk hlut- verk á Hallormsstað þar sem hún fékk að tala. „Það voru svo margir á Skriðuklaustri að það var erfitt að fá að komast að. Svo talar og hlær fjölskyldan mín mjög mikið. Það var þess vegna frábært að fá tækifæri til að tala uppi á sviði og vita að allir f salnum voru að hlusta á mann.“ Sveitastelpur í borginni Vala og Inga Svala fluttu til Reykjavíkur á unglingsárunum og hófu þá nám í Hagaskóla. Rorgarlífið lagðist misvel f þær og að sögn Ingu Svölu langaði hana ekki vitund að flytja á möl- ina. „Mig langaði ekkert að flytja til Reykjavíkur, ég var mikil sveitastelpa og mjög púkaleg langt fram eftir vetri. Ef ég hefði farið í alþýðuskólann á Eiðum eins og mig langaði til þá hefði ég örugglega gifst þar og orðið bóndi," segir Inga Svala. Vala segist aftur á móti hafa ver- ið himinlifandi að flytja og að- lagast vel. „Eg fór í klippingu strax eftir fyrsta skóladaginn og kunni vel við mig í borginni. I sveitinni stönguðu rollurnar mig og hestarnir hentu mér af baki,“ segir Vala. Kennir við listaakademíuna Vala og Inga Svala fóru báðar út að Iæra sínar listgreinar. Vala stundaði leiklistarnám við listahá- skólann í Leeds, Bretton Hall College, og Inga Svala lærði mál- un í Mynd - og handíðaskólanum en fór síðan til Hamborgar í framhaldsnám í myndlist. Inga hefur búið þar í 9 ár, unnið við myndlist og kennt samhliða, en í fyrra fékk hún stöðu við listaaka- demíuna í Hamborg. Aðspurð segist Inga Svala kunna rnjög vel við sig í Þýskalandi. Hún segist þó koma til Islands eins oft og hún getur og tekur þá gjarnan þátt í listasýningum. Inga á það sameiginlegt með systur sinni að ferðast mildð á milli landa með verkin sín. „Mér finnst mikilvægt að taka þátt í samsýningum, mað- ur kynnist nýju fólki og ef sýning- in þeppnast vel þá getur það leitt til nýrra hugmynda og áfi*amhald- andi samstarfs," segir Inga Svala. Aðspurðar hvort ekkert annað hafi komið til greina en að feta listabrautina segir Inga: „Mig langar ekki að gera neitt annað en myndlistina, ég held að ég geti ekkert annað. Það koma verk upp í hugann scm mér finnst að ættu að vera gerð og ef ég geri þau ekki þá verða þau ekki til.“ Skrifar einleik um geðhvörf Vala er ekki síður skapandi heldur en Inga og henni er einnig nauð- synlegt að búa til. „Leiklistin er það skemmtilegasta sem ég veit og þar get ég líka komið hug- myndum mínum, skoðunum eða lífssýn á framfæri. Síðan ég út- skrifaðist hef ég mikið verið að búa til leikhúsverk, annað hvort ein eða í samstarfi við aðra. Þcgar maður kemur úr námi að utan þá þarf maður að vera duglegur að kynna sig og sanna. Stuttu eftir að ég kom heim frá námi eða í apríl 1996 þá frumsýndi ég fyrsta einleikinn minn, Eða þannig, sem ég er búin að sýna um 200 sinn- um um allt lsland, í Lettlandi, Danmörku, Bretlandi og í Finn- landi. Núna er ég að skrifa ein- Ieik, Háaloft, sem Qallar um konu með geðhvörf. Það er eitt af tveimur leikverkum sem leikfélag- ið sem ég er í, The Icelandic Take Away Theatre, mun sýna á leik- listarhátfðinni A mörkunum í haust. Háaloft er einnig sett upp í samstarfi við einleikjahátíð Kaffi- leikhússins sem og geðræktar- verkefnis Geðhjálpar," segir Vala og bætir við að hitt leikhúsverk leikfélagsins á hátíðinni, Dóttir skáldsins, sé eftir Svein Einarsson og Fjalli um Þorgerði, dóttur Egils Skallagrímssonar. Að sögn Völu er þetta er fyrsta leiklistarhátíð sjálf- stæðra leikhúsa á Islandi en hennar verk er eitt af sex íslensk- um leikverkum sem valin voru á hátíðina. - ELJ Inga Svala og Vala hafa báðar þörf fyrir að koma hugmyndum sínum á framfæri og skapa eitthvað nýtt Hér gægjast þær út um gluggann á Litla Ijóta andarunganum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.