Dagur - 24.08.2000, Síða 1

Dagur - 24.08.2000, Síða 1
Segja að uppboð sé fáránlega dýrt Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- ráðherra. Skiptar skoðnir uni hvort upphoðsleiðin skuli fariu þegar kem- ur að þriðju kynslóð farsíma. Mikill kostn- aður sagður samfara sliku upphoði. Farsímafyrirtækin hérlendis telja að uppboð um úthlutun rása fyr- ir þriðju kynslóð farsíma geti orðið fáránlega dýrt og kostnað- urinn komi niður á neytendum. Það styttist í að ákvörðun um þessi mál verði tekin. Stjórnvöld eru enn að skoða málið, en húast má við því að til tfðinda dragi í haust þegar málið verður lagt fyrir alþingi. Bæði Islandssími og Lands- síminn telja óhjákvæmilegt að farsímafyrirtæki myndu neyðast til þess að taka þátt í uppboði, ef af yrði. Tal hf. telur sig hins veg- ar vel geta komist af með GSM- kerfið, enda séu miklar endur- Þeir tala viðgamla íímaim „Sumir segja að svarið við þess- um breytingum, eins og ég hcyröi hjá formanni VG, sé að því er varðar Landssímann að breyta engu en halda bara áfram að reka hann eins og ekkert hafi í skorist," segir Halldór Asgríms- son í ítarlregu viðtali við Dag í dag. Utanríkisráðherra bætir við: „ Stjórnmálaflokkar sem vilja horfa fram hjá þróuninn, loka augunum og viðurkenna ekki að það séu komnar upp allt aðrar aðstæður og nýir aðilar komnir á markaðinn og þar með bullandi samkeppni, þeir eru að mínu mati fulltrúar fortfðarinnar. Við þurfum ekkert á þeim að halda í þeim öru breytingum sem nú eiga sér stað. Þeir eru bara að tala við gamla tímann og það gagnast ekkert." — Sjá viðtal á blaðsíðu 8. Ekki einka- væðing Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra segir frekari einkavæð- ingu í heilbrigðiskerfinu ekki vera á döfinni. I grein sem Jón Krist- jánsson, alþingismaður og formað- ur fjárlaganefndar, skrifar í Dag í vikunni hafa eftirfarandi orð hans verið túlkuð sem vísbendig um að slíkt gæti verið í aðsigi: „Mín skoð- un er að ríkisvaldið hlýtur að hafa hlutverk áfram í því að tryggja vel- ferðarþjónustu í heilhrigðiskerf- inu. Það er hins vegar ekkert óeðli- Iegt við það að skilgreina þessa þjónustu í einhveijum mæli og semja við aðra aðila um að sjá um hana á þeim forsendum." Engin breytíng „Það stendur ekki til að einkavæða frekar í heilbrigðiskerfinu. Hins vegar er cins og allir vita ýmislegt í öldrunarþjónustunni sem samið hefur verið um við einkaaðila eins og Dvalarheimili aldraðra sjó- manna (DAS) og Grund. Það eru líka margir læknar í dag með sjálf- stæðan rekstur á sínum stofum og eitt hjúkrunarheimili var boðið út. En það er ekkert í dag sem við erum að skoða til viðbótar þessu í einkarekstri nema hvað ákveðið var og um það samið fyrir nokkrum árum að skoða eina heilsugæslustöð í Reykjavík, sem rekin yrði í samvinnu við heimilis- lækna til þess eins að fá saman- burð,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir. Hún segir það aðalatriðið í þess- um málum að allir hafi jafnan að- gang að kerfinu óháð efnahag. Það kosti ekkert meira fyrir sjúkling að Ieita til læknis með einkastofu heldur en ef aðgerðin færi fram á sjúkrahúsi. „Allt sem við höfum gert gull- tryggjum við á þann veg að allir séu jafnir. Eg held að Jón Krist- jánsson sé að stimpla það inn í sinni grein að það sé stefna okkar og bjargföst trú að þannig eigi það að vera í heilbrigðisþjónustunni að allir séu jal’nir gagnvart henni og að enginn geti í krafti peninga komist fram fyrir annan,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir. — S.DÓR Skólafólk um allt land hefur lagt leið sína í bóksölur undanfarið til kaupa a námsbókum fyrir veturinn. Víða hefur verið hamagangur í öskjunni en í verslun Griffils i Reykjavík i gær héldu menn ró sinni. Einhver verðmunur er milli verslana en i flestum tilvikum eru þó námsbækurnar á svipuðu verði. bætur í bígerð á því. Eyþór Arn- alds, framkvæmdastjóri íslands- síma, segir að það geti orðið tvíeggjað sverð að fara út í upp- boð hér á landi, líkt og Þjóðveijar og Bretar hafa gert. „Þessi mikli kostnaður, ef hann fer svona algjörlega úr böndunum, lendir á endan- um á neytend- um. Þá er hætta á því að þriðja kynslóðin, eða þráðlaust Inter- net, verði mun- aðarvara frekar heldur en almenningsnotkun," segir Eyþór. Endalaust Olafur Þ. Stephensen, upplýs- ingafulltrúi Landssímans, segist ekki heldur sjá að neitt óeðlilegt væri við að gjald sé tekið fýrir þessi leyfi. Hins vegar segir hann að menn séu hugsi, bæði hér og erlendis, yfir því hvernig mál- in hafa þróast, bæði í Bretlandi og Þýskalandi. „Utboðsferlið hefur verið nán- ast endalaust þannig að boðið hefur verið út þangað til það standa uppi jafn margir og Ieyfin Deilt er um hvort uppboðsleið gagnist neytendum. Besta leiðin Agúst Einarsson, formaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingar- innar, er hins vegar eindregið fylgjandi því að farið verði í upp- hoð á þriðju kynslóð farsíma. „Það er sú aðferðafræði sem jafnaðarmenn í nágrannalönd- unum hafa notað, bæði í Bret- landi og Þýskalandi, með sérlega góðum árangri," segir Agúst. „Þetta er dæmi um takmarkaðar auðlindir, sem eru í eigu ríkisins, og það er fullkomlega eðlilegt að reynt sé að fá eins hátt gjald fyr- ir það eins og hægt er. Og upp- boð er einfaldlega besta leiðin til þess.“ Ekki enn rætt Að sögn Hjálmars Arnasonar, al- þingismanns og varaformanns samgöngunefndar alþingis, hef- ur þetta mál ekkert komið til umræðu ennþá í samgöngu- nefnd. Hún hafi ekki komið saman frá því í byrjun júlí. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur lýst því yfir að málið verði lagt fram á alþingi í haust, og al- þingi muni því taka endanlega ákvörðun um það hvaða leið verði farin. í ráðuneytinu er gengið út frá því að póst- og fjar- skiptastofnun muni úthluta leyf- unum Iljótlega upp úr áramót- um. Sjfl bls. 10-11. RöDIO«AllSf Glerárgötu 32 • Slmi 462 3626 hvort sem um er að ræða tólvutengda varpa fyrir fundarherbergi og kynningar utan vinnustaðar, eða myndvarpa fyrir heimili og veitingastaði

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.