Dagur - 24.08.2000, Page 8

Dagur - 24.08.2000, Page 8
8- FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 EFST Á BAUGI Flokkuriim tilbúinn að leiða ríkisstjðm „Það má vel vera að mín sjónarmið maeti einhverri andstöðu og menn séu annarrar skoðunar. Það er engin afsökun fyrir því að tala ekki um þessi mál, “ segir Halldór Ásgrímsson. Halldór Ásgrímsson, formað- ur Framsóknarflokksins boð- ar breytingar á flokknum. Evrópumálin eru í stöðugri þróun. Ætlum ekki að vera fulltruar fortíðarmnar. Verið er að vinna úr skoðanakönnun sem gerð var meðal trúnaðarmanna Framsókn- arflokksins um afstöðu þeirra til flokksins og ýmissa stefnumála í framtíðinni. Halldór Asgrímsson, formaður flokksins, segir að niðurstaðan verði notuð í stefnumótunar- vinnu á næstu mánuðum, en undirbúning- ur flokksþingsins í mars næstkomandi er þegar í gangi. Auk þess er hafin sú mikla skipulagsbreyting hjá flokknum, sem og öðrum stjómmálaflokkum í landinu vegna breyttrar kjördæmaskipunar. Halldór Asgrímsson var spurður hvort hann ætti von á því að út úr þessari skoð- anakönnun komi til hrein stefnubreyting hjá Framsóknarflokknum? Eyrópumálin í stööugri þróun „Eg hef sagt það áður að Framsóknarflokk- urinn er alltaf að breytast og hann á að breytast. Eg hef verið ásakaður um að vera að flytja flokkinn til hægri og að ég væri að flytja flokkinn nær Evrópu. Menn verða að átta sig á því að heimurinn er að færast saman. Evrópumálin eru i stöðugri þróun og við erum að færast nær okkar helstu við- skipta- og samstarfslöndum. Það er líka Ijóst að markaðshagkerfið er orðið miklu meira ráðandi nú en fyrir nokkmm árum. Við- fangsefni sem þótti sjálfsagt að væru ein- göngu á hendi ríkisvaldsins eru að færast í meira mæli yfír á hendur fyrirtækja og ein- staldinga vegna þess að þar er komin upp samkeppni. Þetta á við um fjármálamarkað- inn, fjarskiptamarkaðinn og fleira. Framsóknarflokkurinn verður að sjálsögðu að bregaðst við þessum aðstæð- um. Hann breytist því með þeim. Ef að flokkar láta sér fátt um fínnast og vilja ekki taka mið af þessari þróun þá hljóta þeir að staðna," segir Halidór. Fulltrúar fortfö ariimar Hann segir að þessa megi sjá stað á endur- skipulagningu á Ijármagnsmarkaði. Líka í sjávarútvegsmálum, í orkumálum og í fjar- skiptamálum. Síðan megi bæta við hinum öru breytingum í alþjóðamálum og þar með talin Evrópumálin. „Sumir segja að svarið við þessum breyt- ingum, eins og ég heyrði hjá formanni VG, sé að því er varðar Landssímann að breyta engu en halda bara áfram að reka hann eins og ekkert hafi ískorist. Stjómmálaflokkar sem vilja horfa ffam hjá þróuninn, loka aug- unum og viðurkenna ekki að það séu komn- ar upp allt aðrar aðstæður og nýir aðilar komnir á markaðinn og þar með bullandi samkeppni, þeir eru að mínu mati fulltrúar fortíðarinnar. Við þurfum ekkert á þeim að halda í þeim öru breytingum sem nú eiga sér stað. Þeir eru bara að tala við gamla tím- ann og það gagnast ekkert." Framsóknarflokkiirinn hefur breyst Halldór var spurður hvort þessi sjónarmið, ekki síst afstaða hans til Evrópumálanna, muni ekki mæta andstöðu innan Framsókn- arflokksins? „Það má vel vera að mín sjónarmið mæti einhverri andstöðu og menn séu annarrar skoðunar. Það er engin afsökun fyrir því að tala ekki um þessi mál. Ef ég væri ekki til- búinn til að takast á við þessar breyttu að- stæður væri ég ekki að sinna mínu hlut- verki. Framsóknarflokkurinn er ekki eins og hann var fyrir fínimtíu árum og heldur ekki fyrir fimm árum. Hann á að breytast en ekki að standa í stað. Það er stundum sagt um okkur að við séum ekki komnir inn í nútím- ann. Eg tel að það sé mikið öfugmæli því að Framsóknarflokkúrinn hafi verið að takast á í meira mæli en flestir aðrir við þær breyt- ingar sem eru að verða í nútímanum." - Þvt hefur verið haldiðfram að Framsókn- arflokkurinn sé flokkur landsbyggðarinnar, bændaflokkur, og þess vegna hafi ykkur ekki gengið eins vel og efni hefðu getað staðið til á s-vestur homi lattdsins. Ætlið þið að breyta þeirri ímynd? „Þetta er það sem andstæðingar okkar eru alltaf að telja upp. Margir Iandsmenn eru fæddir í sveit og ég tel að fólk eigi að vera stolt af þeim uppruna sínum. Það er ég alla vega. Við höfum þroskast með breyttu sam- félagi og höfum, ekki síst á síðustu árum, verið að takast á við mjög breyttar aðstæður án þess að fóma þeim gildum sem eru í flokknum að því er varðar sveitina og lands- byggðina. Við þurfum á því að halda sem þjóð að viðhalda þeim gildum en það er ekki þar með sagt að við eigum að líta eingöngu til þeirra. Þau eru okkur samt sem áður það hollasta veganesti sem er í okkar farteski. Eg tel það hafa skipt mig afskaplega mildu máli á mínum stjórnmálaferli að hafa bæði starfað í sveit og við sjávarsíðuna," Tillminii til að leiða ríkisstjóm - Víkjum að öðru. Hvað segir þú um viðtalið við Alfreð Þorsteinsson t DV á dögunum og þau sjónarmið sem þar komufram? „Aifreð Þorsteinsson getur að sjálfsögðu lýst sínum skoðunum en það er hvorki ég eða hann sem ákveðum hvort og í hvaða rík- isstjóm við verðum næst. Það mun fara eft- ir því trausti sem þjóðin hefur á okkur. Við sögðum það fyrir síðustu alþingiskosningar að við vildum taka að okkur ríkisstjórnarfor- ystu en höfðum ekki styrk til þess að kosn- ingum loknum og urðum að sætta okkur við það. Það verður alveg sama næst hvað það varðar að ef við fáum til þess styrk erum við tilbúin að taka að okkur ríkisstjómarfor- ystu,“ Farsælt samstarf - Hver er þín skoðun á áframhaldandi R-lista samstarji. Ertu hlynntur því að Framsóknar- flokkurinn taki áfram þátt t þvt samstarfi? „Eg tel að það sé viðfangsefni Framsókn- arfélaganna í Reykjavfk. Eg tel að R-lista samstarfíð hafi á margan hátt verið farsælt. Ég hefði viljað sjá Framsóknarflokkinn njóta þess í meira mæli. Það verður á það að reyna áður en haldið er áfram og við verð- um að sjá til með það. Þetta verða fram- sóknarmenn í Reykjavík að gera upp með sínum félögum í borgarstjóm hvernig þeir telja að því staðið." - Það hefur nokkuð verið talað um það að þú munir flytja þig til Reykjavíkur í næstu þingkosningum og leiða annan lista Fram- sóknarflokksins þar. Er þetta rétt? „Það hefur ekkert verið rætt um það og við emm ekkert farin að undirbúa framboð í hinum nýju kjördæmum. Þess vegna er ótímabært að ræða framboðsmálin á þessu stigi,“ segir Halldór Asgrímsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.