Dagur


Dagur - 24.08.2000, Qupperneq 11

Dagur - 24.08.2000, Qupperneq 11
10- FIMMTVDAGUR 24. ÁGÚST 2000 FIMMTUDAGVR 24. ÁGÚST 2000 - 11 .Xfc^ur FRÉTTASKÝRING Uppboð eða ekki uppboð í vetur verður tekin ákvörðun iim úthlut- un rása fyrir þriðju kyuslóð farsíma. Far- símafyrirtækin hér telja að uppboð geti orðið fáránlega dýrt og kostnaðurinn komi niður á neytendum. Tal hf. telur sig J)ó geta hæglega komist af með GSM-kerfið. Sldptar skoðanir eru á þvf hvort bjóða eigi upp fjarskiptarásir fyrir UMTS-farsímakerfið, en það er þriðja kynslóð farsíma á eftir gamla NMT-kerfinu og GSM- kerfinu. Stjórnvöld eru enn að skoða málið, en búast má við því að til tíðinda dragi í haust þegar málið verður lagt fyrir alþingi. I Evrópu hafa verið farnar ýmsar leiðir við að úthluta nýju rásun- um, en í meginatriðum skiptast þær í tvennt. I Bretlandi og Þýskalandi hefur verið farin sú leið að bjóða rásirnar upp í opnu útboði. Gífurlegar fjárhæðir hafa safnast í ríkissjóði beggja land- anna. Breska ríkið fékk hátt í 3.000 milljarða króna í kassann frá fyrirtækjunum, en þýska stjórnin safnaði nærri 4.000 milljörðum króna. Efasemdir eru uppi um að fjarskiptafyrirtækin geti í raun staðið undir þessum gífurlegu fjárhæðum, og þjónust- an sem þau bjóði upp á verði a.m.k. í dýrari kantinum þegar til neytandans er komið. Frakkar hafa ákveðið að úthluta leyfum á grundvelli „fegurðar- samkeppni“, eins og það hefur verið kallað, en þá er fyrirtækjum gert að senda inn Iýsingu á þeirri þjónustu sem þau ætla að bjóða og þeim sem bjóða bestu þjónust- una og hröðustu útbreiðsluna veitt leyfið gegn föstu gjaldi. Norðurlöndin fara svipaða Ieið og Frakkar, en útfærslan er mis- jöfn eftir löndum, og víðast hvar í Evrópu eru þessi mál að komast á fullt skrið. EkM rætt í samgöngunefnd Að sögn Hjálmars Árnasonar, al- þingismanns og varaformanns samgöngunefndar alþingis, hefur þetta mál ekkert komið til um- ræðu ennþá í samgöngunefnd. Hún hafi ekki komið saman frá því í byrjun júlí. Hjá samgönguráðuneytinu fengust þær upplýsingar, að málið hafi verið í skoðun í eitt og hálft ár, en ekki sé neitt komið á hreint varðandi úthlutun leyfa. „Það stendur núna yfir skoðun á því hvort að það eigi að bjóða upp þessa þjónustu eða úthluta henni á grundvelli svokallaðrar fegurð- arsamkeppni, þar sem umsækj- endur eru metnir," segir Einar Hannesson hjá samgönguráðu- neytinu. Hins vegar segir hann að nú þegar liggi fyrir hvaða tíðnisvið verði til úthlutunar, en það tekur mikið mið af alþjóðlegum skuld- bindingum sem íslensk stjórnvöld hafa þegar undirgengist. Enn er ekki öruggt hvort rásirnar verði fjórar eða sex, það verður ein- hvers staðar þar á milli." Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur lýst því yfir að málið verði Iagt fram á alþingi í haust, og alþingi muni því taka endanlega ákvörðun um það hvaða leið verði farin. I ráðuneyt- inu er gengið út frá því að póst- og fjarskiptastofnun muni úthluta leyfunum fljótlega upp úr ára- mótum. Neytandinn borgar brúsann Símafyrirtækjunum hér á landi líst ekkert of vel á uppboðsaðferð- ina, segja hættu á því að ef fyrir- tækin neyðist til þess að greiða allt of hátt gjald fyrir leyfi, þá komi það niður á neytendum þ\4 þeir þurfi að borga brúsann. Bæði Íslandssími og Landssíminn telja óhjákvæmilegt að farsímafyrir- tæki myndu neyðast til þess að taka þátt í uppboði, ef af yrði. Tal hf. telur sig hins vegar vel geta komist af með GSM-kerfið, enda séu miklar endurbætur í bígerð á því. Eyþór Arnalds, framkvæmda- stjóri Islandssíma, segir að það geti orðið tvíeggjað sverð að fara út í uppboð hér á landi, líkt og Þjóðverjar og Bretar hafa gert. „Þessi mikli kostnaður, ef hann fer svona algjörlega úr böndun- um, þá lendir hann á endanum á neytendum. Þá er hætta á því að þriðja kynslóðin, eða þráðlaust Internet, verði munaðarvara frek- ar heldur en almenningsnotkun," segir Eyþór. „Auðvitað á ríkissjóður að fá pening fyrir,“ segir Eyþór. „Auð- vitað er eðlilegt að menn greiði fyrir réttindin. En svona hömlu- laus uppboð eins og eru kannski í Bretlandi og Þýskalandi, þau eru kannski svolítið gróf.“ Hann teldi skynsamlegra að bjóða leyfin út, eða hafa eitthvert lágmarksgjald. „En þessi opnu uppboð eins og í Bretlandi, þau verða til þess að verðið verður gríðarlega hátt og það skilar sér í verðlaginu til neyt- enda.“ - Þannig að það væri ekki þess virði að greiða þelta gríðarlega gjald fyrir? „Eg held að þau fyrirtæki, sem bjóða í þetta á endanum, þau Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri ís- landssima, segir að það geti orðió tvíeggjað sverð að fara út í uppboð hér á iandi. bara sjá fyrir sér að þau verði að hafa þetta, bara til þess að halda lífi. Þetta er því ekki bara spurn- ing um hagnað fyrir þau, heldur spurning um að halda stöðu sinni," segir Eyþór. „Eg held að farsímafyrirtæki hljóti að horfa á þetta sem Iífsnauðsyn til þess að fara á næsta stig.“ Hann bendir ennfremur á, að þessi leið hafi ekki verið tíðkuð hér á landi þegar takmörkuðum auðlindum er úthlutað. „Segja má að uppboð hafi ekki verið uppi teningnum hérna varðandi auð- lindir hingað til, hvort sem það er fiskikvóti eða útvarjjs- og sjón- varpsrásir eða fjarskiptatíðni. Þetta væri þá í fyrsta sinn sem farið væri út í uppboð hér á landi varðandi auðlindir." Menn eru bugsi Olafur Þ. Stephensen, upplýs- ingafulltrúi Landssímans, segist Ólafur Þ. Stephensen, upplýsinga- fulltrúi Landssímans, segist ekki sjá að neitt óeðlilegt sé við að gjald sé tekið fyrir þessi leyfi. ekki heldur sjá að neitt óeðlilegt væri við að gjald sé tekið fyrir þessi leyfi. Hins vegar segir hann að menn séu hugsi, bæði hér og erlendis, yfir því hvernig málin hafa þróast, bæði í Bretlandi og Þýskalandi. „Utboðsferlið hefur verið nánast endalaust þannig að boðið hefur verið út þangað til það standa uppi jafn margir og leyfin eru.“ Hann segir að Landssíminn hafi nú þegar sótt um leyfi. „Og við sjáum alveg fyrir okkur að þetta kerfi gæti verið komið á markaðinn hér eftir svona tvö ár. Það fer svolítið eftir því hvernig fyrstu tilraunakerfin sem menn eru að boða að verði tekin í notk- un seint á næsta ári, muni reyn- ast. En við höfum lagt áherslu á að það verði mótuð stefna um út- hlutun á þessum þriðju kynslóð- arleyfum sem fyrst og markmið stjórnvalda verði skilgreind. Mörg Ágúst Einarsson, formaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, er eindregið fylgjandi því að farið verði í uppboð á þriðju kynslóð farsíma. ríki eru búin að ákveða sig og langflest Vestur-Evrópuríkin, sem við erum að bera okkur saman við, ætla að úthluta Ieyfum á þessu ári.“ Ólafur segir ennfremur að Norðurlöndin hafí ákveðna sér- stöðu að því leyti, að útbreiðsla á notkun fjarskiptatækni er hvergi meiri en þar. „Norðurlöndin eru Iíka ákveðin miðstöð í þróun far- símatækni," segir Ólafur. „Sömu- leiðis hafa símafyrirtæki og ein- stök hugbúnaðarhús verið að þróa mikið af Iausnum í kringum farsímatæknina, og sú þróun á sér stað hér á landi ekki síður en á öðrum Norðurlöndum. Stjórn- völd í þessum löndum hafa lagt áherslu á að ýta undir þróunina í farsímatækni, sem hefur skilað sér í meiri framleiðni í atvinnulíf- inu, meiri atvinnutækifærum í hátæknifyrirtækjum og meiri lífs- gæðum almennings." Hjálmar Árnason, varaformaður samgöngunefndar alþingis, segir þetta mál ekkert hafa komið til um- ræðu ennþá í samgöngunefnd. Ríkissjóður þarf að hemja sig Ólafur segir að Landssíminn hafi „út af fyrir sig skilning á þeim rök- um að þessum leyfum verði ekki úthlutað án endurgjalds, þetta er takmörkuð auðlind. En hins vegar ef tekjuöflun ríkissjóðs á að vera aðalmarkmiðið, án þess að menn horfi kannski til annarra mark- miða, þá er hættan sú að það komi niður á útbreiðslu nýju þjónust- unnar, gæðum, þróun og að sjálf- sögðu verðinu. Því menn verða auðvitað að ná þessum gífurlega stofnkostnaði einbvern veginn aft- ur til baka ef þetta á að bera sig.“ - Ef svo færi að haldið yrði upp- hoð, þá mynduð þið væntanlega talia þátt í því, er það ekki? „Eg geri fastlega ráð fyrir því.“ - Er þetta ekki hara spurning um líf og dauða, að vera með? „Það er náttúrlega þess vegna sem menn hafa boðið þessar gífur- legu fjárhæðir í leyfin. Þessi þriðja kynslóð er í rauninni samruni Internets og farsímans. Á báðum sviðum stöndum við mjög sterkt hér á íslandi. Við erum í farar- broddi hvað varðar útbreiðslu og þróun á farsímatækninni, og eig- um heimsmet í útbreiðslu lnter- netsins. Þannig að hér á Iandi eru að mörgu leyti kjöraðstæður til þess að vera einnig í forustusveit- inni hvað varðar þriðju kynslóðina á farsímum. En það er náttúrlega ekki sama hvaða aðstæður eru skapaðar.“ Ekki spuming tnn líf og dauða Jóakim Reynisson, framkvæmda- stjóri tæknisviðs hjá Tali, tekur undir að þær upphæðir, sem far- símafyrirtæki hafa verið að greiða í uppboðunum í Bretlandi og Þýskalandi, séu grfðarlega háar. „Ég held að flestir eigi erfitt með að skilja hvað þetta eru háar upp- hæðir,“ segir Jóakim. Hann segir að Tal hf. muni fylgjast með hvernig þessi mál þróast hér heima og svo verði bara að skoða stöðuna þegar stjórnvöld hafa tek- ið ákvörðun. „Það eru greinilega ýmis konar aðferðir notaðar við þetta og ég held að tíminn verði bara að leiða þetta í ljós.“ Hins vegar segist hann ekki sjá, að það sé endilega neitt úrslitaat- riði fyrir farsímafyrirtæki að taka þátt í uppboði, ef svo færi að stjórnvöld færu þá leiðina. Það sé ekkert sjálfgefið að Tal hf. muni taka þátt í því að greiða svimandi upphæðir fyrir leyfi. Hann bendir á að þótt þriðja kynslóðin virðist að ýmsu leyti hafa mikla yfirburði yfir GSM- kerfið, þá sé margt óljóst enn í þeim efnum og vel hugsanlegt að „gamla“ GSM-kerfið geti dugað að flestu leyti, enda sé tæknileg þró- un GSM-kerfisins hreint ekki komin á leiðarenda. „Við erum að fara núna út í að uppfæra núverandi GSM-kerfi í aukinn gagnaflutning. Og það mun enn frekar bætast \áð tækni á næstu árum til þess að nýta GSM- kerfið enn betur, fyrst þegar GPRS-kerfið kemur og svo tekur við það sem er kallað EDGE, en það er tækni sem eykur enn hraða gagnaflutnings í GSM-kerfinu,“ segir Jóakim. Þess vegna telur hann að vel geti farið svo, að þeir sem annað hvort fá ekki úthlutað rás fyrir UMTS- kerfið, eða hafa ekki áhuga á því vegna þess að gjaldið fyrir það yrði svo hátt, „þeir muni hreinlega nýta sér þessa tækni og geti þá boðið upp á sömu þjónustu og þriðju kynslóðar kerfin geta. I þessu litla landi okkar, þá gæti verið miklu skynsamlegri leið að nýta GSM- kerfið frekar og halda sig við það frekar en að eyða miklum upp- hæðum fyrir eitthvað leyfi.“ - Þannig að þetta er ekkert endi- lega spurning um líf og dauða fyrir fyrirtæki á þessum markaði? „Nei, það er það ekki. Og á Is- landi erum við ekld flciri en hvað 280 til 300 þúsund á næstu árum, þannig að með þessu kerfi og þeim möguleikum sem þar bjóðast, þá mun verða hægt að bjóða ansi mikið af þjónustu á GSM-kerfun- um.“ Uppboð væri besta leiðin Agúst Einarsson, formaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingarinn- ar, er hins vegar eindregið fylgj- andi því að farið verði í uppboð á þriðju kynslóð farsíma. „Það er sú aðferðafræði sem jafnaðarmenn í nágrannalöndunum hafa notað, bæði í Bretlandi og Þýskalandi, með sérlega góðum árangri," segir Einar. „Þetta er dæmi um tak- markaðar auðlindir, sem eru í eigu ríkisins, og það er fullkomlega eðlilegt að reynt sé að fá eins hátt gjald fyrir það eins og hægt er. Og uppboð er einfaldlega besta leiðin til þess.“ Ágúst bendir á, að ef álíka upp- hæð fengist úr uppboði hér og fékkst í Þýskalandi, þá gæti verið hér um að ræða upp undir tíu milljarða króna. Hann telur því líldegt að hér verði um að ræða fjárhæðir sem geta numið millj- örðum. „Þó veit maður að vísu ekkert hvað kemur út úr þessu," segir hann, „það fer eftir stærð markaðarins. Fyrst er að taka þessa grundvallarákvörðun um að það eigi að fara fram uppboð." Ágúst er þó ekki þeirrar skoðun- ar, að þessa fjármuni eigi að nota til þess að auka umsvif ríkisins í hefðbundnum skilningi. „Mér fyndist eðlilegt að menn eyrna- merktu afraksturinn í einhverja tiltekna hluti fyrir almenning í landinu. Það gæti verið til dæmis að Iækka skatta eða stytta biðlista í heilbrigðistkerfinu. Þannig að al- menningur fengi þetta beint til sín milliliðalaust. Þetta yrði því notað til þess að vinna að tilteknum markmiðum í þágu almennings." - Þú ert ekkert hræddur við að þetta sé of dýrt fyrir símafyrirtækin og það komi niður á neytendum? „Nei, nei. Svona uppboð er nátt- úrlega fjölþjóðauppboð og maður veit ekkert í sjálfu sér hver hrepp- ir það, hvort það verða íslensk fýr- irtæki eða útlensk fyrirtæki. Þetta er orðið alþjóðlegt eignarhald á þessum símafyrirtækjum. Það hef- ur sýnt sig að þetta laðar Iíka fram samkeppni á milli fyrirtækja. Það er gætt þess að það verði mörg fyr- irtæki sem fái þessar rásir og þau muni síðan keppa sfn á milli, það er reynslan erlendis og það þýðir lágt verð fyrir neytcndur. Þannig að þessi aðferðafræði hún er mjög í þágu neytenda, enda eru nú neytendur líka fólldð í landinu sem á þessi réttindi. Og svo er þessi aðferðafræði í samræmi við málflutning Samfylkinigarinnar í öðrum málum, eins og til dæmis með veiðiheimildir, vatnsorku og aðrar auðlindir sem eru hér á Iandi,“ segirÁgúst Einarsson. Flest vitum við hann laumast stundum til að drepa fugla þótt hann sé pakksaddur - en að hann kisi okkar væri afkastamesta veiðidýrið vorum við alveg grunlaus um. fíeimili skottiiriim mesta veiðidýrið Bresk könntm leiddi í ljós að heimiliskött- urijin er langsamlega afkastamesta veiði- dýrið, drepur þar 250 milljón fugla og dýr á ári. „I könnuninni voru athugaðar veiðar 16 dýrategunda, sem sumar voru mjög afkastamiklar við veiðarnar. Það sem kom þó mest á óvart var að það dýr sem sló öll met við veiðarnar var kisi, gamli góði heimiliskötturinn. Breskir kettir drepa árlega 250 milljónir fugla og annarra dýra“. Það er Sigmar B. Hauksson sem segir í Skotvís frá athygliverðri könnun sem breska skotveiðifé- Iagið lét gera þar f landi á veiðum annarra „dýra“ en mannsins. En niðurstöður hennar voru m.a. birtar í tímaritinu Shooting Times undir fyrirsögninni: „Mir- ror, mirror on the wall, who's the baddest of them all?“ Minkurinn áhrifameiri en allar skotveiðar „Við inegum ekki gleyma því að það eru ýmsir aðrir en maðurinn sem veiða. Mörg dýr lifa á veið- um. Þessi dýr köllum við rándýr, alla vega sum þeirra, en í flestum tilfellum er það rangnefni þar sem dýrin eru ekki að ræna neinu“, segir Sigmar. Veiðarnar séu í náttúrulegu eðli þeirra. Það er ekki fyrr en maðurinn fer að ráðskast með náttúruna og reyna að aðlaga hana sínum þörfum að illa fer og dýr verða að rándýrum. í því sambandi mætti nefna innflutning villiminks til íslands á sínum tíma. „Minkur- inn hefur haft meiri og afgerandi áhrif á íslenska náttúru en allar skotveiðar frá upphafi“. Bílliim miídíl ógnvaldur Þrátt fyrir allt segir Sigmar dýr- unum þó ekki stafa mesta hættu af veiðum manna og dýra. Margir ógnvaldar séu mun hættulegri. Einn þeirra sé bíll- inn. Þannig hafi rannsóknir í Svíþjóð sýnt að þar í landi verði 500.000 til 1.000.000 fuglar - hálf til ein milljón fugla - fyrir bíl og drepist ár hvert. Auk þess verði 250.000 til 500.000 ýmiss önnur smádýr fyrir bíl á ári, m.a. broddgeltir, hérar, kanínur, íkornar og refir. Til dæmis sé vit- að að um 25.000 hérar, 40.000 kanínur og 20.000 fasanar séu árlega drepnir í umferðinni í Sví- þjóð, eða um helmingi fleiri dýr en skotin sé af veiðimönnum. Þar við bætist svo fjöldi stærri dýra eins og elgsdýra og hjarta. „ Andaverksmiöj a“ Evrdpu... I Ástralíu sé hins vegar gríðarlegt skógarhögg helsta ógnunin við villta fugla. Einn af hverjum fimm fuglum sé þar í útrýming- arhættu vegna þessa. „Áætlað er að 7,5 milljón fugla drepist ár- lega vegna skógarhöggsins og talið að hvorki fleiri né færri en 25 fuglategundir hafi dáið út vegna þess. Nútíma tækni og óstjórnleg græðgi mannsins er því helsta ógnunin við villt dýr - ekki veiðar", segir veiðimaðurinn Sigmar B. Hauksson, sem hvetur íslenska veiðimenn til að vera á verði, m.a. varðandi íyrirhugaðar framkvæmdir við Mývatn „anda- verksmiðju" Evrópu. - HEI Frelsissímiim erlendis Síminn GSM hefur nú aukið þjónustu við þá viðskiptavini sína sem nota svonefnt Frelsiskort í farsímum sínum. Til þess hefur ekki verið hægt að nota kortin erlendis, þar sem far- símalýrirtæki erlendis hafa ekki aðgang að upplýsingum um inn- eign korthafans í kerfi Símans. Nú geta Frelsisnotendur get haft samband við Símann og Iátið breytasímanúmeri sínu í al- inennt GSM-númer. Viðkom- andi fær þá sendan reikningeftir á fyrir notkun á því tímabili, sem sfmakortið er skilgreint sem al- mennt GSM-kort. Þegar við- komandi kemur heim aftur getur hann breytt númerinu aftur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.