Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 2
2-LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 Ttoptr FRÉTTIR Viðbygging þingsins og Þjórsárbrú 1 salt Frá Miklubrautinni í Reykjavík Nú er rætt um aö fresta framkvæmdum viö breikkun hennar aftur og enn. Meðal þeirra fram- kvæmda sem ríkis- stjómin leggirr til að verði frestað er bygg ing nýrrar Þjórsárbru- ar, viðbygging Alþing- ishússins, breikkun Miklubrautar og færslan á Hringbraut- inni. Á fundum þingflokka stjórnar- flokkanna í gær og í fyrradag voru lögð fram til umræðu drög að fjárlögum næsta árs sem og niðurskurðarlisti opinberra framkvæmda, eða frestunarlisti eins og sumir kalla hann. Ríkis- stjórnin hefur verið með þennan lista til skoðunar að undanförnu, til þess að draga úr þenslu. Farið er með þennan lista eins og um ríkisleyndarmál sé að ræða. Þó hefur það lekið út að frestun vega-, brúa- og hafnarfram- kvæmda séu fyrirferðarmestar. Vegna jarðskjálftanna á Suður- landi, og hættunnar á frekari skjálftum, var talað um að byggja nýja tvíbreiða brú yfir Þjórsá. Þeirri framkvæmd á að fresta. Líka á að fresta aftur viðbygging- unni við Alþingishúsið en þeim framkvæmdum var frestað í fyrra. Mildabraut og Hringbraut Þá er rætt um að fresta breikkun Miklubrautar og gerð mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þessar framkvæmdir áttu, samkvæmt vegaáætlun, að hefjast á þessu ári. Á næsta ári átti að hefjast handa við að færa Hringbrautina á móts við Landsspítalann niður undir Umferðarmiðstöð. Nú er rætt um að fresta þeim fram- kvæmdum líka. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í samtali við Dag í gær að ekkert hefði verið rætt við borgaryfirvöld um frest- un þessarra framkvæmda. Það hefði raunar ekki heldur verið gert í lýrra þegar framkvæmdum við viðbyggingu Alþingishússins var frestað eftir að grunnurinn hafði verið grafinn. Fyrir utan þessar framkvæmd- ir er rætt um að fresta ýmsum vegaframkvæmdum hingað og þangað, eins og viðmælandi Dags orðaði það, en þar er um minni háttar framkvæmdir á hverjum stað að ræða. Hins veg- ar er ákveðið að fresta hafnar- framkvæmdum á nokkrum stöð- um. I fyrra var frestað að hefjast handa við framkvæmdir á Húsa- víkurhöfn og mun hún áfram verða í salti um sinn en þar er um mikla og áríðandi fram- kvæmdir að ræða. - S.DÓR Símanúmer flyst með Póst- og fjarskipta- stofnun hef- ur samið reglur um númera- Ilutning og taka þær gildi þegar þær hafa birst í Stjórnartíð- indum. Helstu at- riðin eru þau að frá 15. septem- ber 2000 verður mögulegt fyrir Frá 15. september 2000 verður mögu- legt fyrir símanot- endurí fastanetum að flytja með sér símanúmer sín. símanotendur í fastanetum að flytja með sér símanúmer sín þegar þeir færa viðskipti sín frá einu símafyrirtæki til ann- ars.Þeir geta jafnframt flutt númer milli númerasvæða, sama á að gilda, skipti notandi um þjónustu hjá símafyrirtæki, t.d. úr venjulegum talsíma f samnet. Símanotendur geta haft sam- band við símafyrirtækið sem þeir óska að eiga viðskipti við og pantað númeraflutning. Síma- fyrirtækin sem hlut eiga að máli munu ákveða hvenær númera- flutningur geti átt sér stað en stefnt er að því að svo verði inn- an 10 vinnudaga frá pöntun. - BÞ Spj allr ásir í stað pólitískra fimda Að loknum fundi landstjómar fóru framsóknarmenn I kynnisferð í fyrirtæki og stofnanir á Akureyri og á Dalvík Hér má sjá þegarþeir heimsótttu Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Framsóknarmeim ætla að koma upp spjallrásum fyrir hina ýmsu málaflokka og gefa þar með almenu- ingi kost á að tjá sig í hiTnim ýmsu málum. Kemur í stað póli- tískra funda í sam- komusölum sem fólk er hætt að sækja. Eins og skýrt var frá í Degi í gær hafa framsóknarmenn ákveðið að stofna 50 manna nefnd til þess að fara yfir og gera tillögur um stefnu flokksins í Evrópu- málunum fyrir flokksþingið í vet- ur. Rætt var um að gera það sama við fleiri stóra málaflokka og að opna um leið spjallrás fyrir hvern málaflokk á netinu. „Það er að mínum dómi mjög gæfuleg leið til að efla lýðræðið með því að gefa almenningi kost á að taka þátt í pólitískri umræðu innan stjórnmálaflokks á nýjum vettvangi. Ekki síst er þetta gæfulegt þar sem tími hinna fjöl- mennu stjórnmálafunda í sam- komusölum er Iiðinn. Þetta form kæmi þá í staðinn fyrir pólitíska fundi sem eru orðnir svo fá- mennir að menn efast um hvort tekur að boða til þeirra,11 sagði Hjálmar Árnason aiþingismaöur í samtali við Dag í gær. Nær fólkinu Hann segir að það hafi komið í ljós að sú eina spjallrás sem flokkurinn er með nú þegar sé mjög lifandi enda þótt hún sé lokuð. En hugmyndin með spjallrásir fýrir málaflokkanna, sem fýrr er nefnt, er að þær verði opnar fýrir hvern sem er. „Með þessu tel ég að verið sé að færa hina pólitísku umræðu nær fólkinu í landinu og gefa því tækifæri til að taka þátt í henni með nútímatækni. Þar með myndi aukast hin Iýðræðislega virkni í flokksstarfinu. Þarna yrði hægt að fá öll sjónarínið í öllum málaflokkum sem teknir yrðu fyrir. Sem dæmi má nefna að þessi 50 manna hópur sem á að fara yfir Evrópumálin á að meta alla kosti og alla galla þess að ís- Iandi gangi í Evrópusambandið," segir Hjálmar Árnason. Á þessum fundi þingflokks og Iandsstjórnar var farið yfir öll stærstu málin, svo sem byggða- mál, sjávarútvegsmál, Evrópu- málin og svo auðvitað flokksmál- in. Engar ályktanir eru gerðar en málin rædd fram og aftur á fund- inum. Hjálmar segist halda að Farm- sóknarflokkurinn sé fyrsti stjórn- málaflokkurinn í landinu til að taka þetta upp með fyrr greind- um hætti. Telja má víst að aðrir flokkar taki þessa hugmynd upp hjá sér innan tíðar. - S.DÓR Óviðimandl afkoma í ökutækja- tryggingu 29 miTljón króna hagnaður varð af starfsemi Vátryggingafélags Is- lands íýrstu 7 mánuði ársins. Tap af vátryggingarekstri nam 81 millj- ón króna, en hagnaður af fjármálarekstri nam 109 milljónum króna. Bókfærð iðgjöld námu 4.497 milljónum Icróna, en eigin iðgjöld námu 2.582 milljónum króna. Bókfærð tjón námu 2.704 milljónum króna á tímabilinu en eigin tjón 2.940 milljónum króna. Hreinn rekstrar- kostnaður nam 648 milljónum króna. Fjárfestingartekjur námu 916 milljónum króna á tímabilinu. I upplýsingum frá VIS kemur fram að stjórnendur fyrirtækisins telja afkomu af vátryggingarekstri óviðun- andi á tímabilinu, íýrst og fremst vegna slæmrar afkomu í ökutækja- tryggingum. Iðgjöld ökutækjatrygginga hækkuðu í júlí sl. og var meðtalshækkun iðgjalda lögboðinna ökutækjatryggingum um 30%, en kaskótrygginga um 18%. Hækkun iðgjalda ökutækjatrygginga fer ekki að skila félaginu tekjum fyrr en á síðari hluta þessa árs og að fullu á næsta ári. Flugeldasýning í Húsdýragarðiuiun Á morgun sunnudaginn 27. ágúst lýkur sumarstarfi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og er það síðasti dagurinn sem leiktækin verða úti í sumar. Það er orðinn árviss viðburður að enda sumarstarfið með pompi og prakt og mun það einnig verða gert í ár. Garðurinn verð- ur opinn frá kl. 10:00 til 18:00 og opnar svo aftur um kvöldið kl 21:00. Þá verður haldin brenna með brennusöng og gleði sem Iýkur loks með glæsilegri flugeldasýningu kl.22:00 sem er í umsjá Hjálpar- sveitar skáta í Reykjavík. Delta gerir stórsamnmg Fulltrúar Delta hf. og kanadíska lyfjafyrirtækisins PharmaSci- ence undirrituðu í gær samning um aukið samstarf um lyfjaþró- un og um útflutning á íslensku hugviti og þróunarstarfi. Fyrir- tækin gerðu með sér samstarfs- samning síðastliðið vor um þró- un og sölu á sýklalyljum og nú eru samstarfssamingar milli fyr- irtækjanna alls orðnir þrír. Talið er að verkefnin skili yfir 700 milljónum í tekjur á næstu árum en frekari samstarfsverkefni eru fyrirhuguð. Eftir undirritun samninga I gær frá vin- stri: Björn Aðalsteinsson , Guðrún Edda Eggertsdóttir, Róbert Wessman, RDa- vid Goodman og Sigurður Úli Úlafsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.