Dagur - 03.10.2000, Side 1

Dagur - 03.10.2000, Side 1
Eldsneytið að sliga bændur og sj ómenn Skipaolia hefur hækk- að um 41% frá ára- mótum. 2,2 milljarða útgjaldaauki. Bændur eiga einnig í veruleg- um erfiðleikum. Verðbreytingar á eldsneyti hafa komið mjög illa við sjómenn og bændur. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir hættu á holskeflu verðhækkana vegna hækkunar á rekstrarkostnaði. Sjómenn og útgerðarmenn bera sig ekki síður illa. Olíukostnaður útgerða hefur aukist um 2,2 milljarða króna frá áramótum. Síðasta hækkun á flotolíu eykur útgerðarkostnaðinn um 600 milljónir króna á ári. Skiptaverð af brúttóverði er komið í 70% og hefur ekki verið lægra síðan í Persaflóastríðinu. Komast varla á sjóiirn Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambands ís- lands, segir að eldsneytishækk- anir á liðnum misserum séu bún- ar að rýra kjör sjómanna um 10- 13%. Sveinn H. Hjartarsson hag- fræðingur LIU segir að útgerðar- menn séu farnir að hafa veruleg- ar áhyggjur af því að komast yfir- höfuð á sjó vegna olíu- kostnaðar. Hætt sé við því að olíu- kostnaður muni draga eitthvað úr sókn þeirra skipa sem nota olíu mest, eins og t.d. tog- skipa en hins vegar segist hann eldvi vita til þess að menn séu að undirbúa einhverjar að- gerðir svo sem að sigla flotanum í land eins og á áttunda áratugn- Sveinn H. Hjartars- son: Komumst varla á sjóinn. 90% hækkun Bændasamtökin skora á stjórn- völd og olíusölufyrirtæki að leita allra leiða til að lækka verð á eldsneyti og koma með því í veg fyrir að hol- skefla keðju- verkandi verðhækkana fari af stað í þjóðfélaginu. Samtökin lýsa yfir þungum áhyggjum af verðhækkun- um á elds- neyti. Meðal- útgjöld kúa- bús vegna kaupa á díselolíu fyrri dráttarvélar voru 99.445 kr. í fyrra en miðað við síðustu hækkun sem nam 13% munu þessi útgjöld kúabænda verða 188.100 krónur á árs- grundvelli. Það er 89,2% hækkun miðað við síðasta ár og sambæri- Iegar tölur fyrir mcðalstórt sauð- Sigurgeir Þor- geirsson: Öfug- snúið. fjárbú voru 60.942 krónur í fyrra en verða 115.300 krónur eftir hækkunina. Þá er ótalinn aukinn kostnaður við rekstur bifreiða og auk þess talið einsýnt að útgjöld vegna aðkeyptra flutninga á af- urðum og aðföngum muni aukast að sama skapi. Öfugsnúiö Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtak- anna, segir öfugsnúið að inn- heimtukerfi ríkisins skuli vera þannig að ríkið fái æ meira í sinn hlut eftir því sem varan er dýrari í innkaupum. Það sé vegna þess að hlutfallsleg álagning sé í virð- isaukaskatti og þetta hafi í för magnandi áhrif á verðsveiflurnar. Sigurgeir segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort ósk- að verði eftir viðræðum við ríkið vegna þessa máls. Hins vegar muni Bændasamtökin fylgjast með viðbrögðum annarra hags- munaaðila í framhaldi af síðustu eldisneytishækkunum. - GRH Sja bls. 4 og 13 Erlendir ávarpi alþingi Forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, mælti fyrir því í þing- setningarræðu sinni í gær að er- lendir þjóðarleiðtogar sem hing- að koma í opinberar heimsóknir fái að ávarpa alþingi með form- legum hætti á sérstökum þing- fundi líkt og tfðkast víða um lönd. „Sú skipan gæti gert heim- sókn í alþingi að hápunkti ís- landsdvalar og veitt hinum er- lendu áhrifamönnum tækifæri til að lýsa stefnu sinni og við- horfum á vettvangi sem hefur einstæðan sess ( lýðræðissögu veraldarinnar. Sh'kar ræður er- lendra þjóðhöfðingja á Alþingi íslendinga gætu einnig lagt sjónarmiðum okkar og hags- munum aukið Iið og eflt veg- semd og gildi þingsins sjálfs," sagði forsetinn. Alþingi var sett í gær, en mótmæli eldriborgara og öryrkja settu áberandi svip sinn á þingsetninguna. Sjá einnig blaðsíðu 2 30 mUljarða afgangur Meginskilaboð fjárlagafrum- varps fyrir árið 2001 eru að rík- isstjórríin mun áfram fylgja að- haldssamri stefnu í ríkisfjármál- um til þess að tryggja stöðugleik- ann í efnahagsmálum og greiða niður skuldir", sagði fjármála- ráðherra, Geirs Haarde á blaða- mannafundi í gær. Gert er ráð fyrir að tekjur rík- issjóðs verði um 240 milljarðar króna en útgjöldin um 210 millj- arðar, þannig að tekjuafgangur á þessu Ijárlagafrumvarpi nemur 30 milljörðum króna sem er mesti afgangur sem sést hefur. Um 15 milljarða áætluð tekju- aukning ríkissjóðs sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu á einkum að skila sér í auknum tekju- og eignasköttum einstaklinga og virðisaukaskatti. En áætlaðar tekjur af fyrirtækum og fjár- magnstekjum lækka umtalsvert vegna versnandi afkomu og lækkandi hlutabréfaverðs. 1,6% hagvöxtur Ur forsendum Ijárlagafrum- varpsins má lesa að landsmenn verði að búa sig undir að draga úr eyðslufylliríinu á næsta ári. Aðeins er reiknað með 1,6% aukningu á landsframleiðslu og 3% í samneyslu og 2,6% í einka- neyslu (borið saman við 6,5% ársmeðaltal 1998-2000). Hins vegar er reiknað með 1,5% sam- drætti í fjárfestingu, tæplega 1% samdrætti í útflutningi og held- ur minni í innflutningi. I launa- og verðlagsforsendum er gert ráð fyrir 5,6% hækkun ráðstöfunartekna á mann, sem þýði 1,5% kaupmáttaraukningu (eins og á þessu ári), nær engri aukningu þjóðartekna á mann og lítillega auknu atvinnuleysi. Aætlað er að innlent verðlag hækki um 4% milli ára. Sj« einnig fréttir á hls. 5, 12 og 13 m Lágmúla 8 • Síml 530 2800 www.ormsson.is Oalstagötu 14 • 8iml 482 1300

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.