Dagur


Dagur - 03.10.2000, Qupperneq 5

Dagur - 03.10.2000, Qupperneq 5
ÞRIÐJVD AGU R 3. OKTÓBER 2000 - S FRÉTTIR Aðhald og aJgangiir en margir skiídir eftír Alþingi var sett við hátíðalega athöfn ígær og fyrsta mál sem þar var lagt fram var fjárlagafrumvarpið. Stjómaxsiimar segja fj árlagafmmvarpið bera þess marki að draga eigi úr þenslu í þjóðfélaginu. Stjómar- andstaðan segir marga pósta hafa gleymst svo sem fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Aldraðir og öryrkjar séu skildir eftir. Fjárlagafrumvarp ársins 2001 var lagt fram í gær á fyrsta degi þingsins eftir sumarhlé. Eins og oftast sýnist sitt hverjum um frumvarpið. Almennt fagna menn tekjuafgangi ríkissjóðs en menn benda á að vaxandi tekjur hans koma ekki vegna vaxandi þjóðarframleiðslu heldur af miklum innflutningi og þar af leiðandi sívaxandi viðskiptahalla síðustu árin. Jón Bjarnason, þingmaður VG, bendir á að það sé eins og að menn gleymi því að þennan viðskiptahalla verður að greiða upp og til þess þarf tekjur af öðru en innflutningi. En lítum á hvað fjárlaganefnd- armenn hafa um frumvarpið að segja. Aldraðir og öryrkjar ekki með „Þetta fjárlagafrumvarp lítur vel út á yfirborðinu en tekur ekkert til þeirra alvarlegu þátta sem eru að ganga yfir. Það er ekkert tilliti tekið til öryrkja og aldraðra og ckki gert ráð fyrir neinum breyt- ingum á kjörum þess fólks. Þá er í frumvarpinu ekki tekið tillit til þess að framhaldsskólakennarar eru með lausa kjarasamninga og gera kaupkröfur upp á 70% launahækkun en þess í stað gert ráð íyrir óbreyttum kjörum þeir- ra. Þetta eru auðvitað miklir gall- ar á frumvarpinu," sagði Gísli S. Einarsson, fulltrúi Samfylkingar- innar í fjárlaganefnd. Hann segir að góðu tíðindin í frumvarpinu séu þau að ríkis- sjóður stendur vel. Það sé gert ráð fyrir 600 milljónum króna í fæðingarorlof og öðrum 600 milljónum króna vegna barna- bóta. Annað segist hann ekki sjá sem úrbætur á félagslega svið- inu. Hins vegar komi ekkert fram £ frumvarpinu um að það eigi að bæta stöðu sveitarfélaganna enda þótt fram hafi verið færð rök fyrir því að það halli á sveit- arfélögin sem nemur 16 til 19 milljörðum króna á síðustu þremur árum. Gísli segir enga vísbendingu að finna um að leið- rétting sé á leiðinni. Aöhald á Jienslutíma „Eg tel að hér sé um mjög gott fjárlagafrumvarp að ræða. Helstu einkenni þess eru áfram- haldandi niðurgreiðslur skulda ríkisins og umtalsverður tekjuaf- gangur ríkissjóðs og aðhald á þenslutíma," segir Isólfur Gylfi Pálmason, fulltrúi Framsóknar- flokksins í fjárlaganefnd. Hann segir að gert sé ráð fyrir 4% hækkun bóta til aldraðra og öryrkja. Hvort það sé nóg verði bara að koma í ljós. „Þá er gert ráð íyrir auknum framlögum til harnabóta upp á 600 milljónir króna og öðrum 600 milljónum f fæðingarorlof," segir Isólfur Gylfi. Hann segist sannfærður um að með þessu fjárlagafrumvarpi ná- ist að draga úr þeirri þenslu sem verið hefur undanfarin misseri. Það sé gert ráð fyrir því að at- vinnuleysi geti aukist örlítið sem aftur myndi leiða til heldur minni þenslu. „Það sem að vísu getur breytt nokkru er að eftir er að semja við framhaldsskólakennara. I fjár- lagafrumvarpinu eru ákveðnir póstar sem hægt er að gripa til varðandi þessa kjarasamninga," sagði Isólfur Gylfi Pálmason. Níðst á sveitarféöguniun „Það er vissulega lofsvert ef rík- issjóður er rekinn með einhverj- um afgangi ef aðeins er litið á þann eina þátt. Þess vegna skilur maður rök stjórnarmeirihlutans Gísli Einarsson, Samfylkingunni: ekkert tillit tekið til aldraðra og öryrkja. ísólfur Gylfi Pálsson, framsókn: niður- greiðslur skulda, tekjuafgangur og aðhald. um að ríkissjóður skuli rekin með tekjuafgangi og draga þan- nig úr þenslunni. Hitt er svo allt önnur saga hvernig þetta fjár- magn er sótt. Það er að mínum dómi áhyggjuefni. Þessar miklu tekjur ríkissjóðs eru að lang- mestu leyti sóttar f innflutnings- gjöld og virðisaukaskatt af inn- fluttri neysluvöru og þjónustu. Þess vegna kemur dökk hlið á móti sem er hinn mikli viðskipta- halli við útlönd sem hefur vaxið frá síðasta ári þvert ofan í það sem spár gerðu ráð íyrir. Og það er ekkert sem bendir til annars en að hann verði viðvarandi næstu árin. Þennan viðskipta- halla verður að sjálfsögðu að greiða upp og þess vegna eru tekjur af honum dýrkeyptar fyrir ríkissjóð. Það blasir nefnilega við að þjóðarframleiðslan sem slík er ekki að aulíast að neinu marki og ekki heldur útflutningurinn sem gert er ráð fyrir að standi í stað. Það er því lítið að gerast til að Jón Bjarnason, l/G: ríkið fær tekjur af viðskiptahalla, en hann þarfað borga. Kristján Pálsson, Sjálfstæðisflokki: minni verðbólgu, viðskiptahalla og þenslu. vega upp á móti þessum viðvar- andi viðskiptahalla,“ segir Jón Bjarnason, fulltrúi VG í fjárlaga- nefnd. Hann bendir enn framur á varðandi viðskiptahallann að hann hefur ekki orðið til vegna þess að verið sé að byggja upp og íjárfesta í arðbærum fyrirtækjum eða hlutum. Þvert á rnóti er hann tilkominn vegna aukinnar neyslu. Þetta segir Jón vera hina alvarlegu stöðu í þjóðfélaginu sem birtist í fjárlagafrumvarp- inu. „Svo verður að horfa til þess hvernig ríkissjóður ver þessum auknu tekjum. Aldraðir og ör- yrkjar og aðrir þeir sem minna mega sín eru skildir eftir og fá ekki tilsvarandi hlutdeild í þess- um tekjum og aðrir þjóðfélags- þegnar. Það er því ekki að undra þótt þessi hópar séu óhressir með sína stöðu. Loks má ekki gleyma því að á undanförnum árum hefur ríkið verið að koma hverju stór málinu á fætur öðru yfir á sveitarfélögin án þess að þessu hafi fylgt tilsvarandi tekju- stofnar. Úr þessu er ekki hætt í Jressu fjárlagafrumvarpi og sveit- arfélögin eiga því undir högg að sækja. Það er því bara hluti myndarinnar sem birtist okkur í tekjuafgangi ríksins. Það cr hreinlega níðst á sveitarfélögun- um,“ segir Jón Bjarnason. Að draga úr þenslu „Með Jressu frumvarpi er reynt að gæta aðhalds til Jæss að draga úr þeirri þenslu sem allir eru sammála um að sé nauðsynlegt. Þess vegna er ég að vonast til að þau markmið náist að lækka verðbólgu, viðskiptahalla og þenslu í þjóðfélaginu með þessu frumvarpi. Með Jreim afgangi sem áætlað hefur verið að verði á fjárlögum á það að takast. Þess vegna eru helstu einkenni frum- varpsins að hér er um þenslu minnkandi fjárlagafrumvarp að ræða,“ segir Kristján Pálsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd. Hann segir alla sammála um að ekki takist að draga úr þenslu í Jrjóðfélaginu nema ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og efli sparnað með því að greiða niður ríkisskuldirnar og minnka þá um leið peningamagn í umferð. - S.DÓR Sakborningur kemur í réttarsal á föstudaginn. Óvíst með áfrýjim Engin ákvörðun hefur verið tek- in um hvort Bláhvammsmálinu svokallaða verður áfrýjað. Nokk- ur ónákvæmni kom fram í fréttaflutningi siðastliðinn föstudag um hvaða stefnu mál ákæruvaldsins gegn Þórði Braga Jónssyni frá Bláhvammi myndi taka. Þórður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra sýknaður af ákæru um manndráp en f’und- inn sekur um manndráp af gá- leysi. Sú krafa var reifuð fýrst eftir að dómurinn var kveðinn upp að Þórður sæti áfram í gæsluvarðhaldi en til þess þóttu ekki forsendur. Síðan var stað- hæft að ákæruvaldið hefði ákveðið að áfrýja dómnum en þetta segir Sigríður Friðjóns- dóttir saksóknari ekki rétt. „Eg er rétt búin að fá dóminn í hendur og þessi bókun um ál’rýjun er ekki frá okkur komin. Afrýjun fer fram með þeim hætti að sérstök stefna er birt fyrir við- komandi og bókunin var í raun án okkar vitundar. Það er ekki búið að birta neina stefnu og fram að því vil ég sem minnst um málið segja. Ríkissaksóknari tekur væntanlega ákvörðun um það sjálfur en Jrað verður vænt- anlega fljótlega sem ákveðið verður hvort málinu verður áfrýjað eða eldii," segir Sigríður sem sótti málið fyrir hönd ríkis- ins. Sigríður vill að öðru leyti ekki tjá sig um dóminn en Iögmaður ákærða, Örlygur Hnefill Jónsson héraðsdómsmaður, er ánægður með að fallist hafi verið á þau rök varnarinnar að um slys hafi verið að ræða. „Auðvitað vonar maður að málinu sé lokið," seg- ir hann. Akæruvaldið hefur 8 vikur til að skoða sinn gang. - Bi> Mikill áliugi á ölgerðmni Mikill áhugi er hjá fjárfestum á kaupum á Ölgeröinni Egill Skallagrímsson að sögn frarn- kvæmdastjóra ölgerðarinnar. Orðrómur er uppi um að stór- fyrirtækið Carlsberg hafi sýnt áhuga á kaupunum en erfitt er að meta sannleiksgildi þess vegna leyndar kaupleiðarinnar. „Ekki hafa þeir talað við okkur um það," segir Jón Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri ölgerðarinnar. Hann bendir á að aðeins íjórum aðilum hafi verið gert að hafa milligöngu með söl- una. Þeir sem hafi áhuga verði að setja sig í samband við bank- ana. „Enginn fjárfestir hefur haft beint samband við okkur en hins vegar er mikill áhugi á kaupunum. Við höfum verið í sambandi við fjölmarga miðlara eða menn sem cru í forsvari fyr- ir hóp fjárfesta,“ segir Jón Snorri. - BÞ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.