Dagur - 03.10.2000, Síða 6
6 -ÞRIDJUDAGUK 3. OKTÓBER 2000
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND jónsson
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Sfmar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði
Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: [REYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Ámundason
CREYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdðttir
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Simbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 creykjavíK)
Rfldsstjómtn á næsta leik
í fyrsta lagi
Starf Auðlindanefndar hefur skilað meiri árangri en flestir áttu
von á. Það víðtæka samkomulag sem náðist í nefndinni um helstu
grundvallarþætti auðlindamála er merkur áfangi á leið til al-
mennrar sáttar um nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar.
Tvennt skiptir þar mestu máli. Annars vegar tillaga nefndarinnar
um að nýtt ákvæði um þjóðareign verði sett í stjómarskrána. Hins
vegar tillögur um gjaldtöku íyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda
og uppboð á þeim nýtingarrétti þegar næg samkeppni er til stað-
ar. Með þessari niðurstöðu hefur Auðlindanefndin fært þjóðina
nær nauðsynlegri samstöðu.
í öðru lagi
Hins vegar er enn langt í frá að málið sé í höfn. Ríkisstjórnin, sem
fengið hefur álit Auðlindanefndar til meðferðar, á næsta Ieik.
Nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra mun íjalla nánar um fisk-
veiðihluta álitsins og gera grein fyrir sínum tillögum eftir nokkra
mánuði. Þar verður vafalaust áfram tekist á um hugmyndirnar um
auðlindagjald og þá alveg sérstaklega hvernig eigi að útfæra þær.
Þótt Landssamband íslenskra útvegsmanna hafi í fyrsta sitt beygt
sig undir þjóðarviljann um auðlindagjald, er augljóst af viðbrögð-
um samtakanna að þar verður allt kapp Iagt á að gera svokallaða
„auðlindarentu" þjóðarinnar sem allra minnsta og helst að Iáta
sjómenn borga sem mest.
í þriðja lagi
Tillögur Auðhndanefndar hafa nú þegar skapað nýjar væntingar
hjá þjóðinni. Væntingar um að almenningur fái í framtíðinni
sanngjarnt gjald frá þeim tiltölulega fáu öflugu fyrirtækjum sem
nýta sameiginlegar auðlindir íslendinga. Jákvæð fyrstu viðbrögð
formanna beggja stjórnarflokkanna við áliti nefndarinnar hafa
magnað þessar væntingar. Almenningur væntir þess að ríkisstjórn-
in beri gæfu til að festa meginhugmyndir Auðlindanefndar í
stjómarskrá og landslög og tryggja þar með þjóðareign sameigin-
legra auðlinda og sanngjarnt endurgjald fyrir afnot þeirra. Nú er
lag. Elías Snæland Jónsson.
Halldór klisj ultall
veikjast. Sá maður heitir Hall-
Tómas Ingi Olrich formaður ut-
anríkismálanefndar alþingis er
ómyrkur í máli um Evrópuum-
ræðuna á íslandi í fréttaviðtali
við Dag um helgina. Þar segir
Tómas m.a. „Umræðan hefur
verið klisjukennd, þrástagast
hefur verið á því að taka málið á
dagskrá þó það hafi verið til ítar-
legrar umræðu hér lengi. Nú
hefur önnur klisjukennd um-
ræða farið í gang um það að
EES samningurinn sé að veikj-
ast.“ Greinilegt er á
öllu að hugtakið „klis-
ja“ er að verða eitt af
mikilvægari hugtökum
í pólitískri tjáningu
sjálfstæðismanna, og
Garra kæmi ekki á
óvart þótt farið hafi
verið í og mælt með
notkun þess á nýlegum
námskeiðum í stjórnmálaskól-
um Sjálfstæðisflokks. Svo víða
og svo oft skýtur þetta orð upp
kollinum í málílutningi þeirra.
Og auðvitað byrjaði þetta allt -
eins og svo margt í þessum llok-
ki - hjá Davíð Oddssyni, sem
talaði um klisjukennda fátækt-
arumræðu hjá bískupnum íyrr í
sumar. I kjölfar andamömmu
sigla nú ungarnir og tala um
klisjur hér og klisjur þar og klisj-
ur alls staðar.
Beinist gegn Halldóri
En þó það geti í sjálfu sér verið
áhugavert að velta fyriri sér hug-
takanotkun í Sjálfstæðisflokkn-
um þá er jafnvel enn áhugaverð-
ara að staldra við og skoða betur
hver það er sem Tómas Ingi er
að saka um klisjukennada um-
ræðu. Það er fyrst og fremst
einn maður sem hefur komið
fram með bæði þessi atriði sem
Tómas nefnir, þ.e. að taka þurfi
málið til umræðu og meðferðar
og að EES samningurinn sé að
vl
dór Asgrfmsson utanríkisráð-
herra og ætti undir venjulegum
kringumstæðum að vera banda-
maður Tómasar í utanríkismál-
um - |icssir tveir menn eru jú í
ríkisstjórnarsamstarfi og í þessu
samstarfi á að vera rekin ein ut-
anríkisstefna. En slíkir smá-
munir skipta greinilega ekki
miklu máli þegar kemur að því
að brúka hið nýja greiningar-
hugtak sjálfstæðismanna
„klisjuna" góðu.
Speima magnast
Garri minnist þess ekki
að Tómas Ingi Olrich
hafi mikið verið upp á
kant við flokksforust-
una og Davíð Odds-
son. Reyndar er Tómas
Ingi einn af þægu
þingmönnunum í flokknum og
því er ógerningur að álykta ann-
að en að hann sé með þessum
orðum að tala fýrir hönd Davíðs
Oddssonar og annarra í æðstu
forustu flokksins. Það má með
öðrum orðum ganga út frá því
sem vísu að forusta Sjálfstæðis-
flokksins telji Halldór óttalegan
ldisjukall og sé heldur ekkert
feimin við að láta þá skoðun
sína í Ijósi. Garri liins vegar velt-
ir lýrir sér hvort nokkur þörf sé í
raun á því að vera með stjórn-
arandstöðu þegar stjórnarsam-
starfið er með þessum hætti!
Skoðanakönnun DY sem birt
var í gær og sýnir fylgishrun Evr-
ópuflokkanna - Framsóknar og
Samfylkingar - mun tæplega
bæta ástandið á stjórnarheimil-
inu. Sjálfstæðismenn munu nú
eflaust herða á andstöðu sinni
við klisjur Halldórs, sem aftur
mun lciða til aukinnar spennu
milli flokkanna. Sem var ærin
íýrir. - GAHRi
Tomas Ingi Olrich.
JÓHANNES
SIGUEJÓNS-
SON
SKRIFAR
„Heimur versnandi fer“, hefur ver-
ið viðkvæði mannsins frá upphafi
vega eða svo langt aftur sem elstu
þálifandi menn mundu. En nú
eru bjartari tímar framundan og
„brave, new vvorld" í burðarliðn-
um því tölvan er í þann vegin að
taka völdin. Á næstu árum mun
mannskepnan losna við allt það
sem helst hefur skapað henni
áþján og pirring allt frá dvölinni í
Neanderthal og gert hana að þeir-
ri aumkunarverðu taugahrúgu og
aðskotadýri í náttúrunni sem hún
er í dag. Og allt gerist það, með
einum eða öðrum hættí, fyrir til-
stilli tölvunnar.
Frá upphafi hefur maðurinn
þurft að þramma að heiman
þungum skrefum til að afla sér og
sínum lífsbjargar. F\Tst til þess að
tína rætur og vciða loðfíla en síð-
ustu árin til að kaupa mjólk og
lambakjöt í kaupfélaginu. Margir
hafa upplifað vítiskvalir milli rekk-
anna í matvörubúðunum. stöðugt
rekandi sig á andlausa samborg-
Sítengdir í upp-
lýstri eínangnm?
ara sína og and-
fúla og hefur
jafnvel í við-
kvæmum jaðar-
tilfellum leitt til
hungurverk-
falla. En nú sér
lýrir endann á
þessum hvim-
leiðu og tíma-
freku mannlegu
samskiptum við
búðarborðið og tölvan mun sjá
um að ísskápurinn sé ávallt fullur
af mjólk og spakhettum.
Kerfisveitustjórar
Frá upphafi vega hafa menn
neyðst til að hafa samskipti sín á
milli, jafnvel augliti til auglitis
undir formerkjum falsboðorðsins
„maður er manns gaman". En nú
hyllir undir endalok þessarar
þrautagöngu rnanns til manns.
Tölvan mun endanlega tryggjíi
það að enginn þarf að hitta ann-
an. Fjar- og far-
menntun frá
leikskóla og
uppúr losar
börn og ung-
linga undan
áþján samskipt-
anna á
menntunarferl-
inu þar til sest
er við ævistarfið
fyrir framan
skjáinn á kamesinu eða klósettinu
heimafyrir. Allir verða þekkingar-
iðnaðarmenn eða kerfisveitustjór-
ar. Og nú þurfa menn ekki Iengur
að slíta út skósólum við brölt 1'
bókabúðir eða bókasöfn til að afla
fróðleiks, því bókasafn heimsins
er við hendina á skjánum
Utan vinnutíma sitja menn
áfram sítengdir við upplýsinga-
brunn netsins og ausa úr honum
fróðleik og skemmtun við allra
hæfi. Og allir munu una glaðir
ríð sitt í sjálfskipaðari og upplýstri
einangrun. Eða hvaðr
Tímadráp
Vissulega er það sáluhjálparatriði
að losna undan oki daglegra
ferðalaga í mjólkurbúðir og bóka-
söfn og mannleg samskipti þeim
samfara. Og við spörum okkur
tíma. En tíma til hvers? I áratugi
fórum við ekki ekki á bókasafnið í
næstu götu, nema þá helst til að
ná okkur í Morgan Kane til tíma-
dráps. Og þó allur vísdómur ver-
aldar sé innan seilingar á netinu,
munum við þá lyfta litla fingri til
að nálgast hann?
Tölvan er einstakt tæki og á
margan hátt nauðsynlegt og það
verður ekki aftur snúið í þeim efn-
um. En við megum aldrei missa
sjónar á því að dýrðaróðurinn um
tölvuna og lagra nýja veröld henn-
ar, er sunginn af markaðsöflunum
sem þurfa að selja meira og meira.
meir í dag en í gær. Tilgangur lífs-
ins er ekki falinn í tölvunni og það
er hugsanlega enn um hríð hægt
að lifa mannsæmandi líli án þess
að vera sítengdur.
Er niðurstaða AuðUnda-
nefndar grundvöllur
sátta í sjávarútvegsmál-
um?
Halldór Halldórsson
bæj'arstjóri á ísajinYi.
„Eg sé ekki,
við fyrstu
sýn, að til-
lögur Auð-
lindanefnd-
ar breyti að-
stöðu sjávar-
útvegs-
byggða frá
því sem nú
er. Ef við þurfum að ná sátt um
eitthvað mál þurfum við fyrst að
vita um hvað er ósætti. Osætti
um fiskveiðistjórnunarkerfið
hefur til þessa byggst á því hvar
viðkomandi situr við borðið."
Pétur Bjamason
formaðitrFiskifélags íslands.
„Mér sýnist
svo vera.
Mjög
ánægjulegt
er að pólítísk
sátt hafi
náðst innan
nefndarinn-
ar og svo
sýnist mér
vera fullur vilji til slfks hins sama
meðal hagsmunasamtaka í sjáv-
arútvegi. Aldrei verður fullkomin
sátt um stjórnkerfi fiskveiða, en
ég held þó að allir geri sér grein
fyrir því að raunhæfa leið til
sátta þarf að fara. Tillögur Auð-
lindanefndar eru þar ágætt vega-
nesti."
Magnús Helgason
rekstrarstjóri SmtfeUs á Stöðvarfiriii.
„Tillögurnar
geta lagt
drög að
slíku, en
hins vegar
verða aldrei
allir sáttir
um hvaða
leið er farin
við stjórn
fiskveiða á Islandi. Hins vegar
eru þær tillögur sem Auðlinda-
nefnd leggur hér fram, það er að
setja inn í stjórnarskrá ákvæði
um þjóðareign á auðlindum, það
skynsamlegasta sem komið hefur
fram Iengi og hugmyndirnar um
auðlindagjald sem væri 1 til 2%
nokkuð sem er ekki óyfirstígan-
legt fyrir útgerðina í landinu.
Þetta er góð leið til þess að sætta
sjónarmið um það fiskveiðistjór-
unarkerfi sem nú er.“
Sigtiý Jóhannesdóttir
formaðurVöku á SiglufirðL
„Eg hef ekki
Iagst yfir
þessar tillög-
ur Auðlinda-
nefndar, en
hvað sem
hún kann til
málanna að
leggja þá á
ég seint von
á þvf að sátt náist um sjávarút-
vegsstefnuna á íslandi. Sumir
vilja fá að eiga éiveiddan fiskinn í
sjónum og hafa til hans einka-
rétt, öðrum er sagt að þeir eigi
hann en þeir hinir sömu hafa
ekki rétt til að nvta hann.“