Dagur - 03.10.2000, Side 11
I’RIDJUDAGVR 3. OKTÓBER 2000 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
„Bjargaðu Serbíu
og dreptu þig“
„Bjargaðu Serbíu og dreptu þig" stendur á þessu kröfuspjaldi sem borið
var á mótmælafundi gegn Milosevic.
Sagt er að forsetiun sé
að imdirbúa að flýja
land en aðrar heimildir
telja að hann mimi
aldrei láta af embætti
mótspymulaust.
I Serbíu er veður öll válynd og
fréttir þaðan byggjast ekki síður á
getgátum um hvað er að gerast í
landinu en beinlínis á staðreynd-
um. Til dæmis eru tölur úr forseta-
kosningunum á reiki og þar með
hver er réttkjörinn forseti lands-
ins. Milosevic og hans menn
ákváðu að haldin skyldi síðari um-
ferð, þar sem enginn hafði fengið
hreinan meirihluta en fylgismenn
Kosinica, frambjóðanda stjómar-
andstöðunnar segja hann þegar
vera réttkjörinn og Milosevic eigi
því að víkja sæti.
Þrýstingurinn á Milosevic eykst
dag frá degi og í gær var farið að
efna til mótmælaaðgerða víða um
land og undir kvöld var fólk farið
að safnast saman í miðborg
Belgrad til að mótmæla gjörræði
forsetans og fylgismanna hans.
Orðrómur var uppi um að
Milosevic væri að undirbúa flótta
úr landi og að hann mundi leita
hælis í Rússlandi eða einhverju af'
fý'rri leppríkjum Sovétríkjanna.
Eiginkona hans Mira flaug í skyn-
di til Moskvu um helgina og fljót-
lega heirn aftur. Ferð hennar gæti
bent til að hún sé að leita hælis
fyrir þau hjónin. Einnig hefur ver-
ið nefnt að þau myndu hafa leitað
hælis í Kína. En engar staðfestar
heimildir er fyrir því að Milosevic
sé um það bil að flýja. En missi
hann völdin í Serbíu bíður hans
ekki annað en glæpadómstóll þar
sem hann verður ákærður fyrir
stríðsglæpi.
Fleiri sögusagnir eru á lofti. Ein
er sú að verið sé að semja um það
bak við tjöldin að Kosinica, sem
viðurkennt er heima sem erlendis,
að sé réttkjörinn forseti, taki við
embættinu en Milosevic verði for-
sætisráðherra. Hvernig það dæmi
á að ganga upp er flestum hulin
ráðgáta. Þjóðhöfðingjaembættið í
Júgóslavíu er mjög valdamikið og
er forsætisráðherra undir það sett-
ur. Þessi hugmynd hlýtur að vera
dauðadæmd.
Það sem skiptir sköpum um
hvort Milosevic getur setið áfram
á valdastóli er hvort herinn og lög-
reglan styður hann eða ekki. Vitað
er að fjöldi hermanna kastaði at-
kvæði sínu á Kosinica í kosning-
unum og telja þeir sem til þekkja
að hermennirnir muni hlýða skip-
unum réttkjörins forseta og telja
skyldu sína að verja þjóðina fýrir
innanlandsátökum ekki síður en
fý'rir árásum að utan. Talið er að
einhverjir hershöfðingjanna séu
tryggir Milosevic og Sósíalista-
floklvi hans en að þeir leggi í borg-
arastríð ef í harðbakkann slær er
vafamál.
Hins vegar er talið að öryggis-
lögreglan sé hlynnt gömlu valdhöf-
unum. Lögreglusveitirnar voru
fremur vanmáttugar fram til ársins
1991, en þá voru þær efldar mjög
og telja nú um 100 þúsund
manns, er það vel þjálfað lið sem
ræður yfir öflugum vopnabúnaði.
I gær var farið að hitna verulega
í kolunum í Serbíu. Til að mynda
hótuðu kolanámumenn í miðhluta
landsins að fara í verkfall ef Milos-
evic færi ekki frá völdum.
Námurnar sem þeir vinna í sjá
tveim stærstu orkuveitum landsins
fyrir eldsneyti. Hætti það að berast
mun mikill hluti Iandsins myrkv-
ast.
Víða var farið að setja upp vega-
tálma og nemendur mættu ekki í
skólum til að mótmæla gerræði
valdhafanna. Fram til þessa hefur
verið tiltölulega friðsælt í höfuð-
borginni Belgrad, en þar eru and-
stæöingar stjórnarinnar að missa
þolinmæðina og voru farnir að
hópast í miðborgina í gærkvöldi og
þótti sem þar væri tíðinda að
vænta.
Stjómarandstaðan í Serbíu hef-
ur aldrei verið sterkari en nú og
hún nýtur víðtæks stuðnings er-
lendis frá og hafa Evrópusam-
bandið og Bandaríkin lofað að
aflétta viðskiptabanni á Júgóslavíu
og víðtækum efnahagsstuðningi ef
Mifosevic víkur og Kosinica tekur
við. Það er eðlilegt að almenning-
ur krcfjist stjómarskipta, sem mun
þýða að tekin verða upp eðlileg
samskipti við aðrar þjóðir og hægt
verður að hefja uppbyggingu lýð-
ræðis og efnahagskerfis.
Hvort það tekst án mikilla inn-
anlandsátaka kemur í ljós á næstu
dögum. — OÓ
Víðtæk mótmæli
BELGRAÐ - Leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar í Júgóslavíu, Vojislav Kostunica,
gagnrýndi harðlega bæði Bandaríkja-
menn og Rússa í gær á sama tíma og
mótmælaaldan gegn Slobodan Milosevic
breiddist út um landið. Kostunica sakaði
stjórnvöld í Moskvu um hik og vand-
ræðagang og sagði síðan að Bandaríkja- Alþýða manna að mótmæla i
menn væru óbeint að hjálpa Milosevic í Belgrað í gær.
þeirri klemmu sem mál væm nú komin í
í landinu vegna þess að þetta volduga ríki tæki hvergi nærri nógu afger-
andi afstöðu.
Mótmælin voru nokkuð víðtæk orðin í gær, og var búið að reisa vega-
tálma víða, námuverkamenn voru í verkfalli og böm skrópuðu í skólan-
um. Þetta er niðurstaðan af ákalli stjómarandstæðinga um borgaralega
óhlýðni til að mótmæla því að Milocevic hyggst ekki láta af völdum og
viðurkenna niðurstöðu forsetakosninganna á dögunum. Yfirkjörstjórn,
sem er undir handarjaðri Milocevic hefur sagt að þar sem Kostunica hafi
ekki náð 50% atkvæða verði að kjósa aftur og er áætlað að sú kosning fari
fram á sunnudag. Sá galli fylgir gjöf Njarðar að Kostunica kveðst ekki
taka þátt í seinni umferðinni og segist hafa unnið í kosningunum um
daginn.
Fjörutíu og tveir falluir
JEÍRUSALEM - Sex ísraelskir arabar, einn ísraelskur gyðingur og sex
Palestínumenn létu lífið í öldu ofbeldis sem gekk yfir Vesturbakkann og
Gazasvæðið og nokkra arabíska bæi í Israel í gær. Þar með er tala látinna
í óeirðum undangenginna fimm daga orðin 42. Af þeim sem látist hafa
eru 33 Palestínumenn, 7 jsraelskir Arabar og einn ísraelskur landamæra-
Vörður ög einn ísralskur Gyðingur sem var óbreyttur borgari.
Bæði Yasser Arafat og Abdullah Jórdaníukonungur fögnuðu í gær hug-
myndum um að efna til skyndilundar leiðtoga Arabaríkjanna til að ræða
ástandið á Iandsvæðum Palestínumanna. Þeir hvöttu jafnframt Israels-
menn til að kalla lil baka hersveitir sínar til þessfreista þess að koma á ró
á svæðinu á ný.
Gore með forskot
TRENTON - A1 Gore forsetaframbjóðandi
demókrata í Bandaríkjunum hefur nú gott forskot
á George W. Bush keppinaut sinn um forsetacmb-
ættið í skoðanakönnunum. I New Jerey fylld
mælist forskotið í gær í tveggja stafa tölu jafnvel
þótt í því fylki séu menn mjög spenntir fyrir hug-
myndum Bush um að einkavæða ákveðna hluta
velferðarkefisins. A landsvísu er munurinn hins
vegar miklu minni eða um 4 prósentustig og tala
menn um að þetta kunni að verða sögulegar kosn-
ingar þegar upp verður staðið sökum þess hveru lít-
ið skilur frambjóðendurna að.
Havel veikur
PRAG - Vaclav Havel forseti Tékklands hefur orðið að aflýsa öllum fund-
um og stefnumótum sem hann átti bókuð í gær og í dag vegna veikinda.
Þetta kom fram í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni. Sagt er að forset-
inn hafi fengið bráða bronkítis, en forsetinn mun vera heima og fá sýkla-
lyf við veikindum sínum. Havel var hér á árum áður keðjureykingamað-
ur og hefur átt við mjög alvarleg heilsufarsleg vandamál að etja og var
næstum látinn árið 1996 eftir aðgerð þar sem illkynjað æxli var tekið úr
lunga hans. Tveimur árum síðar varð hann svo að fara í annan uppskurð
vegna magavandamála.
Gore er með um 4%
forskot á Bush á
landsvísu.
FRÁ DEGI TIL DflGS
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER
277. dagur ársins, 89 dagar eftir.
Sólris kl. 7.43, sólarlag kl. 18.49.
Þau fæddust 3. okt.
• 17 J 0 Snorri Björnsson prestur á Húsa-
felli.
• 1808 Pétur Pétursson biskup.
• 1853 Stephan G. Stephansson skáld.
• 1889 Carl von Ossietzky, þýskur blaða-
maður og friðarsinni sem hlaut friðar-
verðlaun Nóbels 1935.
• 1897 Louis Aragon, franskt skáld.
• 1925 Gore Vidal, bandarískur rithöf-
undur.
• 1936 Steve Reich, bandarískt tónskáld.
• 1943 Silja Aðalsteinsdóttir bókmennta-
fræðingur og blaðamaður.
• 1953 ToIIi (Þorlákur Kristinsson) mál-
ari.
Þetta gerðist 3. okt.
• 1542 var Gissur Einarsson vígður bisk-
up í Skálholti, fyrstur lútherskra.
• 1903 úrskurðaði konungur að skjaldar-
merki Islands skyldi vera hvítur fálld
á bláum grunni.
• 1906 var SOS tckið í notkun sem al-
þjóðlegt neyðarnierki.
• 1929 var nafninu á Konungsríki
serba, króata og slóvena breytt í
Júgóslavíu.
• 1952 sprengdu Bretar fyrstu kjarn-
orkusprengju sína á Monte Bello eyj-
um út af Ástralíu.
• 1973 fóru bresk herskip út úr fimmtíu
mílna fiskveiðilandhelginni, og skömmu
síðar náðust samningar við bresku
stjórnina.
• 1990 sameinuðust Vestur- og Austur-
þýskaland í eitt ríki með Berlín sem
höluborg.
Vísa dagsins
Grdnar engi, gulnar hlíð,
greinin hengir blaðið,
kveldin lengjast, kólnar tíð,
klakar þrengja vaðið.
Stephan G. Stephansson
Afmælisbam dagsins
Eddie Cochran er einn af þeim fyrstu
sem lók upp á því að spila og syngja
rokk og ról. Hann fæddist í Minnesota í
Bandaríkjunum árið 1938, en fluttist til
Kafiforníu árið 1950. Framan af spilaði
hann reyndar sveitatónlist, en eftir að
EIvis Presley kom fram á sjónarsviðið
söðlaði Cochran um og gerði það gott
sem rokkari í nokkur ár. Eftir hann
liggja lög eins og „Summcrtime Blues'*
og „C’nion Everybody". Cochran náði
þó ekki háum aldri, því hann fórst í bíl-
slysi í London þann 17. apríl 1960, að-
eins 2 1 árs.
Besta leiðin til þess að fá góða hugmynd er
að vera með fullt af hugmyndum.
Dr. Linus Pauling, hinn hugmyndaríki.
Heilabrot
Hvað er það sem fer fyrir björg og brotnar
ekld, fer í .sjó og seldcur ekki, fer í eld og
brennur ekki?
Lausn á síðustu gátu: Síðasta setningin
sker sig úr, því upphafsstafir orðanna í
henni mynda orðið REFUR, sem er spe>.
dýr, en upphafsstafir orðanna í hinum
þremur setningunum mynda fuglsheiti:
HRAFN, SPÓI og MAVUR.
Veffang dagsins
Nú þegar kvikmyndahátfð stendur sem
hæst er ekki úr vegi að benda á ljómandi
gott vefsetur sem er helgað forsögu kvik-
myndanna: www'.precinemahistory’.net