Dagur


Dagur - 03.10.2000, Qupperneq 13

Dagur - 03.10.2000, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGVR 3. OKTÓBER 2000 - 13 X^MI- FRÉTTIR juafgangur ru ekki að fá neinar griiiur í höfuðið. sinni um efni fram. Sem betur fer hafi þjóðin, m.a. lífeyrissjóðirnir, þó líka verið að safna eignum í út- löndum, þannig að nettó skulda- staðan hafi ekki versnað eins mik- ið og ætla mætti af viðvarandi við- skiptahalla. Fram kom að ijárfesting í er- lcndum hlutahréfum, sem var nær engin 1994 var orðin 124 milljarð- ar um síðustu áramóti og 155 milljarðar um mitt árið 2000. Avöxtun þessara eigna vegi nú í vaxandi mæli á móti vaxtakostnaði erlendra skulda í viðskiptajöfnuð- inum. Útlenda vtnnuaflið bjargaði stöðugleilcanuni Geir segir atvinnuleysi nú svo lítið að örlítil aukning þess veldur hon- um ekki áhyggjum. Hinni miklu eftirspurn eftir vinnuafli fylgi mik- il spenna. „Það hefur verið erfitt að manna, t.d. hús eins og þetta. Eg hef hitt hér alveg ótrúlega margt útlent starfsfólk, sem geng- ur hér í öll störf og virðist gera það mjög vel. Það er eflaust ein af skýringunum á því hvernig okkur hefur tekist að leysa okkar mál - lítið atvinnuleysi án verðbólgu - að við höfum geta flutt inn allt þetta erlenda vinnuafl. Pólverjar munu allt að 1% vinnuaflsins á Islandi í dag. Og þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel fyrir sig og hefði farið mjög illa með okkur hefði þetta ekki verið mögulegt". Um 79 milljarðar til Ingi- bjargar Skipting útgjalda á einstök ráðu- neyti er afar mismunandi og sömuleiðis hækkun milli ára: Útgjöld heilbrigðismálaráðu- neytisins eru áætluð nær 79 millj- arðar á næsta ári (1,125 þús.kr. á hverja 4-ra manna fjölskyldu), sem er 7% hækkun miðað við fjárlög þessa árs og 37,6% heildarútgjalda rfkissjóðs. Tæpur helmingurinn fer í tryggingahætur en hitt að mestu í heilbrigðið. Menntamálaráðuneytið er næst fjárfrekast, með 23,2 milljarða á næsta ári, sem er líka 7% hækkun frá fjárlögum í ár. Þar af fá fram- haldsskólarnir þriðjunginn, há- skólar og rannsóknir aðeins minna og tæpur fimmtungur (4,4 millj- arðar) fara í söfn og listir. Félagsmálaráðuneytið er með 13,9 milljarða og langmesta hækk- un frá fjárlögum þessa árs, eða yfir 24%. Hækkunin skýrist að stórum hluta af hinum nýja 2,4 milljarða Fæðingarorlofssjóði, sem lækkar jafnframt launakostnað annarra ráðuneyta. Vegimir likt og lögin og kirkj- an tii samaiis Hækliun er þó litlu minni, eða 21,5% hjá Samgönguráðuneytinu sem á að fá 15,2 milljónir úr að spila á næsta ári. Mesta hækkun- in er vegna vegamála, sem eru ætl- uð 11 milljarðar króna, en rekstr- argjöld hækka líka töluvert, eða I 5% milli ára. Dóms- og kirkjumálum eru eil- itlu dýrari en vegamálin, áætlaðir 11,7 milljarðar, sem er 7,6% hækkun frá fjárlögum í ár. Þar af fara yfir 8,2 milljarðar í löggæslu og dómsmál, sýslumenn og fang- elsismál, sem sagt til að forða okk- ur lögbrotum, dæma okkur og fangelsa fyrir grófustu brotin (nær 120 þús.kr. á fjölskyldu). Kirkj- unni eru ætlaðir 3,2 milljarðar (45.000 kr. á fjölskyldu). Landbúnaðarráðuneyti eru áætl- aðir 10,3 milljarðar á næsta ári, sem er 14% hækkun frá fjárlögum í ár. Þar vegur þyngst nýr sauðfjár- samningur og aukin framlög til Iandshlutabundinnar skógræktar. Útgjöld annara ráðuneyta er á bil- inu 1-4 milljarðar. La iin itko s 1 ii a (1 uri 11 n bækkað 13,5% milli ára I yfirliti um útkomu ársins 2000 kemur fram að útgjöldin eru rúm- um 5 milljörðum umfram fjárlög. Helstu frávikin eru sögð vegna kjarasamninga og ófyrirséðra at- vika, auk þess sem kostnaður sjúkratrygginga sé 1,5 milljarða umfram fjárlög. Launaútgjöldin verða um 1 milljarð umfram for- sendur Ijárlaga, en gangi núver- andi áætlanir eftir verður launa- kostnaðurinn 13,5% hærri á þessu ári en 1999. Heilbrigðisstofnanir stefna 600 milljónir framúr fjár- lögum í ár. Tilfærslur hækka um 200 milljónir vegna jarðskjálft- anna á Suðurlandi. Vaxtagjöld stefna 800 milljónir fram úr áætl- un. Og viðhald og stofnkostnaður stefnir í 1 milljarð umfram tjárlög. Tekjur 13 miUjörðum um- framfjárlög Tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar ríf- lega 13 milljörðum umfram íjárlög á þessu ári. Þar af eru skattar af tekjum og hagnaði 7,6 umfram fjárlög og 6 umfram milljarðar í virðisaukaskatt, sem allt er skýrt með stórauknum tekjum lands- manna og eyðslu. Vörugjöld eru aftur á móti undir áætlun fjárlaga 2000 og sama er að segja um arð- greiðslur. En vaxtatekjur eru 2 milljarða umfram Ijárlög. Á þessu korti sjást meginhugmyndir umhverfissinna um Vatnajökuisþjóðgarð (skyggða svæðið] og þjóðvanginn (innan rauðu línunnar]. Mörk jokulsms eru síbreytileg Umhverfissinnar telja nauðsynlegt að hafa stór svæði sem liggja að Vatnajökli innan væntanlegs þjóðgarðs, auk þess sem skil- greindur verði þjóð- vangur sem nær yfir enn stærra svæði. Á ráðstefnu sem náttúruverndar- samtökin Landvernd efndu til á Kirkjubæjarklaustri á föstudag- inn kynntu náttúruverndarsinnar hugmyndir sínar um Vatnajökuls- þjóðgarð. Tillögur þeirra eru mun víðtækari en hugmyndir Siyjar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra, sem samþykktar voru í rík- isstjórninni í síðustu viku, þar sem Siv gerir ráð fyrir því að ytri mörk þjóðgarðsins miðist að mestu leyti við jökulröndina. Hugmyndir Landverndar ganga hins vegar út á það að þjóðgarð- urinn nái til miklu stærra svæðis með Vatnajökul sem þungamiðju. Inga Rósa Þórðardóttir er í for- svari fyrir Hugmyndasmiðju sem Landvernd kom á fót til þess að móta tilllögur um Vatnajökuls- þjóðgarð fyrir ráðstefnun. Auk hennar voru í þeim hópi Oskar Guðjónsson, Sigrún Helgadóttir, Geir Oddsson og Davíð Bjarna- son. „Segja má að við höfum tekið öll friðlönd og helstu nátt- úruperlur sem liggja að Vatna- jökli inn í þjóðgarðinn, ásamt Skaftafellsþjóðgarði,“ segir Inga Rósa. Innan þjóðgarðsins verður því bæði Skaftafellsþjóðgarður og Stafafellsfriðlandið, sem er aust- an jökulsins. Og reyndar allt landið þar á milli sunnan jökuls- ins fram í sjó. „Við höfðum líka Núpsstaðarlandið með, sem lengi hefur verið á náttúruminjaskrá. Að sjálfsögðu Kverkfjöllin líka og nokkurn veginn það svæði sem hugmyndir eru uppi um að gera að Snæfellsþjóðgarði," segir Inga Rósa. Nýtt hugtak 1 vinnu Hugmyndasmiðjunnar kom fljótlega fram sú hugmynd að taka upp nýtt hugtak, þjóð- vang, sem yrði mun víðtækara og opnara hugtak en þjóðgarður. Hópurinn hafði mikinn áhuga á að finna leið til þess að tengja saman með einhverjum hætti annars vegar Jökulsárgljúfur, sem nú þegar er þjóðgarður, og svo nýjan Vatnajökulsþjóðgarð, sem einsýnt var að Skaftafellsþjóð- garður yrði hluti af. „Með því að hafa allt þetta svæði innan svonefnds þjóðvangs væri hægt að leggja upp með margs konar nýtingu innan þess svæðis í heild. Allt frá aigjörri friðun á einhverjum svæðum, þar sem mönnum þætti ástæða til þess, og yfir í nánast hvaða nýt- ingu sem væri, en þó alltaf undir ákveðinni stjórn og með ákveðnar verklagsreglur í huga,“ segir lnga Rósa. „Þar væri jafnvel svigrúm fyrir virkjanir, ef sú ákvörðun yrði tek- in. Því virkjun getur auðvitað ekki verið innan þjóðgarðs," segir Inga Rósa. „Það þyrfti sem sagt ekki að undanskilja neitt svæði frá ákveðinni samræmdri stýr- ingu þótt það færi undir virkjun/' Á ráðstefnunni komu m.a. lram athugasemdir við það að takmarka þjóðgarðinn við jökul- röndina, líkt og ríkisstjórnin stelhir að. Magnús Tumi Guð- mundsson jarðfræðingur sagði á ráðstefnunni að þau mörk væru býsna hreyfanleg og sýndi m.a. fram á að haldi hlýnun jarðar áfram megi búast við því að Vatnajökull verði orðinn að fimm eða sex smærri jöklum eftir tvær aldir eða svo. Einnig lýsti Magn- ús Tumi því hvernig Vatnajökull hefði dregist saman síðustu öld- ina, en áður var hann rniklu stær- ri en hann er í dag. Siv Friðleifsdóttir tók hins veg- ar vel í tillögur Hugmyndasmiðj- unnar á ráðstefnunni, og sagði að það gæti orðið augljós ávinningur af því að fá aðliggjandi svæði líka inn í þjóðgarðinn. Fyrsti áfang- inn væri þó að koma upp á næstu tveimur árum Vatnajökulsþjóð- garði innan jökulrandarinnar, en síðan gætu næstu skref til viðbót- ar orðið í anda tillagna Hug- myndasmiðjunnar. Krefst raimsæis Tryggvi Felixsson hjá Landvernd bendir á að þegar menn eru að tala um Vatnajökulsþjóðgarð í þeirri mynd sem Hugmynda- smiðjan dró upp þá verða menn að vera raunsæir og hugsa kanns- ki áratug fram í tímann. „Þetta er ekki eitthvað sem verður til á einni nóttu,“ segir Tryggvi. „En einhvers staðar verða menn að byrja." - GB Olöglegt og óþolandi Hagsmunaaðilar atvinnu- og einkabifreiða telja að olíufélögin séu sek um ólöglegt og óþolandi verðsamráð og lýsa furðu sinni á því að viðbrögð samkeppnisyfir- valda séu engin vegna þess. Þeir fara fram á að það við olíufélögin að þau leggi fram tölur um verð- grunn díselolíu, þ.e. innkaups- verð og álagningu svo nokkuð sé nefnt. Jafnframt eru félögin kraf- in skýringa á þeim mikla mun sem er á hækkun ílotolíu annars vegar og díselolíu hins vegar. Lægri skattaálögur Þetta kemur fram í ályktun frá fundi hagsmunaðila í gær. Á fundinum var skorað á stjórnvöld að lækka skattaálögur á elds- neyti. I ályktunni er jafnframt bent á að í undirbúningi séu við- brögð og aðgerðir vegna þessara nýjustu hækkana. Á þessum fundi kom fram að mikill uggur er í kaupendum bensíns og díselolíu vegna verðhækkana á eldsneyti sem nema tugum pró- sentum á síðustu misserum. Bent er á að þessi þróun hefur haft mjög neikvæð áhrif á af- komu fyrirtækja og einstaldinga sem séu háðir olíu- og bensín- notkun í sínum rekstri. - GRH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.