Dagur - 24.10.2000, Síða 4

Dagur - 24.10.2000, Síða 4
4-ÞRIÐJUDAGU R 24. OKTÓBER 2000 Xtoptr FRÉTTIR Yfír 600.000 skátar í öflugu sambandi! Helgina 20. - 22. október héldu skátar um heim allan alþjóðlegt skátamót í loftinu og á Netinu, en þessi mót eru kölluð Jamboree-on-the-Air og Jamboree-on-the-Internet (JOTA- JOTI). A íslandi komu skátar sérstak- lega saman í Reykjariesbae og á Ulf- Ijótsvatni þar sem þeit tóku þátt í Smiðjudögum, en það er skátamótið kallað hérlendis. Auk þess voru skátar á Akureyri og á Isafirði með samskipta- stöðvar sem og radíóamatörar, sem voru með opnar stöðvar í Þróttheimum í Reykjavík. Um 600.000 skátar um heim allan voru þátttakendur JOTA-JOTI að þessu sinni, en þetta árlega mót er alltaf haldið 3ju helgina í október ár hvert en fyrir 41 ári hófu íslenskir radíóskátar þátttöku í JOTA. FRÉ T TA VIDTALID Auk þess að vera á Netinu og í tal- stöðvasambandi við skáta, tóku krakk- arnir þátt í sérstökum smiðjum þar sem ýmiss skátafræði voru kennd. M.a. kenndi Boggi-blaðamaður þeim að búa til sérstaka skátahnúta fyrir klútinn sinn (sjá myndir), þau lærðu förðun og tóku virkan þátt í söngvasmiðjunni. A laugardag fóru þau í Sjávardýrarann- sóknastofnunina í Sandgerði og kyn- ntu sér starfsemi hennar. I haust var farið af stað með skátastarf í Sandgerði og komu þessir nýliðar á Smiðjudaga og fengu að upplifa í fyrsta sinn sanna skáta-kvöldvöku eins og þær gerast bestar, en auk þeirra sóttu skátar af Stór-Reykavíkursvæðinu, Vogum og Garði þau heim. Fulltrúi frá Skátafélaginu Landvætt- um á Dalvík var á Smiðjudögum í Reykjanesbæ til að fylgjast með fram- kvæmd mótsins, en á næsta ári munu Dalvíkingar bjóða skátum hvaðanæva af Iandinu til Smiðjudaga 2001. Er ekki vafi á því að fjölmargir skátar af suð-vesturhorninu munu fjölmenna til Dalvíkur í október 2001. Fjöl- margir aðilar á Reykjanesi auk bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar styrktu sér- staklega þetta verkefni sem var í boði Skátasambands Reykjanesbæjar (Vörð- unnar) og Smiðjuhópsins. Krakkarnir skemmtu sér hið besta og eru nú marg- fróðari um skátastarf í heiminum. Nánari upplýsingar um þessi skátamót og skátastarf almennt er að finna á al- þjóðaskátavefjunum www.wosm.org/ , www.wagggs.org og á íslenska skáta- vefnum www.scout.is á Netinu. - GJONSSON Eyþór Arnalds. í heita pottinum heyrist nú að ýmsar kvenrétt- indakonur á Akureyri séu heldur fúlar þessa dagana en í hádeginu í dag hafði verið boðaður sérstakur fundur á Fiðlaranum á vegum Jafnréttis- stofu o.fl. í tilefni af 2 5 ára afmæl- is kvennafrídagsins. Fundurhm er haldinn bæði á Akureyri og í Reykjavik og vonast norðlenskar kvennréttindakonur eftir góðri mætingu. Því var þeim ekki skemmt þegar At- vinnuþróxmarfélag Eyjafjarðar, Háskólinn og sjónvarpsstöðin Aksjón sendu líka frá sér fund- arboð um hádegisverðarfund í dag þar sem ræða á fjarskiptamálin með Eyþóri Amalds. Kvemétt- ingakona í pottinum orðaði það svo að það væri dæmigert í ekki stærra bæjarfélagi þar sem nán- ast aldrei væru áhugaverðir fundir haldnir, að hafa svo tvo slíka fundi á sama tíma. Ekki bætti svo úr skák að þeir væru báðir á sama stað, Iilið við hlið á Fiðlaranum... í pottinum var það verið að ræða um kvennafrídaginn, eins og vera ber, og þótti ýmsum það vel við hæfi að á slíkum degi að benda á þá þróun sem orðið hafði hér á Iandi síðustu ár. íslendingar hafi átt konur sem kepptu í fegurðar- samkeppnum og unnið, shr. Hófí og Lindu P. Nú hins vegar ætti þjóðin kvenfulltrúa í dómnefnd- inni þar sem verið er að finna Herra heim, en það er einmitt Iánda Pétmdóttir sem nú mun einmitt vera vestan Atlantsála sem dómari í þeirri keppni... Linda Péturdóttir. Það vakti athygli í pottinum að Kristín Halldórsdóttir, fýrrverandi þingkona Kvennalistans, er orðin starfsmaður hjá vinstri-grænum. Flokkurinn hefur opnað skrifstofu í höfuðhorginni ogþar verðm opið síðdegis alla virka daga. Fyrir nokkrum árum var hún sem kunnugt er starfs- Kristín Hall- dórsdóttir. Skynsamleg steflia í fangelsismálum Erlendur Baldursson afbrotaftæðingur og deildarstjóri hjá Fangelsismálastojrtun. Fyrirspum Guðrúnar Ög- mundsdóttur alþingismanns til dómsmálaráðherra hefur vakiðnokkra athygli. Ekki síst sá liður er beinist að því hvort íslenskirkynferðisaf- brotamenn geti nýttsérsam- félagsþjónustu sem afplánun refsingar. - Veistu dæmi þess að kynferðisafbrota- tnentt hafifengið uð afplóna refsingu sína íformi samfélagsþjónustu? „Almennt er það þannig með samfélags- þjónustu að menn geta sótt um hana ef þeir fá styttri dóma en sex mánuði. Það heyrir til algjörra undantekninga ef kynferðisafbrota- menn fá að nýta sér þetta úrræði. Eg hef ekki óyggjandi tölur um þetta en ég held að það hafi aðeins einu sinni gerst á síðastliðn- um fimm árum að dæmdur kynferðisaf- brotamaður hafi nýtt sér samfélagsþjónust- una og þá lá til grundvallar álit geðlæknis.“ - Þeir semfá þyttgri dóm en sex mánuði eiga sem sagt engan kost á samfélagsþjón- ustu? „Nei, og kynferðisafbrotamenn fá yfirleitt þyngri dóma en það. Ef ekki geta þeir hins vegar sótt um þetta eins og aðrir.“ - Guðrún vill einnig fá úr því skorið hvort ekki sé hyrjað á öfugum enda þegar meðferðarrúræði við vímuvanda eru annars vegar. Hún segir aðföngum sé gejinn kost- ur á sltkri meðferð áður en þeirfara út en heppilegast væri e.t.v. að bjóða upp á svo- leiðis í upphafi afplánunarintuir? „Föngum hefur oft verið gefinn kostur á að fara í meðferð í upphafi afplánunar en gallinn við það er sá að eftir að meðferð Iýk- ur verða jteir að fara aftur inn í fangelsið. Það er nú kannski ekki hugsunin á bak við mei ;erðina heldur frekar að menn fari að aflokinni meðferð út í hið frjálsa samfélag. En þetta hefur oft verið gert og þá sérstak- lega hvað varðar yngri menn þótt gallarnir við þetta séu fýrir hendi eins og áður sagði. Ef menn fá margra ára dóm t.a.m. þá er svo- Iítið tvíbent að setja þá fyrst í meðferð en senda þá síðan aftur austur á Litla-Hraun. Það má ekki heldur gleyma því að það er veitt meðferð innan fangelsanna á þessu sviði. Einn sálfræðingur er t.d. í fullu starfi á Litla-Hrauni og brot manna tengjast oft einhvers konar vímugjöfum, beint eða óbeint. Svo eru haldnir AA-fundir í fangels- unum þannig að það er rekin regluleg starf- semi hvað þetta varðar.“ - Meturðu það likt og Guðrún að þörfsé á heildstæðari stefnu hvað varðar fangavist og afþlánun hér á landi? „Eg hef ekki kynnt mér málflutning henn- ar nógu vel til að svara því en ég held að fangelsisstefna Islendinga sé ósköp skyn- samleg."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.