Dagur - 24.10.2000, Side 7

Dagur - 24.10.2000, Side 7
ÞRIDJVDAGVR 24. OKTÓBER 2000 - 7 ÞJÓÐMÁL Fj ármál s veitarfélaga JON . KRISTJANS- SON alþingismaður SKRIFAfí Tekjustofnanefnd hefur nú skil- að niðurstöðum. Hún hefur starfað á annað ár og safnað miklum upplýsingum um af- komu sveitarfélaganna síðasta áratuginn. Síðasta endurskoðun á lögum um tekjustofna sveitar- félaga var í lok níunda áratugar- ins og afkoma þeirra var þá bætt mjög verulega með nýrri löggjöf og þau stóðu nokkuð vel í byrjun áratugarins. Síðar var svo tekju- stofnunum breytt með lögum um flutning grunnskólans og niðurfellingu aðstöðugjalds. Beinir tekjustofnar sveitarfé- laganna eru útsvarið, fasteigna- gjöld og framlög í jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Jöfnunarsjóðurinn hefur leikið veigamikið hlutverk í fjármálum sveitarfélaga á seinni árum. Útsvarið Lang veigamesti tekjustofn sveit- arfélaganna er útsvarið. Með batnandi atvinnustigi og aukn- um tekjum hafa tekjur sveitarfé- laga af útsvarinu aukist. Arið 1999 voru útsvarstekjur sveitar- félaga 38.8 milljarðar króna eða 78.8% af heildartekjum þeirra. Hins vegar hafa auknar útsvars- tekjur komið misjafnlega niður, vegna þess að (jölmörg sveitarfé- lög hafa tapað gjaldendum vegna húferlanutninga. Þeir gjaldend- ur hafa síðan bæst við hjá öðrum sveitarfélögum þar sem íbúum hefur fjölgað. Búferlaflutningar umfram eðlilega tilfærslu fólks milli byggðarlaga setja sveitarfélögin í vanda. Sum missa fólk frá sér og þar með tekjurnar af útsvörum þess. Kröfurnar um þjónustu minnka hins vegar ekki. Onnur taka við fjölmörgu fólki sem kall- ar á auknar fjárfestingar og þjón- ustu. Hins vegar fá þau sveitarfé- Iög einnig auknar tekjur af út- svörum þessa fólks. Hækkim útsvarsheimilda - breyting tekjuskiptingar Tillögur tekjustofnanefndar eru í því fólgnar að auka heimildir til útsvarsálagningar í tveimur 11: >: ~lXrTW~r~~' „Önnur sértæk aðgerð er að breyta álagningargrunni fasteignaskatta á þann veg að fasteignamat á hverjum stað giidi í stað þess að reikna grunninn upp til fasteignaverðs í Reykjavík, “ segir greinarhöfundur. áföngum. Þetta er alrnenn að- gerð fyrir öll sveitarfélög. Auknar heimildir nema um 0.99% sem þýðir tekjuauka um það bil 3.7 milljarða króna rniðað við að þessar heimildir séu fullnýttar. Tveir þriðju þessara heimilda munu taka gildi frá næstu ára- mótum en einn þriðji um áramó- in 2001-2002. Ríkissjóður mun síðan lækka hlutfall sitt í tekju- skattinum sem nemur o.33% á móti þeim heimildum sem taka gildi um næstu áramót. Þessi breyting á tekjuskiptingu er var- anleg. Jöfnunars j óðiuinn Auk breytinganna á útsvarsá- lagningunni leggur tekjustofna- nefndin til þá sértæku aðgerð að greiða 700 milljónir króna í jöfn- unarsjóð sveitarfélaga til þess að létta undir með sveitarfélögum sem orðið hafa fyrir búseturösk- un. Þessi upphæð verður greidd út vegna yfirstandandi árs og einnig verður þessi upphæð lögð í jöfnunarsjóðinn á næsta ári. Eftir það er lagt til að staðan verði metin á ný. Þetta er vegna þeirra aðstæðna sem ég hef þeg- ar rakið um áhrif búseturöskun- ar á þjónustu sveitarfélaga. Þetta var gert fyrir árið 1999 og skipti miklu máli í þeirri stöðu sem að þá var, og því míður eru þessar aðstæður f)TÍr hendi enn þá. „Þrátt fyrir umræð- inii iiin slæma stöðu sveitarfélaga eru heimildir upp á 400 milljónir í útsvarsá- lagningu ónýttar.“ Fasteignaskatturinn Önnur sértæk aðgerð er að brey- ta álagningargrunni fasteigna- skatta á þann veg að fasteigna- mat á hverjum stað gildi í stað þess að reikna grunninn upp til fasteignaverðs í Reykjavík. Þetta er afar þýðingarmikil aðgerð fyr- ir gjaldendur á landsbyggðinni sem eiga lágt metnar eignir. Það er ekki mikið réttlæti í því að þessar eignir séu metnar upp þegar á að greiða skatta af þeim. Ákvæði um þessa breytingu voru í málefnasáttmála ríkisstjórnar- innar, en nefndinni var falið að taka þetta mál til meðferðar í sínum tillögum. Ríkið mun legg- ja fram 1.1 milljarð króna til þess að standa straum af þessari breytingu og bæta viðkomandi sveitarlélögum tekjutapið sem af henni leiðir f\'rir þau. Mikilvægar úrbætur Ef að tillögur tekjustofnanefnd- arinnar ganga fram sem ég hef fulla ástæðu til þcss að álíta, þá er hér um afar mikilvægt mál að ræða fyrir sveitarfélögin í land- inu. Ríkisvaldið leggur nú þegar 1.3 milljarða króna á ári í breyt- ta tekjuskiptingu og 700 milljón- ir til viðbótar næstu tvö árin. Við þetta bætist 1.1 milljarður á ári vegna fasteignaskattsins sem er varanleg aðgerð. Þegar rætt er um framlag ríkissjóðs verður að taka alla þessa þætti með í reikn- inginn þó að breytingin á fast- eignaskattinum sé kerfisbreyting en Ieiði ekki til tekjuaukningar fyrir sveitarfélögin. Þau cru hins vegar mikilvæg íjárhagsleg að- gerð fyrir fjölmarga gjaldendur í sveitarfélögum landsbyggðarinn- ar. Viðbrögö við tiUöguitiun Viðbrögðin við tillögunum hafa einkum falist í tvennu. 1 fyrsta lagi umræða um skattahækkun og í öðru lagi að ríkið hefði þurft að leggja meira af mörkum. I umræðum um skattamál verður að taka með í reikning- inn að fasteignaskatturinn er skattlagning. Heildarskattheimt- an mun ekki hækka um næstu áramót, þótt heimildir verði full- nýttar. Þess ber einnig að gæta að hér er um heimildir að ræða sem er í valdi sveitarfélaganna að nota. Þess ber að geta að eins og nú stendur á, þrátt fyrir umræð- um um slæma stöðu sveitarfé- laga eru heimildir upp á 400 milljónir í útsvarsálagningu ónýttar. Ég tel það eðlilegt að svigrúm sveitarfélaganna í álagningu sé aukið. Lágmarksútsvarsprósent- an er nú 11.24%, en hámarkið 13.3% eftir seinni áfanga hækk- unarinnar. Þetta gefur sveitarfé- lögunum svigrúm til þess að meta sína þörf fyrir álagningu. Það svigrúm er miklu eðlilegra heldur en það fyrirkomulag að heimildir séu svo þröngar að það þurfi að standa í átökum milli ríkis og sveitarfélaga um hvað eina sem til útgjaldauka horfir í sveitarfélögu nu m. Verkaskiptmg, og mat á fjár- málalegum ábrifum Tillögur tekjustofnanefndar fjal- la um mörg fleiri atriði sem ég ætla ekki að rekja hér. Itarleg skýrsla nefndarinnar mun koma út næstu daga og þar er mikill fróðleikur um fjármálalega þró- un sveitarfélaga síðasta áratug- inn. Það er gert ráð fyrir að öll frumvörp verði kostnaðarmetin með tilliti til sveitarfélaganna og samskipti ríkis og sveitarfélaga og samráð verði fest enn frekar í sessi. Auk þess er lagt til að þeg- ar í stað fari fram vinna við breytta verkaskiptingu með það fyrir augum að framkvæmdir við sjúkrahús og heilsugæslustöðvar verði verkefni ríkisins, og einnig framkvæmdir við framhalds- skóla, svo tveir málaflokkar séu nefndir. Bætiun s amfélag sþj ónus tn SIGURÐUR A. FRIÐ- ÞJOFSSON upplýsingafulltrúi BSRB SKRIFAfí BSRB fagnar því að Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra skuli ætla að kanna hvort grund- völlur sé fyrir samráði við aðila vinnumarkaðarins um þróun heilbrigðisþjónustunnar til fram- tíðar. Fljótt á litið virðist þetta vera svar ráðherra við skriflegri ósk BSRB 30. ágúst sl. um að slíkt samstarf verði tekið upp. Miðvikudaginn 13. september hirtist grein eftir Ogmund Jónas- son formann BSRB í Degi undir fyrirsögninni: „Óskað eftir við- ræðum.“ Daginn eftir, 14. sept- ember birtist svo grein í Morgun- blaðinu eftir formann BSRB sem nefndist „BSRB vill samstarf um framtíð heilbrigðiskerfisins." I þessum tveimur greinum og fleiri greinum eftir formann BSRB er óskað eftir samstarfi við heil- brigðisráðherra um að standa vörð um það heilbrigðiskerfi sem þjóðin hefur hyggt upp og sækja fram til betri þjónustu og betri nýtingu á fjármununum sem til heilbrigðismála fara. I þessum greinum kemur fram að BSRB hafði ritað heilbrigðisráðherra bréf þar sem óskað var eftir við- ræðum um framtíðarskipan heil- brigðismála á Islandi. í Degi miðvikudaginn 18. október sl. birtist opnu frétta- skýring Heiðar Helgadóttur á þessum málum undir fyrirsögn- inni „Þjóðarsátt um heilbrigði.“ Þar er sagt frá bréfi sem beil- brigðisráðherra sendi út til aðila vinnumarkaðarins um viðræður um framtíðarskipan heilbrigðis- mála. I fréttaskýringunni er rætt við ýmsa aðila sem að þessu koma, þar á meðal nokkra aðila vinnumarkaðarins, en hvergi minnst á þátt BSRB. Hefði það þó verið eðlilegt í Ijósi aðdrag- anda að þessu útspili heilbrigðis- ráðherra. Ekki hvarflar að mér að blaðamaður hafi vísvitandi ætlað að sniðganga þátt BSRB í að- dragandanum að tilboði ráðherra heldur ætla ég að Heiði hafi ein- faldlega yfirsést þetta atriði, enda kunn af vandaðri blaðamennsku. Því er þetta greinarkorn ritað til að vekja athygli hennar og ann- arra á margyfirlýstum vilja BSRB og baráttu samtakanna fyrir öfl- ugri heilbrigðisþjónustu. Dagana 25. til 28. október verður 39. þing BSRB haldið undir kjörorðinu „Bætum samfé- lagsþjónustuna" þar sem heil- brigðismálin verða m.a. ofarlega á dagskrá. BSRB hefur undanfar- ið farið fram undir þessu kjör- orði, m.a. haldið fjölmennar trúnaðarmannaráðstefnur í Reykjavík, á Akureyri og Isafirði þar sem þessi mál hafa verið á dagskrá. Þá hefur bandalagið gefið út bækling þar sem fjallað er um hvernig bæta megi samfé- lagsþjónustuna í samráði við starfsfólk hennar, enda býr það yfir þekkingunni sem til þarf. BSRB hefur á undanförnum árum látið sig heilbrigðisþjónust- una miklu varða. Kemur þar margt til. Mikill fjöldi félags- manna f BSRB starfar í heil- brigðisgeiranum. Þá lítur banda- lagið svo á að góð heilbrigðis- þjónusta sé stórt kjaramál. Kjör fólks ráðast m.a. af kostnaði sem það ber vegna heilbrigðisþjónust- unnar, bæði sem notendur og skattgreiðendur. Það er ástæðan fyrir því að BSRB ritaði heil- brigðisráðherra bréf á sínum tíma það sem bandalagið lýsti sig tilbúið til viðræðna um mótun framtíðarstefnu í heilbrigðismál- um.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.