Dagur - 24.10.2000, Síða 13
ÞRIÐJVDAGU R 24. OKTÓBER 2 00 0 - 13
Oxgur.
ekki við“
(ureyri í gær.
þróun. Elna Katrín segir þó að ef
niðurstaðan yrði sú að leiðrétting-
arkrafan yrði hækkuð þá mundi
eitthvað annað lækka á móti í
kröfum kennara.
Yfír hálfan milljarð í verk-
fallsjóði
Þótt kennarafélögin eigi yfir 500
milljónir í verkfallsjóði getur það
hrökkið skammt ef til langvinns
verkfalls kemur. Þá verða félögin
einnig að verða undir það húin að
til hugsanlegra átaka geti komið á
milli grunnskólakennara og sveit-
arfélaga í upphafi næsta árs. Elna
Katrín segir að húið sé að kynna
stöðu kjaramálanna fyrir félögum
þeirra á Norðurlöndum og meira
verði gert af því á næstunni. Hins
vegar sé það sjálfstæð ákvörðun
hverju sinni hjá samböndum
kennara hérlendis sem og á Norð-
urlöndunum hvað þau styrkja fé-
laga sína mikið fjárhagslega hver-
ju sinni þegar verkföll séu annars
vegar. Það sé aftur á móti engin
launung á því að kennarar á öðr-
um Norðurlöndum hafa miklar
áhyggjur af stöðu kennara á ís-
landi miðað við þeirra eigin stöðu
og hvernig íslenska kennarastarf-
ið er skilgreint til launa. Elna seg-
ir að ástand þeirra ntála hérlendis
sé alveg úr takti við það sem ger-
ist og gengur erlendis.
I þeirri kjarabaráttu sem
framundan er hafa margir horft
til framhaldsskólakennara sem
nokkurs konar brimbrjóta, enda
fyrstir að ríða á vaðið með verk-
fallsboðun. Formaður Félags
framhaldsskólakennara segist
hins vegar ekki hafa þá tilfinningu
að litið sé þá sem einhverja brint-
hrjóta í kjarabaráttunni. Hún tel-
ur að önnur félög ríkisstarfs-
manna muni setja fram sínar
kröfur alveg óháð því hvað kenn-
arar séu að gera. Þar á meðal séu
mörg sterk félög sem hingað til
hafa ekki þurft skjól af öðrum í
sinni baráttu. Elna Katrín segist
þó vænta þess að félög ríkisstarfs-
manna muni birtast bráðlega á
„sviðinu'1 með þcim. Hins vegar
sé því ekki að leyna að kennarar
séu í mjög góðu sambandi og hafi
samráð við þessi félög, enda sé
þar um að ræða fyrrverandi sam-
verkamenn í BHM.
Á eigin forsendiun
Kjaradeila kennara og yfirvofandi
verkfall hefur þegar leitt til þess
að leiðarahöfundur DV hefur tal-
að um að þeir séu enn eina ferð-
ina að taka nemendur í gíslingu.
Elna K. segir að þetta sé heldur
þreyttur frasi. Hún segir að það
þýði ekkert fyrir menn að ætla að
leggjast á bakið og æpa um að
kennarar séu sökudólgar í þessari
deilu. Þess í stað telur hún að það
megi allt eins útnefna þjóðfélagið
í heild sinni sem sökudólg í því að
vanmeta menntun til launa.
Formaður Félags framhalds-
skólakennara segir að kjarabarátta
þeirra komi félögum og viðsemj-
endum þeirra á almenna vinnu-
markaðnum nánast ekkert við. I
því sambandi bendir hún m.a. á
að kennarar hafi kosið að leggja
„hálfa vigtina" í þessum samning-
um á kröfuna um launaleiðrétt-
ingu dagvinnulauna miðað við
Iaunaþróunina hjá öðrum há-
skólamenntuðum ríkisstarfs-
mönnum. Sú krafa snýr beint að
fjármá 1 aráöu neyti n u og því hvort
ætlunin sé að mismuna ríkis-
starfsmönnum „jafngróflega" og
raun virðist á. Þá bendir hún að
það sé ýmislegt á almenna mark-
aðnum sem standi kennurum
ekki til boða. Meðal annars séu
þeir undir öðrum lögum en al-
menni markaðurinn og hafa ekki
sömu markaðstilvísun og mark-
aðsstöðu eins og margar stéttir á
þeim markaði. Hún minnir einnig
á að það sem samið sé í santning-
um kennara við ríkið hefur til-
hneigingu til að vera hin raun-
verulegu Iaun en ekki einhver
launabotn til að standa á eins og
virðist tíðkast víða á almenna
markaðnum.
Deilt um trúverðugleika
Kastast hefur í kekki á milli for-
manns Félags framhaldsskóla-
kennara og Jónínu Bjartmarz for-
manns Iandssamtakanna Heimilis
og skóla vegna ummæla Jónínu
um að vandséð sé að hægt verði
að ganga að ítrustu kröfum kenn-
ara og m.a. af tilliti til annarra á
vinnumarkaði. A saina tíma lét
hún þau orða falla að landssam-
tökin styðji það að kjör kennara
verði bætt svo hægt sé manna
skólana af ungu og hæfileikaríku
fólki svo hægt sé að ná markmið-
um bæði grunn- og framhalds-
skóla. Hins vegar tekur stjórnin
ekki afstöðu til launakrafna kenn-
ara. Þetta telur formaður fram-
haldsskólakennara bera vott um
ótrúverðugleika hjá formanni
Heimilis og skóla vegna þess að
hún er jafnframt stjórnarþing-
maður sem þingmaður Framsókn-
arflokksins f Reykjavík. Þessu vís-
ar Jónína á bug. Hún segir að af-
staða félagsmanna í Heimili og
skóla sé mjög mismunandi til
kjara kennara og hvaða laun þeim
her að hafa. „Þegar ég tala þá er
ég ekki að tala fyrir munn allra fé-
Iagsmanna, heldur fyrir hönd
stjórnarinnar," segir Jónína. Hún
segir að stjórnin styðji það að kjör
kennara verði bætt vegna þess að
óánægðir kennarar og stöðugar
verkfallsboðanir Jtjóna ekki hags-
munum skólans.
Hún segir einnig að það sé
margt sem kemur kennurum bet-
ur í kjarabaráttu en vera að hnýta
í þau samtök eða aðila sem eiga
sameiginlega hagsmuni og þeir og
hafa einna helst lýst yfir stuðningi
við þá. Hún áréttar að Heimili og
skóli séu áhugamannasamtök
sem hafa það markmið að stuðla
að bættum uppeldis- og mennt-
unarskilyrðum barna. Samtökin
séu ekki flokkspólitísk enda séu
innan þeirra raða fólk með alls
konar floltkspólitískar skoðanir.
Samtökin séu hins vegar
skólapólitísk. Jónína leggur áher-
slu á að þegar hún fjallar um sjón-
armið stjórnar Heimilis og skóla
sé aldrei um neina flokkspólitfk
að ræða. I því sambandi bendir
hún einnig á að meðal Jnngmanna
séu rnargir sem séu í forsvari fyrir
mörg samtök og félög.
Formaður Heimilis og skóla
segir að samtökin hafi mjög mikl-
ar áhyggjur yfir þeirri stöðu sem
komin er í kjaradeilu framhalds-
skólakennara og ríkisins, enda
greinilegt að þar ber mikið á milli.
Hún bendir á að verkföll hafa haft
af’drifaríkar afleiðingar fyrir
marga nemendur. Þá óttast fólk
að átök geti Ieitt til enn frekara
brottfalls nemenda úr skólum,
burtséð frá afleiðingum þeirrar
óvissu sem kjaradeila sem þessi
getur haft á skólastarfið. Talað
hefur verið um að hrottfall nem-
enda út framhaldsskólum geti
verið allt að 30% í venjulegu ár-
ferði. Jónína bendir þó að það
getu verið erfitt að festa hendur á
Jtessum tölum um brottfall nem-
enda Jtví stundum séu nemendur
að skipta um skóla, hverfa tíma-
bundið frá námi og svo framvegis.
Hins vegar sé því ekki að neita að
ncmendur falla út úr skóla vegna
langvarandi verkfalls.
Smá skjálfíi
Sölvi Sveinsson skólameistari
Fjölbrautaskólans í Armúla og
formaður Félags framhaldskóla
segir að skólastjórnendur séu ekki
farnir að haga kennslu með tilliti
til yfirvofandi verkfalls kennara.
Það sé vegna þess að mcnn stefna
að því að leysa þessa deilu áður cn
til verkfalls kemur. Af þeim sök-
um stefna menn ótrauðir að því
að útskrifa nemendur í desember
eins og venjulega. Sölvi telur jafn-
framl að yfirvofandi verkfall sé
eldd farið að lita skólastarfið að
því undanskildu að „smá óstyrk-
ur“ sé í gangi og þá fyrst og fremst
vegna hræðslunnar um verkfallið
og hvaða áhrif það getur haft fyr-
ir einstaka nemendur. Hann legg-
ur áherslu á að viðræður séu cnn
í gangi á milli deiluaðila og að
|>ær gangi „sæmilega." 1 það
minnsta séu engir hurðaskellir.
Hann segir að samkvæmt reynsl-
unni nota ýmsir nemendur verk-
fall sem átyllu til að hætta f skóla.
Hins vegar sé engin launung á
því að eitthvað sé um að nemend-
ur neyðist til að hætta vegna áhri-
fa frá kennaraverkfalli. -GRH
Sturla klippir á borðann. -mynd sbs
Sturla opnar
Háreks-
staðaleiðtna
Greiðir leið milli
Norðurlands eystra og
Austurlands. Alls 33
km. og kostnaður er
540 millj kr. Æða-
kerfi til auðlindanna,
segir ráðherra.
„Ástæðurnar fyrir því að við yfir-
gáfum gamla veginn yfir Möðr-
dalsfjallgarða eru einkum tvær.
Annars vegar að vetrarumferð er
vaxandi og við lítum svo á að
hún sé miklu öruggari á Jtessum
slóðum en annars staðar. Og svo
líka að þetta styttir leið Vopn-
firðinga niður á Hérað afar mik-
ið,“ sagði Helgi Hallgrímsson
vegamálastjóri þegar hin nýja
Háreksstaðaleið sem tengir sam-
an Norðurland eystra ogAustur-
land var opnuð sl. föstudag. Hin
nýja leið sem er 33 km. löng
liggur frá Eangadal, sem er
nokkra klílómetra norðan við
Möðrudal á Fjöllum og að eyði-
býlinu Ármótaseli á Jökuldals-
leiði, sem er skammt ofan við
Skjöldólfsstaði sem er innsti bær
á Jökuldal.
Meðalársumferð 100 bílar á
dag
Háreksstaðaleið lengir Hring-
veginn um einn kílómetra, en á
móti kemur eins og áður sagði
hve leiðin verður öruggari með
tilliti til vaxandi vetrarsam-
gangna enda liggur þessi leið í
460 til 580 metra hæð en vegur-
inn um tjallgarðana hins vegar í
allt að 700 metra hæð þar sem
hæst er. Þá styttist leiðin frá
Vopnafirði á Hérað um alls 40
km. þegar hin nýja leið um
Brunnahvanimsháls sem nú er
unnið við verður komin í gagnið
að ári. „En nú förum við ekki
lengur um byggð allt frá Mývatni
í Skjöldólfsstaði. Áður lá vegur-
inn um hlaðið á Möðrudal og af
|}ví er sjónarsviptir. Vegurinn
sem lengi lá um hlaðið á Gríms-
stöðum var færður fyrir
nokkrum árum og nú Víðidalur
að fara í eyði Jtessar vikurnar,“
sagði Helgi - og gat í þessu sam-
handi þess hve mikilvægar hjálp-
arhellur bændur í Möðrudal
hefði löngum verið vegfarendum
yfir fjallgarðana, þar sem allra
veðra er von á sumri jafnt sem
vetri. Fyrir Jiað þakkaði Helgi -
en gat |iess jafnframt að nú
hef'ði við Háreksstaðaleið verið
komið upp öflugum sendi fyrir
NMT farsíma og væri það hugs-
að sem öryggisatriði á þessari
fjölförnu hálendisleið.
Það var verktakafyrirtækið
Arnarfell á Akureyri sem lagði
hina nýju Háreksstaðaleið og er
heildarkostnaður við fram-
kvæmdir um 540 milljónir
króna. Umferð á dag yfir sumar-
ið er um 200 bílar og 30 bílar á
veturna, þannig að meðalársum-
ferð er um 100 bílar á dag. -
Verkið var upphaflega boðið út
haustið 1997, en tafðist nokkuð
vegna mats á umhverfisáhrifum
og fleiri þátta. Framkvæmdir
hófust ekki fyrr en í lok ársins
1998, sumarið 1999 var lokið
við að undirbyggja allan veginn
og aka út stórum hluta burðar-
lags. í ár var svo lokið yfirbygg-
ingu með klæðningu nú í sept-
ember og að lokafrágangi var
unnið í þessum mánuði.
Æðakerfi til auðlmdaima
Að loldnni opnunarathöfn á Há-
reksstaðaleið var efnt til hófs í
Hótel Svartaskógi í Jöldulsár-
hlíð. Þar stigu rnargir á stokk,
lofuðu hinn nýja veg og sögðu
hann vera mikla samgöngubót.
Ekki síst höfðu menn á orði að
hún myndi greiða fyrir samskipt-
um milli Norðurlands eystra og
Austurlands sem nú eru að sam-
einast í einu kjördæmi. Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra
sagðist sjá vegakerfið lyrir sér
sem æðakerfi til auðlinda lands-
ins og mikilvægt væri að styrkja
það, nú þegar samgöngur væru í
sífellt ríkari mæli að flytjast af
sjó yfir á vegina. „Við eigunt eft-
ir að venjast því að tengja saman
byggðirnar í hinu nýja kjördæmi
og hin nýja Háreksstaðaleið er
risastórt stökk fram á við í þeim
efnum. Við þingmenn upplifum
vegakerfið á okkar eigin sldnni
og sjálfsagt á rnaður eftir að aka
Jjessa leið oft vilji maður eiga sér
viðreisnarvon í nýju kjördæmi,"
sagði Jón Kristjánsson þingmað-
ur Framsóknarflokksins á Aust-
urlandi. -SBS.